Félagsbréf - 01.05.1959, Page 35

Félagsbréf - 01.05.1959, Page 35
PÉLAGSBRÉP 33 „Já, og vitið þið livernig stendur á því?“ spurði Ivan Steplianovicli og beindi sínu góðlega liæðnisbrosi framan í gesti sína á víxl. „Hún skilur skáld, það þyrfti ekki að vera annað“, sagði Mirov um leið og liann settist í liægindastól skammt frá ofninum, „þar að auki er hún lagleg kona.“ „Nei, drengir mínir“, sagði Ivan Stephanovicli, „ég er jafnmikill aðdáandi frú Krestanoff og liver annar, en þar fyrir hefur hún ekki slegið mig neinni rómantískri blindu. Þetta er einfaldlega kona, sem kann dálítið fyrir sér í daðri. Hún hefur lag á því að brosa þannig framan í mann að manni finnsl hún meina eitthvað sérstakt með því, og að svona brosi liún ekki framan í neinn annan.“ „Svei því, þú talar eins og aldamóta realisti. Mér hefur alltaf fund- izt frú Krestanoff gvðja lieimsbyltingarinnar holdi klædd, ég gæti ort um liana sálm“, sagði Jósef Mirov og dró tóbaksdósir úr silfri upp úr vestisvasa sínum. „Fáið ykkur í nefið upp á það.“ „Takk. Ég gæti svikið minn bezta vin liennar vegna, kokkálað sjálf- an Krestanoff, en til sálmakveðskapar mundi liún síðast egna mig“, sagði Gromiko Daniloff og seildist með tvo fingur ofan í dós Mirovs og har fáein korn úr lienni upp að vitum sér, en liann fékk strax ákafan linerra af tóbakslyktinni og gafst upp við tilraunina. Stephanovich liafði nú opnað tvær ölflöskur og hellti í glös fyrir gestina. „Jæja, ég þarf ekki að því að spyrja, þú ert auðvitað búinn að átta þig á fiskinum lians Carpenters, Ivan?“ sagði Mirov, „liann er varla flóknara viðfangsefni en vinkona okkar, liún Anja.“ Stephanovich liristi höfuðið. „Yið skulum bíða með það“, sagði liann og var allt í einu orðinn daufur í dálkinn. „Ég er kominn á þá skoðun það sé erfitt að vera skáld, einkum og sérílagi ef menn taka sér fyrir hendur að sanna að þeir séu það.“ „Spyrjum að leikslokum, en ekki vopnaviðskiptum“, sagði Jósef Mirov, „livað gerir til þó það sé erfitt, ef það tekst samt?“ i,Ég sagði ekki að það hefði tekizt“, gegndi Stephanovich önugur. „Ertu viss um þér tækist að sanna að þú værir smiður þó þú smíðaðir horð?“ „Já, ef borðið væri rétt smíðað.“ „Alveg rétt, — ef þú værir smiður mundir þú smíða rétt borð, en ef þú værir það ekki, og vildir samt sem áður sanna að þú værir það, þá mundir þú engu að síður afsanna að þú værir smiður.“

x

Félagsbréf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.