Morgunblaðið - 29.01.1980, Page 33
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. JANÚAR 1980
33
Halldór Kristjánsson:
Lýst er í annað sinn eftir
frjálshyggjuröksemdum
Jónasar Kristjánssonar
Fyrsta dag októbermánaðar
birti Jónas Kristjánsson ritstjóri í
blaði sínu, — Dagblaðinu, —
forustugrein undir fyrirsögninni:
Boð og bönn eru til ills. Þar var
frjálshyggja í áfengismálum túlk-
uð ákveðið með stórum orðum en
litlum rökum að mér fannst.
Eg er í hópi þeirra manna sem
finnst æskilegt að rætt sé um
áfengismál frá ýmsum hliðum og
alvarlega um þau hugsað. Þar
hefur ríkt alltof mikið andvara-
leysi, léttuð og tómlæti. Þarna var
frjálshyggjan lofuð, enda vita þeir
sem fylgst hafa með áfengisáróðri
Jónasar Kristjánssonar í Vikunni
síðastliðið ár að honum er
drykkjuskapur lífshugsjón, nema
hann sé leigupenni þeirra sem
hagnaðar njóta af sölu áfengis. Ég
gerði mér vonir um að Jónas væri
sá maður að hann reyndi að
standa við orð sín og verja og
rökstyðja fullyrðingar sínar. Því
bað ég hann um frekari umræður
og fyllri skýringar og röksemdir.
Dagblaðið birti fyrir mig 12.
október grein þá sem hér fer á
eftir:
„Þar sem ég tel að ýmsar
fullyrðingar í leiðara Dagblaðsins
1. þ.m. séu algjörlega ósannaðar
óska ég eftir nánari umræðum um
nokkur atriði:
1. Svo er að sjá sem talið sé að
nætursamkvæmi hafi mjög færst í
þar til gerð veitingahús við það að
tími þeirra var lengdur fram eftir
nóttu.
Varðstjórar lögreglunnar hafa
sagt mér að síst hafi það minnkað
síðan breytingin var gerð að
lögregla sé kölluð í heimahús að
næturlagi. Hver er því ávinning-
urinn á því sviði?
2. Sagt er að áfengisbölið í Vest-
ur-Þýskalandi sé minna í sniðum
en áfengisbölið á íslandi. Hvar eru
rök fyrir þessu? Hversu stórt er
áfengisbölið í Vestur-Þýskalandi í
sniðum?
Mér er t.d. ekki kunnugt um að
hér hafi þurft eins og í Vestur-
Þýskalandi að gera sérstakar
ráðstafanir til þess að lögreglu-
menn væru algáðir við vinnu sína.
Ekki er heldur vitað til að
drykkjusýki — alkóhólismi — nái
til fólks á barnsaldri hér á landi
jafnt og í Þýskalandi enn sem
komið er.
Halldór Kristjánsson
3. Fullyrt er að hvítasykurát
Islendinga flýti „að minnsta kosti
jafnmörgum í gröfina og ofneylta
áfengis gerir“. Nú er það alkunn-
ugt að sykur — þar með talinn
hvítur sykur — er eitthvert auð-
leystasta kolvetni fyrir mann-
legan líkama sem til er og því
ágætt fóður, þó að takmarkað sé
eitt sér. Sykur drepur ekki fremur
en t.d. hveiti. Þessi fullyrðing
ritstjórans er órökstutt ofstæki.
Engar opinberar skýrslur eru til
um að menn hafi dáið af sykuráti
en allt öðru máli gegnir um áfengi.
4. Ritstjórinn segir vandséð að
ríkisvaldið hafi uppeldishlutverki
að gegna á sviði samkvæmislífs og
ætti að hætta afskiptum af sölu
áfengis og skemmtanalífi. Það er
auðvitað sjónarmið yfir sig að
engin lög ættu að ná fyrir
skemmtanalíf. Hins vegar er það
enn ríkjandi almenningsálit að
ríkisvaldið eigi að gegna uppeldis-
hlutverki, setja ýmsar reglur um
velsæmi og öryggi og fylgja þeim
kröfum eftir.
5. „Boð og bönn eru til ills“ er
fyrirsögn leiðarans. „Ætli það séu
ekki einmitt bönnin, sem helst
framkalla spillinguna," segir þar.
Staðreynd er það hins vegar að
Danmörk, sem hefur frjálslegasta
áfengislöggjöf á Norðurlöndum,
býr við meira áfengisböl en ann-
ars staðar þekkist í þeim löndum.
Frakkar hafa nú gert sér ljóst að
áfengisnautn er þriðja algengasta
dauðamein þar í landi og kemur
næst á eftir krabbameini og
hj artasj úkdómum.
6. Ritstjórinn segir að bönn og
hömlur hafi ekki hagnýtt gildi.
Samt er það staðreynd að heil-
brigðisstofnun Sameinuðu þjóð-
anna heitir á allar aðildarþjóðir
sínar að beita nú slíkum bjargráð-
um. Það sannar auðvitað ekki
neitt um réttmæti stefnunnar, en
að lítið athuguðu máli munu þó
fáir vera vissir um að meira sé að
marka álit Jónasar Kristjánsson-
ar en heilbrigðistofnunarinnar.
Þessi atriði hvert fyrir sig
mætti ræða miklu betur. Ég hef
ekki trú á því að ritstjórinn geti
sannað fullyrðingar sínar en hann
ætti að reyna það.“
Farnir eru þrír mánuðir og viku
betur síðan þessi bænarorð birt-
ust. Ég sé ekki að ritstjórinn hafi
haft neina tilburði í þá átt að
standa við fyrri fullyrðingar. Því
ítreka ég þessi tilmæli mín og fæ
þau nú birt í öðru blaði.
Leiðari Jónasar var með þeim
hætti að vel má kalla höfundinn
„kappa errinn" eins og Ljót hinn
bleika forðum. Hér hefur engin
hólmganga orðið en okkar kappi
hefur verið kyrr á þessum vett-
vangi síðan honum var gefinn
kostur á viðræðum. Minnir það
máske á þær persónur úr fornum
sögum sem hurfu í jörðu niður ef
til þeirra var lagt. Vel má segja að
jörðin geymi best allan áfengis-
áróður. Samt tel ég æskilegt að fá
að heyra hvað slíkir áróðursmeist-
arar hafa fram að færa.
Vel má líta svo á að með þessu
sé ég að skora Jónas Kristjánsson
á hólm, vilji menn nota svo
hermannlegt orðbragð. Má og vera
að það segi nokkuð ef hann fellur
frá frekari umræðu. Þá er hætt
við að einhverjir kynnu að skilja
það svo að maðurinn væri í
vandræðum með að standa við
fyrri orð. Jafnvel að hann sé svo
viti borinn að hann sjái að athug-
uðu máli að þess er enginn kostur.
Ég þykist vita að Jónas Krist-
jánsson vilji ekki að menn hafi
þær hugmyndir um sig að hann
komi hér engum vörnum við. Því
vona ég að hann reyni að verja
skoðanir sínar.
19. janúar 1980,
Halldór Kristjánsson
Helgi Tryggvason:
Skyldan og kærleikurinn
í grein minni, sem birtist fyrir
nokkrum dögum, vorum við að
líta á tilhneiging barna til að
viðhafa leikreglur í samskiptum
sínum innbyrðis, eiginlega svip-
að því, sem þau þekkja hjá eldri
kynslóðinni. Þau börn, sem hafa
frá því fyrsta kynnst samhug á
heimilinu og notið hlýrrar um-
önnunar, verndandi og þrosk-
andi forsjár, sem ræktar allar
heilbrigðar tilfinningar, þau
koma mörg hver svo þroskuð í
skóla og þaulþjálfuð í góðum
venjum, að þau kunna mæta vel
við reglur skólans og kenna gott
frá sér í allar áttir. Ilmurinn og
birtan frá heimilum slíkra barna
berst um stofuna. Þessi börn
sameina prúðmennskuna og
frjálsleikann.
Ef einhverjum dytti í hug að
spyrja barn frá slíku umhverfi
að því svona einslega, hvort því
þætti leiðinlegt að þurfa að gera
það, sem pabbi og mamma vilja,
myndi það sennilega hrista höf-
uðið og segja: Ne-hei, þau gera
svo mikið fyrir mig; þeim þykir
svo vænt um mig, og mér þykir
líka vænt um þau.
Þessu næst skulum við snúa
okkur að fyrsta boðorðinu, en
það hefur oft mætt þeirri gagn-
rýni, að ekki þýddi að segja: Þú
skalt elska, því að enginn geti
elskað, ef á að neyða hann til
þess. En því er þá til að svara, að
sá sem kallar Guð föður sinn,
gjafara lífsins og allra góðra
hluta, hann ætti að hafa þakk-
látan og hlýjan hug til síns
himneska föður og virða hann
mjög.
En gætum að því, sem Kristur
segir í sömu andrá um lögmál og
kærleika: „Vegna þess að lög-
málsbrotin magnast, mun kær-
leikur alls þorra manna kólna.“
Þessi orð þóttu mér á unglings-
árum mjög undarleg, en hugsaði
oft um þau. Mér fannst, að
margt, sem ég hafði lesið og
heyrt aðra talá um lögmálið og
boðorðin, benda fremur á kaldan
strangleik en hlýjan kærleik.
En á síðari árum hef ég lært
að skilja eðli og áverkanir hins
kærleiksvana og dauðakalda
lögleysis, sem enga miskunn
þekkir og virðir engin vé.
Einhverjir vilja spyrja: Álítur
þú, að áðurnefndur spádómur
Krists sé að rætast, svona í
heild? Svar mitt er, að ég er
fyrst og fremst að ræða hér um
meginatriði, ríka orsök og eðli-
lega afleiðingu. Lögmálsbrotin
hafa magnast, að minnsta kosti í
áhrifum sínum í heiminum, —
meðal annars með tilkomu og
þróun hinna feikna öflugu fjöl-
miðla inn á óteljandi heimili,
sem veita fjöldann allan af
lexíum í lögbrotum. Vissulega
skal viðurkenna mannbætandi
eiginleika ýmissa atriða fjöl-
miðlanna. En þetta sífellda nauð
og nudd lögmálsbrotanna deyfir
og kælir og villir meir og meir
um rétt og rangt.
En víkjum aðeins að áður-
nefndu atriði: Þú skalt elska. Er
ekki þetta skylda foreldra gagn-
vart afkvæmum sínum? Hjá
fólki og þeim dýrum, sem við
þekkjum best, er þessi skylda
viðurkennd, og er gagnkvæm hjá
foreldrum og afkvæmum. Hún
þykir tilheyra lífinu sjálfu og
framgangi þess.
Boðorðin tíu eru frá upphafi
boðuð sem frá höfundi lífsins
komin, og ekkert minna. Þau eru
órjúfanlega tengd trúnni á Guð
og þar með tráusti á hann og
hlýðni við vilja hans, og eru
aðalstoðir lögmálsins. Byrjum
þá á fyrsta boðorðinu, sem
Kristur kallaði hið mikla og
fyrsta boðorð, — eins og það
hefur geymst í nær tuttugu aldir
í trúarbók kristinna manna, og
þar áður í margar aldir í trúar-
bók Gyðinga. Hver er sá, að
hann treysti sér til að neita, að
fyrsta boðorðið, með þeim at-
hugasemdum, sem því fylgja í 5.
bók Móse og 6. kap., séu stór-
kostleg grundvallandi uppeldis-
mál? „Heyr, ísrael! Drottinn er
Guð vor! Drottinn er einn! Og þú
skalt elska Drottin, Guð þinn, af
öllu hjarta þínu og af allri sálu
þinni og af öllum mætti þínum.
Þessi orð, sem ég legg fyrir þig í
dag, skulu vera þér hugföst. Og
þú skalt brýna þau fyrir börnum
þínum og tala um þau þegar þú
ert heima og þegar þú ert á
ferðalagi, þegar þú leggst til
hvíldar og þegar þú ferð á fætur.
Þú skalt binda þau til merkis á
hönd þér og hafa þau sem
minnisband á milli augna þinna.
Og þú skalt skrifa þau á dyru-
stafi húss þíns og á borgarhlið
þín.“ (Næst höldum við áfram að
skoða fleiri stoðir mennmgar-
innar. H. Tr. kenn,).
smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar
Reikningsskil
Tek aö mér gerð skattframtala
fyrlr einstaklinga og minni fyrir-
tæki.
Ólafur Geirsson viðsk.fr.
Skúlatúni 6, sími 21673 e. kl.
17.30.
Gerum skattframtöl
einstaklinga
og fyrirtækja. Lögmenn Jón
Magnússon hdl., Sigurður Sigur-
jónsson hdl., Garðastræti 16,
sími 29411.
Þjónusta
Lögg. skjalaþýð., Bodil Sahn.
Lækjargötu 10, s. 10245.
Keflavík
Nýleg 3ja herb. íbúö við Máva-
braut. Sér inngangur.
Nýlegt einbýlishús 140 ferm.
ásamt 60 ferm. sökkli að bílskúr.
3ja herb. íbúö í fjölbýli við
Sólvallagötu.
Eldra einbýli, timbur í sérflokki,
aö mestu endurnýjað.
Njarövík
140 ferm. einbýlishús á góöum
staö ásamt 24ra ferm. bílskúr.
Góð eign.
120 ferm. raðhús ásamt bílskúr.
Fallegur garöur.
Garður
Glæsileg einbýlishús, bæði full-
frágengin og styttra komin.
Eldra einbýli á tveimur hæöum.
Gott verð.
Grindavík
138 ferm einbýli 6 ára gamalt
ásamt 35 ferm bílskúr. 'Glæsileg
eign í sérflokki.
90 ferm. íbúö í parhúsi. Sér
inngangur. Bílskúr.
Raöhús 130 ferm ásamt 26 ferm
bílskúr. Ekki fullfrágengið.
Sandgerði
70 ferm rishæð í góðu ástandi.
Lítið áhvílandi.
Eignamiðlun Suðurnesja,
Hafnargötu 57, sími 3868.
Höfum góðan kaupanda að rað-
húsi eða Viölagasjóöshúsi. Um
allt að staögreiöslu getur oröiö
að ræöa fyrir góöa eign.
Til sölu m.a.
3ja herb. falleg íbúð við Máva-
braut. 2ja og 3ja herb. íbúöir.
Njarðvík
3ja herb. góð íbúð við Hjallaveg.
5 herb. hæð.
Vantar allar geröir fasteigna á
söluskrá.
Eigna- og veröbréfasalan,
Hringbraut 90, Keflavík,
sími 92-3222.
Hjálp
Reglusamt par óskar eftir 1 —
2ja herb. íbúö. Fyrirframgreiösla
ef óskaö er. Skilvísum greiðslum
og reglusemi heitiö. Erum á
götunni. Uppl. gefur Helgi
Agústsson í síma 13203 eftir kl
7.
tilkynningar
Hílmar Foss
Lögg. skjalaþýð. dómt. Hafnar-
stræti 11, sími 14824, Freyju-
götu 37, sími 12105.
2 samhentir húsasmiðir
óska eftir hvers konar smíða-
vinnu úti á landi eða á Stór-
Reykjavíkursvæðinu. Uppl. í
síma 73676 eftir kl. 7.
□ Hamar 59801297 = 5.
KFUK AD
Fundur í kvöld kl. 20:30. Skrif-
stofustúlkurnar hafa orðið. Tak-
iö handavinnuna með. Kaffi.
Nefndin.
Fíladelfía
Almennur Biblíulestur í kvöld kl.
20.30. Ræðumaður Einar J.
Gíslason.
J J J J J
KRiSriLf-OT SíftR-
Biblíulestur i kvöld kl. 8:30 að
Auðbrekku 34, Kópavogi. Gunn-
ar Þorsteinsson talar. Allir hjart-
anlega velkomnir.