Morgunblaðið - 23.10.1982, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 23.10.1982, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. OKTÓBER 1982 45 !£ya AKANDI SVARAR í SÍMA 10100 KL. 10—12 frA mAnudegi ~ TIL FÖSTUDAGS Brauð: Saltið hefur áhrif á útlit og gerjun — og bragðið Jón Albert Kristinsson, formaöur Landssambands bakarameistara, skrifar: „Vegna áskorunar frá JIJ í Vel- vakanda síðastliðinn föstudag, 15. október ætla ég að svara þeirri spurningu, sem til mín var beint: Hvers vegna er verið að salta brauð? í fyrsta lagi hefur salt áhrif á útlit og gerjun brauðsins. í öðru lagi það, sem ræður úrslitum: brauð er það bragðlaust saltlaust að kvartanir og óánægja láta ekki á sér standa komi það fyrir að gleym- ist að hafa saltið með. Það hefur komið í ljós að á ís- landi og í öðrum vestrænum iðnað- arríkjum hefur kornneysla minnk- að frá því sem áður var og þar með trefjaefni í fæðunni. Við bakarar höfum á undanförn- um árum leitast við að fá fólk til að borða meira og grófara brauð. Þetta kom mjög vel fram á rátf- stefnu, sem Landssamband bakara- meistara hélt á þessu ári. Ráðstefn- an bar nafnið „Brauð og hollusta" og var haldin í góðri samvinnu við dr. Jón Óttar Ragnarsson. Bæði læknir og matvælafræðingar, sem þarna héldu erindi, voru samdóma um að aukin brauðneysla væri okkur til heilla, bæði hvað snertir næringarefni, trefjaefni, heilsufar og vellíðan. Svo kemur áskorun til okkar bak- arameistara um að sleppa saltinu í brauðin. Þetta mundi þýða minnk- aða neyslu á brauði og að það sem við bakarar erum búnir að vera að vinna að undanfarin ár fari for- görðum. Við bakarameistarar höfum leit- ast við að nota ávallt bestu fáanleg hráefni, og reynt að hafa brauðin okkar eins trefjarík og koma til skila sem flestum af þeim nær- ingarefnum sem í korni eru. Þess vegna þarf brauðið að vera bragð- gott til þess að fólk borði nóg af því. Nei, mín tillaga er: Settu frekar minna af sérsöltuðu smjöri á brauð- ið, slepptu rúllupylsunni og hangi- kjötinu og öðru söltu áleggi. Nú bið ég JIJ að hafa samband við mig. Það er alveg sjálfsagt að baka fyrir hann saltlaust brauð til að sannreyna það sem ég hef sagt. Með kveðju." Ást í meinum Á miðvikudag spurðist Jenný fyrir um kvæði nokkurt og höfund þess og tilfærði nokkrar sundur- lausar hendingar. Hún hafði lært kvæðið er hún var við hjúkrunar- nám á Akureyri, en var búin að gleyma því að mestu. Þessar sund- urlausu hendingar nægðu þó til þess, að margar hendur voru á lofti til að gera okkur kleift að verða við beiðni Jennýjar. Kvæðið reyndist heita „Ást f meinum", en höfundur þess hét Þorbjörn Björnsson og notaði skáldanafnið „Þorskabítur". Hann fæddist 29. ágúst 1859 og ólst upp til fullorðinsára á Barði í Reykholtsdal í Borgarfirði. For- eldrar hans voru hjónin Þorbjörg Ólafsdóttir, ættuð úr Kjós, og Björn Eggertsson frá Eyri. Þor- björn hóf búskap á Breiðabólstað í Reykholtsdal árið 1885 og bjó þar til 1891, en nokkru seinna fór hann til Ameríku og bjó þar lengst af í kauptúninu Pempina í norðaust- urhorni Norður-Dakóta. Þar and- aðist hann 7. febrúar 1933. „Ást í meinum — Brot úr kvæða- flokki" birtist fyrst í kvæðabókinni „Nokkur ljóðmæli", sem Borg- firðingafélagið í Winnipeg gaf út árið 1914. Og árið 1964 birtist það aftur í ljóðabókinni „Nokkur kvæði eftir Þorskabit — Úrval", sem kom út hjá bókaútgáfunni Einbúa í Reykjavík. Þar sem kvæðið er geysilangt, yfir 50 erindi, í fjórum köflum, verður að nægja hér að birta lítið sýnishorn úr fyrsta kafla þess. En Jenný fær ljósrit af kvæð- inu öllu með fyrstu póstferð. ÁST f MEINUM Brot úr kvæðanokki. 1 Lát v«>Ha botur hoimsins hjól, þú himindrottning, fa^ra sól! O, hvorfðu hak vió húmsins tjöld, því hitta vin ég þarf í kvöld. En bctur hugnast myrkrió mér, „í meinum" því vort samband er. I»aó hrösun dæmir heimur vor, já, hneyksli, gla*p og villuspor, og ábyrgó slær á afleióing, en orsök réttu fer í kring, og kallar synd, í mýkri mynd. En má ég spyrja: Hvað er synd? Er synd aó hlúa aó særóri rós? Er synd aó kvcikja' í myrkri Ijós? Er synd aó hressa svekkta lund? Er synd meó byrói aó hvíla’ um stund? Er synd aó líta sig í kring? Er synd aó hafa tilfinning? Er synd aó stefna sól mót beint? Er synd aó teyga loftió hreint? Er synd aó lyfta sér úr vök? Er synd aó æfa vængjatök? Er synd aó vona? Er synd aó þrá? Er synd aó rísa dauóum frá? Er synd aó kenna sólaryls? Er synd aó njóta hörpuspils? Er synd aó dást að sannri mynd? Er synd aó drekka af tærri lind? Er synd aó finna sálu frió? Er synd aó tala guó sinn vió? Er synd aó leita samhygóar? Er synd aó horfa á stjörnurnar? Er synd aó fagna sumartíó? Er synd aó lesa blómin fríó? Er synd aó játa sannleikann? Er synd aó elska nokkurn mann? Ef allt er þetta sök og synd, er sálin þrældóms-skuggamynd. I»á synd er víst aó vera til og vita á þesNum hlutum skil. Og synd hefur drottinn sjálfur drýgt, ef syndum allt er lífió vígt. Þessir hringdu . Slysagildra á Seltjarnarnesi Ökumaður hringdi og hafði eft- irfarandi að segja: — Mig langar til að forvitnast um, hvort ætlun- in sé að bjóða ökumönnum upp á að búa við það stórhættulega stökkbretti til frambúðar, sem nú er búið að hreykja upp í mal- biki á Suðurströndinni á Sel- tjarnarnesi, rétt hjá gömlu Is- bjarnarhúsunum og íþróttahús- inu. Sennilega er þessum hrygg ætlað að draga úr ferð bíla á vegarkaflanum þarna, en fyrr má nú rota en dauðrota. Þetta er svo hátt, að það getur valdið stórslysum. Skömmu áður en komið er að þessari hindrun er merki á veginum, sem gefur til kynna, að ójafn vegur sé fram- undan, ekki stökkbretti. Ég ók þarna um á sunnudaginn var, á u.þ.b. 35—40 km hraða, og ég er hræddur um, að illa hefði farið, ef ég hefði verið með börn sitj- andi í aftursæti; ég hefði senni- lega fengið þau frammí til mín. Það er nánast ógjörningur að fara yfir hindrunina án þess að stoppa gersamlega áður, nema eiga á hættu að valda tjóni á fólki eða bíl. Þetta er að mínu mati stórhættuleg slysagildra. OG EFNISMEIRA BLAÐ! HVER SKAL ÞAR? — rætt viö Óskar Jónsson frá Holtsmúla. SVIKAHRAPPAR AF GUÐSNÁÐ FYRSTU MEISTARARNIR í HJÚKRUNARFRÆÐUM HRÆRINGUR SVIPMYND Á SUNNUDEGI — Yasser Arafat ROKKAÐ í RÚSSÍÁ VAKNAÐ UPP VIÐ VONDAN DRAUM — fjallaö um fíkniefnamál Á HLJÓMLEIKUM MEÐ AC/DC í GLASGOW ÍSLENZKIR STÓÐHEST- ARí ÞÝZKALANDI Á DROTTINSDEGI — VELVAKANDI — POTTA- RÍM — Á FÖRNUM VEGI REYKJAVÍKURBRÉF Sunnudagarinn byrjar á síðum Moggans

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.