Morgunblaðið - 23.10.1982, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 23.10.1982, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. OKTÓBER 1982 Minning: Margrét Valdimars dóttir Gaulverjabœ Fædd 26. apríl 1921 Dáin 13. október 1982 .Jesús er mér í minni, mig á hans vald ég gcf, hvorl ég er úli eAa inni, ein.s þá ég vaki og .sef, hann er mín hjálp og hrey.sti, hann er mitl rétta líf, honum af hjarta ég Irey.sti hann mýkir dauAans kif." Tilvitnað vers trúarskáldsins mikla kýs ég að gera að yfirskrift fátæklegra minningarorða um mágkonu mína, Margréti Valdi- marsdóttur, húsfreyju í Gaul- verjabæ, en hún lést í Landspítal- anum hinn 13. október sl., eftir harðar sviptingar við dauðans vald. Utför hennar fer fram frá Gaulverjabæjarkirkju í dag. 1 júnímánuði sl. kenndi hún sér meins er leiddi til þess að hún gekkst undir skurðaðgerð á höfði. Kunnátta lækna, vit og kærleikur hjúkrunarfólks megnaði ekki að stemma þar stigu við. Dómurinn mikli, sem enginn áfrýjar, var fallinn. Hugdjörf, trúuð og kær- leiksrík til ástvina sinna, vina og hjúkrunarfólksins, gekk hún mót örlögum sínum rétt eins og hún hafði í heilbrigðu lífi sínu gengið að verkum hins daglega lífs. Guð gaf henni styrk, líka í kvöl sinni. Líf Margrétar var heilsteypt og fagurt. An fordóma, án tilætlunar um sérstakt sér til handa, án ofmetnaðar af því mikla trausti er sveitungarnir báru til heimilis hennar, vann hún störfin í gegn um árin. Hennar ánægja var mest þegar hún fann að hún og hennar nánustu unnu störfin, hvers eðlis sem voru, af fyrirhyggju, hagsýni og góðvild. Hún var ræktunar- manneskja í þess orðs víðu merkingu. Hún hlúði af einstakri einlægni að sérhverju ungviði sem greri og óx. Blómin voru vinir hennar og hún ræktaði þau og þau breiddu faðm sinn móti henni. Margrét var fædd 26. apríl 1921 að Brunahvammi í Vonafirði. For- eldrar hennar voru hjónin Valdi- mar Jóhannesson og Guðfinna Þorsteinsdóttir, skáldkonan Erla, er síðar bjuggu að Teigi um ára- tugaskeið. Systkinin í Teigi voru níu og er Margrét þriðja af þeim, er nú hafa kvatt þennan heim. Rannveig systir hennar fórst af slysförum á unga aldri og Þor- steinn bróðir hennar lést fyrir nokkrum árum, einnig á besta aldri. Margrét ólst upp í foreldrahús- um við mikinn kærleik og inn- prentun alls þess besta, er skyn- samir og djúpt hugsandi foreldrar rækta með börnum sínum. Hún tók þátt í hinni algengu vinnu á bernsku- og æskuheimili sínu, en fór á æskuárum sínum á vit fjöl- mennisins og tók þátt í ýmsum þjónustustörfum er buðust. Þá sótti hún nám í Húsmæðraskóla Reykjavíkur, en eftir það lagði hún leið sína austur yfir fjallið og sinnti um tíma verslunarstörfum hjá Kaupfélagi Árnesinga á Sel- fossi. Þar kynntist hún eftirlifandi eiginmanni sínum, Guðjóni Sig- urðssyni frá Seljatungu, en hann var þá bifreiðastjóri hjá Mjólk- urbúi Flóamanna. Þau voru gefin saman í hjónaband að Holti undir Eyjafjöllum hinn 26. júní 1948, á afmælisdegi móður hennar. Margrét og Guðjón settu þá bú sitt í Seljatungu og bjuggu þar í tvö ár, er þau fluttu að Selfossi og bjuggu þar í fimm ár. Hugur þeirra stóð þó jafnan til þess að takast á við viðfangsefni landbún- aðarins og því fluttu þau frá Sel- fossi að Vegatungu í Biskupstung- um og bjuggu þar í eitt ár. Eftir það verða mikil þáttaskil í lífi þeirra því árið 1955 flytja þau að Gaulverjabæ. Með þessari ákvörðun færðust hin ungu hjón vissulega mikið í fang því Gaulverjabær er kirkju- staður og því höfuðstaður sveitar- innar, svo að það eitt bauð upp á að vel væri að verki staðið inni og úti. Hér brást heldur ekki neitt. Með einstökum myndarbrag endur- byggðu þau staðinn, í ræktun, að húsakosti og fagurri umgengni. Hlutverki húsfreyjunnar sinnti Margrét af dæmafáum myndar- skap, þar sem saman fór elskuleg framkoma og gestrisni, sem ekki átti margar hliðstæður. En það voru ekki eingöngu þeir, sem inn að hennar borði komu, sem nutu velvilja hennar og elsku. í fjölda ára var Margrét hinn daglegi vörslumaður símstöðvar- innar, sem um áratugaskeið var í Gaulverjabæ. Það var erilssamt og bindandi starf. Aldrei brást þjónustan við þann, sem bak við heyrnartólið var og ófáum vanda- málum margra leysti hún úr með sérstakri lipurð og úrræðasemi. Margrét og Guðjón eignuðust fjögur börn og eru þau: Haukur, búfræðingur og nú starfsmaður í verksmiðju Reykjalundar, kvænt- ur Jóhönnu Baldursdóttur. Þau eiga tvo drengi og eina stúlku, Erla Sigríður, lauk verslunar- skólaprófi, vinnur nú skrifstofu- störf, Pétur Valdimar, lauk'stúd- entsprófi sl. vor, vinnur nú við byggingastörf. Margrét var börnum sinum mikil móðir, umhyggjusöm og nærgætin. Hún var í öllu mikil af sjálfri sér. Greind vel, hógvær og kurteis i framkomu. Einörð vel í skoðunum um þá hluti, sem hún tók afstöðu til, en lét aldrei svo sem hún ein sæti með hina réttu lausn mála. Styrk hefir hún staðið við hlið eiginmanns síns í marg- slungnu starfi forystumanns sveitarfélagsins. Henni eru færðar þakkir allra sveitunganna. í nafni Gaulverjabæjarsóknar skulu í minningu hennar þakkir færðar fyrir ekki einasta mikið starf að söngmálum kirkjunnar, heldur einnig og ekki síður fyrir reisn hennar og háttprýði á kirkjustaðnum. Oendanlegt um- burðarlyndi hvenær sem að garði hennar bar beiðni og kvabb um eitt og annað sem málefnum kirkjunnar viðkom. Héðan frá Seijatungu streyma þakkir í minningu hennar. Henni skal þakkað sambýlið sem á sér í minningunni allra fagra fleti. Henni er þökkuð góðvildin, hin hýra gamansemi og hin óendan- lega trú hennar á hið góða í fari hvers einstaklings. Guðjóni og fjölskyldunni allri vottum við einlæga samúð okkar. Gunnar Sigurðsson Margrét Valdimarsdóttir, hús- . freyja í Gaulverjabæ, er látin langt um aldur fram. Þar er geng- in kona, sem bar með sér á sér- stæðan hátt höfðingsskap og reisn. Hún var kona, sem gott var að vera með og gott að þekkja. Eg hef fáu fólki kynnst, sem jafn auð- velt var að bera virðingu fyrir og henni. Yfirveguð kona, umhyggju- söm og fórnfús. Þegar hún er kvödd, sendum við hjónin Guðjóni og fjölskyldu hans innilegar kveðjur. Margrét stjórnaði húsi í Gaul- verjabæ, þar sem verið hefur miðstöð sveitar og kirkjulífs um aldaraðir. I sögunni er ljómi um þann stað, og ekki er vafi á, að hann er einn af þeim, þar sem hvað dyggilegast var staðinn vörð- ur um íslenska menningu oggóðar dyggðir. Þeir, sem setjast að á sögufrægum stöðum, axla mikla ábyrgð. Þar er alltaf mikils kraf- ist, ef einhvers er krafist á annað borð, og andlegt líf grotnar ekki niður. En það vita allir, sem til þekkja, að Margrét og Guðjón í Gaulverjabæ hafa borið þá ábyrgð myndarlega. Þar hefur sannarlega verið miðstöð sveitar í margföld- um skilningi. Margt fólk hefur komið þar í alls konar erindum á skrifstofu oddvitans, á kirkjustað- inn, af gleðilegu tilefni eða sorg- legu. Og alltaf var heimili hjón- anna opnað til þess að greiða götu fólks sem mest og best og ekki í það horft þótt það fylgdi, að nokk- uð þyrfti að leggja á sig. Mér eru margar myndir í huga, þar sem þau hjón mættu málum af nær- færnum skilningi og gerðu öllum auðvelt að koma til staðarins og eiga þar góðar stundir. Þar fóru margir ríkari af fundi eftir að hafa talað við Margréti, sem í öll- um tilvikum var jafn stillt og hafði góð áhrif á umhverfi sitt. I Gaulverjabæjarhreppi er góð samstaða fólks og þar njóta sveit- ungarnir þess að vera saman. Þeg- ar þannig tekst til í einhverri sveit er það aldrei einum að þakka, því þar verða margir að leggja fram sinn skerf. Mín skoðun er sú, að hlutur Margrétar í Gaulverjabæ hafi ekki verið minnstur þar. Hún var félagsmanneskja, starfaði af áhuga, var bæði létt og fjörug og ekki síður sú kjölfesta, sem ekki er hægt að vera án. Hún bar þess mörg merki að vera alin upp á menningarheimili, var vel að sér í mörgu. Mér gleym- ast ekki stundirnar mörgu yfir kaffibolla í Gaulverjabæ eftir embættisgjörðir þar. Það verður ekki ofsagt að það hafi verið menntandi að koma þar og það gaf til kynna að staðurinn héldi vissu- lega enn fullri reisn. En þar var líka gott að geta talað við þau hjón um sveitina, finna alltaf jákvæða afstöðu til allra, næman skilning- og þekkingu á mannlegu lífi. Fyrir þær stundir verð ég alltaf þakklát- ur. Þegar Margrét er kvödd hefðum við mörg viljað hafa hana lengur. Þar verður ekki um spurt. En sá Drottinn, sem Margrét þekkti vel og þjónaði í kyrrð, hefur lofað því, að leiða til góðs það, sem mennirn- ir skilja ekki. I trausti til orða hans mætum við öllu í þakklæti, vitandi að Jesús Kristur hefur sigrað dauðann. Þökk sé fyrir líf og starf Margrétar Valdimars- dóttur. Valgeir Ástráðsson „Ljóh ber i rökkurvegu, rökkur ber á Ijósvegu. Líf ber (il dauda Of dauAi lil lífs.“ (|,orst Vald.) Það ríkir mikil eftirvænting og spenna í brjósti mínu þar sem ég 8 ára gamall sit í flutningabíl á leið í sveit til frænku minnar og frænda í Gaulverjabæ. Flutninga- bíllinn hefur endastöð á hlaðinu. Þegar þangað er komið er margt fólk mætt til að reka erindi við bílstjórann eða fá sér far á Selfoss eða til Reykjavíkur og á meðan beðið var hafa margir þegið góð- gerðir hjá húsráðendum. Mér er tekið opnum örmum og hefur Gréta, frænka mín, orð á því hve ég sé nú grár og gugginn, ég verði nú að vera duglegur við að borða og vera úti. Þegar ég hef tekið haf- urtask mitt og komið því upp í baðstofu er mér borin blessuð sveitamjólkin og annað góðgæti. En þá er ekki til setunnar boðið eftir að ég hef flutt kveðjur for- eldra minna og sagt helstu fréttir sem 8 ára drengur geymir í minni, fer út í leik og störf með frænd- systkinum mínum. Segja má að Gaulverjabær hafi verið mitt annað heimili því sem barn og unglingur dvaldi ég þar einhvern tíma á hverju ári og fannst mér ég sem eitt af börnum Grétu og Guðjóns enda var hún móðursystir mín og hann föður- bróðir. Ótal leiftur liðins tíma fljúga mér nú fyrir hugskotssjón- um 25 árum síðar er ég stend á þeim vegamótum að kveðja Grétu, frænku mína, hinstu kveðju fyrir aldur fram. Margrét Valdimarsdóttir var eitt af 9 „Teigsbörnum" sem Þor- steinn bróðir hennar nefndi svo í einu kvæða sinna. Hún fæddist að Rrunahvammi í Vopnafirði 26. apríl 1921 en fluttist ung með for- eldrum sínum, Pétri Valdimar Jó- hannessyni bónda og Guðfinnu Þorsteinsdóttur (Erlu) skáldkonu, að Teigi í Vopnafirði þar sem hún ólst upp til fullorðinsára. Bjuggu Valdimar og Guðfinna börnum sínum orðlagt myndar- og menn- ingarheimili sem var börnum þeirra gott veganesti út á lífs- brautina. Ljóð og stökur voru mik- ið um hönd hafðar og höfðu öll börnin gott vit á kveðskap þó Þorstein bæri þar hæst. Á 16. af- mælisdegi Margrétar orti Guð- finna, móðir hennar, eftirfarandi vísu til hennar: llorfi þér all( (il heilla' á ári nýju. Iljarta þi(t fylli saklaus æsku(;leói. \ orhug þér glæói veórin mildu, hlýju. Víósýnió efli (áp í þínu geði. Ilvar>e(na (ærir, hjartir heilsuhrunnar hjoóast þér úti' i skauti náttúrunnar. Laugaóu hug þinn lofts í tærum hárum. Ljósþrá og göfgi vaxi þér meó árum. Enda þótt Margréti entist ekki lengur aldur þá buðust henni bjartir heilsubrunnar i skauti náttúrunnar og hún laugaði hug sinn í tærum bárum lofts. Um tvítugt fór Margrét suður á land og settist í Húsmæðraskóla Reykjavíkur og lauk hún námi þaðan. Árið 1948 giftist hún Guð- jóni Sigurðssyni frá Seljatungu í Gaulverjabæjarhreppi. Eignuðust þau 4 börn, Hauk, kvæntan Jó- hönnu Baldursdóttur, Rannveigu Ágústu, gifta Ólafi Árnasyni, Erlu Sigríði og Pétur Valdimar. Árið 1955 fluttust þau í Gaulverjabæ þar sem þau stóðu fyrir myndar- búskap. I Gaulverjabæ var oft gest- kvæmt enda staðurinn höfuðból sveitarinnar, kirkjustaður og lengst af símstöð eða allt þar til sjálfvirkur sími kom í sveitina. Ég minnist þess að ávallt þegar guðs- þjónustur voru haldnar var prest- urinn skrýddur í austurstofu og eftir messu komu sveitungarnir inn í eldhús og þáðu góðgerðir og urðu þá oft fjörugar umræður. Allt þótti þetta sjálfsagt og eðli- legur hluti messuhalds. Margrét var hrein og bein í viðskiptum og sagði það sem henni bjó í brjósti enda vann hún fljótt hylli sveitunga sinna. Hnyttin til- svör hennar eða athugasemdir hrundu oft af stað hiátursbylgjum enda hafði hún gott auga fyrir því. spaugilega í umhverfinu. Hún* hafði góða söngrödd og tók alltaf þátt í kórstarfi kirkjunnar í Gaulverjabæ. Ég heimsótti Grétu og Guðjón síðast i júní í sumar. Ég gekk þess ekki dulinn þá að Gréta var ekki heil heilsu enda þótt hún léti á engu bera. Hún var ekki fyrir það að kvarta. Það kom því ekki eins og þruma er ég frétti að hún væri mikið veik. Læknismeðferð gaf þó góða von í fyrstu að hún sigraðist á sjúkdómi sínum, en enginn ræð- ur sínum næturstað og tæpum 4 mánuðum eftir að sjúkdómur hennar var greindur var Margrét öll. Nú við fráfall Margrétar vil ég færa henni og fjölskyldunni í Gaulverjabæ ástarþakkir fyrir allt sem fyrir mig var gert. Ég og fjölskylda mín biðjum alföður að styrkja Guðjón og börn þeirra í þeirra þungu sorg. Jafnframt biðj- um við algóðan Guð að blessa minningu Margrétar. Trausti Blaðið Vera hef- ur göngu sína NÝTT blað, Vera, hefur hafið göngu sina á vegum Kvennaframboðsins í Keykjavík. Kr ætlunin að það komi út 9 sinnum á ári. Hér er um að ræða kvennablað, og mun efni þess ákvarðast af áhuga- og baráttumálum kvenna og taka mið af viðhorfum þeirra, eins og stendur í fréttatilkynningu um blaðið. Þar segir ennfremur að vonast sé til að Vera geti orðið langþráður vettvangur kvenna á sviði íslenskrar fjölmiðlunar. Jafnframt þessu verður Vera málgagn Kvennaframboðsins í borgarstjórn Reykjavíkur. En þó er stefnt að því að blaðið höfði til sem flestra kvenna. I þeim til- gangi verður því dreift um allt land. í fyrsta tölublaði þess er m.a. smásaga eftir Svövu Jakobsdóttur, viðtal við þrjár húsmæður, fréttir úr starfi Kvennaframboðs í borg- arstjórn, og grein undir heitinu Frá þolanda til geranda — Konur og tónlistariðnaðurinn eftir Aagot. V. Óskarsdóttur, ljóð og fleira. Aðstandendur blaðsins Veru.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.