Morgunn


Morgunn - 01.06.1946, Page 42

Morgunn - 01.06.1946, Page 42
I 32 MORGUNN farið sjóferð, en eftir það hafði ekkert til hans spurzt. Vinur minn bað mig, að skrifa unnustu þessa manns og biðja um upplýsingar. Ég gerði þetta, fékk hálfum mánuði síðar svar frá manninum sjálfum. Hann kvaðst hafa verið austur í Ind- landi, orðið þar hættulega veikur í sjúkrahúsi, en vera nú kominn heim til.Englands til þess að dvelja þar yfir jólin. Fyrir fáeinum dögum sendi ég þessar upplýsingar til vin- ar míns í Hollandi, og gangi allt að óskum, verður bréfið komið þangað innan tíu daga héðan í frá.En nú er ég, fyrir 1—2 dögum búin að fá bréf frá vini mínum. Þar segir hann mér, að með sálrænum hæfileikum sínum sé hann nú loks búinn að rekja feril þessa sambýlismanns síns, hann „hefur verið í Indlandi, ég er viss um það, og orðið þar alvarlega veikur", skrifar hann, en hann kveðst nú hafa „séð hann um borð í skipi, sem sé að koma til Englands og verði komið þangað fyrir jól!“ Svo viss er vinur minn í sinni sök, að hann biður mig að segja unn- ustu hans þetta, ef hún viti það ekki! Vitneskja hans er tíðum frábær. Ég hefi heyrt hann lýsa herbergjum og fólki, sem hann hefur aldrei séð, með fullkominni nákvæmni..... Viljið þér fyrirgefa mér þetta langa bréf? Ef þér óskið eftir ýtarlegri skýrslum með nákvæmum dagsetningum, skulum við semja þær, þegar stríðinu er lokið, og öll bréfin, sem okkur hafa farið á milli, eru á einun stað. Þér skuluð fá þetta allt. Winifred Aston“. ■T. A. þýddi. J

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.