Morgunblaðið - 23.10.1982, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 23.10.1982, Blaðsíða 26
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. OKTÓBER 1982 „Lærir að þekkja sjálfan sig betur“ Rætt við 4. árs nema í Leiklistarskóla íslands — Nemendaleikhúsið Leikhópur Nemendaleikhússins, isamt leikstjóra og leikmyndasmiö. Neðri röð frá vinstri: Edda Heiðrún Backman, Kristján Franklín Magnús, Sigur- jóna Sverrisdóttir, Vilborg Halldórsdóttir. Efri röð: Pekka Ojamaa, María Sigurðardóttir, Helgi Bjarnason, Ritva Siikala og Eyþór Arnason. Nemendalcikhúsið svonefnt er síð- asti námsáfanginn hjá leiklistarnem- um í Leiklistarskóla íslands, áður en þeir útskrifast sem fullgildir leikar- ar. I’á eiga þeir að haki þriggja ára nám í leiklist við Leiklistarskólann og á fjórða árinu og því síðasta í námi þeirra, æfa þau og setja upp leikverk fyrir almenning, undir stjórn reyndra manna sem til þess veljast. Alls verða það þrjú verk sem Nemendaleikhúsið mun setja upp í vetur og nú um þessar mundir er það fyrsta þeirra einmitt að koma upp og verða sennilega hafnar sýningar á því, þegar þetta kemur fyrir sjónir almennings. Þetta er leikritið „Prestsfólkið", eftir finnsku skáldkonuna Minnu Canth. Það er finnskur leikstjóri, Ritva Siikala, sem leikstýrir verkinu og hefur hún verið fengin hingað sérstaklega, ásamt þeim sem gerir leikmyndina, Pekka Ojamaa, sem einnig er finnskur, til þessa verks með styrk frá Nor- rænu leiklistarnefndini. Að þessu sinni eru það sjö leik- listarnemar sem eru á fjórða námsári i Leiklistarskóla Íslands og mynda nemendaleikhúsið. Þeir eru: Edda Heiðrún Backman, Ey- þór Árnason, Helgi Björnsson, María Sigurðardóttir, Kristján Franklín Magnús, Sigurjóna Sverrisdóttir og Vilborg Hall- dórsdóttir. Ekkja meö sjö börn. Morgunblaðið var statt uppi í Lindarbæ þegar mjög var farið að líða á æfingar verksins og fylgdist með þegar leikstjóri fór yfir það með leikendunum, eftir æfingu sem verið hafði um morguninn. Þegar tækifæri gafst voru leiklist- arnemarnir teknir tali og spurðir um verkið. „Verkið er um manneskjur. Það er dramatískt og að ýmsu leyti sorglegt og segir frá því hvernig hið hefðbundna fjölskyldumunst- ur getur sligað manneskjuna. Verkið er sígilt, en þegar við fyrst lásum það þótti sumum okkar það dálítið gamaldags. Það kom hins vegar fljótlega í ljós, að það á í raun og veru mikið erindi við sam- tímann. Þetta er klassískt leikrit og það er ótrúlegt hvað það tekur mikið fyrir efni sem efst er á baugi í dag, því það er skrifað fyrir hundrað árum. Enda þótti verkið mjög byltingarsinnað á sín- um tíma en leikritum eftir þessa skáldkonu var bæði breytt, svo þau þættu hæf til sýninga og einn- ig bönnuð. Hún hefur verið langt á undan sinni samtíð að ýmsu leyti. Þá fékk hún einnig að kenna á erf- iðleikum, því að hún varð ung ekkja með sjö börn. Ritva Siikala hefur gert leik- gerð, þar sem hún leggur áherslu á önnur atriði og tekur út aðra hluti í leikritinu, en gert hefur verið hingað til og það er okkar reynsla að þetta sé mjög gott kennsluverk- efni og Ritva hefur einmitt lagt áherslu á það í vinnu sinni hér með okkur að við lærðum á þessu, enda höfum við lært margt. Það er líka kostur að í þessu verkefni eru hlutverk fyrir sjö manns, svo að hvert okkar um sig hefur bara eitt hlutverk að vinna að, hitt hefði verið erfiðara", sögðu þau. Ljósmynd Mbl. Kristján Einarsson. Æfing morgunsins rædd og athugasemdir gerðar. Lítur allt öðrum augum á lífið. Er þetta fyrsta „alvöru“-verkið sem þið leikið í? „Við settum upp barnaleikritið „Finnur karlinn, Kisan og Sepp- inn“ í fyrra með Stefáni Baldurs- syni og sýndum fyrir börn af dag- heimiium og leikskólum borgar- innar og einnig yngstu deildir barnaskólanna. Þá lékum við útvarpsleikritið „Að leiðarlokum“, sem Þórhallur Sigurðsson leik- stýrði og með honum unnum við svo ljóðadagskrá úr ljóðum eftir Halldór Laxness, sem við fluttum í Norræna húsinu síðastliðið vor. Sá þáttur námsins í skólanum að sýna opinberlega, byrjar sem sé Hvernig er að vera við nám í leiklist? „Það er erfitt, en skemmtilegt og mjög auðgandi. Það veldur því eflaust að maður fær fljótt hrukk- ur, en það eru þá fallegar hrukkur. Maður lítur allt öðrum augum á lífið eftir en áður, þegar maður er búin að stunda þetta nám í fjögur ár, og álit okkar á leikhúsinu hef- ur breytst töluvert frá því að við sóttum um inngöngu í skólann, enda vitum við nú að sjálfsögðu miklu meira. Þetta er mjög krefj- andi vinna, en maður fær mikið til baka fyrir það sem maður leggur af mörkum. Maður öðlast nýja sýn á lífið, sem maður hafði ekki áður og lærir að þekkja sjálfan sig bet- ur en maður gerði. Það eru mikil forréttindi, að geta verið að læra fag sem veitir manni svona margt og við vonum að við getum gefið áhorfendum okkar eitthvað af því, í vetur og í framtíðinni". Eitthvað að lokum? „Já, við viljum bara hvetja alla til þess að láta verða af því að koma og sjá sýninguna, því það er svo oft sem fólk ætlar í leikhús en áttar sig ekki fyrir en það er orðið of seint og sýningum er hætt. Við teljum að þessi sýning eigi virki- legt erindi til allra", sögðu þau að lokum. smám saman á 3. árinu og 4. árið samanstendur eingöngu af æfing- um á leikritum, sem sýnd verða opinberlega". Vilborg Halldórsdóttir i einu atriða leikritsins. „Sú list sem er köiluð leik- ur, er endursköpun lífsinsa Rætt við finnska leikstjórann Ritva Siikala Ritva Siikala hefur verið fengin til að leikstýra „Prestsfólkinu", fyrsta verkefni Nemendaleikhúss- ins i vetur. Hún er finnsk, sem og leikmyndasmiðurinn Pekka Ojamaa. Morgunblaðið ræddi við hana, þegar tækifæri gafst og spurði fyrst hvernig vinnan að verkinu hefði gengið með hinum ungu leikurum. Rangt að tala um niðurstöðu. „Samvinnan hefur gengið vel og þetta hefur verið athyglis- verður tími. Þetta hefur verið mikil og erfið yinna og það er rangt að tala um niðurstöðu af henni, eins og hægt sé að mæla hana á einhverjum ákveðnum punkti, það er ekki hægt að sjá fyrir endann á þessu, þetta held- ur áfram og er í stöðugri þróun og árangurinn þarf ekki að koma fram fyrr en löngu seinna. En ég hef séð miklar framfarir eiga sér stað, það gleður mig vissulega og ég held að þessir ungu leikarar hafi mikla möguleika á að hasla sér völl í íslensku leikhúsi. Ann- ars er það auðvitað þannig, að þó að fólk sé að ljúka námi, þá á það mikið ólært, maður er allt lífið að læra eitthvað nýtt. Ég get sagt það fyrir sjálfa mig, sem hef verið 15 ár í leikhúsinu, að mér finnst ég fyrst hafa verið að læra mikið undanfarin þrjú ár. Annars er aðeins eitt svar til við þinni spurningu: „Komdu og sjáðu og dæmdu fyrir sjálfan þig““. Ég veit ekki hvað þú hefur haft mikil tækifæri til að kynna þér íslenskt leikhúslíf, en mig langar til að spyrja, hvernig það kemur þér fyrir sjónir og þá kannski í samanburði við finnskt? Að lýsa lífinu í gegnum leikarann. „Ég var hér síðastliðinn vetur í þrjár vikur með námskeið á vegum Þjóðleikhússins og þá hafði ég nokkurn tíma til að kynna mér það sem var að ger- ast, en nú hef ég verið að vinna eins og þræll og hef því ekki get- að séð mikið, svo að ég veit ekki hvort sú mynd sem ég hef af leiklistarlífinu, er rétt eða ekki. Á hinn bóginn finnst mér að það þurfi að byggja meiri dýnamík á leikaranum, til þess að lýsa líf- inu. Það sem ég á við er að leik- ararnir séu notaðir á anr.an hátt, að meiri áhersla sé lögð á leikarann og lífinu sé lýst í gegn- um hann, að leikverkið miði meira að samskiptum milli fólks og það sem ég sakna stundum hjá ykkur er einhvers konar al- vara og heiðarleiki í því að nálg- ast persónuna. Ég hef hins vegar séð marga virkilega góða leikara hér og það er eitt sem þið hafið alveg tvímælalaust, en okkur skortir í Finnlandi og það er sú mikla gróska, sem er í leikritun hér á landi og það er mjög já- kvæður hlutur. Annars er erfitt að segja eitthvað ákveðið, því til þess að gott leikhúslíf blómstri, þurfa svo margir þættir að vera í góðu lagi og leggjast á eitt. Það sem mér finnst skorta, er að það hafi verið hugsað nægilega djúpt um manninn/persónuna, að hann fái að njóta sín eins og vert er. Ég veit ekki hver er grunnurinn að þessu og ef ég hef rangt fyrir mér, þá er ég vissulega ánægð með það“. Óvenjuleg sviössetning. Hvað getur þú sagt okkur um þetta leikrit sem þú setur upp hér? „Það er skrifað árið 1891 af finnskri konu, sem er ein af bestu leikritaskáldum Finn- lands. Þetta var hugrökk kona, sem ég virði mjög mikils. Leik- ritið er undir miklum áhrifum frá Ibsen. Þetta er raunsæisverk sem fjallar um borgaralega fjöl- skyldu og það hversu miklu iliu er hægt að koma til leiðar í nafni Ljósmynd Mbl. Kristján Einarsson. Ritva Siikala fjölskyldunnar. Þungamiðja verksins er föðurvaldið og til- raunir barnanna til þess að berj- ast gegn og komast undan því. Annars er engu svarað, heldur er varpað fram spurningum um þetta efni í leikritinu. Við byggj- um sviðið að áhorfendum og reynum að vera í nánum tengsl- um við þá þegar við leikum verkið, en höfum ekki leikarana í einu horninu og áhorfendurna í hinu. En það sem við miðuðum við í uppsetningu verksins, ég og leikmyndasmiðurinn Pekka Ojamaa, voru þeir möguleikar sem þetta húsnæði bauð upp á og þær takmarkanir sem það hefur og við reyndum og reyndum að gera þetta allt saman á sem nú- timalegastan hátt“. Á hvað hefur þú lagt áherslu í vinnu þinni með leikurunum? „Það sem ég hef reynt að leggja áherslu á, er að þroska nemendurna og gera þeim fært að vera eins skapandi einstakl- ingar og þeir hafa möguleika til. Áherslan hefur verið á leikurun- um og ég hef reynt að hjálpa þeim til að finna leiðina að eigin persónuleika, sem ég tel fyrir leikara, forsendu þess að ná til áheyrenda. Ef leikari leikur með eigin persónuleika getur hann náð beint til hjarta áheyrenda og ég hef reynt að sýna þeim að sú list sem er kölluð leikur er endursköpun lífsins. Ég hef mjög góðar tilfinningar til þessa verks, það hafa allir lagt sig fram. Árangurinn af þessari vinnu getur komið mörg- um mánuðum síðar, en hann get- ur líka sýnt sig nú. í öllu falli vona ég að verkið og sú vinna sem við höfum lagt í það, nái til áhorfenda, en það er engin vissa fyrir því og verður mjög spenn- andi að sjá hvernig verkinu verður tekið. Ég hef verið hér á landi í þrjá mánuði með alla fjölskyldu mína og hef fallið fyrir landinu og þjóðinni og það sama gildir um fjölskylduna. Þetta hefur verið mjög áhrifamikil reynsla og ég veit að það er klisja að segja það, því ég hef svo oft heyrt það endurtekið, að ég sé ekki eini Finninn sem á auðvelt með að ná sambandi við íslendinga. Ég veit ekki á hverju það byggist, en það er staðreynd engu að síður", sagði Ritva Siikala að lokum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.