Morgunblaðið - 23.10.1982, Blaðsíða 24
24 ' MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. OKTÓBER1982
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Auglýsingastjóri
hf. Árvakur, Reykjavík.
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjörn Guömundsson,
Björn Jóhannsson.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson.
Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Að-
alstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift-
argjald 130 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 10 kr. eintakiö.
Þjóðarátak
gegn krabbameini
Ekki veldur
sá er varir
Ekkert er mikilvægara
manneskjunni, í leit
hennar að velferð og ham-
ingju, en heilsan. Þar af leið-
ir að góð heilbrigðisþjónusta
er einn af undirstöðuþáttum
í velferðarþjóðfélagi. Sá
þáttur heilbrigðisþjónustu
sem e.t.v. skiptir mestu máli
er fyrirbyggjandi starf, sem
annars vegar leitast við að
koma í veg fyrir sjúkdóma,
m.a. með ástundun heil-
brigðs lífernis, en hinsvegar
að finna lífshættulega sjúk-
dórna, eins og krabbamein, á
byrjunarstigi, sem oftlega
leiðir til fullrar lækningar.
Krabbameinsfélag Island
er eitt þeirra samátaka ein-
staklinga á heilbrigðissviði,
sem skilað hefur þrekvirki í
fyrirbyggjandi starfi. Eng-
inn vafi er á því að starfsemi
þess, ekki sízt skipulögð
krabbameinsleit, hefur aukið
lífslíkur krabbameinssjúkl-
inga verulega. Sem dæmi má
nefna að 27% þeirra kvenna,
sem haldnar vóru krabba-
meinssjúkdómum 1956—60,
lifðu af, en 45% 1971-75.
Sá árangur, sem náðst hef-
ur, m.a. fyrir starfsemi
Krabbameinsfélags Islands,
er talandi dæmi um það,
hverning breyta má fjár-
munum, fyrirhyggju og
framtaki þeirra, sem hönd
leggja á plóginn, í lífár ein-
staklinga. Oll heilbrigðis-
þjónusta, einnig hin fyrir-
byggjandi, kostar fjármuni.
Það er hinsvegar erfitt að
meta, hvern veg þessi „fjár-
festing" skilar sér til baka,
bæði í fleiri vinnuárum
þegnanna í þjóðfélaginu og
heilbrigði og hamingju
mannfólksins. Það er þó til
efs, að önnur „fjárfesting" sé
arðsamari, þó gæta þurfi að-
halds í útgjöldum í heil-
brigðiskerfinu sem annars
staðar.
Starfsemi Krabbameinsfé-
lags Islands er dæmigerð
fyrir það, hvern veg má
virkja það framtak til góðs,
sem býr í einstaklingum
þjóðfélagsins. Það er ekki
sjálfgefið að allt frumkvæði í
heilbrigðismálum komi frá
seinlátu ríkisvaldi, þó ekki
skuli gert lítið úr hlut þess.
Nú hefur verið ákveðið að
efna til þjóðarátaks gegn
krabbameini, sem felst í
margþættu starfi, sem nánar
er lýst í fréttafrásögn Mbl. í
gær undir fyrisögninni
„Framtíðarverkefni Krabba-
meinsfélags íslands". Einn
höfðuðþáttur þessa þjóðar-
átaks verður landssöfnun á
vegum Landsráðs gegn
krabbameini, en vant er 15
m.kr. til að kosta aðgerðir.
Þetta samsvarar um 70 kr. á
hvert mannsbarn í landinu.
Mbl. hvetur alla íslend-
inga, unga og aldna, til að
leggja sinn skerf að mörkum
til landssöfnunarinnar, hver
eftir efnum og ástæðum.
Látum sannast nú sem
stundum áður, að þegar býð-
ur þjóðarsómi, þá á ísland
eina sál.
Allt á sömu
bókina lært
Meginatriðið hefur
f verið að tryggja
fulla atvinnu,,, sagði Gunnar
Thoroddsen í nýlegu viðtali
við blaðið Suðurland.
Rekstrarstaða atvinnuveg-
anna, sem er hin hliðin á at-
vinnuöryggi almennings,
hefur um langt árabil ekki
verið hörmulegri en síðustu
misserin. Atvinnuleysi hefur
og aukizt mjög á þessu ári. í
ágústmánuði sl. vóru skráðir
atvinnuleysisdagar 6.720, en
3.900 í sama mánuði á sl. ári.
Aukning milli ára er um
70%.
Meginfyrirheit ríkis-
stjórnarinnar vóru annars-
vegar að ná verðbólgu hér
niður í 7—10%, eins og hún
er í helztu viðskiptalöndum
okkar, þegar árið 1982, en
hinsvegar að styrkja rekstr-
arstöðu atvinnuvega. Þetta
ár hinna gullnu markmiða
heyrir senn sögunni til — og
verðbólga þess mælist lík-
lega um 60%, sem er töluvert
meiri dýrtíð en þá er ríkis-
stjórnin tók við. Undirstöðu-
atvinnuvegir þjóðarinnar
búa við vaxandi hallarekst-
ur, vaxandi skuldasöfnun og
stóraukna skattheimtu.
Mörg atvinnufyrirtæki
ramba á barmi stöðvunar.
Það er allt á sömu bókina
lært hjá ríkisstjórninni.
Sjálf situr hún sundur-
þykk á sviknum fyrirheitum.
Bæði Alþýðubandalag og
Framsóknarflokkur sýnast
hafa mestan áhuga á hent-
ugum útgönguleiðum úr
stjórnarsamstarfinu. Ráð-
herrar, sem ekki bera lengur
traust til eigin ríkisstjórnar,
geta vart vænzt tiltrúar í
hennar garð frá öðrum, og
ber þeim að víkja.
eftir Birgi Isl.
Gunnarsson
Kom þróunin í ernahagsmálunum
ríkisstjórntnni eins á óvart og hún
vill nú vera láta? í öllum umræóum
um efnahagsaðgerðir sínar heldur
ríkisstjórnin þvi fram, aö snögg kú-
vending hafi orðið í markaðsaðstæð-
um og verðmætasköpun í þjóðfélag-
inu. Verðhólgan hafi því margfaldast
og þess vegna hafi nú verið nauð-
synlegt að grípa til enn einna
bráðabirgðaaðgerða í efnahags-
málum. En er þetta svona? Gátu
menn ekki séð þessa þróun fyrir
miklu fyrr og því gert viðeigandi
ráðstafanir til mótvægis? Á
óstjórnin enga sök á því, hvernig
komið er?
Umræður í
ársbyrjun
Til að svara þessum spurning-
um er fróðlegt að kynna sér ítar-
legar umræður, sem fram fóru um
efnahagsmálin á Alþingi í byrjun
þessa árs. Þá stóðu mál þannig að
ríkisstjórnin hafði mánuðum sam-
an þjarkað um efnahagsmálin.
Allir sáu þá að verðbólgan stefndi
óðum upp á við og þörf var á að
grípa til róttækra aðgerða. Eftir
langa mæðu kynnti ríkisstjórnin
„aðgerðir" sínar sem aðallega voru
fólgnar í niðurgreiðslum og lækk-
un skatta.
Skýrsla ríkisstjórnarinnar um
efnahagsmál, þar sem þessar að-
gerðir voru kynntar, var ítarlega
rædd á Alþingi, fyrst í útvarps-
umræðum þann 28. janúar og síð-
an í framhaldsumræðum þann 3.
febrúar. Allmargir þingmenn
stjórnarandstöðu tóku til máls. í
þingtíðindum má sjá, að margir
þingmenn stjórnarandstöðunnar
fluttu vel undirbúnar og málefna-
legar ræður, þar sem þeir vöruðu
KVENFÉLÖG um land allt gang-
ast fyrir vinnuvöku í heimabyggð-
um sínum dagana 22. og 23. októ-
ber. Kvenfélögin í Kópavogi eru
þar engin undantekning og hafa
þau fengið Víghólaskólann í Kópa-
vogi lánaðan undir starfsemina.
Að þessu sinni rennur allur ágóði
til styrktar öldruðum. Vakan
hefst þar á föstudagskvöldið og
munu félagar í kvenfélögunum
við þróuninni. Ríkisstjórnin hélt
því fram að verðbólgan yrði 30%,
ef aðgerðir hennar næðu fram að
ganga. Allir aðrir sáu að það
dæmi myndi ekki ganga upp.
Margir sáu
þróunina fyrir
Friðrik Sophusson benti t.d. á
það, að allt benti til að skerða
þyrfti verðbætur á laun um
8—10% síðari hluta árs, ef ekkert
yrði frekar gert fyrri hluta ársins.
Þessu harðneituðu Alþýðubanda-
lagsmenn í ríkisstjórninni. Nú
skerða þeir hins vegar launin 1.
desember nk. um 8—10% og þó
verður verðbólgan 60% á árinu.
Lárus Jónsson sýndi fram á að
verðbólgan yrði a.m.k. 45—47% á
árinu, ef grunnkaup hækkaði ekki.
Þessu neitaði forsætisráðherra
harðlega. Hann varaði og við
hallarekstri atvinnuveganna og að
hætta væri á stöðvun þeirra.
Fleiri slík dæmi mætti nefna um
það, hvernig reynt var í upphafi
árs að sýna ríkisstjórninni fram á
í hvert óefni stefndi bæði vegna
aðgerðarleysis hennar og ytri að-
stæðna. Fleiri töluðu í sama dúr.
Sterkar aövaranir
x Sumum ráðherrum var heldur
ekki alls varnað í þessum umræð-
um. Þannig ræddi Ragnar Arnalds
mikið um „heimskreppuna" sem
flæddi nú yfir landið á hverjum
degi (þ.e. 28. janúar). í málflutn-
ingi ríkisstjórnarinnar nú er látið
eins og „heimskreppan" hafi kom-
ið öllum á óvart. Éngan hafi órað
fyrir að slík yrði þróunin.
Sannleikurinn er sá, að þegar í
upphafi ársins var ljóst hvert
stefndi. Stjórnarandstaðan varaði
ríkisstjórnina við. Aðvaranir
hennar voru m.a. fólgnar í eftir-
farandi:
vinna þar sjálfboðavinnu, baka,
föndra, sauma og fleira, auk þess
sem kaffisala hefst klukkan 18.00
um kvöldið og stendur óslitið til
laugardagskvölds er vökunni lýk-
ur. Er það von kvenanna að bæj-
arbúar bregðist vel við og styrki
málefnið. Það er Hjúkrunarheim-
ilið í Kópavogi sem fær ágóðann.
Þess má geta, að kvenfélögin í
Kópavogi eru þrjú talsins, Kvenfé-
— Verðbólga á árinu yrði mun
meiri en ríkisstjórnin vildi
vera láta.
— Stöðugur hallarekstur
atvinnuveganna, einkum
sjávarútvegs og iðnaðar drægi
mátt úr þessum mikilvægu
atvinnugreinum og það ástand
biði heim atvinnuleysi.
— Ríkisstjórnin vanrækti að und-
irbúa ný átök í uppbyggingu
okkar atvinnulífs, einkum á
sviði orkumála, almenns iðnað-
ar og stóriðju.
— Erlendar skuldir væru komnar
í hættumark og stöðva þyrfti
söfnun eyðsluskulda erlendis.
Hver var óábyrgur?
Mörg fleiri atriði í sama dúr
setti stjórnarandstaðan fram til
aðvörunar í upphafi ársins. Ríkis-
stjórnin skellti skolleyrum við.
Hún sakaði stjórnarandstöðuna
um ábyrgðarleysi og að draga upp
of dökka mynd af ástandinu. Ekki
veldur sá er varar og nú er komið
í ljós, að stjórnarandstaðan hafði
rétt fyrir sér í öllum meginatrið-
um.
Það er komið í ljós að það var
ríkisstjórnin, sem var óábyrg og
lét reka á reiðanum vegna inn-
byrðis sundurþykkis. Allar að-
gerðir til lausnar vandanum verða
því sársaukafyllri nú en þær
þyrftu að vera.
lag Kópavogs, Sjálfstæðiskvenna-
félagið Edda og Freyja, félag
framsóknarkvenna. Á vegum
Kvenfélagasamtaka Kópavogs
starfa auk þess Mæðrastyrks-
nefnd, fótsnyrtinefnd og Orlofs-
nefnd húsmæðra. Stjórn KSK
skipa Sólveig Runólfsdóttir for-
maður, Sigríður Jónsdóttir ritari
og Valgerður Sigurðardóttir
gjaldkeri.
Mikil þátttaka í Kenýaferd
„ÞÁTITAKAN er mjög góð og er
farþegafjöldinn að nálgast eitt
hundrað,“ sagði Ingólfur Guð-
brandsson forstjóri er hann var
spurður um þátttökuna í fyrirhug-
aðri Kenýaferð ÚLsýnar, sem hefst
hinn 6. nóvember nk. Ingólfur
verður sjálfur fararstjóri í þessari
fyrstu hópferð íslendinga til
Kenýa, en ferðin er sú þriðja í röð-
inni af svokölluðum „heimsreis-
um“ Útsýnar.
„Það er ánægjulegt að nú eru
íslendingar farnir að fara að
dæmi farfuglanna, taka sig upp
þegar veturinn gengur í garð hér
á landi og leita á hlýjar strendur
Indlandshafsins í Afríku. Þrátt
fyrir talsvert framboð af lang-
ferðum, sem verið hafa á mark-
aðnum í haust, virðist augljóst
að Kenýa hefur vakið hvað
mesta athygli, sem marka má af
þessari miklu þátttöku," sagði
Ingólfur ennfremur.
Aðspurður um hámarksfjölda
farþega sagði Ingólfur m.a.:
Frá Amboseli-þjóðgarðinum í Kenýa.
„Vegna margvíslegs undirbún-
ings, vegabréfsáritana og fleira,
verðum við að loka ferðinni í
byrjun næsta viku. Enn geta þó
örfáir bæst í hópinn á þessar
ævintýraslóðir. Greinilegt er að
margir kunna að meta þetta
tækifæri til þess að ferðast á
jafn eftirsóknarverðar slóðir
með góðum kjörum, en ferðin
kostar tæpar þrjátíu þúsund
krónur á mann og er þá allt inni-
falið, gisting á vönduðustu hótel-
um, fjögurra daga safaríferð um
þjóðgarðana og að lokum tólf
daga dvöl á lúxushóteii skammt
frá Mombasa á strönd Ind-
landshafsins."
Vinnuvaka kvenfélaganna í Kópavogi