Morgunblaðið - 23.10.1982, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 23.10.1982, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. OKTÓBER 1982 Lentu samtímis Tvær ('oncorde-þótur, önnur frá British Airways og hin frá Air France, lentu samtimis á Orlando-flugvéllí í Florida í Bandaríkjunum sl. mánudag. Flugvélarnar lentu samtimis til þess aö auglýsa sýningu i Lake Buena Vista, þar í nágrenninu. Elizabeth Taylor: Höfðar mál á hendur sjónvarpstöðinni ABC New Vork, 22. október. AF. ELIZABETH Taylor höfðaði í gær mál á hendur bandarískri sjónvarpsstöð, þar sem hún fór fram á það við dómstóla að þeir komi í veg fyrir upptökur á mynd, sem sé augljóslega byggð á lífi hennar sjálfrar. „Ferill minn er í veði... og ég er reið,“ sagði Elizabeth Taylor, en Tom Mackin, dagskrárgerðar- stjóri sjónvarpsstöðvarinnar, hafði ekkert um málið að segja. Hann neitaði einnig að tjá sig um það hvort sjónvarpsstöðin hefði haft einhvern svona þátt í hyggju. í málshöfðunarskjölum segir að sjónvarpsstöðin ABC hafi í hyggju að taka upp mynd, byggða á ævi leikkonunnar, sem eigi annað hvort að bera nafnið „Saga Eliza- beth Taylor" eða „Liz“. Lögfræðingar leikkonunnar segja að ráðin hafi verið leikkona sem greinilega líkist Elizabeth Taylor, en í því sambandi sagði hún sjálf: „Engri, með að leika mig, það.“ sem kæmi til myndi takast Er rétta persónan loks- ins komin í leitirnar? — Bandaríkjamaðurinn Charles hefur sýnt einkenni 27 persóna haviona Itoarh. Hórída, 22. október. AF. RÉTT EINS og blöð trjánna falla á haustin hafa hvorki fleiri né færri en 27 persónuleikar skotið upp kollinum Charles. Hann fannst ringlaður á þvæl- ingi um verslunarmiðstöð í febrú- ar síðastliðnum. Það voru sjúkra- flutningsmenn sem tóku hann upp í bíl sinn og töldu hann vera fatl- aðan þar sem hann hagaði sér ein- kennilega. Sagðist hann fyrst heita Eric, en síðan breytti hann nafni sínu i Charles. Frá því í febrúar hafa átta skýrmótaðar persónur komið fram í Charles og margar aðrar óljós- ari. Malcolm Graham, aðstoðar- maður mannfræðirannsóknar- stöðvarinnar í Daytona hefur stjórnað rannsókninni á honum frá upphafi. Upphaflega voru það tvær per- sónur sem hétu Eric. Önnur var barn og hin kaupsýslumaður. Því næst kom Mark upp á yfirborðið, geðillur maður mjög. Hinn spænskumælandi Pete kom þar á eftir og Cye var á kafi í trúar- dulspeki. Philip ræddi ekkert nema lögfræðileg atriði enda voru öll lagaleg mál hópsins í hans um- sjá. Max var bókasafnsfræðingur sem talaði þýsku og átti það til að skipta um persónueinkenni er hann sagði: „Þar féll ein bókin úr hillunni." Kvenpersónur skutu einnig upp kollinum. María var húsmóðir á miðjum aldri og ennfremur komu hinum þrítuga Eric, sem nú er kallaður hin kynæsandi Tina og Rakel hin lesbíska við sögu. Þegar Charles fannst þann 9. febrúar var hann strákurinn Eric á rölti að baki verslun einni. Hann bar ekki nein persónuskilríki og sagði lögreglunni, að stjúpfaðir hans, sem stundaði eiturlyfja- viðskipti, hefði skilið sig eftir um- komulausan. „Sú saga var svo sannfærandi og þótti svo líkleg, að allir trúðu henni," sagði Graham. Kvöld eitt var Graham kallaður á mann- fræðirannsóknarstöðina. í stað þess að hitta þar fyrir hinn unga Eric eins og hann bjóst við var þar kominn maður er nefndi sig J.K., fullur hræsni og hinn ósamvinnu- þýðasti. Viku síðar „framdi J.K. sjálfs- morð“ með því að svelgja einn bjór og í hans stað var komin önnur persóna, sem líður yfir um leið og hún bragðar áfengi. Kunningi Charles fann hann hálf-meðvit- undarlausan í íbúð hans og lét flytja hann á Halifax-sjúkrahúsið í Daytona Beach. Á gjörgæsludeildinni gaf Charl- es loks upp raunverulegt nafn sitt og með aðstoð bróður hans í Texas var hægt að hafa upp á foreldrum hans. Vondi stúpfaðirinn, sem stundaði eiturlyfjasöluna, átti sér enga stoð í raunveruleikanum. Charles skýrði frá því að hann væri kominn af miðstéttarfólki og hefði verði fyrirliði sundliðsins og íþróttaritstjóri skólablaðsins í gagnfræðaskólanum, þar sem hann stundaði nám. Hann fékk taugaáfall á lokaári sínu í skóla er honum mistókst að sannfæra vinstúlku sína um að láta eyða fóstri, að því er segir í nýjasta hefti Time. „Ég hef liðið vítiskvalir," segir Charles í viðtali við tímaritið. „Eg undrast mest, að ég skyldi ekki missa vitglóruna." Charles býr nú einn síns liðs. Hann er talinn fær um að sjá um sín mál sjálfur og KJF Charles... eða einhver hinna 27 persóna sem í honum búa. hefur fallist á að saga hans verði birt. Sálfræðingur hefur hins vegar látið í ljósi efasemdir um að hinn núverandi Charles sé hin eina rétta persóna hans. Aðrar persón- ur skjóta upp kollinum í honum alltaf af og til. 1200 ára biblíublað fannst í Dorset London, AF. FUNDIZT hefur blað úr biblíu frá 8. öld í Dorset í Suður- Englandi, sem er metin á rösklega 100 þúsund sterl- ingspund. Blaðið var vafið utan um varning í húsi sem brezki menningarverðmætasjóðurinn festi kaup á vegna sögulegs gildis þess. Hlutverk sjóðsins er auk þess að festa kaup á gömlum húsum sem hafa sögu- legt eða menningarlegt gildi, bjarga munum og bókum frá glötun o.fl. Sagnfræðingurinn, John Fuggles, ráðgjafi sjóðsins kvaðst hafa verið að kanna gamlan skjalabúnka, þegar hann rakst á þetta blað. Hann sagði að þetta væri hinn merkasti fundur og væri án efa eitt elzta biblíublað sem skrif- að hefði verið á Englandi. Fuggles sagði að blaðið væri úr einni af þremur biblíum sem hefðu verið skráðar í klaustr- unum í Jarrow og Wearmouth á árunum milli 690—716. Ein þessara þriggja biblía er óskemmd í Flórens, en úr hin- um tveimur hafa aðeins 12 blöð fundist. Viðræður Kínverja og Sovétmanna strönduðu Neituðu að náða þá hershöfðingja — sem gerðu uppreisn er Alsír fékk sjálfstæöi París, 22. október. AF. ÞINGMENN jafnaðarmanna á franska þjóðþinginu snerust gegn stjórn Francois Mitterand forseta í dag með því að greiða atkvæði gegn náðun þeirra hershöfðingja, sem gerðu uppreisn er Alsír var veitt sjálfstæði fyrir 20 árum. Þetta var i fyrsta sinn frá því að Mitterand var kjörinn forseti í maí 1981, að þeir 263 þingmenn jafnaðarmanna, sem á þingi sitja, snúast gegn frönsku ríkisstjórninni í atkvæðagreiðslu. Þjóðþingið samþykkti hins vegar með miklum meirihluta frumvarp um náðun, sem var eitt af loforðum Mitterands í kosningabaráttunni, en felldi eindregið samkvæmt framan- sögðu að náða „hershöfðingja, sem tóku til vopna gegn lýðveld- inu“. Lægra settir foringjar í hernum, sem þátt tóku í upp- reisninni á sínum tíma, voru hins vegar náðaðir nú. Fjórir franskir hershöfðingjar stóðu að uppreisnaraðgerðum er Alsír var veitt sjálfstæði skömmu eftir 1960. Þeir hlutu ailir mismunandi langa fangels- isdóma, en voru þó látnir lausir, áður en þeir höfðu afplánað þá. Tveir þeirra eru nú dánir. Hefðu þessir hershöfðingjar verið náðaðir, hefðu þeir — eða ekkjur þeirra — fengið eftirlaun nú fyrir störf í þágu lýðveldisins. Feking, 22. okíóber. AF. FYKSTU lotunni í fundahöldum Kínverja og Sovétmanna um bætta sambúð stórveldanna lauk í Peking í gær og kom það nokkuð á óvart þar sem reiknað var með að fundahöld embættismanna myndu standa út mánuðinn að minnsta kosti. Tals- menn kínversku stjórnarinnar iétu þó hafa eftir sér að næsta lota myndi fara fram í Moskvu en dagsetningin var látin liggja milli hluta. Hinn skyndilegi endir ráðstefnunnar þyk- ir benda til þess að árangur við- ræðna hefði ekki verið sem skyldi. Lmræður landanna um slökun voru vel á veg komnar þegar Sovétmenn sendu her sinn inn í Afganistan í desember 1979, en þá slitnaði upp úr þeim. Árangur fundanna var ekki gerður opinber, en talið er að tals- vert hafi greint á milli. Talið er að sovéska sendinefndin hafi lagt ríka áherslu á að þjóðirnar kæmu sér saman um samvinnu á sviðum vísinda, viðskipta, tækni, mennta og íþrótta svo eitthvað sé nefnt. Kínverjar voru hins vegar taldir ákveðnir að ræða ekkert um slíkt á meðan Sovétmenn væru með fjölmennt herlið á landamærum landanna, í Afganistan og styddu Víetnam með ráðum og dáð. Báðir aðilar voru sammála um að gefa ekki út opinberar yfirlýsingar um viðræðurnar, sögðu aðeins að um þreifingarviðræður hafi verið að ræða. Búist er við samþykktum af einhverju tagi í Moskvu. Erlendir erindrekar lýstu and- rúmsloftinu á fundunum þannig að það hafi verið sérlega hlutlaust, báðir aðilar hefðu hlustað þegj- andi og þolinmóðir hvor á annan. „Þetta verða langir fundir og erf- iðir,“ var haft eftir einum þeirra. Norðmenn ákveðn- ir í að halda hval- veiðum áfram Osló, 22. október, frá Jan Krik Lauré, fréltaritara Mbl. NORÐMENN ÁSKIIJA sér rétt til að vera andvígir samþykkt Alþjóöahval- veiðiraðsins um algert hvalveiðibann. Þessar upplýsingar fékk Morgunblaðið í norska sjávarútvegsráðuneytinu. Önnur skýring á því að norska stjórnin hefur dregið ákvörðun sína er ennfremur sú, að hún vill bíða þar til opinberri heimsókn Ólafs Noregskonungs til Banda- ríkjanna lýkur. Ef það fréttist að Norðmenn ætluðu að halda hval- veiðum áfram, gæti það orsakað öflug mótmæli þar sem konungur- inn fer um. Enn eitt sem spilar inn í er sú staðreynd, að kosningar til öld- ungadeildarinnar í Bandaríkjun- um verða í byrjun nóvember. Vilja Norðmenn ekki að hvalveiðimálin komist í brennidepil og geti e.t.v. orðið baráttumál einstakra þing- manna. Þar með er augljóst, að Norð- menn ætla að halda áfram hval- veiðum. Hins vegar hefur það enn ekki verið endanlega samþykkt í ríkisstjórninni. Fresturinn til að láta í ljósi andmæli gegn ákvörðun Alþjóðahvalveiðiráðsins rennur út þann 4. nóvember nk. Norska stjórnin hefur beðið eins lengi með ákvarðanatöku og hægt er þar sem Bandaríkjamenn hafa hótað að beita þær þjóðir, sem ekki hætta hvalveiðum, efnahags- þvingunum. Nokkrir þingmenn hafa lagt til að Bandaríkjamenn hætti við kaup á öllum fiskafurð- um Norðmanna, haldi þeir áfram hvalveiðum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.