Morgunblaðið - 23.10.1982, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 23.10.1982, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. OKTÓBER 1982 27 Ms. Edda, farþegaskip Farskips, mun hefja siglingar 1. júní 1983: Reiknum með að flytja um 17 þúsund farþega — segir Einar Hermannsson, framkvæmdastjóri Farskips HINN 1. júní á næsta ári mun fs- land tengjast veganeti Evrópu með bíla- og farþegaferjunni Eddu, sem skipafélagió Farskip mun reka, en þaó er sameignarfyrirtæki Eimskipa- félags íslands og Hafskips. Aö sögn Einars Hermannssonar, fram- kvæmdastjóra Farskips, byggist ákvörðun skipafélaganna á ákveó- inni eftirspurn íslenzkra bifreiðaeig- enda eftir þessari sjálfsögöu teng- ingu viö Evrópu yfir sumarleyns- timabilið og einnig óskum fjöl- margra farþega um aö geta notið hvíldar og afþreyingar um borð í skipi á ferðum sínum úr og í sumar- leyfi. „Farkosturinn ms. Edda, sem hefur verið tryggður til siglinga á komandi sumri, er í alla staði hinn ákjósanlegasti, enda var skipið byggt fyrir finnska ferjufélagið Silja Line, sem er þekkt fyrir hvað beztan aðbúnað farþega af öllum ferjufélögum. Þetta skip sameinar kosti bílferju og farþegaskips með fullkominni aðstöðu um borð til afþreyingar og skemmtana fyrir farþega. „Edda mun hefja siglingar frá Reykjavík 1. júní á næsta ári og mun síðan koma og fara vikulega á miðvikudagskvöldum frá Reykjavík til Newcastle og Brem- erhaven allt sumarið fram undir lok september. Ferjusiglingar líkj- ast öðrum minna jarðbundnum ferðamáta að því leyti, að skipið er alltaf ákveðna daga og klukku- stundir vikunnar í viðkomandi höfnum og geta farþegar hagað lengd og fyrirkomulagi ferðalaga sinna samkvæmt því,“ sagði Einar Hermannsson ennfremur. Það kom ennfremur fram hjá Einari Hermannsyni, að erlendar viðkomuhafnir skipsins hafi verið valdar í ljósi óska væntanlegra farþega. „Newcastle í Bretlandi, sem löngum hefur verið kölluð „hlið“ Bretlands til Norðurland- anna, er mjög miðsvæðis á Bret- landseyjum og er t.d. um það bil 414 klukkustunda akstur frá skipshlið til Lundúna og einungis 2 klukkustunda akstur til Edin- borgar. Newcastle og útborgir er einn af stærstu byggðakjörnum Englands og mikil viðskiptamið- stöð, enda má geta þess, að Eldon Square í Newcastle er ein stærsta og glæsilegasta verzlanamiðstöð Evrópu. Einnig eru héruðin í kringum Newcastle, að meðtöldu Vatnahéraðinu, ákaflega falleg og táknræn fyrir England," sagði Einar Hermannsson. „Bremerhaven og systurborgin Bremen í Vestur-Þýzkalandi hafa verið tengdar Íslandi í aldaraðir, fyrst sem ein helzta borg Hansa- kaupmanna fyrr á öldum og sem helzta fiskveiðihöfn Þýzkalands á seinni árum. Bremerhaven/Brem- Siglingarleið Eddu. en er önnur helzta viðskiptaborg Norður-Þýzkalands og sem slík eins vel tengd samgöngukerfi Þýzkalands og Evrópu með vegum og járnbrautum og bezt verður á kosið,“ sagði Einar Hermannsson ennfremur. Til dæmis um verð með skipinu má nefna, að fari 4 manna fjöl- skylda, 2 fullorðnir og 2 börn und- ir 12 ára, í 4 manna klefa með salerni og sturtu ásamt bifreið til Newcastle og til baka, þá kostar það miðað við núverandi gengi um 18.200 krónur. Fari þessi sama fjölskylda til Bremerhaven myndi kostnaðurinn vera um 25.300 krónur. Þá má nefna dæmi um hjón, sem færu í tveggja manna klefa til Newcastle og til baka án bíls. Kostnaður þeirra væri um 12.700 krónur. Færu þessi sömu hjón til Bremerhaven myndi kostnaðurinn verða um 17.700 krónur. Börn undir 2ja ára aldri ferðast endurgjaldslaust, en börn að 12 ára aldri greiða 50% af grunn- gjaldi, en börn vega jafnt fullorðn- um í bílaafslætti. Einn farþegi greiðir fullt gjald fyrir bifreið. Tveir saman greiða 70% af gjaldi, þrír saman 40% af gjaldinu og ef fjórir eða fleiri ferðast saman greiða þeir ekkert fyrir flutning á bílnum. Edda er byggð í Frakklandi árið 1972 og er í hæstu flokkun Lloyd’s Register og finnsku siglingamála- stofnunarinnar. Skipið er 7.800 brúttólestir að stærð. Meðal- ganghraði þess er um 20 hnútar. Mesti farþegafjöldi er 900, en 440 hvílur eru í skipinu. Síðan eru 120 svonefndir „flugstólar". Veitinga- salur skipsins er með 208 sæti, kaffitería með 172 sæti og dans- og reyksalur taka 140 i sæti. Næt- urklúbbur og diskótek taka 115 í sæti og ölstofa 40 manns í sæti. Síðan er ráðstefnu- og kvik- myndasalur, sem tekur 50 í sæti og „sauna“-klúbbur sem tekur 40 í sæti. í skipinu er innisundlaug, sauna fyrir karla og konur, leik- og gæzlusvæði fyrir börn, fríhöfn með þremur afgreiðslulínum, verzlun, hárgreiðslustofa, spila- víti, útisvæði til sólbaða, símstöð og banki svo eitthvað sé nefnt. Þá má geta þess, að öll þjónusta og varningur um borð er á tollfrjálsu verði. Aðspurður sagði Einar Her- mannsson, að þeir Farskipsmenn byggjust við að flytja á bilinu 8—9 þúsund manns hvora leið næsta sumar, eða eitthvað í námunda við 17 þúsund farþega í það heila. Rannsóknir og neytandinn eftir dr. Jón Óttar Ragnarsson dósent Hvað koma vísindi og rann- sóknir íslenskum neytendum við? Er ekki nóg að þeim beri að borga brúsann? Hafa vísindi gert nokkurn vísari? Hafa þau eflt nokkra dáð? Það er staðreynd að raddir af þessu tagi eru óðum að hljóðna. Það eru vísindin öðru fremur, sem hafa stuðlað að þeim lífs- gæðum og langlífi sem við lítum nú á sem sjálfsagðan hlut. Það er líka staðreynd sem ekki verður um flúin að íslendingar hafa þjófstartað á nær öllum sviðum rannsókna og vísinda vegna vanmats og misskilnings á gildi vísinda. En vísindi eru fleira en að rannsaka atóm, frumur eða efnaskipti. Vísindi geta verið eins hagnýt og það hvernig er best að veiða fisk í soðið eða kanna næringargildi matvæla. I þessari grein verður fjallað um vísindi í þágu neytenda og hvers vegna þeim miðar hægar en jafnvel þeir þolinmóðustu í hópi neytenda ættu að sætta sig við. Rannsóknir og ríkið Ýmislegt hefur áunnist í rann- sóknarmálum að undanförnu, m.a. fyrir tiistuðlan Rannsókna- ráðs og Vísindasjóðs. Engu að síður ríkir ófremdarástand í flestum greinum vísinda. Sem dæmi um það ótrúlega sinnuleysi sem hefur gætt í þess- um málum má nefna að á Rann- sóknastofnun landbúnaðarins er ekki eitt meiri háttar tæki keypt fyrir innlent fé. Þess í stað hefur forstjóri þessarar stofnunar mátt fara í betliferðir til erlendra vísinda- og styrktarstofnana. Fjárveit- ingar hins opinbera hafa vart dugað fyrir varahlutum. Vanþekking og ráðaleysi ríkis- ins og margra stjórnmálamanna á þessu sviði er alræmd. En hvað hefur það kostað þjóðina í glöt- uðum tækifærum og gallaðri vöru? Vísindi og þjóðarbúið Hvert sem litið er í íslensku þjóðfélagi blasa við afleiðingar af ónógum rannsóknum. Nægir að minna á galla í steinsteypu sem e.t.v. munu kosta þjóðina milljarða áður en yfir lýkur. En það er óþarfi að fara upp í Breiðholt til að sjá afleiðingarn- ar. Þær má líka sjá í minnkandi þjóðartekjum og vaxandi skulda- söfnun í erlendum bönkum. Auðvitað má deila um hversu mikil sök hins opinbera er, en stór er hún. Um hitt þarf ekki að deila að vísindi eru okkar eina von um velmegun til frambúðar. Vísindi og rannsóknir eru einu tækin sem smáþjóð hefur til að átta sig á eigin sérstöðu og til að nýta sem best þær auðlindir og hugvit sem land og þjóð bjóða upp á. Rannsóknir í þágu neytenda Rannsóknir í þágu neytenda eru hluti af því sem er kallað hagnýt visindi. Segja má að allar þær hagnýtu rannsóknir sem í landinu eru stundaðar komi neytendum til góða. En þær rannsóknir sem snerta neytendur beint og mest eru þær sem gefa upplýsingar um vöru- gæði, tengsl lífshátta og heil- brigði og upplýsingar um neyslu- venjur og heilsufar. Meðal allra menningarþjóða hafa verið gefnar út töflur yfir helstu næringarefni í mismun- andi matvælum. Eru töflur af þessu tagi ágætt dæmi um niðurstöður hagnýtra vísinda. Hér á landi, hjá þeirri þjóð sem hvað mest treystir á mat- vælaframleiðslu, er vart til ein einasta fæðutegund sem hefur verið skilgreind nægilega vel með þessum hætti. Og hver er ástæðan? Mennt- unarleysi? Áhugaleysi? Nei, fyrst og fremst tækjaskortur, þ.e. á þeim þætti vísindastarf- semi sem er ódýrastur og þó frumforsenda allra vísinda. Því miður er þetta mál sem ekki varðar aðeins íslenska vís- indamenn. Þetta er mál sem varðar þjóðina alla. Við erum að heltast úr lestinni og það er hinu opinbera og stjórnmálamönnum að kenna. Ef svo heldur áfram sem nú horfir verður ekki um annað að ræða en skera upp herör gegn þeim stofnunum og stjórnmála- mönnum sem eru að loka einu þróunarleið íslensks þjóðfélags. Rannsóknir á næringargildi Það er langt síðan það var orð- ið tímabært að íslenskir neyt- endur fengju fullkomnar upplýs- ingar um helstu næringarefni í þeim mat sem þeir leggja sér til munns. Það er ekki íslenska ríkinu að þakka að þessar rannsóknir hafa ekki alveg kafnað í fæðingu, heldur Framleiðsluráði landbún- aðarins og Kellogg-stofnuninni bandarísku svo dæmi séu nefnd. Neytendur ættu að hafa í huga hvaða sess hagsmunir þeirra hafa skipað þegar beðið hefur verið um fjárveitingar til rann- sókna af þessu tagi. Rannsóknir á neysluvenjum Það er fyrst og fremst áhuga heilbrigðisyfirvalda að þakka að rannsóknum á neysluvenjum þjóðarinnar miðar nú nokkuð áfram. Rannsóknir á neysluvenjum eru svo mikilvægur þáttur rann- sóknarstarfsemi að sennilega mundi það borga sig að koma á FÆDA OG HEILBRIGÐI fót stofnun sem gerði ekki annað en að fylgjast með á þessu sviði. Neysluvenjur hafa afgerandi áhrifa á langlifi, heilsufar, nær- ingarástand og andlega og lík- amlega heilbrigði. Er kostnaður af slíkum rannsóknum yfirleitt aðeins brotabrot af ávinningn- um. Þær rannsóknir sem hafa far- ið fram hafa nú þegar gefið dýrmætar upplýsingar um hvaða hópar það eru helst sem lifa á lélegustu fæði og er hættast við næringarskorti. Lokaorð Sú hugmynd að rannsóknir séu eitthvað sem fer fram í fíla- beinsturnum er sem betur fer óðum á undanhaldi. Rannsóknir eru fyrir þjóðina alla, vísasta leiðin til velmegunar. Rannsóknir í þágu neytenda eru aðeins eitt svið af mörgum sem hefur verið vanrækt. En ástandið í þeim efnum er um leið lýsandi dæmi um sinnuleysi ís- lenskra stjórnvalda. Rannsóknir á fæðu og neyslu- venjum voru hér teknar sem dæmi um rannsóknir í þágu neytenda og munu hafa víðtæk áhrif á heilbrigði og langlífi þjóðarinnar þegar fram líða stundir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.