Morgunblaðið - 23.10.1982, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. OKTÓBER 1982
11
Svipmyndir
frá Raufarhöfti
SÍLD barst til Raufarhafnar i haust i fyrsta skipti í 15 ár og hafa
verið saltaðar þar hátt í eitt þúsund tunnur. Síldin var söltuð hjá
saltfiskverkun Fiskavíkur, en á meðan á törninni stóð tók Jökull
við fiski af bátum í viðskiptum hjá Fiskavík. Það var ekki að spyrja
að því, að uppi varð fó.tur og fit er síldin barst til Raufarhafnar og
miðaldra konur upplifðu rómantísk sílaráranna á ný.
Helgi Ólafsson, fréttaritari Morgunblaðsins á Raufarhöfn, tók
meðfylgandi myndir fyrir nokkru og sýna þessar svipmyndir
mannslífsbrot frá staðnum þessar haustvikur.
Haraldur Guðmundsson svíður hausa.
Kópur fri Raufarhöfn við bryggju, en báturinn var á reknetum.
Þorgrímur Þorsteinsson og Karl Guðmundsson vinna Saltað af kapi hjá Fiskavík.
við að einangra þak á lýsishúsi verksmiðjunnar á Rauf-
arhöfn.
Svava Stefánsdóttir, söngkona með meiru, dreif sig i síldina og bregður hér hnífnum af leikni. f baksýn er ein, sem
greinilega langar i slaginn, Stella Þorláksdóttir.
SÍÐASTLIÐIÐ vor brautskráðust 6 tannlKknar frá tannlæknadeild Háskóla
íslands, sem síðar var boðið i heimsókn til Dentaliu hf., sem er Innkaupa-
samband tannlækna. Kynnti fyrirtækið hinum ungu tannlæknum hinar ýmsu
vörunýjungar, sem tannlæknum er boðið upp á. Myndin er tekin við heim-
sókn ungu tannlæknanna. Frá vinstri eru: Arni Þórðarson, Viðar Konráös-
son, Kngilbert Snorrason, Sigríður Sverrisdóttir, Sigfús Haraldsson og Rolf
Erik Hansson.