Morgunn


Morgunn - 01.06.1946, Page 44

Morgunn - 01.06.1946, Page 44
34 MORGUNN lærisveinum sínum eftir dauðann og sannaði þeim þannig, að hann lifði. Spíritisminn staðhæfði, að venjulegum mönn- um væri kleift að gera hið sama. Raunar gætu þeir ekki birtzt með eins stórfelldum hætti og hann, vegna þess, að þeir hefðu ekki yfir slíkri orku að ráða, sem hann hafði, en að þeir gætu þó birtzt nógu greinilega til þess, að sanna tilveru sína. Þessir hlutir hefðu raunar verið að gerast á öllum öldum í meira eða minna mæli, en að prestaveldi, sem vildi halda öllu áhrifavaldi í eigin höndum, hefði haft forgöngu um það, að þegja þessa hluti í hel, meðan menn voru enn ekki farnir að spyrja vísindalegra spurn- inga um þessi efni. En að nú, þegar menn væru famir að lifa í andrúmslofti frjálsra spurninga, væru staðreyndimar augljósar öllum, sem vildu leita þeirra. Með eigin reynslu sinni, sem stundum hafði sannana- gildi, og kenningu sinni um að heimarnir væru hver öðr- um líkir hafði Svedenborg lagt grundvöllinn. 1 Ameríku höfðu menn brætt saman kenningar hans og Mesmers og þannig voru hugirnir þar undirbúnir fyrir skyggni-opin- beranir A. J. Davies og fyrirbrigðin, sem gerðust með höggunum í Hydesville. Eins og Svedenborg kenndi Davies, að lífið í næsta heiminum væri framhald af lífinu á jörð- unni, en hann vék frá kenningakerfi hins fræga Svía með því, að aðhyllast þá hugmynd, að sálin þroskaðist í gegn um marga himna, eins og Pýþagóringar höfðu kennt, hin gamla kristni og indversku spekingarnir að nokkuru leyti. Stefnu hans héldu þeir síðan áfram, Tuttle, Hare og aðrir spíritistar síðari tíma. I Englandi hafði verið vakandi nokkur áhugi fyrir kenn- ingum Mesmers, en eiginlegur spiritismi vaknaði þar fyrst á árunum 1850—60, þegar nokkrir miðlar komu þangað frá Ameríku. Fyrirbrigðin, sem hjá þessum miðlum gerð- ust, voru mestmegnis fólgin í hinum alkunnu sálrænu höggum, enda höfðu þau fyrirbrigði fyrst hrundið spírit- ismanum af stað. Þegar D. D. Home kom til skjalanna, sýndi hann því nær öll þau miðlafyrirbrigði, sem eru þekkt.

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.