Morgunn


Morgunn - 01.06.1946, Side 72

Morgunn - 01.06.1946, Side 72
62 MORGUNN lækningamaður (healer) heimsins og frægasti lækninga- miðill, sem fram hefur komið meðal spíritista, er látinn 73 ára gamall. Enginn læknir (doctor) hefur nokkurn tíma haft svo marga sjúklinga, því að þeir voru upp undir hálfa miljón“. Þegar þess er gætt, að hann var roskinn maður, yfir fimmtugt, þegar lækningagáfa hans uppgötvaðist, svo sem frá er sagt í bókinni, og starfsemi hans byrjaði, og starfsferillinn því ekki langur — innan við 20 ár —, er þetta undrahá tala; en auðvitað er hér átt við tölu þeirra, sem á einhvern hátt leituðu hans, en það var gert með mörgu móti, með bréfum frá mörgum löndum, heimsóknum til hans og nær því látlausum símahringingum. Frá því öllu er sagt í þessari bók Barbanells. Einnig héðan af landi hefur til hans verið leitað og hjá mér hafa nokkrir fengið uppskrifað heimilisfang hans. Auðvitað hefur ekki allur þessi fjöldi fengið bata — líklega minnstur hluti — en þó nógu margir til þess, og meinsemdirnar svo alvarlegar (ólæknandi), að ekki getur verið að tala um tómar tilvilj- anir eða bata af sjálfu sér né samanburð við ýms hégóm- leg leyndarlyf, sem upp hafa verið fundin og hafa átt að geta bætt allar meinsemdir. Enda eru mörg dæmi til, að lærðir læknar — þótt yfirleitt séu tregir til að viðurkenna þessar lækningar — hafa sumir leitað og vísað til Parish, þegar þeir þóttust sjálfir ekki geta dugað, og oft kveður við hjá þeim, sem lækning hafa fengið, að á þeim hafi verið gert kraftaverk. Er skemmtilegt að lesa um allt þetta í bók Barbanells og skal hér því ekki meira um það f jölyrt, en í þessu sambandi aðeins þess getið, að ýmsir fleiri lækninga- menn (healers) eru nú uppi, sem sumir slaga upp í Parish, þótt enginn þeirra nái honum. Ekkja hans, frú Peggy Parish, var sú, sem í fyrstu kom manni sínum inn á þessa braut, því að hann sagði, eins og svo margir góðir menn hafa gert í fyrstu, að þetta sálræna rugl væri aðeins fyrir veikgeðja konur og menn, sem ekki hugsa. En hann lét þó að orðum hennar og á fyrsta miðils- fundi, sem hann var á, var honum sagt, að hann sjálfur

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.