Morgunblaðið - 23.10.1982, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. OKTÓBER 1982
13
ei fyrr hafa verið jafn margir
nemendur í prestaskólunum.
Lengst af, þann tíma sem her-
lögin hafa gilt, hefur Josez Glemp,
yfirmaður kaþólsku kirkjunnar,
reynt að finna leiðir til sátta milli
þjóðarinnar og ráðamanna henn-
ar. Hann hefur að vísu gagnrýnt
herstjórnina en stillt gagnrýninni
þó í hóf og jafnframt hvatt verka-
menn til að gæta stillingar. Að
undanförnu hefur þó kveðið við
nokkurn annan tón. Hann hefur
gerst harðorðari í garð stjórn-
valda en fyrr og á nokkrum dögum
áður en pólska þingið bannaði
Samstöðu varaði hann þau við og
sagði að búast mætti við meiri-
háttar óeirðum ef af því yrði.
Vestrænir fréttamenn telja, að
þessi harða afstaða Glemps stafi
af ótta hans við að til blóðugs upp-
gjörs komi á milli þjóðarinnar og
ráðamanna hennar. Þeir benda á,
að milljónir manna taki þátt í
starfsemi kirkjunnar í Póllandi og
því viti prestarnir öllum öðrum
betur um hugarástand fólksins og
ástandið í landinu.
Glemp reyndist sannspár þegar
hann varaði herstjórnina við. I
kjölfar bannsins við Samstöðu
hefur komið til óeirða víða í Pól-
landi, í Gdansk, Stettin og Sopot á
Eystrasaltsströndinni, í Wroclav,
Kraká og í Nowa Huta, þar sem
ungur maður var skotinn til bana.
Nowa Huta er í Katowice, helsta
kolanáma- og stálvinnsluhéraði
Póllands, og óeirðirnar þar geta
orðið afdrifaríkari fyrir her-
stjórnina en ókyrrð í öðrum hér-
uðum landsins. Héraðið er einn af
hornsteinum pólsks efnahagslífs
og stéttarvitund er frá fornu fari
meiri meðal verkamanna þar en
annars staðar. Þegar herlögin
voru sett 13. desember sl. kom þar
til verulegrar andspyrnu, sem
kostaði níu manns lífið, en síðan
hefur verið þar furðurólegt.
Ástæðan fyrir því er sú, að allt
svæðið lýtur herlögum og um hina
minnstu óhlýðni við yfirvöldin er
fjallað af herdómstólum en ekki
borgaralegum dómstólum.
Opinská andstaða við herstjórn-
ina virðist fara vaxandi í Kato-
wice og er ýmislegt sem bendir til
þess, jafnvel þótt ókyrrðin þar að
undanförnu sé undanskilin. I til-
tölulega hreinskilinni grein í Iz-
vestia, málgagni sovéska komm-
únistaflokksins, nú nýlega, þar
sem fjallað var um ástandið í Pól-
landi, sagði, að af tugþúsundum
verkamanna í Katowice hefðu að-
eins innan við 100 gert sig líklega
til að ganga í verkalýðsfélögin
nýju og sú saga var sögð af manni,
sem gekk í kommúnistaflokkinn á
síðasta ári, að enginn samstarfs-
manna hans yrti á hann eftir það
eða lét yfirleitt sem hann væri til.
Kaþólska kirkjan gerir sér betri
grein fyrir því en ráðamennirnir
hvert hugarástand þjóðarinnar er
og í því ljósi ber að líta ræðu Jos-
efs Glemps, sem hann flutti við
messu sl. sunnudag. Þar úthúðaði
hann ríkisstjórninni og lýsti þeirri
örvæntingu og andlega skipbroti,
sem ráðamennirnir hefðu leitt yfir
þjóðina.
Götuóeirðir í Varsjá 31. ágúst sl. þegar Pólverjar minntust þess, að tvö ár voru liðin frá stofnun Samstöðu og tæpir níu mánuðir frá því að herlögin voru sett
í landinu.
Auk kúgunarinnar og ófrelsis er
ástandið í efnahagsmálum Pól-
verja geigvænlegt og skuldabyrðin
í raun meiri en þeir geta risið und-
ir. Að undantekinni kola- og stál-
vinnslunni hefur orðið samdráttur
í öllum helstu greinum atvinnu-
lífsins og tilfinnanlegastur í mat-
vælaframleiðslunni. Flest, sem
fólk þarf sér til lífsviðurværis, er
skammtað, jafnvel skór, og venju-
leg laun gera hvergi að hrökkva
fyrir brýnustu nauðsynjum. Af
þessum sökum einum telja marg-
ir, að óhjákvæmilegt sé, að til
blóðugra átaka komi í Póllandi.
Fyrst eftir herlögin átti Jaruz-
elski nokkrum skilningi að mæta
hjá pólsku þjóðinni. Fólk vissi sem
var, að hvorki hann né aðrir ráða-
menn í leppríkjum Sovétríkjanna
eru í raun frjálsir gerða sinna og
sumir töldu sér trú um, að þróunin
gæti orðið í líkingu við það, sem
orðið hefur í Ungverjalandi og
Tékkóslóvakíu þar sem nokkuð
hefur verið slakað á klónni. Nú er
hins vegar er að renna upp fyrir
Pólverjum, að Jaruzelski á sér
aðra fyrirmynd lengra í austri.
„Fólki finnst nú, að ekki aðeins
hafi Samstaða verið bönnuð, held-
ur sé einnig verið að uppræta það
litla frelsi, sem Pólverjar hafa
haft,“ segir gamalreyndur, pólsk-
ur blaðamaður. „Lífið er að verða
óbærilegt. Hvergi er neina von-
arglætu að sjá og samanburður
við önnur Austur-Evrópuríki er út
í hött.“
Kaflaskipti hafa orðið í pólska
harmleiknum og alvarlegir tímar
kunna að vera framundan. Tími
málamiðlunarinnar er liðinn og
nú er það aðeins nakin valdbeit-
ingin, sem eftir stendur á sviðinu.
Opinberlega hefur Samstaða verið
gerð útlæg en Samstaða er annað
og meira en formleg samtök
pólsks verkalýðs. Hún er samnefn-
ari fyrir frelsisþrá þjóðarinnar og
þær vonir hennar munu kúgararn-
ir aldrei geta upprætt.
Séð yfir Bændahöllina úr lofti; þá gömlu og þá komandi.
Vinna í fullum gangi við
stækkun Bændahallarinnar
þessa átt, en að öðru leyti hlýtur
þessi staðhæfing einfaldlega að
flokkast undir bull.
Þær daggjaldastofnanir, sem
helzt mætti bera saman við
Landspítalann eru Landakotsspít-
ali og Borgarspítali.
Meðallegutími á Landspítala er
16,1 dagur (Ríkisspítalar, Árs-
skýrsla 1981, bls. 2) Landakots-
spítali 12,5 dagar (Ársskýrsla St.
Jósefsspítala 1981, bls. 32) og
Borgarspítala 18,6 dagar (Árs-
skýrsla Borgarspítala 1981, bls.
22).
Um fjórðungur sjúklinga
Landakotsspítala eru langlegu-
sjúklingar sem hann getur ekki
útskrifað af ýmsum ástæðum. Að
þeim frátöldum er meðallegutími
minni en 10 dagar. í tölu Borg-
arspítala eru meðtaldar allar
heilbrigðisstofnanir borgarinnar
en á Bsp. í Fossvogi er meðallegu-
tími 11,7 dagar.
Það er þannig ljóst, að ekkert
afgerandi kemur í ljós um þetta,
sem getur leyft þá staðhæfingu
Sigurðar sem áður gat um.
Sigurður Þórðarson og reyndar
fleiri hafa haldið því fram, að
daggjaldanefnd hafi ekki haft
upplýsingar um rekstur stofnana.
Þetta er alrangt. Bæði Landa-
kotsspítali og fleiri stofnanir, sem
mér er kunnugt um, hafa sent
nefndinni ítarlegar skýrslur og
áætlanir, sem augljóslega eru ekki
lesnar. Þá hefur starfsmaður
daggjaldanefndar haft allan þann
aðgang að bókhaldgögnum og
reikningum Landakotsspítala,
sem hann hefur óskað eftir.
Ef daggjaldanefnd hefur ekki
haft hæfni til að vinna úr þeim
gögnum, sem hún hafði undir
höndum, ætti það auðvitað að
leysast með því að henni væri gert
það kleift með auknu starfsliði eða
á annan hátt, en ekki með handa-
hófskenndum aðgerðum eins og
gert hefur verið.
Sigurgeir Sigurðsson, bæjar-
stjóri á Seltjarnarnesi, ritar grein
í Morgunblaðið 12. þ.m.
Sigurgeir hefur átt sæti í dag-
gjaldanefnd frá upphafi 1969.
Honum ætti því að vera um málin
kunnugt.
Frá hans sjónarmiði ná krafta-
verk fjárlagabreytinganna einnig
til þess að koma í veg fyrir sjálf-
stæða ákvarðanatöku stjórnenda
sjúkrahúsanna, einkum þeirra
sem hann nefnir „svokallaðar
sjálfseignarstofnanir".
Breytingin á að koma í veg fyrir
samkeppni um lækna, tæki og
sjúklinga, sem hann telur að hér
eigi sér stað á milli Ríkisspítala og
daggj aldaspítalanna.
Já, mikil eru kraftaverkin.
Ég tala aðeins fyrir Landakot
og mér er ókunnugt um keppni
þess spítala við Ríkisspítalana um
lækna eða tæki. Að Landakots-
spítali (sem er daggjaldaspítali)
keppi um sjúklinga við önnur
sjúkrahús er fásinna. Hins vegar
hlýtur að fara að renna upp skiln-
ingsljós fyrir mér um það hvernig
stendur á öllum þessum fáránlegu
daggjaldaákvörðunum um árabil,
ef reyndasti maðurinn í dag-
gjaldanefnd sjúkrahúsa þekkir
ekki betur til en þetta.
Á Landakotsspítala eru yfir 600
sjúklingar á biðlista og væru fleiri
ef til nokkurs væri að skrá þá.
Sjúklingar koma fyrst og fremst
inn á neyðarvöktun og spítalinn
getur engin áhrif haft á það hverj-
ir koma.
Breyting úr daggjaldakerfi hef-
ur engin áhrif á þetta.
En mun hún hafa einhver áhrif
til góðs? Um það skal ég ekkert
segja að svo stöddu, en aðeins
þetta: Ef ákvörðun greiðslu til
spítalanna verður jafnfráleit með
því kerfi og verið hefur með dag-
gjaldakerfi, er engin bót að því.
Því staðreyndin er sú, að það
var ekki daggjaldakerfið sem
brást heldur þeir menn sem falið
var að framkvæma það.
í FJÁRLÖGUM ríkisstjórnarinnar
fyrir næsta ár stendur að ríkisstjórn-
inni sé heimilt að ábyrgjast lán allt
að 16 m.kr., sem yrði tekið vegna
stækkunar Bændahallarinnar. í
fyrra gekk ríkisstjórnin i ábyrgð
fyrir 4 m.kr. til þessara fram-
kvæmda.
„Þetta er sú upphæð sem farið
var fram á ábyrgð fyrir," sagði
Ólafur E. Stefánsson, formaður
stjórnar Bændahallarinnar, „við
reiknum með að fjármagna 80%
kostnaðar með erlendum lánum,
en þau 20% sem á vantar með inn-
lendum lánum og arði frá eldri
byggingunni."
Sagði Ólafur ennfremur að ekki
væri endanlega búið að taka
ákvörðun um það hvort viðbygg-
ingin yrði byggð öll í einu, eða
seinni hluta hennar frestað.
„Auðvitað væri hagkvæmara að
ljúka verkinu í einni lotu, en það
setti strik í reikninginn þegar
spár Ferðamannaráðs um aukinn
ferðamannastraum til landsins
stóðust ekki í ár. Við kennum að
vísu verkföllum, eða hótunum um
verkföll, fyrst og fremst um það,
en eigi að síður er ástæða til að
fara varlega við stækkunina og
rasa ekki um ráð fram.
Það er líka mögulegt að taka að-
eins eina hæð í einu úr seinni hlut-
anum, en þar er alls um þrjár
hæðir að ræða. En hvað um það,
endanleg ákvörðun um það hvern-
ig að verkinu verður staðið verður
tekin innan hálfs árs.“
Aætluð verklok, miðað við að
verkinu verði lokið í einri lotu, eru
um áramótin 1985—86.