Morgunblaðið - 23.10.1982, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 23.10.1982, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. OKTÓBER 1982 39 fólk í fréttum Dagbók Marilyn + Hin umtalaöa dagbók Marilyn Monroe er komin í leitirnar eftir 20 ár. Það er leikarinn Ted Jordan, sem kveöst hafa hana undir höndum og hafi haft hana í skríni nokkru i Manchester í Ohio frá 1962. Dagbók þessi á aö hafa aö geyma sannanir fyrir þvi að Marilyn hafi verið drepin af CIA, en ekki látist af of stórum skammti svefnlyfja eins og áður var talið. i sumar kom síöan fram á sjónarsviöið leyni- lögreglumaðurinn Milo Speriglio sem segist hafa sannanir fyrir því að hún hafi veriö myrt. i þessari dagbók á samkvæmt upplýsingum leyni- lögreglumannsins að koma fram að hún hafi vitaö um fyrirhugaða tilraun CIA til að myrða Fidel Castro og hafi hún fengið þær upplýsingar frá þáverandi dómsmálaráöherra Bandaríkjanna, Robert Kenn- edy, sem var mikill vinur leikkonunnar. í skríninu þar sem leikarinn Ted Jordan geymir dagbókina er einnig að finna hálsmen þar sem er mynd af honum sem ungum manni og leikkonunni honum við hlið, en hann birti þessar heimildir sínar á fimmtudag í síðastliðinni viku í Columbus í Ohio. Cary Grant skýrir frá + Lítið hefur heyrst um Cary Grant að undanförnu, enda aldurinn farinn að færast yfir, þó hann sé lítiö farinn aö láta á sjá. Hann er nú 78 ára aö aldri og segir það töfraráð til aö halda sér ungum aö snúa ávallt bakinu í sólina og anda djúpt ... og einnig sé það liður í því að halda sér í formi aö gera ekkert annað en það sem skemmtilegt sé. Á þessari mynd er hann ásamt fimmtu eiginkonu sinni, Barböru. Díana setti hnefann í borðið ... + Díana prinsessa af Wales mun taka son sinn William prins af Wales með í opinbera heimsókn til Ástralíu, Nýja Sjálands og Kan- ada næsta vor, samkvæmt fréttum úr bresk- um blöðum. Prinsinn mun því veröa aöeins tíu mánaöa gamall er hann fer í sína fyrstu opin- beru ferð með foreldrum sínum, en sam- kvæmt þessum sömu fregnum mun Díana hafa sett hnefann í boröið er þess var vænst aö hún skildi soninn eftir heima öryggis- ástæðum. Því þrátt fyrir að ekki séu til nein lög um slíka hluti, er þaö gömul hefö aö arf- taki þess sem næstur er krúnunni feröast aldrei samhliða honum um loftin blá. William prins mun því veröa yngsta kon- ungborna mmanneskja sem farið hefur í opinbera ferð erlendis — og þar aö auki í sama farkosti og foreldrar hans. Blaöafregnir herma að Díana hafi sagt konunglegum ráð- gjöfum er feröina skipuleggja aö annaöhvort færi sonurinn með, eða hún yrði eftir heima... Talið er aö ferð þessi hefjist snemma í apríl með þriggja vikna ferö um Ástralíu, og síðan munu þau feröast í tvær vikur um Nýja Sjá- land. Síðan munu þau hjón snúa tll Bretlands um nokkurn tíma áöur en haldið veröur til Kanada í júlí í aöra opinbera heimsókn. + Leikarinn Ted Jordan réttir hér fram hilsmen það er hann segir að hafi verið eign Marilyn og hann hefur varðveitt ásamt dagbók hennar í tuttugu ár. Opið til klukkan 4 í dag ^_______ KJÖTMIÐSTÖÐIN taugalaek 1. s. 86511 Blaöburóarfólk óskast! Austurbær Lindargata 39—63. Laugavegur 1—33. Karabísk kynning á Esjubergi Við bjóðum þér á frábsera ferðakynningu og skemmtun tileinkaða ferðum til Puerto Rico og Jómfrúrevja í Karabískahafinu. j _// - -yár U \ VA Laugardagskvöldið 23/10 og sunnudagshádegið 24/10. Á boðstólum eru Ijúffengir réttir að hætti Jómfrúreyja: Karabískt túnfiskssalat Suðræn sælkerasteik Kókoshnetuís Og auðvitað fá bömin sinn hamborgara ókeypis. Hljómsveitin „Starlights" frá Jómfrúreyjum, leikur fyrir matargesti. Kvikmyndir frá Karabískahafinu i „videóinu'

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.