Morgunn


Morgunn - 01.06.1946, Page 41

Morgunn - 01.06.1946, Page 41
MORGUNN 31 (Ég geymi öll bréfin viðvíkjandi þessum frásögnum, með degsetningum>. Meðan hann var í Hollandi dreymdi okkur tvívegis sama drauminn sömu nóttina. Einu sinni lýsti hann nákvæm- lega fyrir mér, hvað ég hefði haft fyrir stafni ákveðinn ðag, meira að segja sagði hann mér nafnið á bókinni, sem ég hafði verið að lesa upphátt. Ef ég fór í nýjan kjól, sá hann það og sagði mér bréflega frá. 1. maí 1915 (kl. 11,15 árd.) varð ég fyrir dálitlum árekstri á siglingu á ánni Mersey. Þegar ég var komin yfir áfallið, sem ég fékk, sneri ég mér að vinkonu minni °g sagði: „Það má mikið vera, ef vinur minn í Hollandi veit ekki þetta“. Þrem vikum síðar komu nokkur bréf- spjöld til fólksins míns með fyrirspurnum um, hvernig mér liði, en sjálf fékk ég bréf, sem dagsett var 1. maí, kl. 11,15 árdegis, þar sem vinur minn segir mér, að á þeirri stundu hafi sér vitrast, að tvö skip hefðu rekizt á á ánni Mersey, °g að ég væri um borð í öðru þeirra. (Það var ekki fyrr en hálfum mánuði síðar, að hann skynjaði það, að mér liði vel, en þá var ég enn ekki búin að skrifa honum neitt únx þetta mál). Bréfið frá honum með dagsetningunni og hinni nákvæmu stundarákvörðun, „kl. 11,15 árdegis", iiggur hér á borðinu fyrir framan mig. öðru sinni fékk ég bréf frá honum þess efnis, að útgáfu- fyrirtæki eitt í Lundúnum væri að endursenda mér hand- rit, sem ég hefði boðið þeim til útgáfu, að nokkurum kvæðum dulspekilegs efnis. Hann bað mig, að harma það ekki, því að kvæðin væru á undan sínum tíma. Handritið &ð kvæðunum barst mér endursent frá útgáfufyrirtækinu einum degi á undan bréfi hans, sem hafði verið þrjár vikur á leiðinni frá Hollandi! Ég gæti tilfært því nær óteljandi slíkar sögur, en ég ®tla ekki að bæta nema einni við. Fyrir h. u. b. tveim mánuðum síðan skrifaði hann mér °g bað mig, ef mögulegt væri, að afla upplýsinga um mann, sem verið hafði sambýlismaður hans, hafði síðan

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.