Morgunblaðið - 23.10.1982, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 23.10.1982, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. OKTÓBER 1982 43 >UI Sími7M00 Frumsýnir stórmyndina Atlantic City «ar»iw___iwaja a Atlantic City var útnetnd fyrir 5 I óskarsverðlaun í marz sl. og I hefur hlotiö 6 Golden Globe I verðlaun. Myndin er talin vera I sú albesta sem Burt Lancaster I hetur leikið í enda fer hann á | kostum í þessari mynd. Aðal- hlutv : Burt Lancaster. Susan | Sarandon, Michel Piccoli. Leikstjóri: Louis Malle Bönnuö innan 12 éra. Sýnd kl. 3, 5, 7, 9 og 11. Félagarnir frá Max-Bar (The Guys from Max's Bar) Aðalhlv : John Savage (Deerl Hunter), David Morse, Diana I Scarwind. Leikstjóri: Bichard| Donner (Superman, Omen). Sýnd kl. 3, 5.05, 7.10, 9.10 og 11.15. Hvernig á aö sigra veröbólguna Sýnd kl. 3, 5 og 9. Dauöaskipiö (Deathship) Þeir sem lifa þaö af aö bjarg- ast úr draugaksipinu, eru bet- ur staddir aö vera dauðir. I Frábær hrollvekja. Aðalhlv.: George Kennedy, Richard | Crenna. Bönnuð innan 16 ára. Sýnd kl. 7 og 11. Porkys ■boert gmriii| np Ton'll bcglad Toncimc! Sýnd kl. 3, 5, 7 og 9. The Exterminator (Gereyöandinn) Sýnd kl. 11. Bönnuð innan 16 ára. Being There sýnd kl. 5 og 9. (8. sýníngarmánuður) | Allar með isl. texta. ■ Donald Sutherland og Mary Tyler Moore, í hlutverki foreldranna. Redford leikstýrir Tim Hutton. En um þessar mundir fer sá síðarnefndi með titilhlutverkið í myndinni DANIEL, sem byggð er á hinni kunnu bók E.L. Doctorovs, The Book of Daniel. Fjölskylda undir álagi Kvíkmyndír Sæbjöm Valdimarsson IIÁSKÓLABÍÓ: VENJULEGT FÓLK („Ordinary People“) Leikstjóri: Kobcrt Redford. Hand- rit: Alvin Sargent, byggt á sam- nefndri skáldsögu Judith Guest. Tónlist: Marvin Hamlisch. Banda- rísk, gerð 1980 af Paramount Pic- tures. Innviðir Jarrett-fjölskyldunn- ar eru að bresta. Yngri sonurinn, Conrad, er nýkominn heim af geðsjúkrahúsi eftir að hafa lent í þeirri ægilegu lífsreynslu að horfa á bróður sinn drukkna fyrir augunum á sér án þess að fá nokkuð að gert. Eftir mis- heppnaða sjálfsmorðstilraun, sem fylgdi í kjölfarið, reynir Conrad að ná fótfestu í lífinu á nýjan leik, en það gengur brösu- lega. Hann ásakar sig í sífellu hvernig fór og gerist æ einrænni. Faðir hans (Donald Suther- land) reynir að koma Conrad til hjálpar, m.a. með því að fá sál- fræðing til aðstoðar, en móðirin (Mary Tyler Moore) er köld og ákveðin og á erfitt með að kyngja því að nokkur vandamál sé að finna innan sinnar fjöl- skyldu. Þessi einlæga og tilfinninga- næma fyrsta mynd Roberts Red- fords sem leikstjóra, fjallar sem sagt um efni sem allir þekkja — samband fjölskyldumeðlima, hvernig þeir reyna að ná saman þegar virkilega á reynir, hvernig sumir brotna en aðrir þroskast. Þá kemur í ljós að sumir hafa ekkert til að gefa, eru eingöngu þiggjendur. Handritið er senni- legt og skynsamlegt, væmnis- laust og varfærnislega er farið með brothætt efnið. Það er fín- lega dregið saman í dramatískan hápunkt — fjölskylduuppgjör sem er sársaukafullt en eðlilegt eftir aðstæðum. Redford hefur greinilega gott lag á leikurum. Timothy Hutton, sonur Jim heitins Huttons, sem skokkaði með Cary Grant á sjöunda áratugnum í myndinni WALK, DON’T RUN, veldur erf- iðu hlutverki Conrads, tjáir van- mátt hans gegn umhverfinu á eftirminnilegan hátt. Mary Tyl- er Morre fer með vanþakklátt hlutverk húsmóður sem í sið- vendni sinni, sjálfselsku og tján- ingarskorti, stingur höfðinu í sandinn. Moore gerir þessa óað- laðandi persónu ljóslifandi fyrir augum okkar. Að mínu áliti er það samt Sutherland sem gerir best. Hann sannar að hann er einn besti skapgerðarleikari vestanhafs með yfirveguðum, hægum leik. Án sjáanlegrar fyrirhafnar breytist hann úr allt að því rolu- legu góðmenni sem öllu jánkar í ákveðinn heimilisföður sem að lokum tekur af skarið og heldur því sem hann getur. Áður hefur verið fjallað um handrit Sargents og þá eru allir tæknilegir þættir í anda mynd- arinnar, vandaðir. VENJULEGT FÓLK fékk Oscarsverðlaunin sem besta mynd ársins 1980, Redford hlaut þau fyrir leikstjórn, Hutton fyrir bestan leik karlmanns í aukahlutverki og Sargent fyrir handritið. VENJULEGT FÓLK á erindi til flestra. Mannlegur boðskapur hennar minnir að vissu leyti á predikun víðsýns nútímakenni- manns. Þú skalt ekki girnast... Leikstjórn og handrit: Lawrence Kasdan. Kvikmyndataka: Richard H. Kline. Tónlist: John Barry. Að- alhlutverk: William Hurt, Kath- leen Turner, Richard Crenna, Ted Danson, J.A. Preston, Mickey Kourke. Bandarísk, framleidd af The Ladd Company 1981. Dreifing: Warner Bros. BODY HEAT - BLÓÐHITI, dregur óneitanlega dám af þeim myndum sem fyrst sáu dagsins ljós á fimmta áratugnum og kallaðar eru á fagmáli film noir — „svartar myndir". Hér er höfðað til efnis og boðskapar myndanna sem fjalla gjarnan um drungalega veröld glæpa, svika og spillingar. Og persón- urnar eru ámóta; ótryggar, sjálfselskar, falskar og tilfinn- ingasnauðar. Dæmigerðar fyrir þennan stíl eru m.a. myndir frá fimmta áratugnum: THE MA- TESE FALCON, THE BIG SLEEP, SUNSET BOULE- VARD, THE LADY FROM SHANGHAI og síðast en ekki síst DOUBLE INDEMNITY, sem byggð er á einni bestu skáldsögu James M. Cain. Á síðari árum hefur lítið borið á hinni dökku kvikmynd, þó má geta THE LATE SHOW, DIRTY HARRY og CHINATOWN. Og núna, uppá síðkastið, endurgerð- ar THE POSTMAN ALWAYS RINGS TWICE og BUTTER- FLY, sem sýnd er þessa dagana í Regnboganum. Lawrence Kasdan, leikstióri og handritshöfundur BLOÐ- HITA, hefur valið þetta dökk- málaða efni sem viðfangsefni í frumraun sinni sem leikstjóri. En Kasdan er vel kunnur hand- ritshöfundur margra nýlegra metaðsóknarmynda eins og STAR WARS-myndanna og RAIDERS OF THE LOST ARK. Hér er hann víðsfjarri sjarm- erandi veröld ævintýramynd- anna, fjallar um hildarleik slæmra tilfinninga. William Hurt er kvensamur annars flokks lögfræðingur í Miami, sem af tilviljun (?) kynnist ögr- andi eiginkonu forríks pen- ingamanns. Með þeim takast ástir góðar og ekki líður á löngu uns skötuhjúin fara að brugga þeim kokkálaða banaráð. Er eiginmanninum hefur verið rutt úr vegi gerast ýmsir óvænt- ir hlutir sem ekki voru á áætlun Hurts og eftir því sem grasið grænkar umhverfis Turner þá þrengist að Hurt ... Kasdan er lipur og oft bráð- snjall penni og „plottið" í BLÓÐHITA er illkvittnislega kænskulegt. Sem leikstjóri er hann ekki síðri: skapar mollulegt andrúmsloft losta og svika, þokudrungað og rakt. Ófélegar manngerðirnar reknar áram af slæmum hvötum, græðgi, eigin- hagsmunasemi, hatri og spill- ingu auk óbeislaðrar löngunar í forboðið hold. Flókinn söguþráðurinn vefst aldrei fyrir áhorfandanum, Kasdan varast að hverfa of langt frá meginþræðinum í hliðar- skrefunum. Hann dregur upp nokkuð skýrar persónur og William Hurt sannar hér enn einu sinni að hann er ein bjart- asta vonin þeirra vestra, í slím- ugu hlutverki kvennabósans lögfræðingsnefnunnar sem féll snöruna. Kathleen Turner, sem éj minnist ekki úr öðrum myndum er snoppufríð og með rennilegai skrokk en skortir dýpt til ai skapa þá femme fatal sem leik konur eins og Barbara Stanwycl og Lauren Bacall gerðu fræga ; fimmta áratugnum. Aukahlut verk eru vel mönnuð, einkum e Mickey Rourke trúverðugur sen smábófinn, vinur Hurts. Tónlist Barrys og myndatak: Klines, eiga ríkan þátt í að skap; það ágætisverk sem þetta fyrstí leikstjórnarverkefni Kasdai reynist vera. Það verður spenn andi að fylgjast með framhald inu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.