Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.2005, Side 57

Frjáls verslun - 01.03.2005, Side 57
F R J Á L S V E R S L U N • 3 . T B L . 2 0 0 5 57 „Við stefnum markvisst að því að breyta þessu og höfum gert það á undanförnum árum. Ímynd Pepsi er nú allt önnur en hún var fyrir þremur árum og í viðhorfskönn- unum kemur fram að yngri aldurshópar hallast í auknum mæli að Pepsi. Í sumum aldurshópum vilja jafnvel fleiri Pepsi en Coke. Í Appelsíninu njótum við þess oft að þegar beðið er um appelsín er sagt að „bara“ sé til Fanta. En þetta er langtímamarkmið. Allar framleiðsluvörur okkar eru fyrsta flokks og því markmiði verður aldrei fórnað. Gæði eru í öndvegi hjá fyrirtækinu og allt sem við gerum þarf að standast gæði og á það jafnt við um vörur okkar, þjónustu, símsvörun, aksturslag á merktum bílum, útskrift reikninga og innheimtu. Allt sem gert er þarf að vera fyrsta flokks og rétt gert frá upphafi til enda. Til að lifa þarf fyrirtækið að vaxa hraðar en samkeppnisaðilar. Þannig höfum við t.d. aukið markaðshlutdeild Tuborg um 27% milli ára. Stefnt er að því að 10% af framlegð fyrirtækisins komi frá nýjum vörum, þ.e. innri vexti. Auknum vaxtarhraða náum við m.a. með framsæknum vinnubrögðum og vöruþróun. Við leitum hagkvæmustu leiða í innkaupum, framleiðslu og fjárfestingum og sýnum heiðarleika í hvívetna, gætum m.a. trúnaðar í meðhöndlun upplýsinga, höfum hugrekki til þess að taka á van- damálum áður en þau verða of stór og eins er nauðsynlegt að viðurkenna mistök.“ Andri Þór Guðmundsson, forstjóri Ölgerðarinnar, útskrifaðist sem viðskipta- fræðingur frá Háskóla Íslands 1992. Næstu ár var hann í ýmsum störfum, rak m.a. kvik- myndahúsið Regnbogann, var markaðsstjóri hjá Almenna bókafélaginu og aðstoðar- forstjóri hjá Lýsi en fór þá til framhalds- náms í Rotterdam School of Management í Hollandi og tók þar MBA-gráðu árið 2002. Sem hluta af náminu tók hann eina önn á Indlandi, en áhugi Andra beindist þá mjög að viðskiptum við Asíu. Þaðan lá leiðin til G O S D R Y K K J A M A R K A Ð U R I N N SKIPTA UM FORSTJÓRAERKIFJENDUR Árni Stefánsson, nýr forstjóri Vífilfells.

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.