Morgunblaðið - 23.10.1982, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 23.10.1982, Blaðsíða 17
unnið mikið og gott starf, því mik- ilsvert er að finna meinið sem fyrst, svo hægt sé að komast fyrir það í tíma. Ég hef heyrt að krabbi í leghálsi hafi farið minnkandi hér á síðari árum og talið er að leitar- stöðin eigi þar stóran hlut að máli, ef til vill er eitthvað að rofa til. En betur má ef duga skal. Fólk verður að fjölmenna í Krabbameinsfélag- ið og styrkja það á alla lund í sókn gegn krabbanum. Það verður að hlýða kallinu þegar leitarstöðin kallar til fólksins, og umfram allt að hlusta þegar nýjungar berast um það, hvað valdi sjúkdóminum og taka það til greina, sem lærðir menn og góðviljaðir segja. Það er of seint að byrgja brunninn, þegar barnið er dottið ofan í hann. Fyrir allmörgum árum hafa vís- indin leitt í ljós að reykingar og óhóf á mörgum sviðum svo sem í óhollu mataræði, neyslu áfengra drykkja, að ég nú ekki tali um eit- ur- eða deyfilyfin valdi oft á tíðum krabba. Því miður hlustar fólk ekki á slíkt, ef það brýtur í bága við lífsvenjur þess og langanir. Þegar minnst er á reykingar við reykingafólk, er venjulega svarið: „Það deyja fleiri úr krabba en þeir sem reykja." Sé ymprað á því við reykingafólkið, að það hætti að reykja er eins og að klappa harðan stein og sama mun vera upp á ten- ingnum, ef talað er við vín- og eit- urlyfjafólk. Menn halda áfram sínum lífsvenjum, púa, þamba og þefa, enda þótt þeir viti, að slíkt býður hættunni heim. í vor fluttu þeir læknarnir dr. med. Snorri Ingimarsson og Sig- urður Björnsson ágæt erindi um helstu meðferð lyfja við krabba- meini og nýjar tilraunir til að lækna sjúkdóminn. Slík fræðslu- erindi ættu að vera vel þegin og mikils virði fyrir allan almenning. Það er ekki langt síðan ég heyrði að síðastliðið ár hefðu hérlendis dáið hátt á annað hundrað manns úr krabba þar sem orsakanna mátti leita til reykinga. Þá fylgdi það sögunni að sífellt færi þessi sjúkdómur í vöxt. A sama ári bættust við á landinu rúmir 600 krabbameinssjúklingar og þar með yfir 600 fjölskyldur, sem áttu þar um sárt að binda, því það er ekki eingöngu sjúklingur- inn sem þjáist, veikindin snerta oft stórar fjölskyldur, sem þjást með hinum sjúku. Sé vandað um við fólk, einkum það yngra, er því venjulega svarað til: „Ég á mig sjálf — eða sjálfur og ræð hvað ég geri.“ En það er bara mesti misskiin- ingur, lífið er ekki svona einfalt, við eigum okkur ekki sjálf. Það fylgir því ábyrgð að lifa, segir skáldið, og það er sannleikur, sem ekki verður umflúinn. öll erum við hlekkir í sömu keðju. Við erum hvort öðru háð og höfum skyldur, ekki eingöngu gagnvart okkur sjálfum og næsta umhverfi, við höfum skyldur við land okkar og þjóð. Það er hægt að tala borg- inmannlega meðan allt leikur í lyndi, en óðar og vanda ber að höndum og hallar undan fæti, er kallað á aðstoð, og ætlast til þess MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. OKTÓBER 1982 17 Hulda Á. Stefánsdóttir „Fólk verður að fjöl- menna í Krabbameinsfé- lagið og styrkja það á alla lund í sókn gegn krabban- um. Það verður að hlýða kallinu þegar leitarstöðin kallar til fólksins, og um- fram allt að hlusta þegar nýjungar berast um það, hvað valdi sjúkdóminum og taka það til greina, sem lærðir menn og góðviljaðir segja. Það er of seint að byrgja brunninn, þegar barnið er dottið ofan í hann.“ að hún sé veitt. Það er svo furðu- legt hve margir lítilsvirða lífið og skyldurnar við það. Loka beinlínis augunum fyrir dásemdum þess. í stað þess virðist fjöldinn allur á flótta frá lífinu. — Birtist þessi flótti í mörgum myndum, svo sem í ofnautn víns og tóbaks, að ég nú ekki tali um öll vímulyfin og alls konar óhóf í lifnaðarháttum. Það er engu líkara en menn sækist eft- ir að gleyma stað og stund, gleyma að þeir eða þær eru litandi ábyrg- ar manneskjur, sem fórna með þessum hætti ekki eingöngu eigin lífi heldur ótal margra annarra og valda þjóðarböli. í þessu sambandi má einnig drepa á skemmdarfýsnina, sem nú veður uppi. Ekkert má vera í friði, meira að segja litlu fallegu blóm- in, sem gróðursett eru á vorin borgarbúum til yndisauka, fá ekki að dafna á sínum stað, heldur eru þau rifin upp með rótum og þeytt í allar áttir. Það virðist viss nautn í því fólgin að farga lífi, í stað þess að hlúa að því. Kveikt er í sinu á vorin, enda þótt ungur trjágróður sé í nánd og fari sömu leið og sin- an, er þá oft á tíðum á skammri stundu eyðilagt margra ára rækt- unarstarf. Víst má deyða fólk, sagði 5 ára drengur, sem hafði lært þann boðskap af sjónvarpinu. Er þetta ekki hræðilegt. Sjálfsagt segið þið, sem lesið þessar línur: Sú er af gamla skólanum. Já, sem betur fer. í gamla skólanum var okkur börnunum kennt m.a. að virða lífið og fjöldinn allur var svo lánsamur að geta tekið undir með sr. Matthíasi í kvæðinu „Móðir mín“ og sagði: „En enginn kenndi mér eins og þú, hið eilífa stóra, kraft og trú, né gaf mér svo guð- legar myndir.“ Börnin í gamla skólanum fögn- uðu fyrsta fíflinum í bæjarsund- inu og sóleyjunni í varpanum. Ekkert var fjær þeim en slíta þau upp. Þau fylgdust með vexti þess- ara yndislegu blóma, fundu bolla eða skálarbrot á haugnum til að skýla þeim, ef hætta var á frost- nótt. Þau vildu hlúa að ungu lífi. Og börnin í gamla skólanum áttu sína drauma. Nú virðist hinn ljúfi þögli draumur vera horfinn, en í stað hans kominn hávaði og læti, og engu líkara en fólk hafi allt á hornum sér. Bendir það til þess, að fólki líður illa. Þá er ég handviss um, að hvergi er betra að vera en á íslandi. Ég er oft að velta því fyrir mér, hvernig standi á því, að við íslend- ingar erum svo vansælir og van- þakklátir, því nú finnst ástæða til að þakka svo ótal margt. Er það ofbeldið? Hér á sjúkrahúsinu er heilbrigðisþjónustan efst í huga mér, og hve þakklát þjóðin má vera fyrir það hve vel hefur miðað áfram í þeim efnum. Skyldi það vera munur, eða þegar barnaveik- in var forðum á Heiði, berklaveik- in í algleymingi, engin úrræði sjá- anleg, hvergi hjálpar að leita. Nú eigum við marga afburða lækna og vel búin sjúkrahús með vel menntuðu starfsliði, þó eflaust sé ýmislegt sem úr megi bæta, með aukinni þekkingu og aðbúnaði. Fólk, sem þess þarfnast, fær að liggja á sjúkrahúsum svo vikum og jafnvel mánuðum skiptir og njóta fullkomnustu þjónustu, meira að segja án endurgjalds. Finnst ykkur þetta ekki stórkost- legt, rennur ykkur ekki til rifja vanþakklæti okkar, og hvað við rækjum illa skyldurnar við þjóð- ina okkar sem veitir okkur öll þessi hlunnindi? Ber okkur ekki að sýna þakklæti, þó ekki væri með öðru móti, en varðveita heilsu okkar í lengstu lög, fyrst og fremst sjálfra okkar vegna og svo þjóðarinnar, sem daglega leggur fram stórfé til heilbrigðisþjón- ustu, svo mörgum blöskrar hvað hægt er að gera hér í fámenninu? — Mönnum vill gleymast að það varðar þjóðarhag að lifa heil- brigðu lífi og stuðla þannig að bættu heilsufari. Tökum nú hönd- um saman og sigrumst á krabba- meininu. Viðtalstími borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík Borgarfulltrúar Sjálfstæöisflokksins veröa til viðtals í Valhöll, Háaleitisbraut 1 á laugardögum frá kl. 10—12. Er þar tekið á móti hvers kyns fyrirspurnum og ábendingum og er öllum borgarbúum boöiö aö notfæra sér viötalstíma þessa. Laugardaginn 23. októbmr varöa til viðtala Magn- ^ús L. Sveinsaon og Jóna Qróa Siguróardóttir. H MM H ÍHPI H H H H H H H H H H H H H H H CATERPILLAR SALA S CajONUSTA Caterpillar, Cat ogfBeru skrásett vörumerki Til sölu og afhendingar strax: Cat. D7G Cat. D7F Cat. D7F Cat. D7F Cat. D6C Cat. D6C Cat. D6C Cat. D6C Cat. D6C Cat. D6B Cat. D5B Cat. D5B Cat. D5 Cat. D4E Cat. D4D Cat. D4D Cat. D4D Cat. D4D Cat. D4D Cat. D3 IH TD 15C IH TD 15B IH TD 15B IH TD 20C IH TD 8C IH TD 8B IH TD 8B árg. ’81 sjálfsk. árg. ’74 sjálfsk. árg. ’71 sjálfsk. árg. ’70 sjálfsk. árg. ’78 sjálfsk. árg. ’77 sjálfsk. árg. ’73 sjálfsk. árg. ’71 sjálfsk. árg. ’65 sjálfsk. árg. ’56 beinsk. árg. ’80 sjálfsk. árg. ’74 sjálfsk. árg. ’71 sjálfsk. árg. ’81 sjálfsk. árg. ’74 sjálfsk. árg. ’74 sjálfsk. árg. ’73 sjálfsk. árg. ’72 sjálfsk. árg. ’68 sjálfsk. árg. ’74 sjálfsk. árg. ’77 sjálfsk. árg. ’74 sjálfsk. árg. ’72 sjálfsk. árg. ’72 sjálfsk. árg. ’77 sjálfsk. árg. ’73 sjálfsk. árg. ’75 sjálfsk. HEKLAHF Laugavegi 170-172 Sími 21240 H H H H H H H H H H H H H íí bIlasýning BORGARNESI & AKRANESI Sýnum Isuzu Trooper, Á morgun sunnudag 24/10 A Isuzu Pickup, viö Esso stööina Borgarnesi kl. 10 til 13 GM II ISUZU OPEL og Opel bifreidar. og á Akratorgi Akranesi kl. 14 til18. VÉIADEILD SAMBANDSINS Armúla 3 Reykjavík Sími38900 im—^^m^^^^^mmmmmmmmm^mmmmm^mm^^mmmmmmmmm^^mmmmmmmmmm^^^mmmmmmmmmmi^mmmmmmmmKmami^mmmmmmm

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.