Morgunblaðið - 23.10.1982, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 23.10.1982, Blaðsíða 1
48 SÍÐUR og Lesbók 236. tbl. 69. árg. LAUGARDAGUR 23. OKTÓBER 1982 Prentsmiðja Morgunblaðsins Ljósm. Ra^nar Axolsson. Hollenskur selur kom í gær hingað til lands með þotu Arnarflugs, og var honum sleppt norður í Kyjafirði. Hér sést er selurinn bragðar á sjónum í Akureyrarpolli. Náttúruverndarkona frá Hollandi fylgist með, en hún hafði ásamt fleirum veg og vanda af ferðalagi selsins hingað til lands. Pólskur njósn- ari og bankamað- ur biður um hæli Ncw Vork, 22. októbor. AP. EINN af æðstu mönnum pólskra bankamála og sá, sem samið hefur um nýja tilhögun á skuldagreiðslum I’ólverja vestra, hefur leitað á náðir Alríkislög- reglunnar í Bandaríkjunum, að því er stórblaðið The New York Times segir í dag. Blaðið hefur það einnig eftir bandariskum embættismönnum, að maðurinn, Andrzej Treumann, sé ekki aðeins bankamaður heldur einnig háttsettur í njósnastarfsemi pólsku leyniþjónustunnar. Að sögn Times eru Treumann, kona hans og dóttir undir hand- arjaðri bandarískra leyniþjón- ustumanna einhvers staðar í Washington og hafa verið allt síð- an í júlí sl. þegar þau létu sig hverfa. Skömmu áður hafði hann sagt kunningjum sínum, að hann hefði verið kvaddur heim til Pól- lands í ágúst. Talsmenn lögregl- unnar vilja ekkert um málið segja, en Times segist hafa fengið frétt- irnar staðfestar hjá ónefndum embættismönnum. Treumann kom til Bandaríkj- anna árið 1979 til að veita þar for- stöðu útibúi frá Handlowy-bank- anum pólska, sem annaðist samn- ingaviðræður um nýja tilhögun á skuldagreiðslum Pólverja vestan hafs. Auk þess er hann sagður af- ar háttsettur í njósnaneti Pólverja og annarra austantjaldsríkja í Bandaríkjunum og þykir af þeim sökum mikill fengur í honum fyrir bandarísku leyniþjónustuna. Frá Varsjá bárust í dag þær fréttir, að skemmdir hefðu hvað eftir annað verið unnar á banda- ríska sendiráðinu í þessari viku auk þess sem brotist hefði verið inn í íbúðir sendiráðsstarfsmann- anna. Hringt var i sendiráðið í dag og sagði ókunnur maður, að þessar aðgerðir væru „aðeins fyrsta skrefið". Svo vill til, að nú í vik- unni sagði talsmaður pólsku stjórnarinnar, að „alda andúðar og fyrirlitningar á Bandaríkjun- um færi nú sem logi yfir akur" hjá pólsku þjóðinni. Fræg Rembrandt-verk sögð máluð af öðrum Haag, llollandi, 22. október, AP. IIOLLENSKIR vísindamenn, vopnaðir fullkomnusta tæknibúnaði sem völ er á, halda því fram eftir ítarlegar rannsóknir, að 44 málverk af 93, sem hollenski meistarinn Rembrandt er sagður hafa gert á árunum 1625—31, séu alls ekki eftir hann. Rannsóknin hefur staðið í 14 ár og náöi til allra verká meistarans, sem hægt var að finna. Talsmaður vísindamannanna, hann, því að oft áður hefði það dr. Josua Bruyn, prófessor i listasögu við Amsterdamhá- skóla, sagði í dag, að þetta væri í fyrsta sinn, sem nýjustu aðferðir væru notaðar við greiningu á öll- um þekktum verkum Rembr- andts. Niðurstöður ættu þó ekki að koma mjög á óvart, sagði verið dregið í efa með sum þess- ara verka, að Rembrandt hefði málað þau. Ellefu verkanna 44 eru í bandarískum söfnum, t.d. mynd, sem sýnir „gamlan mann með krosslagðar hendur á brjósti", „maður með vefjarhött", mynd af föður Rembrandts og tvær sjálfsmyndir. í London eru myndirnar „Tobit og Anna“ og „maður við lestur". Sex mál- verkanna eru í Hollandi en hin dreifð víða um lönd. Við rann- sóknina voru myndirnar kann- aðar með röntgengeislum, ljós- myndaðar með innrauðum geisi- um og útfjólublá geislun mæld auk þess sem aldur viðarþilj- anna, sem sumar myndanna eru málaðar á, var ákveðinn. Sjálfsmynd Rembrandts. Ekki er efast um, hún sé ekta en hana gerði listamaðurinn á efri árum sínum. N-írland: Ofgarnar vinna á Hclfast, 22. októbcr. AP. STUÐNINGSMENN írska lýðveld- ishersins (IRA) á Norður-írlandi Vextir vestra komnir í 11,5% New Vork, 22. október. AP. ('HKMIÍ'AL Bank, sjötti stærsti banki í Bandarikjunum, lækkaði í dag forvexti um hálft prósentustig, úr 12% í 11,5%, og er það lægsta vaxtaprósenta vestra síðan í sept- cmber 1980. Af þessum sökum hefur dollarinn lækkað nokkuð í verði. Að undanförnu hefur hver vaxtalækkunin rekið aðra í Bandaríkjunum og er það haft til marks um minni fjármagnskostn- að bankanna. Forvextir eru reikn- aðir af stuttum viðskiptalánum en stærstu og traustustu viðskipta- vinir bankanna fá þó oft lán með betri kjörum. Hæstir urðu vext- irnir í desember 1980, 21,5%. höfðu í dag fengið fimm þingmenn kjörna í kosningum þeim, sem fram fóru á miðvikudag til norður-írska þingsins. t»ar eiga 78 manns sæti og í dag var talningu lokið í 66 kjör- dæmum. Hafði Sambandsflokkur- inn þá fengið 23 sæti, en hann er stærsti stjórnmálaflokkur mótmæl- enda. Lýðræðislegi sambandsflokk- urinn, sem er flokkur Ian Paisleys, hafði þá fengið 18 sæti og Verka- mannaflokkurinn, sem til þessa hef- ur einkum notið stuðnings kaþ- ólskra manna, hafði greinilega tapað fylgi og að svo komnu ekki fengið nema 11 þingsæti. Talið var, að árangur Sinn Fein, en svo nefnist hinn pólitíski arm- ur IRA, hafi í för með sér mikinn hnekk fyrir Breta í viðleitni þeirra að koma á viðunandi samskiptum milli kaþólskra manna og mót- mælenda á Norður-írlandi og binda enda á þær blóðsúthell- ingar, sem fylgt hafa deilum milli þessara fylkinga fram á þennan dag. — sagöi Reagan um viðræður sínar við sendinefnd Arabaríkjanna Washington. Keirút, 22. októln'r. AP. RONALD Reagan Bandarikjaforseti sagði í dag eftir viðræður hans við sendincfnd frá Arabaríkjunum undir forsæti Hassans Marokkókonungs, að þær væru „mikilvægur áfangi á leið til réttláts og varanlegs friðar í Miöaust- urlöndum". í dag kom Amin Gemayel Líbanonforseti heim úr för sinni til þriggja landa, sem hann sagði hafa orðið árangursríkari en björtustu vonir stóðu til. Viðræður Reagans og sendi- I nefndar Arabaríkjanna stóðu í þrjár klukkustundir og snerust | eingöngu um tillögur Bandaríkja- stjórnar og Arababandalagsins um frið milli ísraela og Araba. Hassan Marokkókonungur sagði að þeim loknum, að „nú hillti und- ir frið og eðlilega sambúð allra þjóða í Miðausturlöndum" og vitn- aði sérstakiega í ályktanir SÞ nr. 242 og 338 en þar er lýst yfir til- verurétti allra þjóða í þessum heimshluta. Þessar ályktanir eru grunnurinn undir Camp David- samkomulaginu, sem aðrar Ar- abaþjóðir en Egyptar höfnuðu á stnum tíma. Haft er eftir heimildum, að Arabaríkin séu hlynnt þátttöku Jórdaníumanna í friðarviðræðum við ísraela að því tilskildu, að PLO og Jórdaníumenn nái fyrst sam- komulagi um sérstakt ríki Pal- estínumanna á Vesturhakkanum með Jerúsalem sem höfuðborg. Amin Gemayel Líbanonforseti kom í dag heim úr ferð til Banda- ríkjanna, Frakklands og Ítalíu, þeirra þriggja þjóða, sem skipa gæsluliðið í Líbanon. Var honum vel fagnað við komuna enda þykir för hans hin frækilegasta. Þjóðar- leiðtogarnir, sem hann ræddi við, hétu að styðja og styrkja Líbani með ráðum og dáð, bæði hvað varðar endurreisnina í landinu og vopnabúnað Líbanonhers, sem nú býr sig undir að taka við allri gæslu í landinu. „Mikilvægur áfangi á leið til friðar“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.