Morgunn


Morgunn - 01.06.1946, Side 54

Morgunn - 01.06.1946, Side 54
44 MORGUNN og e. t. v. ekki sá heldur, sem hann er að lýsa fyrir, haft nokkra hugmynd um framliðna manninn, sem hann er að lýsa, hljótum vér að viðurkenna, að hér sé um sams konar fyrirbrigði að ræða og hinar fornu frásagnir greina frá, þótt þær séu miklu verr vottfestar. Eins og rannsóknirnar á rústum hinnar fornu Trjóuborgar sýna, eru hinar fornu heimildir miklu sannorðari í bókstaflegum skilningi, en menn hafa haldið. Nú er engin ástæða til þess lengur, að efa hinar fornu frásagnir um birtingar engla, sem sennilega hafa verið góðir menn, framliðnir, sem komnir voru til bjartari tilverustaða. Sú staðreynd, að hinu skyggna, og einnig stundum með sannfærandi hætti hinu óskyggna, auga birtist misjafnlega mikill góðleikur með misjafnlega sterku Ijósmagni, er nú að ná allsherjarviðurkenning af nútímareynslu. Að því er stjórnandi miðilsins fræga, Stainton Moses, staðhæfði, er þróunin, sem hið skyggna auga skynjar sem misjafnlega bjart ljós, í því fólgin, að takmarkanir og ófull- komleiki smáhverfur, unz persónuleikinn er orðinn mjög ólíkur því, sem vér köllum persónuleika, og í raun og veru fjarlægur öllu því, sem vér getum gripið með skilningi vorum. Það er staðhæft í sambandinu hjá Stainton Moses, að þessi frægi stjórnandi hans, sem nefndur var Imperator, væri í rauninni miklu fremur „áhrif“ en persónuleiki, eins og hann var í starfi sínu á jarðneska sviðinu, svo háum þroska hafði hann náð. Vera má, að „Paradiso“ Dantes geymi mesta sannleikann, sem enn hefur verið sagður um þessi efni, þótt enn sé ofar skilningi vorum. Til þess að gera sér grein fyrir því, hvernig sálin nær þessum þroska stig af stigi, hafa sumir spíritistar og flest- ir guðspekinemar aðhyllzt kenninguna um sjö svið, og jafnvel reynt að afmarka legu þeirra í rúminu, himin- geiminum. En spíritisminn hefur horfið meira og meira að því ráði, að forðast of nákvæmar skýringar á þessum efnum. Heimildin er svo traust, sem vér höfum að því að „í húsi föðurins séu mörg híbýli", en það er naumast

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.