Morgunn


Morgunn - 01.06.1946, Side 67

Morgunn - 01.06.1946, Side 67
MORGUNN 57 menn, og Japanar sýnast trúa slíku. Að því er sýnist, hefir Stuart komið og sungið sálminn fyrir vinkonu sína, áður en fregnirnar af þessum atburði gátu borizt til Englands, til þess að sanna raunverulega nærveru sína. Þá er það enn furðulegt atriði, að þjónustustúlka frú Guthrie skuli vakandi sjá það sama, sem frú Guthrie er að dreyma, ef frúna var þá raunverulega að dreyma, því að tæplega sýnist hún hafa verið sofandi. Þessum tveim konum fór ekkert orð í milli, óvænt skynjuðu þær þarna sama fyrirbrigðið á sama tíma. Ég hefi fengið þetta stað- fest með undirskrift þjónustustúlkunnar. Þá er athyglisvert samhengið og hin stöðuga þróun and- ans, sem þarna birtist. Frú Guthrie hefir enga þekking á spíritismanum, en þessi reynsla hennar er í fyllsta sam- ræmi við það, sem ég hefi komizt að með rannsóknum mínum. Þegar sálin fer yfir í annan heim, fer hún venju- lega fyrst í stað alls ekki inn í neina háleita dýrðarveröld. Það er ekki um það að ræða, að dauðinn breyti mannin- um þegar í stað í neinn serafa, ekki einu sinni í venjuleg- an engil. Nei, maðurinn er fyrst í stað sjálfum sér líkur, og til að byrja með er ástand hans líkt því, sem síðast var á jörðunni, sbr. það, að Stuart birtist fyrst í óhreinum og slitnum hermannabúningi, þreytulegur og órólegur í and- litinu, fjórum dögum eftir að hann andast. En svo gerist það bráðlega, fyrir hvíld og umhyggju annarra, að and- inn kemst yfir áfallið og þjáningarnar, sem hann leið síð- ustu augnablikin áður en hann „dó“, og smám saman nær hann fullkominni vellíðan, og útlit hans fer að sýna það. Það er eftirtektarvert í þessum frásögnum frúarinnar, hvernig breytingin verður á Stuart herforingja, þegar hann birtist vinkonu sinni. 1 fyrsta sinn, sem hann birtist henni, er hann illa til fara, eins og hann var, þegar hann særð- ist og dó, þá er andlit hans „fölt, þreytulegt, órólegt, áhyggjufullt, markað djúpum hrukkum“. Næst þegar hann birtist henni, „voru föt hans hrein og vel hirt“. I þriðja sinn, er hann birtist, er hann með „ótvíræðu ánægju- og

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.