Morgunblaðið - 23.10.1982, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. OKTÓBER 1982
Einar Kristleifsson
í Runnum - Minning
Kæddur 7. júní 1896
Dáinn 14. október 1982
Vinur minn og góður granni
bernsku- og æskuára, Einar
Kristleifsson, bóndi í Runnum í
Reykholtsdal, er látinn og verður
til moldar borinn frá sóknarkirkju
sinni að Reykholti í dag. Með hon-
um er góður maður genginn, einn
af hinum traustu og sterku stofn-
um Borgarfjarðar.
Einar Kristleifsson fæddist að
Uppsölum í Hálsasveit hinn 7.
júní árið 1896. Foreldrar hans
voru Kristleifur Þorsteinsson,
bóndi þar, en síðar og lengst bóndi
og fræðimaður á Stóra-Kroppi í
Reykholtsdal, og fyrri kona hans,
Andrína Guðrún Einarsdóttir frá
Urriðafossi í Árnessýslu, en hún
var hálfsystir séra Magnúsar
Andréssonar, prófasts á Gils-
bakka. Að Einari stóðu sterkar og
fjölmennar bændaættir bæði í
Borgarfirði og Árnessýslu.
Eins árs að aldri fluttist Einar
með foreldrum sínum að Stóra-
Kroppi og ólst þar upp. Hann var
sjötti í röðinni af átta börnum
þeirra hjóna, Kristleifs og Andr-
ínu. Elzta barnið dó á öðru ári, en
hin sjö komust upp, fjórar dætur
og þrír synir. Öll voru þau prýði-
lega gefin og mikið mannkosta-
fólk, svo sem þau áttu kyn til. Af
systkinunum eru nú fjögur á lífi.
Er Einar var á þriðja ári, and-
aðist móðir hans frá sjö ungun].
börnum. Var þá þremur systrun-
um komið í fóstur til frændfólks
og vina. Nokkru síðar kvæntist
Kristleifur Snjáfríði Pétursdóttur
frá Grund í Skorradal, og lifðu
þau saman í óvenjulega farsælu og
hamingjuríku hjónabandi í rúm-
lega hálfa öld. Þau eignuðust eina
dóttur, Guðnýju, sem andaðist í
blóma lífsins. Hún var mjög
listhneigð og gædd miklum og
fjölþættum gáfum.
Snjáfríður gekk Einari og þeim
systkinum, er heima voru, í móður
stað og var þeim fórnfús, traust og
góð. Heimilið á Stóra-Kroppi var
rómað rausnar- og menningar-
heimili. Slíkt heimili var í raun-
inni á við góðan alþýðuskóla, enda
húsbóndinn hinn mesti fræðaþul-
ur, er hafði óbrigðult minni, bjó
yfir mikilli þekkingu og hafði ein-
stæða frásagnargáfu, svo sem rit
hans bera glöggt vitni um. Við
þessar aðstæður ólst Einar Krist-
leifsson upp og mótaðist í bernsku
af traustum menningararfi og
''góðri fræðslu föðurhúsa. Þá var
honum ungum innrætt trú-
mennska og iðjusemi, góðvild,
fórnfýsi og drenglyndi.
Einar stundaði nám í ungl-
ingaskóla séra Ólafs Ólafssonar í
Hjarðarholti í Dölum einn vetur
og lét vel af dvöl sinni þar. Þá
settist hann í Bændaskólann á
Hvanneyri og lauk þaðan búfræði-
prófi árið 1917. Að öðru leyti vann
Einar öll sín æskuár á búi föður
síns og stjúpu á Stóra-Kroppi og
reyndist þeim í hvívetna hjálp-
samur og traustur, trúr og heill.
Hinn 29. júní árið 1929 kvæntist
Einar heitinn eftirlifandi eigin-
konu sinni, Sveinbjörgu Brands-
dóttur frá Fróðastöðum í Hvítár-
síðu, vel gefinni og mikilhæfri
mannkostakonu, sem í öllu var
bónda sínum samhent og samboð-
in. Hjónaband þeirra var farsælt
og hamingjuríkt. Þar ríkti gagn-
kvæm virðing, kærleikur, ást og
fórnarlund.
Giftingarvorið hófu þau hjónin
búskap á Signýjarstöðum í Hálsa-
sveit, en fluttist þaðan eftir tvö ár
að Fróðastöðum, þar sem þau
bjuggu í tólf ár, eða frá
1931 —1943. Á þeim árum gegndi
Einar ýmsum trúnaðarstörfum
fyrir sveit sína, átti meðal annars
sæti í hreppsnefnd og var hrepp-
stjóri Hvítsíðinga i átta ár. Þeim
störfum sem öðrum gegndi hann
af skyldurækni, réttsýni og góð-
vild.
Vorið 1943 réðust þau Einar og
Sveinbjörg í það þrekvirki að reisa
sér nýbýli í landi Stóra-Kropps.
Fengu þau hálfa jörðina til eignar
og ábúðar hjá Kristleifi föður Ein-
ars, sem þá var orðinn aldurhnig-
inn. Stóri-Kroppur er stór og mik-
il jörð og þoldi það vel að vera
skipt í-tvö býli. Hús sitt reistu þau
hjónin á eyrunum við Geirsá í
nánd heitrar laugar og rétt við
þjóðveginn, sem þar lá á þeim
tíma. Býli sínu gáfu þau nafnið
Runnar. Nafnið var táknrænt
fyrir hinn látna bónda, sem átti í
senn vormannsins hug og ræktun-
armannsins fórnfúsu og græðandi
hendur, er ekki aðeins vildu rækta
runna og tré og sjá tvö strá vaxa,
þar sem áður óx eitt, heldur vildu
einnig hlúa að öllum gróðri hins
góða lands og hinnar frjóu og gjöf-
ulu móðurmoldar. Einari Krist-
leifssyni þótti vænt um land sitt,
jörð sína og bú. Hann bar djúpa
lotningu fyrir lífinu og hafði
mikla samkennd með málleysingj-
um.
Það var mikið átak fyrir efnalít-
il og barnmörg hjón að reisa ný-
býlið í Runnum og hefja þar rækt-
un og uppbyggingu allra húsa. Að
því verkefni gengu þau hjónin með
einum huga og iðjusömum hönd-
um, reiðubúin að vinna að sameig-
inlegri hamingju sinni og lífsverk-
efnum. Einar var vinnusamur og
lagvirkur og kom það sér vel við
uppbyggingu jarðarinnar. Bú hans
var ekki mjög stórt á mælikvarða
nútíðar, en það var notadrjúgt og
hann hugsaði vel um það, um-
gekkst skepnur sínar af nærfærni,
góðvild og alúð. Hann var laginn
við skepnur, ekki sízt þær, sem
eitthvað var að og þurftu aðhlynn-
ingar með. Auk þúsins hafði hann
lengi nokkra gróðurhúsarækt og
jarðvarmann nýtti hann einnig til
upphitunar íbúðarhúss.
Einar Kristleifsson var fram-
úrskarandi góður nágranni, fús til
liðveizlu, hjálpsamur og greiðvik-
inn. Um það get ég vitnað af eigin
reynslu. Tveimur árum eftir að
þau hjónin reistu nýbýli sitt í
Runnum fluttust foreldrar mínir
og við systkinin að Kletti, sem er
næsti bær við Runna og Stóra-
Kropp. Milli bæjanna var mjög
gott ’ nágrenni, traust vinátta,
samstarf og samgangur. Algengt
var, að nágrannar hjálpuðu hver
öðrum og styddu hver annan í
margs konar störfum. Aldrei var
horft til launa í því sambandi.
Samstarf, samhjálp og gagn-
kvæmt traust góðra vina og
granna skipti öllu máli.
Þau hjónin Einar og Sveinbjörg
eignuðust fimm börn, sem öll eru
á lífi, vel gefið, myndarlegt og
traust fólk. Voru þau elztu á sama
aldri og við systkinin, og varð það
einnig til að tengja bönd vináttu
og félagsskapar milli bæja og
granna. Börn þeirra eru: Ingibjörg
kaupmaður og húsfreyja á Ólafs-
firði. Maður hann er Sigmundur
Jónsson, málarameistari. Brandur
Fróði, lögregluþjónn á Akranesi,
kvæntur Þuríði Skarphéðinsdótt-
ur frá Dagverðarnesi í Skorradal.
Kristleifur Guðni, rennismiður,
búsettur í Kópavogi, kvæntur
Bergljótu Kristjánsdóttur frá
Grænavatni í Mývatnssveit. Ásta,
húsfreyja á Ólafsfirði, gift Guðna
Aðalsteinssyni, bifvélavirkja, Sig-
ríður, húsfreyja í Runnum, gift
Þorvaldi Pálmasyni, kennara við
Kleppjárnsreykjaskóla.
Heimilið í Runnum var mesta
myndar- og rausnarheimili, þar
sem ávallt var yndi að koma og
öllum var tekið opnum örmum.
Enginn var þar auður í garði, en
þeim mun meira hjartarúm, gest-
risni, góðvild og hlýja.
Einar var maður mjög gestris-
inn og þótti honum miður, ef ein-
hver kom á bæ hans, án þess að
koma inn og þiggja góðgjörðir. Og
ávallt hafði hann tíma til að ræða
við gesti, bæði börn og fullorðna.
Minnist ég þess með mikilli þökk
og gleði, er ég sem unglingur kom
að Runnum næstum daglega í
nokkur sumur, þegar flutt var
mjólk á hestvagni í veg fyrir
mjólkurbílinn, sem þar fór um.
Þótti þá sjálfsagt, að unglingurinn
kæmi í bæinn, biði þar eftir bíln-
um og þægi góðgjörðir. Alltaf var
mér tekið af sömu alúðinni og
hlýjunni. Húsbóndinn gaf sér
jafnan tíma til að ræða við mig, og
alltaf var hann fræðandi og gef-
andi af sjálfum sér, þekkingu
sinni, mannviti og manngæzku.
Einar var skemmtilegur í viðræð-
um, orðheppinn og sagði vel frá.
Stundum brá fyrir dálítilli glettni
og kímni í svip hans. Hann hafði
talsvert skopnæmi og sá vel bros-
legu hliðarnar í lífinu. Þó var
hann alvörumaður, er gerði mikl-
ar kröfur til sjálfs sín. Hann var í
hvívetna heiðvirður maður og
grandvar og mátti í engu vamm
sitt vita. Hann var stakur bind-
indis- og reglumaður og sannur og
trúr í öllu lífi sínu og störfum.
Hann var mjög barngóður, Börn-
um sem öðrum varð hlýtt í návist
hans. Þau skynjuðu vel hlýju
hjartans, bros og fórnfýsi þess
manns, sem ávallt var reiðubúinn
að fræða þau, leiðbeina þeim og
hjálpa, gefa og fórna.
Einar var heimakær og unni og
vann heimili sínu eins og kraftar
leyfðu. Honum þótti þó gaman að
ferðast og fræðast um land sitt.
Hann var afar fróðleiksfús, stál-
minnugur og víðlesinn og bjó yfir
mikilli þekkingu um land sitt,
sögu þess og menningu, bæði að
fornu og nýju. Hann var málvönd-
unarmaður og hafði mjög gott
vald á islenzkri tungu. Hann
fékkst dálítið við ritstörf, skrifaði
meðal annars nokkur fréttabréf úr
Borgarfirði til Vestur-íslendinga,
svo sem faðir hans hafði áður og
lengi gert.
Einar var prýðilega greindur og
vel að sér bæði á sviði bóklegra og
verklegra mennta. Hann var ein-
arður maður og þrautseigur, stað-
fastur og viljasterkur. Hann var
sjálfstæður maður i skoðunum,
orðum og gjörðum. Hann gat verið
þéttur og fastur fyrir, ef því var að
skipta, og hvikaði ekki frá skoðun-
um sínum og ákvörðunum. Einar
var karlmenni hið mesta, glímu-
maður á unga aldri, rammur að
afli og kröftum. Er mér minnis-
stætt, hversu leikandi létt hann
handlék kvíahelluna á Húsafelli,
sem forfaðir hans, séra Snorri
Björnsson, hafði flutt að kvíunum
til að láta menn reyna afl sitt á.
Einar Kristleifsson var ágætur
söngmaður og var einn af stofn-
endum söngfélagsins „Bræðurnir",
er stofnað var í Reykholtsdal vorið
1915 undir stjórn og forystu
Bjarna Bjarnasonar á Skáney. Fé-
lag þetta starfaði nokkuð á fjórða
áratug og lagði fram merkan og
mjög þakkarverðan skerf til
borgfirzkrar menningar á fyrri
hluta þessarar aldar. Einar hafði
áhuga á menningarmálum yfir-
leitt, var mótaður af anda og
áhrifum ungmennafélagshreyf-
ingarinnar og vildi standa vörð
um þjóðlega menningu, trú og
tungu.
Þó að aldur færðist yfir, hélt
Einar áfram búskap í Runnum og
var lengst af heilsuhraustur. í ág-
ústmánuði síðastliðnum veiktist
hann alvarlega og var fluttur á
Sjúkrahús Ákraness, þar sem
hann andaðist hinn 14. þessa mán-
aðar. Að leiðarlokum skulu honum
færðar alúðarþakkir fyrir góðvild
alla og vinsemd í minn garð og
foreldra minna og systkina. Guð
blessi minningu góðs drengs og
göfugmennis. Eiginkonu hans,
börnum og öðrum ástvinum votta
ég mína dýpstu samúð.
Jón Einarsson, Saurbæ
Þegar veröldin, vitandi eða
óafvitandi, er að villa og véla alla
til vígbúnaðar, þegar engum er
lengur vært að eyða tíma sínum í
að njóta lífsins, einsamall eða með
öðrum, þá er sá maður lánsamur
er finnur hús friðar, hús fagnaðar
og virðingar fyrir sínu hlutskipti í
sköpunarverkinu öllu. I húsi föður
míns eru margar vistarverur, seg-
ir í bók bókanna og víst er um það
að í dag hefur margur týnt eða
falið lyklana að þeim vistarverum
hjartans er ge.vma hlýju, vinsemd
eða lotningu fyrir öðru en því, er
heimur harðra viðskipta þrífst á.
Fyrir áratug fann ég hús eitt. Það
var ungur drengur sem vísaði mér
á þetta hús. Húsið var ekki stórt,
eiginlega var þetta lítið hús á
mælistiku veraldlegs metings. Lít-
ið hús húðað skeljasandi. En í
þessu húsi afa og ömmu drengsins,
voru margar vistarverur og eins
var í þeirra innra húsi, hjartanu.
Þaðan hafði lyklum ekki verið
týnt. Þar stóðu opnar dyr hlýrrar
vináttu og trausts. Mér lærðist
fljótt að sækja þangað þann frið,
sem er öllum nauðsynlegur í
amstri dagsins, og þann fögnuð
sem fyllir vitund þess, er ber lotn-
ingu fyrir lífinu og nýtur til fulln-
ustu að heyra náttúrunni til. Oft
sat ég um mjaltir á lágu skamm-
eli, eða bar það við að tutla eða
skafa flór, nú eða sópa tuggu að
grön og var þó lang oftast aðeins
til þess að njóta samverunnar við
þau Sveinbjörgu og Einar í Runn-
um. Um vorið skildi leiðir um sinn
er ég fluttist suður. En aftur lá
leið mín, og þá minna, í Borgar-
fjörð og aftur leitaði ég að Runn-
um. Þar hafði enginn lykill glat-
ast, heldur mætti komumanni
sama vináttan og áður, sama gleði
og góðvild í garð samferðamanna.
Sú hefur og orðið reynsla minna
af kynnum þeirra við Sveinbjörgu
og Einar í Runnum.
Nú, er ég sit við skímu nær vet-
urnóttum og minnist ljósbrota frá
samfylgd okkar og Runnahjóna, er
Einar Kristleifsson látinn. Hann
lést er vika var til vetrar og hafði
þá lifað hér sumurin áttatíu og tvö
af þessari öld og fjögur af hinni
fyrri. Hann var fæddur að Uppsöl-
um í Hálsasveit og var í föðurhús-
um, lengst af á Stóra-Kroppi,
fram yfir þrítugt að hann kvænt-
ist Sveinbjörgu Brandsdóttur frá
Fróðastöðum í Hvítársíðu. Þau
bjuggu fyrst á Signýjarstöðum, þá
á Fróðastöðum til ársins 1943 að
þau reistu nýbýli í landi Stóra-
Kropps og nefndu Runna. Þar
hafa þau síðan starfað og alltaf
saman og samhent. Börnum sínum
voru þau góðir foreldrar. Landinu
lutu þau, brutu og bættu og garð-
inn gerðu þau af einum hug og
einni hendi. Þar var hlúð að öllum
jurtum eftir bestu getu og þau eru
ekki mörg haustin síðan ég sá Ein-
ar koma léttstígan ofan bakka
með poka á baki að bera viðkvæm-
um garðblómum skjól fyrir vetr-
arhörkum.
Einar var maður karlmennsku
að ytra atgervi öllu, með sterkari
mönnum, en fimur og glíminn áð-
ur fyrr. Samt var gæska hans og
mildi með þeim hætti að ekkert
dýr vissi ég svo villt að Einar með
hægð sinni og natni ynni ekki
traust þess áður en lyki.
Ekki er lengra en tvö ár, að við
vorum nokkur að rembast við það
fram á rauða nótt að koma hey-
böggum undan rigningu i hlöðu.
Þetta var í Runnum. Okkur þótti
að vonum heldur illt að það spyrð-
ist nú að Einar hefði verið í heyi
alla nóttina, þá orðinn 84 ára. Þar
sem við þinguðum um það hvernig
fá mætti Einar til að hvíla sig,
ákveður einn vaskur og vel gerður
vinur okkar að ganga fram og
glíma við Einar um það hvort
hann sé hvíldarþurfi. Varð það úr.
Ekki höfðu þeir stigið lengi er
Einar felldi glímumanninn á háu
og fallegu bragði og vann sér
þannig rétt til að halda áfram að
aka heim heyi. Aldursmunur
glímumanna var rúm hálf öld.
Mýmörg atvik koma fram í huga
mér nú, atvik sem eru mér dýr-
mætari en flest það er verður
keypt í veröld kapphlaupsins. At-
vik sem ég vona að verði mér ljós-
lifandi ef einhvern tíma gripi mig
löngun til að glata þeim lyklum er
ég kynni enn að varðveita.
33
"
Þó eru tvö tilvik er leíta á hug-
ann í lokin en Einar var mikill og
heill unnandi náttúrunnar, jafnt í
hinu smæsta sem hinu stærsta.
Hann naut þeirrar gáfu og gæfu
að geta fyllt loftið söng og skorið í
tré og stein gripi er geyma óð til
hljómkviðunnar miklu. Tvisvar
sinnum í sumar sýndi náttúran, að
hér var um gagnkvæma lotningu
að ræða. Náttúran unni honum
einnig, og ef til vill ekki síður, þó
Einar væri fjarri því að vera heill
heilsu er fram á sumar kom fór
hann sína árvissu ferð fram á
Arnarvatnsheiði. Þegar hann kom
þaðan hafði hann á orði að aldrei “
hafi Heiðin sér virst fallegri. Hún
hafði búið sig sína fínasta skarti
að kveðja hinn aldna vin sinn.
Hitt hefi ég fundið er ég hefi kom-
ið í Runna í haust, en það er sú
kyrrð, sú mildi haustsins sem hef-
ur ríkt í Runnum, líkt og náttúr-
unni fyndist til hlýða að votta
honum virðingu sína og þökk. Eins
og veröldinni i kvosinni fyndist
best að blunda meðan Einar barst
úr þessu lífi til þess lífs er lifir
allt. 14. október gerði fyrstu köldu
haustrigninguna á gluggann
minn. Seinna þann dag kvaddi
Einar.
Orð megna ekki að þakka sam-
fylgdina, en Einar var söngmaður
og söng tíðum einsöng með Bræðr-
unum sem svo nefndu sig. Um leið
og ég þakka Einari kynnin og bið
Sveinbjörgu og afkomendum
þeirra blessunar Guðs læt ég
fylgja hér ljóðlínur er Einar söng
á árum áður þannig:
..Ljufur ómur loftid klýfur.
lyftir sál um himingoim.
I»ýtt á vamjjum söngsins svifur
sálin glöd í frióarhoim.”
Guð blessi Einar.
Guðlaugur Oskarsson,
Kleppjárnsreykjum.
SPURÐU NÁNAR ÚT 1 -
18354 gata tromluna
50% vatnssparnaðinn
40% sápuspamaðinn
25% tímasparnaðinn
efnisgæðin
byggingarlagið
lósíuleysið
lúgustaðsetninguna
lúguþéttinguna
ytra lokið
demparana
þýða ganginn
stöðugleikann
öryggisbúnaðinn
hitastillinguna
sparnaðarstillingar
taumeðferðina
hægu vatnskælinguna
lotuvindinguna
þvottagæðin ......
/pomx
HÁTÚNI 6A • SÍMI 24420