Morgunn


Morgunn - 01.06.1946, Page 60

Morgunn - 01.06.1946, Page 60
50 MORGUNN Dauðinn aðskildi þau ekfci. Einn af kunnustu og ágætustu sálarrannsóknamönnum Breta var kunnugur konu þeirri, er frásögn þessa hefur skráð úr reynslu sinni. Vegna þeirra, sem ekki þekkja kon- una, iýsir hann yfir því, að hún sé kunn og mikils metin menntakona, og allir, sem hana þekkja, muni hiklaust telja frásögn hennar að öllu trúverðuga. Höf. heitir frú Guthrie og er frásögn hennar á þessa leið: ,,I febrúarmánuði 1914 kynntist ég Stuart herforingja, sem tekið hafði þátt í Búastríðinu. Við sáumst ekki oft, en það var frá beggja hálfu eins og við hefðum lengi verið kunnug og einhver náin bönd tengdu okkur saman. Hvort ástæða þess var sú eða ekki, var raunin sú, að við vorum dálítið skyld, þótt raunar fjarskyld værum. 1 júlímánuði 1914 var ég að stjórna stóru te-samkvæmi í herbúðum skammt frá heimili minu og hafði vitanlega enga hugmynd um, að heimsstyrjöldin myndi þá skella bráðlega á. Það var bjartur sólskinsdagur, og allir voru glaðir, nema ég. Einhver undarlegur þungi var yfir mér og mér leið ósegj- anlega illa. Ég vissi enga hugsanlega ástæðu fyrir þessu, skildi ekkert í því, en það var eins og bergmálaði innra með mér: „Ó, hvílík hörmung! Ó, hvílík hörmung!" Stuart herforingi var þarna, ég lét hvorki hann né nokkurn annan vita þetta ástand mitt. Ég fór heim, lagðist fyrir og grét, án þess að vita af hverju. 1 júlímánuði 1915 fór Stuart herforingi með herdeild sína til Gallipoli. Við skiptumst stöðugt á bréfum og ég sendi honum pakka. Ég fann ekki til ótta eða kvíða. Að kveldi 9. des. 1915 gekk ég til sængur um kl. 10, en gat ekki sofnað um hríð. Þegar ég sofnaði loksins, dreymdi mig ógeðslegan draum um forarvatn, og þegar ég vaknaði, leið mér mjög illa. Algert myrkur var í herberginu, dregið var niður fyrir gluggana og auk þess voru dregin fyrir þá þykk gluggatjöld. En mér til mikillar undrunar sá ég nú

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.