Morgunblaðið - 23.10.1982, Blaðsíða 34
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. OKTÓBER 1982
I>órir S. (iudbergsson
Ár aldraðra XVII
1
Hver er réttur lífeyrisþega?
Alltaf eru þeir ótal margir
sem vita ekki eða hafa ekki
kannað rétt þann sem þeir eiga
hjá Tryggingastofnun ríkisins.
Þá kemur einnig í ljós, að
margir gera sér ekki grein
fyrir því, að engar greiðslur
eða bætur frá stofnuninni
koma af sjálfu sér. Það þarf að
sækja um bætur á sérstökum
eyðublöðum hverju sinni.
Upplýsingaþjónusta Trygg-
ingastofnunar ríkisins hefur
verið með ágætum síðustu ár
og bætir hér verulega úr skák
aíbæklingar sem víða liggja
frammi á stofnunum, veita
greinargóðar upplýsingar. Þó
er það svo, að margt aldrað
fólk hefur sig ekki upp í að lesa
„reglur" eða „greinargerðir"
eins og það orðar það stundum
í eyru undirritaðs.
Hér skal því lögð rík áhersla á
að kannað sé á hverjum stað
hvaða möguleikar séu fyrir
hendi á bótum frá Trygginga-
stofnun og hvaða skilyrði þarf að
uppfylla til þess að rétturinn nái
fram að ganga.
Það er meira að segja svo, að
þegar viðkomandi aðili verður
67 ára, þá fær hann ekki
sjálfkrafa ellilífeyri. Einfald-
lega vegna þess að til eru regl-
ur um frestun á töku lífeyris
fram til 72ja ára aldurs og
hækkar þá upphæðin á hverju
ári fram til þess tíma.
Verða nú raktar helstu bæt-
ur lífeyrisþega 67 ára og eldri
og fólk eindregið hvatt til þess
að snúa sér til Tryggingastofn-
unarinnar eða umboða hennar
úti á landi, ef það óskar eftir
nánari upplýsingum.
Einnig getur fólk snúið sér
til félagsmálastofnana þar
sem þær eru starfandi og
heilsugæslustöðva, ef umboð
Tryggingastofnunar er ekki á
staðnum eða í nágrenni.
1. Allir sem orðnir
eru 67 ára
og hafa átt lögheimili hér
á landi, a.m.k. í 3 almanaksár
á aldrinum 16—67 ára, geta
sótt um ellilífeyri og er hann
alltaf jafn hjá öllum og óháður
öðrum tekjum. Lífeyrir hjóna
sem bæði taka lífeyri er 90%
af lífeyri tveggja einstaklinga.
Margir spyrja hvers vegna
hjón fái ekki jafn mikið og
tveir einstaklingar? Hvers
eiga þau að gjalda? Er ekki
jafn dýrt að lifa fyrir þau eins
og tvo einstaklinga? Þá er því
til að svara, að þegar um hjón
eða sambýlisaðila er að ræða,
skiptist svo mikill kostnaður á
þá báða, eins og t.d. húsa-
leiga/ fasteignagjöld, afnota-
gjald af síma og sjónvarpi,
rafmagn, upphitun o.s.frv.
Þannig fengju tveir ein-
staklingar samtals kr. 4.000, ef
lífeyrir væri kr. 2.000, en hjón
fengju þá 90% af þessari upp-
hæð, eða kr. 3.600.
Þá er einnig heimilt að fresta
töku lífeyris, og hækkar þá
upphæðin með hverju ári sem
líður fram að 72ja ára aldri. Ef
sá deyr, sem frestað hefur töku
lífeyris, á eftirlifandi maki
rétt á þeirri hækkun að honum
látnum, þegar hann byrjar
töku lífeyris.
Stundum eru menn í fullri
vinnu við 67 ára aldur og hafa
ekki ástæðu til að taka lífeyri
sinn strax frá Tryggingastofn-
un ríkisins og því talin ástæða
til að veita fólki þennan mögu-
leika í þeirri hækkun sem því
fylgir að fresta þessari töku.
Hins vegar er það svo alltaf
álitamál hverju sinni, hvort
kæmi sér betur fjárhagslega
fyrir viðkomandi lífeyrisþega,
að taka lífeyri strax og setja
peninga á vaxtaaukareikning
eða verðtryggða reikninga,
fremur en að fresta töku líf-
eyris í svo miklu verðbólgu-
landi sem við lifum í.
Margir aldnir hafa reynt að
spara og spara gegnum tíðina.
Sumir þekkja lítið á banka-
kerfi og vaxtamál, en vilja
gjarna leggja eitthvað til hlið-
ar sem unnt sé að grípa til ef
illa árar. Fáir eða engir hafa
farið jafnilla í allri verðbólg-
unni og aldnir, og við mynt-
breytingu hefði verið nauðsyn-
legt að hafa sérstaka ráðgjaf-
arþjónustu fyrir fólk sem átti
erfitt með að átta sig á þessari
breytingu. Enn kemur fólk til
undirritaðs sem hefur mjög
tákmarkaðan skilning á verð-
gildi krónunnar og segir
gjarna þegar um peningamál
er að ræða: „Æ, ég læt þig
bara um þetta allt. Þú veist
miklu betur en ég hvort seðl-
arnir eiga að vera bláir eða
rauðir."
En eins og áður hefur verið
vikið að, þá eru ekki allir jafn
illa eða jafn vel á vegi staddir.
Sumum vegnar vel í lífsbarátt-
unni, öðrum miður. Vandinn er
að gleyma aldrei þeim sem á
einn eða annan hátt verða út-
undan.
Eitt í lokin: Þegar sótt er um
lífeyri, þarf fæðingarvottorð að
fylgja með.
2. Tekjutryggingu
getur sá notið sem hefur
engar aðrar tekjur en lífeyri
frá Tryggingastofnuninni.
Hafi viðkomandi hins vegar
tekjur úr lífeyrissjóði, leigu-
tekjur og/ eða aðrar tekjur,
skerðist tekjutrygging að
ákveðinni upphæð.
Rétt er að kynna sér þessar
reglur nánar, þar sem margir
halda að hafi þeir einhverjar
tekjur úr lífeyrissjóði, t.d. um
1.000 kr. á mánuði, þá eigi þeir
engan rétt á tekjutryggingu
frá Tryggingastofnun. Þetta er
hins vegar ekki rétt. Sá hinn
sami getur sótt um tekjutrygg-
ingu og skerðist hún þá sem
nemur vissri upphæð og í
ákveðnu hlutfalli eftir nánari
reglum Tryggingastofnunar —
og þá fær viðkomandi hluta
tekj utryggingar.
Hér gilda sömu reglur um
hjónalífeyri eins og áður og
sjálfsagt að kynna sér til hlít-
ar allar reglur sem lúta að
tryggingamálum.
Eins og í öðrum málum geta
ættingjar og vinir komið að
góðum notum, ef um „flóknar"
upplýsingar er að ræða og
sjálfsagt að leita til þeirra að-
ila sem annars eiga að gefa
greinargóð svör og leiðbein-
ingar.
Ef sótt er um tekjutryggingu,
skal Ijósrit af skattskýrslu fylgja
með.
Vernd — Virkni — Vellídan
Minning:
Páll Sigurðsson
á Kröggólfsstöðum
Fæddur 5. október 1905
Dáinn 13. október 1982
I dag verður jarðsettur að
Kotströnd í Ölfushreppi Páll Sig-
urðsson, bóndi á Kröggólfsstöðum,
en hann lést í Landspítalanum
þann 13. þ.m., eftir stutta legu.
Páll fæddist 3. október 1905 á
Hólum í Hjaltadal. Foreldrar
hans voru frú Þóra Sigurðardóttir
og Sigurður Sigurðsson skóla-
stjóri. Systkini Páls, sem upp
komust, voru þrjú og var hann
næstelstur. Elst var Helga skóla-
stjóri Húsmæðrakennaraskóla Is-
lands, síðan Ragna kaupkona í
Reykjavík og síðar húsmóðir á
Þórustöðum í Ölfusi og yngstur og
sá eini eftir á lífi er Ingimar garð-
yrkjubóndi í Fagrahvammi.
Faðir Páls, Sigurður búnaðar-
málastjóri, var skólastjóri á Hól-
um í Hjaltadal 1902—20. Hann
var framsýnn og kraftmikill leið-
togi og í tölu „fremstu braut-
ryðjenda á sviði landbúnaðarins
hér á landi fyrr og síðar". Móðir
Páls var hugljúf húsmóðir sem
byggði upp gott og fallegt heimili,
bæði á Hólum og hér í Búnaðarfé-
lagshúsinu við Lækjargötu. Henni
var auðvelt að stýra slíku heimili
þó erilsamt væri. Jafnframt tók
hún mikinn þátt í því sem efst var
á baugi hverju sinni. Hún sýndi
gestum þá hlýju sem allir mátu og
margir muna enn, þó langt sé síð-
an Þóra dó — en hún lést 1937.
I þessu gestrisna myndar- og
skólaheimili á Hólum í Hjaltadal
ólst Páll upp í glaðværum systk-
inahópi. Þau mótuðust af þeim
lífsviðhorfum og þeirri framsýni
sem áhrif hafa á svo marga sem
þar dvöldu um lengri eða skemmri
tíma.
Ungur að árum fór Páll að fást
við plægingar með hestum í
Skagafirði. Kom þá.enn betur í
ljós en áður hve laginn og nær-
gætinn hestamaður hann var.
Fljótlega fer hann suður og fer
þar að stunda traktorsplægingar,
gerðist þá ráðsmaður á Korp-
úlfsstöðum, en fer upp úr því að
fást við akstur og var orðinn rútu-
bílstjóri 1930 — sá fyrsti eða einn
af þeim allra fyrstu — á leiðinni
Reykjavík — Akureyri. í mörg ár
ók Páll sem rútustjóri fyrir
Kristján Kristjánsson á BSA.
Hafði Kristján oft orð á því við
undirritaðan, hve óvenjulgur
starfsmaður Páll hefði verið. Kom
hann sér alls staðar vel, var nær-
gætinn fyrirgreiðslumaður og
hæfileikamikill bifreiðastjóri.
Eftir að Páll hóf akstur varð
hann fljótlega einskonar frá-
sagnapersóna sem margir dáðu
mjög. Kom þar margt til, m.a.
hæfni hans sem bílstjóri, en bílar
voru þá sjaldséðir víða um land.
Vegir voru þá slæmir og vegleysur
þær, sem farnar voru á litlum og
aflvana rútum, erfiðar, og flestar
ár voru óbrúaðar. Kunnugleiki
Páls á landinu var með ólíkindum.
Hann þekkti hvern bæ á leiðinni
og mjög margir ábúendur urðu
vinir hans. En umfram allt var
það hjálpsemi hans og vilji til að
leysa úr hvers manns vanda sem
menn mátu. Margir báðu hann
fyrir hin ólíklegustu erindi og
m^rgir urðu pakkarnir og pinkl-
arnir sem Páll í gegn um árin
skildi eftir við óteljandi heim-
keyrslur á norðurleiðinni.
I stríðslokin hættir Páll við
fólksflutninga og gerist hótel-
stjóri í Fornahvammi. Hann var
þá farinn að stunda hestamennsku
í frístundum sínum og honum
fannst rétt að leggja aksturinn á
hilluna og taka sér meiri tíma í
hestamennskuna. Að vísu var
hann í þjóðbraut fólksflutn-
inganna norður og hjá honum
stoppuðu rúturnar í báðum leið-
um. Á veturna, þegar færð var erf-
ið, kom það oft í hlut Páls að að-
stoða fólk og bíla á Holtavörðu-
heiðinni. Hafði . hann til þess
kraftmikla trukka og góða snjó-
bíla og veitti ekki af því oft var sú
barátta löng og erfið. Nutu þess
margir hve hjálpsamur og úr-
ræðagóður Páll var við ótrúlega
erfiðar aðstæður.
í Fornahvammi kom Páll sér
upp góðu fjárbúi og góðum hest-
um. I hesthúsið komu mörg góð
hestefni, sem urðu í höndum Páls
að snjöllum gæðingum. Páll átti
eðlilega sína skörunga í Forna-
hvammi, sem flestir eldri hesta-
menn muna. Margir þeirra voru
brúnir, viljaháir, gangmiklir og
mjög áberandi í reið.
Á þessum árum fer Páll að taka
að sér hestaferðalög. Sá sem þetta
ritar fór fyrst í ferðalag með Páli
1955 og þá norður Kjöl, í 10 daga
ferð. I mörg ár ferðaðist ég og
minn vinahópur með honum um
margar öræfaslóðir. Endurminn-
ingar mínar frá þessum árum eru
mér kærar. Oft dáist ég að því hve
vel það lét Páli að stjórna og ráða
öllu sem hann vildi ráða, án þess
að á bæri. Þessi hæfileiki hans var
mjög óvenjulegur og maður furð-
aði sig oft á, hve ótrúlega mikla
stjórnunarhæfileika hann hafði.
Samofið þessum hæfileika hafði
hann góða lund sem var gleðigjafi,
og mest og best kom í ljós þegar
við ferðafélagarnir vorum þreyttir
eftir erfiðan dag. Þá gat Páll á
auðveldan hátt komið öllum í gott
skap með skemmtilegum og
skondnum svörum og vingjarnlegu
stríðnisbrosi. Páll hafði mikla
nærgætni til að bera og nutu
hennar bæði ferðafélagar hans,
tvífættir og ferfættir. Á ferðalög-
um var hann fyrirhafnarlaust sí
og æ með hvikulum augum að líta
yfir lausu hestana sem á undan
fóru. Að lokinni dagsferð strauk
hann um framfætur kláranna og
bar á þá, sem þess þurftu með,
lýsisblandað spritt, það var hans
„elexír".
Eftir margra ára dvöl í Forna-
hvammi fer Páll norður í Varma-
hlíð en þar rak hann hótel og
greiðasölu í nokkur ár. Fljótlega
fékk hann orð fyrir mikla fyrir-
greiðslu og til hans komu margir
gestir. Margir þeirra tengdust
hestamennsku og fljótlega varð
Varmahlíð miðstöð góðhesta.
Þangað leituðu menn ef þá vantaði
góðan hest eða gott efni. Páll
þekkti víða til, ferðaðist mikið,
hafði næmt auga og átti marga
vini í hópi hestamanna.
Á þessum Varmahlíðarárum
sótti Páll sér konu. Hann valdi sér
eina af dætrunum sjö frá Merki-
gili. 10. mars 1961 kvæntist Páll
Sigurbjörgu Jóhannesdóttur. Um
vorið fluttu þau heim að Hólum í
Hjaltadal, þar sem Páll gerðist
ráðsmaður hjá Gunnari Bjarna-
syni sem þá tók við skólastjórn.
Dvöl Páls varð skemmri á Hólum
en hann hafði ætlað. Þaðan flutt-
ist hann suður að Kröggólfsstöð-
um í Ölfusi, en þar áttu tvö systk-
ini hans heima. Þar eignuðust þau
Páll og Sigurbjörg fallegt og vina-
legt heimili. Nutu þess margir að
líta þar inn og njóta vináttu og
gestrisni hjónanna. Tvær mynd-
arlegar dætur voru nú fæddar og
gæddu þær heimilið gleði og hvell-
um hlátri æskunnar. Þær eru
Monika Sjöfn sem er yngri og
Helga Ragna stúdent og nú nemi í
Garðyrkjuskóla ríkisins. Hún er
lofuð Helga Eggertssyni búfræði-
kandídat.
Á Kröggólfsstöðum hélt Páll
hesta eins og áður og voru þar oft
þekkt hross í mörgum stíum.
Reykjabrúnka og Hörður frá
Kolkuósi voru Hklega þau sem
þekktust voru af kynbótahrossum
Kröggólfsstaðaheimilisins. Hörð-
ur stóð númer eitt sem kynbóta-
hestur á Landbúnaðarsýningunni
í Reykjavík 1968 og fannst Páli
mjög vænt um þá viðurkenningu.
Á Kröggólfsstaðaárum sínum hóf