Morgunn


Morgunn - 01.06.1946, Page 38

Morgunn - 01.06.1946, Page 38
28 MORGUNN lesendum sínum, en undirtektirnar frá hendi lesendanna hafa jafnan orðið minni en æskilegt væri, þótt frásagnir hafi borizt og séu nú t. d. birtar í þessu hefti. Ef fólk hefur orðið fyrir merkilegri reynslu í þessum efnum, er að voru viti ekki rétt, að þegja yfir henni. Frásagnir af slíkri reynslu eiga erindi til almennings og þær eiga að varðveit- ast. Hinum merka sálarrannsóknamanni J. Arthur Hill bárust margar slíkar frásagnir og er ein þeirra sú, sem hér fer á eftir. Sumum kann að finnast þessi frásögn hugð- næmari fyrir þann blíða, næstum rómantíska blæ, sem yf- ir henni hvílir, öðrum kann að virðast það fremur ókost- ur, vegna þess, að trúverðugleikinn, gagnrýnin sé minni, þegar tilfinningamar eiga sinn leik á borði. En hvað um það, frásögnin öll ber þess merki, að þeim sem hér eiga hlut að máli, og er það einkum konan, sem söguna segir, er þetta heilagt mál, mál, sem hún mundi vafalaust sízt hafa viljað segja ósatt um. En frásögn hennar er á þessa leið, stíluð til J. Arthur Hill, eins og áður segir: „Ég vona, að ég geri yður ekki of mikla tímatöf, þótt ég biðji yður að lesa nokkrar frásagnir af kynlegri og dá- samlegri sálrænni reynslu, sem ég hef orðið fyrir í seinni tíð. Ég hef nú um langt skeið, sennilega alltaf, haft áhuga fyrir þessum efnum, og með ánægju les ég bækur yðar og annarra um þetta mál. En fram að þessu hefi ég ekki rekizt á neinar frásagnir, sem mér þykja eins merkilegar og reynsla sú, sem ég og bezti vinur minn höfum orðið fyrir, og mér finnst ég skulda. yður það, að segja yður frá, a. m. k. nokkurum umbúðalausum staðreyndum. Mér finnst ég skulda yður þetta fyrir einlægni yðar í því, að leita eftir þeim lögmálum, sem þessi furðulegu fyrirbrigði stjórn- ast af. Þegar vinur minn var ennþá í æsku, sá hann vakandi birtast sér að kveldi dags skínandi kvenmannsmynd. Hann varð ekki óttasleginn, en fagnandi og hrifinn, og stökk fram úr rúmi sínu til þess að nálgast þessa kvenveru, en hún

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.