Morgunblaðið - 23.10.1982, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 23.10.1982, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. OKTÓBER 1982 Pólland: Kúgun og ofbeldi eru einu úrræði herstjórnarinnar Föstudaginn 9. október var Samstaða og önnur óháð verka- lýðsfélög, sem stofnuð voru á árinu 1980, bönnuð í Póllandi og í þeirra stað samþykkt ný vinnumálalöggjöf. Með henni er horfið aftur til þess tíma, sem áður var, meðan allt lék í lyndi fyrir kommúnistaflokkn- um, og óskoruð völd hans yfir verkalýðshreyfingunni tryggð með lögum. Fyrstu frjálsu verkalýðsfélögin í allri saman- lagðri sögu kommúnismans eru úr sögunni, opinberlega að minnsta kosti. Nýja vinnumálalöggjöfin mark- ar samt sem áður engin tímamót og í henni er ekkert nýtt að finna. Hún er að vísu nokkurs konar minnisvarði um brostnar vonir pólsku þjóðarinnar en eftir á vita allir, að svona hlaut að fara. Kommúnisminn hefur aldrei átt og á ekki nema eitt svar við frels- isviðleitni fólksins. Nýju verkalýðsfélögunum, sem formlega eiga að taka til starfa á árinu 1984, er harðbannað að skipta sér af stjórnmálum og þótt svo eigi að heita, að þau hafi verk- fallsrétt, er hann háður alls kyns takmörkunum. Þar að auki hafa fjölmennar stéttir alls engan verkfallsrétt, eins og t.d. slökkvi- liðsmenn, starfsmenn í heilsu- gæslu, bankastarfsmenn, fólk, sem vinnur við matvælafram- leiðslu, o.s.frv. o.s.frv. Stjórnvöld halda því fram, að verkamenn fái að velja sína eigin fulltrúa og ráða sjálfir stjórn verkalýðsfélaganna. Þannig var það líka, í orði kveðnu, fyrir daga Samstöðu. Mikil áhersla er lögð á verkfallsréttinn til marks um, að ekki hafi með öllu verið horfið frá Gdansk-samkomulaginu, en hafa ber í huga, að þessi sami verk- fallsréttur er einnig í öðrum ríkj- um Austur-Evrópu. Það hefur hins vegar verið hlutverk verka- lýðsfélaganna í ríkjum kommún- ismans að sjá svo um, að hann sé ekki notaður. Það er til marks um örvæntingu og úrræðaleysi Jaruzelskir hers- höfðingja, að hann skuli hafa lagt frumvarpið um nýju vinnulöggjöf- ina fyrir þingið. A fyrstu mánuð- unum eftir að herlögum voru sett í landinu benti ýmislegt til, að hann og þeir frjálslyndari í röðum ráða- manna væru ekki afhuga einhvers konar starfsemi Samstöðu og á bak við tjöldin voru gerðar ótal tilraunir til að komast að sam- komulagi fyrir milligöngu kirkj- unnar. Aðeins harðlínumennirnir í flokknum kröfðust algers banns við Samstöðu strax og endurvakn- ingar gömlu verkalýðsfélaganna að kommúnískri fyrirmynd. Allar þessar tilraunir fóru út um þúfur enda höfðu stjórnvöld í raun aldrei neitt að bjóða. Verka- menn kröfðust þess, að Samstaða fengi áfram að starfa óháð ríkis- valdinu, að Lech Walesa og aðrir leiðtogar Samstöðu yrðu látnir lausir en á þetta hvort tveggja gátu ráðamennirnir ekki fallist. Þeir hefðu getað fallist á það síð- arnefnda en aldrei á fyrri kröfuna. Kommúnistar gera sér jafn góða grein fyrir því og aðrir, að frelsi og valddreifing eru það sama og endalok kommúnismans. Viðbrögð verkamanna við ár- angurslausum viðræðum við stjórnvöld voru verkföll og í kjöl- far þeirra hefur komið til óeirða á götum pólskra borga. Allt frá því í apríl í vor og til þessa dags hefur soðið upp úr með jöfnu millibili en alvarlegust urðu þó átökin um mánaðamótin ágúst-september, á tveggja ára afmæli Samstöðu. Þá eins og endranær tóku hermenn og lögreglan engum vettlingatök- um á mótmælendum en þar að auki voru fimm manns skotnir til bana. Þegar rætt er um Pólland verð- ur ekki hjá því komist að fjalla einnig um kaþólsku kirkjuna svo samofin sem hún er pólsku þjóð- lífi. Til hennar heyra um 80% af íbúunum, 36 milljón talsins, og virðing hennar og áhrif eru eins- dæmi í kommúnísku ríki. Stöðugt er verið að byggja kirkjur og aldr- Jozef Glemp, yfirmaður kaþólsku kirkjunnar. Jaruzelski hershöfðingi hlýðir á umræður í þinginu þegar ákveðið var að banna Samstöðu og koma sömu skipan á verkalýðsfélögin og áður var og er i öllum kommúnistaríkjum. Rekstrarfjármögnun heilbrigðisþjónustunnar: Breytingin frá daggjaldakerfí yfír á fast framlag á fjárlögum Eftir Loga Guó- brandsson fram- kvœmdastjóra Undanfarið hafa farið fram nokkrar umræður um rekstrar- fjármögnun heilbrigðisþjónust- unnar, í framhaldi af ákvörðun heilbrigðis- og félagsmálaráð- herra um að greiðsla fyrir þjón- ustu nokkurra stofnana skuli verða ákveðin í fárlögum. I þessum umræðum hefur ým- islegt komið fram, sem bendir til grundvallarmisskilnings stjórn- valda og annarra sem um málið fjalla, sem ég tel óhjákvæmilegt að Ieiðrétta. Daggjaldakerfið hefur sýnt ýmsa ókosti þann tíma sem það hefur verið notað, frá 1. janúar 1969. Helzti ókosturinn við kerfið sjálft hefur verið sá, að við fækk- un legudaga, sem orðið getur af ýmsum ástæðum svo sem skorti á starfsfólki, hafa tekjur lækkað, en mun meira en sparast við fækkun- ina. Annað sem telja má ókost er, að halli sem verður vegna vanætlað- ra daggjalda er greiddur með sér- stöku daggjaldi næsta ár á eftir og dreifist á 6—8 mánuði. Aðaiókosturinn er ekki fólginn í kerfinu sjálfu, heldur framkvæmd þess, og þar með þeim mönnum sem taka eiga ákvörðun um dag- gjöldin. Akvarðanir þeirra hafa einfaldlega verið óraunhæfar, byggðar á óskhyggju um það, hvað þjónustan ætti að kosta. Ef þessu væri breytt mætti vel lifa við daggjaldakerfið þrátt fyrir gallana. En nú á að breyta yfir í fasta fjárlagagreiðslur. Ég vil taka það fram, að engin skrifleg uppsögn hefur komið til Landakotsspítala á þeim samningi sem í gildi er á milli Trygginga- stofnunar ríkisins og spítalans. Munnleg boð hafa hins vegar farið á milli og fjárlagafrumvarp- ið talar sínu máli um að heilbrigð- isráðuneytið hyggst gera nýjan samning við spítalann um greiðsl- ur fyrir þjónustu hans. En hvert er markmið með breytingu frá daggjaldakerfi yfir á fast framlag á fjárlögum? Hvað vinnst? Svo undarlegt sem það kann að virðast, hefur ekkert verið rætt um það í þeim umræðum, sem undanfarið hafa farið fram um breytingu á aðferð þess opinbera við að greiða fyrir þjónustu heil- brigðisstofnana. Af hálfu heilbrigðisráðuneytis- ins hefur ekkert komið fram um markmiðin, en látið hefur verið að því liggja, að sparnaður í rekstri væri efstur á blaði. Hefur þá farið fram einhver könnun á því hvort af breytingunni leiði sparnaður? „Hvert er markmiðið með breytingu frá daggjaldakerfí yfír á fast framlag á fjárlög- um? Hvað vinnst? — Svo undarlegt sem það kann að virðast hefur ekkert verið rætt um það í umræðum, sem undanfarið hafa farið fram um um breytingu á aðferð þess opinbera við að greiða fyrir þjónustu heilbrigðis- stofnana.“ Enginn samanburður hefur ver- ið gerður á rekstri daggjaldastofn- ana á þessum tíma við Landspítal- ann. í ræðu sem Svavar Gestsson heilbrigðisráðherra flutti á Heil- brigðisþingi í október 1980 sagði hann m.a.: „Ég vil kannski víkja aðeins að þessu nánar með daggjöld og bein framlög. Mér finnst ekki aðalat- riði málsins hvað þetta kerfi heit- ir. Ég held að aðalatriðið sé, að við sameinumst um að koma á kerfi, sem annars vegar tryggir góða þjónustu, og hins vegar góða nýt- ingu fjármuna. Mér er nákvæm- lega sama hvort þetta kerfi heitir daggjaldakerfi eða kerfi fastra framlaga. Ég er sammála því, sem sagt hefur verið hér á þessum fundi, að það er algjörlega útilok- að á þessu stigi málsins, að slá því föstu, að eitt kerfi sé miklu verra eða miklu betra en eitthvert ann- að kerfi. Það er ekki hægt vegna þess, að aðstæður í okkar heil- brigðisþjónustu og sjúkrahúsa- kerfi eru svo mismunandi. Það er enginn sem getur fellt í þessum efnum endanlegan dóm á þessu stigi málsins." Þetta er sannarlega rétt. Gera má þó nokkurn saman- burð. Forráðamenn Ríkisspítal- anna hafa tekið upp þá nýbreytni að reikna framleiðslu spítalanna í svokölluðum þjónustueiningum. Ef borin eru saman kostnaður og kostnaðaraukning pr. þjónustu- einingu á Landspítala og Landa- kotsspítala, kemur í ljós, að kostn- aður Landspítala er árið 1981 kr. 956,5 en á Landakoti 764,38. Kostnaður pr. þe. hefur hækkað frá 1978 um 4,5% á Landspítala en hækkað um 4,9% á Landakoti á sama tíma. Þessi mismunur kostnaðar og kostnaðarhækkana er að öllum líkindum í engum tengslum við greiðslukerfið, en sýnir þó a.m.k. að fjárlagakerfið er ekkert betra í þessu sambandi. Þeir sem opinberlega hafa tekið til máls um breytinguna hafa sumir hverjir viljað halda fram kraftaverkamætti fjárlagaaðferð- arinnar. Hún á að lækna betur en nokkur kínalífselexír vandamál, sem eru víðsfjarri áhrifasvæði hennar. En því miður verð ég að segja, að flestar sögur af þessum kraftaverkum eiga sér harla litla stoð í veruleikanum. Sigurður Þórðarson deildar- stjóri, sem sæti á í stjórnarnefnd Ríkisspítalanna lætur hafa eftir sér í Þjóðviljanum 9.—10. okt. sl. þessa staðhæfingu: „í öðru lagi átti daggjaldakerfið að verka í þá átt, að innlagningardagar sjúkl- inga yrðu færri. Þetta hefur því miður ekki gerzt og það er stað- reynd að sjúklingar liggja lengur á daggjaldastofnunum heldur en á Ríkisspítölum." Ekki skal ég svara fyrir áaétlan- ir um verkun daggjaldakerfisins í

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.