Morgunn


Morgunn - 01.06.1946, Page 34

Morgunn - 01.06.1946, Page 34
24 MOR GUNN þess, sem er innsti kjarni alls trúarlífs, grunntónn allrar trúar, og þá kristilegrar trúar fyrst og fremst, hún bendir oss á, hvernig yfir oss er vakað. Vér sjáum fyrir oss hann, hið heilaga, blessaða guðsbarn, sem sefur rótt við móðurbrjóstið og grunar ekki þau grimmdarráð, sem verið er að brugga honum, eða hvenær grunar hið sofandi, blessaða barn þau vélráð, sem heim- urinn bruggar, þær hættur, sem eru því samfara, að fæð- ast til vorrar jarðar? Föðurinn grunar ekkert. 1 áhyggju- lausri sælu hinnar ungu móður felur María sveininn að hjarta sér, hér er öllu rótt og öllu borgið og himneskur friður umvefur fæðingarstað hins ómálga bams. En á æðri stöðum er vakað, og vinur, sem vakir þaðan yfir hinni óttalausu, heilögu fjölskyldu, fær með einhverj- um hætti, sem vér ekki vitum, vitneskju um þau misk- unnarlausu, grimmu ráð, sem verið er að brugga barninu í sjálfri höllu konungsins. Og þessi vakandi vinur veit sitt ráð. Þegar líkaminn sefur og sálin er að einhverju leyti laus úr tengslum við hann, geta borgarar æðri veraldar birt sálinni það, sem ekki er unnt að komast að henni með, meðan hún lifir á daginn sínu jarðneska athafnalífi. Þann- ig kemst aðvörunin, forspáin, inn í vitund Jósefs. 1 þessari sögu sjáum vér eina grein hinnar guðlegu hand- leiðslu, eitt dæmi þess, hvemig er stöðuglega yfir oss vakað. Þetta er skýlaus boðskapur Ritningarinnar, og um hin fáu leiftur þessara furðulegu hluta, sem berast til vor inn i mannheiminn, þykir sumum mönnum vænzt, vegna þess, að þeir þykjast sjá á bak við þá þá ósegjanlegu gæzku, sem vakir yfir oss, þá dásamlegu speki, sem er að verki að baki þess alls ,sem vér skynjum. Mig langar til að til- færa ummæli viturs manns1, sem einna bezt allra íslenzkra manna hefur um þetta vandamál skrifað, en hann segir: „Mér finnst, að það ætti að eyða stærilætinu, sjálfbyrg- ingsskapnum. Mér finnst, að það ætti að verða eins og i E. H. Kvaran: Trú og sannanir, bls. 230. j

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.