Morgunblaðið - 23.10.1982, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 23.10.1982, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. OKTÓBER 1982 Samningar náðust í deilu BHM og ríkis Sjúkraliðar munu halda áfram viðræðum SAMNINGANEFNDIR Bandalags háskólamanna, BHM, og ríkisins undir- rituðu nýjan endurskoðaðan aðal- og sérkjarasamning í gærdag, en viðræður aðila hafa staðið yfir undanfarnar vikur, að sögn Asthildar Erlingsdóttur, formanns launamálaráðs BHM. Ásthildur Erlingsdóttir sagði, að sérkjarasamningar hefðu verið undirritaðir við 15 aðildarfélög BHM, en þau eru 21 að tölu. „ Samningar eru síðan á loka- stigi hjá öðrum. Reyndar er Félag sjúkraliða ekki inni í þessu, en sjúkraliðar munu halda viðræðum sínum við ríkið áfram," sagði Ásthildur ennfremur. Ásthildur Erlingsdóttir sagði aðspurð, að samningar BHM nú væru mjög svipaðir þeim samn- ingi sem BSRB og ríkið hefðu gert með sér á sínum tíma. „BHM-menn eru því að sjálf- sögðu ekki ánægðir, en við töldum þetta vera það lengsta sem við gátum komist. Við stöndum sam- anburðarstéttum á almennum vinnumarkaði langt að baki, eins og ítrekað hefur komið fram. Við fórum fram á 25% kauphækkun, en það var einfaldlega ekki hægt að komast lengra. Við munum hins vegar halda áfram að vinna að okkar málum fram að næstu kjarsamningum," sagði Ásthildur. Samningur BSRB og ríksins á dögunum gerir ráð fyrir launa- hækkunum á bilinu 10—11%, en sá samningur gildir til 1. septem- ber á næsta ári. Hins vegar gildir samningur BHM, sem er endur- skoðun á gildandi samningi, fram til 29. febrúar 1984, en hann er afturvirkur frá 1. ágúst sl. Frá undirritun samnings BHM og ríkisins i gærdag. Ljósm. Mbl. Gunnar Bers. llm miðjan dag í gær varð harður árekstur tveggja bifreiða á gatnamótum Hrafnagils- og þórunnarstrætis á Akureyri. Bifreiðirnar skemmdust mjög mikið, en ekki urðu slys á fólki. Mörg slys hafa orðið á þessum gatnamótum upp á síðkastiö. Hefur verið tekið til þess ráðs að setja upp stór og mikil umferðarskilti, Steingrímur Hermannsson eftir viðræðufund með formönnum stjórnarandstöðunnar: Fyrst þingmálin — síðan kosningarnar — um það erum við ráðherrarnir í nefndinni sammála „í FYRSTA lagi gerðum við Geir og Kjartani grein fyrir að við værum reiðubúnir að ræða um kosningar á fyrri hluta næsta árs í tengslum við samkomulag um meðferð nauðsynlegustu þingmála. Með þvi svöruðum við framkominni ósk þeirra frá fyrri viðræðum hvað varðar ákvarðanatöku um kjördag. Það kom þó í Ijós að það var ekki nóg, því þeir vilja að stjómin segi af sér, sem ég verð að segja að kom mér nokkuð á óvart," sagði Steingrímur Hermannsson formaður Framsóknarílokksins um viðræður þriggja manna ráðherranefndarinnar við formenn stjórnarandstöðuflokkanna í gær, en Steingrimur var eini ráðherra nefndarinnar sem Mbl. tókst að ná sambandi við. Hallgrím- ur Odds- son látinn LÁTINN er Hallgrímur Oddsson fyrrverandi útgerðarmaður. Hall- grímur lézt á Kanaríeyjum, en þar hefur hann dvalið langdvölum síð- ustu árin. Hallgrímur fæddist í Stykkis- hólmi 5. október 1905, sonur hjón- anna Guðrúnar Hallgrímsdóttur og Odds Valentínussonar hafn- sögumanns þar. Hann fluttist til Reykjavíkur og starfaði fyrst þar sem leigubílstjóri hjá BSÍ. Hann gerðist síðar útgerðarmaður og gerði út fjölda báta og rak frysti- hús. Hallgrímur lét sig varða ýmis hagsmuna- og félagsmál, var hann m.a. einn af stofnendum Björgun- ar hf. Síðustu árin dvaldi Hallgrímur langdvölum á Kanaríeyjum og er hann íslenskum ferðalöngum að góðu kunnur þaðan. Hallgrímur eignaðist fjögur börn með fyrrver- andi eiginkonu sinni, Aldísi Þórð- ardóttur. ríkisstjórnarinnar í gærmorgun. Þá sagði Geir, að hann hefði ítrekað fyrri yfirlýsingar Sjálf- stæðisflokksins um að ríkisstjórn- in bæðist samstundis lausnar. Hann sagðist einnig hafa lýst þeirri skoðun, að ekki væri efni til Hallgrímur Oddsson Þrjú skip seldu ÞRJÚ íslenzk fiskiskip seldu afla sinn erlendis í gær. Seldu skipin bæði í Englandi og Þýzkalandi og fengu þokkalegt verð fyrir aflann. Bylgja VE seldi 62,4 lestir í Hull. Heildarverð var 1.173.700 krónur, meðalverð 18,80. Þórunn Sveinsdóttir VE seldi 47,3 lestir í Grimsby. Heildarverð var 895.200 krónur, meðalverð 18,93. Þá seldi Snorri Sturluson RE 242 lestir af karfa í Bremerhaven. Heildarverð var 2.543,500 krónur, meðalverð 10,51. samkomulags um að ákveða kjör- dag í apríl til júní og kvaðst telja að með nútíma vegakerfi og tækni og að tryggðum sveigjanleika með fjölda kjördaga væri ekkert því tíl fyrirstöðu að kosningar færu fram Steingrímur sagðist telja að að- alatriðið væri að menn næðu sam- komulagi í efnahagsmálunum, þeim yrði þokað niður, eins og hann orðaði það, síðan kæmi til kosninga þannig að nýr meirihluti gæti tekið við. Steingrímur sagðist í framhaldi af því hafa orðið fyrir vonbrigðum með fundinn, en að hann vonaði að menn áttuðu sig, svo ná mætti samstöðu um „nauð- synlegustu efnahagsmálin". Að- spurður um hver þau væru að hans mati, sagði hann: „Náttúrlega bráðabirgðalögin, fylgifrumvörp þeirra, lánsfjáráætlun, framleng- ing á ýmsum tekjuliðum ríkis- sjóðs.“ Steingrímur var spurður um hans álit á kosningadegi. Hann sagði sína persónulegu skoðun að aprílmánuður væri skynsamlegt markmið. „En þetta tel ég að eigi ekki að ákveða fyrr en menn eru búnir að koma sér niður á meðferð nauðsynlegustu þingmála." Hann var í framhaldi af því spurður hvort hann væri með þessari yfir- í lok janúar eða í byrjun febrúar. Geir sagði að lokum: „Nú gildir að snúa sér að því að ná víðtæku samkomulagi um breytingar í kjördæmamálinu og ákveða kosn- ingar". Kjartan Jóhannsson sagði eftir- farandi um fund sinn með ráð- herrunum: „Það urðu mér nokkur vonbrigði að fá ekki þá skrá yfir þingmál, sem æskt er afgreiðslu á og sem ég bað um á síðasta fundi. Þessi skrá er nauðsynlegt vinnu- plagg til að unnt sé að tímasetja Alþingiskosningar." Kjartan var lýsingu ekki kominn á sama um- ræðugrundvöllinn og ráðherra- nefndin hefði kynnt á fyrsta við- ræðufundinum. „Nei, nú erum við búnir að lýsa því yfir við þá að við séum reiðubúnir að ræða kosn- ingar. Það var þeirra ósk.“ — Var það ekki að kröfu ykkar Svavars Gestssonar og þingflokka- formanna ykkar að forsætisráð- herra féllst á það? „Nei, nei. Það var ekki krafa frá okkur. Við óskuðum eftir umræð- um um meðferð þingmála og mér var að sjálfsögðu ætíð ljóst að þeir myndu óska eftir kosningum. En það var þeirra krafa, ekki okkar, að ræða það mál, og við féllumst á það.“ Steingrímur var þá spurður LIÐLEGA sjötugur maður varð fyrir bifreið á gatnamótum Barónsstígs sammála Geir um að ríkisstjórnin ætti að segja af sér. Hann sagði: „Ég sagði þeim að mér þætti far- sælast og líklegast til að greiða fyrir landsmálunum, að ríkis- stjórnin segði af sér og menn gætu síðan hugleitt möguleikana fram að kosningum. Við gæti tekið fram að kosningum meirihlutastjórn, minnihlutastjórn eða jafnvel utanþingsstjórn." Þeir Geir og Kjartan sögðust báðir hafa skilið ráðherrana svo, að ætlunin væri að boða til fundar á ný, en að engar ákvarðanir hefðu verið kynntar hvað það varðaði. hvort það væri ekki rétt skilið að forsætisráðherra hefði neitað að ræða kosningar fram að þeim tíma að Steingrímur og Svavar Gestsson hefðu gengið á hans fund með sam- eiginlega kröfu allra þingflokk- anna þess efnis. Hann svaraði: „Nei, nei. Það er mikill misskiln- ingur, en hann hefur alltaf lagt áherslu á að samkomulag um með- ferð þingmála verður að koma fyrst, á slíkum grundvelli verður að ákveða hvenær kosningar verða. Þá var ráðherrann spurður um framhald málsins. Hann sagði: „Við munum að sjálfsögðu hugleiða kröfu þeirra. Ég hef lýst minni skoðun og við erum allir þremenn- ingarnir sammála um það.“ Steingrímur sagði að ekki hefði verið boðaður nýr fundur, en það yrði „vonandi" fljótlega. Hann var í lokin spurður á hvaða umræðu- grundvelli slíkur fundur yrði, ef til hans yrði boðað: „Ætli það verði ekki á sama grundvelli og þessi í morgun . .. Ég legg áherslu á að við gerum allt til þess að ná starfsfriði á þinginu, annars verður það okkur til skammar, þingið “ og Grettisgötu um klukkan 10.30 í gærmorgun. Gamli maðurinn hljóp norður yfir Grettisgötu í veg fyrir bifreið. Hann var fluttur í slysadeild en meiösli hans munu ekki talin al- varleg. Tólf ára gamall drengur á reiðhjóli varð fyrir bifreið á mót- um Bjargarstígs og Bergstaða- strætis laust fyrir klukkan 20 á fimmtudag. Drengurinn hjólaði vestur Bjargarstíg í veg fyrir bif- reið, sem ekið var suður Berg- staðastræti. Hann kastaðist upp á bifreiðina, með þeim afleiðingum að framrúðan brotnaði. Drengur- inn slapp við alvarleg meiðsl, en hlaut áverka á höfði og hægri fót- legg. Hann var fluttur í slysadeild. Hundi lógað í GÆRDAG var hundi þeim, sem ítrekað hefur glefsað og bitið þriggja ára dreng á Álftanesi, lóg- að. Á þriðjudag glefsaði hundurinn í andlit drengsins og var atvikið kært til lögreglunnar í Hafnarfirði. Aður hafði hundurinn bitið dreng- inn svo í lærið að hann marðist mikið. Ríkisstjórnin segi af sér — kosningar hið fyrsta — sögðu Geir Hallgrímsson og Kjartan Jóhannsson eftir fundi sína með ráðherranefndinni „RÁÐHERRARNIR kváðust reiðubúnir að ræða kosningar á fyrri hluta næsta árs og samkomulag um afgreiðslu mála. Eg tjáði þeim að við héldum fast við þá kröfu að kosningar ættu að fara fram sem allra fyrst, því bæði stjórn og stjórnarandstaða væru sammála um, að mjög alvarleg vandamál biðu úrlausnar, þau þyldu litla bið og á þeim yrði ekki tekið fyrr en eftir kosningar, þar sem ríkisstjórnin hefði ekki starfhæfan meirihluta á Alþingi, sagði Geir Hallgrímsson formaður Sjálfstæðisflokksins aðspurður um hvert umræðuefnið hefði verið á fundi hans og þriggja manna ráðherranefndar Maður fyrir bíl

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.