Morgunblaðið - 23.10.1982, Blaðsíða 48
^skriftar-
síminn er 830 33
_ ^uglýsinga-
síminn er 2 24 80
LAUGARDAGUR 23. OKTÓBER 1982
Metár hjá Sölustofnun lagmetis:
Magnaukning um 60% en
verðmætaaukning um 130%
„NU EK orrtift Ijóst ad yfirstandandi ár verður metár í sögu Sölustofnunar
lagmetis. Magnaukning í sölu miðað við sama tíma í fyrra er tæplea 60%
en verðmætaaukning um 130%. Ljóst er að aukningin verður enn meiri
miðað við næstu áramót,“ sagði Heimir Hannesson, framkvæmdastjóri
Sölustofnunar lagmetis í samtali við Morgunblaðið, er hann var inntur eftir
söluhorfum.
Kona lézt
í umferð-
arslysi
FIJLLORÐIN kona lézt í bifreiðar-
slysi ágatnamótum Keykjanesbraut-
ar og Alfabakka í Kcykjavik um kl.
19 í gærkvöldi. Að sögn lögreglunnar
i Keykjavík mun konan hafa látist
samstundis.
Kifreiðinni var ekið í norður eftir
vinstri akrein og er talið að konan
hafi gengið austur yfir götuna á leið
sinni úr Kópavogi. Kílstjórinn kom
ekki auga á hana fyrr en um scinan.
Konan var fædd árið 1908.
Hláfjöll:
Skíðalyfta
boðin út
K(IRGARSTJÓRN samþykkti á
fundi sínum sl. fimmtudagskvöld,
tillögu um að leita útboðs vegna
byggingar skíðalyftu í Kláfjöllum.
Atkvæði féllu þannig að 14 borg-
arfulltrúar voru þvi samþykkir, en
4 voru á móti. Aður hafði verið
borin undir atkvæði tillaga frá
Kvennaframboði, sem ekki hlaut
stuðning, en í bókun lýstu full-
trúar þess þeirri skoðun sinni að
ýmis verkefni á sviði félagsmála
væru brýnni. I»ví greiddu þær at-
kvæði gegn tillögunni.
í umræðum um þetta mál
kom m.a. fram hjá Markúsi
Erni Antonssyni borgar-
fulltrúa, að nauðsynlegt væri að
gera ráð fyrir því að útboðið
færi fram og vega þannig og
meta þessa framkvæmd. Sagði
hann að þetta væri framkvæmd
sem rétt væri að stuðla að, enda
skíðaiðkun vinsæl og Bláfjalla-
svæðið hentugt útivistarsvæði.
Lagði hann áherslu á að sköpuð
yrðu ákjósanleg skilyrði fyrir
skíðaiðkun á svæðinu, enda
stundaði fólk á öllum aldri
skíðaíþróttir.
Bæði Markús Örn og Davíð
Oddsson borgarstjóri vöruðu
við því að einblínt væri um of á
ákveðna málaflokka, eins og
Kvennaframboð gerði.
Kröfluskjálfti
STOK jarAskjálfti varA viA Kröflu um
kl. 17 í gær, um 3,6 til 3,8 á Richter-
kvarAa, en vaxandi hreyfingar hafa
veriA þar síAustu daga.
bessar hreyfingar eru taldar svipaA-
ar þeim og urAu fyrir gosiA 1975, þó
telja kunnugir ómögulegt aA spá um
hvort gos sé i aösigi.
Heimir sagði ennfremur, að
þessi mikla aukning hefði náðst
þrátt fyrir augljósa og almenna
sölutregðu á helztu mörkuðum. Nú
væru seldar fleiri vörutegundir
inn á fleiri markaðssvæði en
nokkru sinni fyrr. Meðal annars
hefði tekizt að selja til nokkurra
landa, sem ekki hefði verið selt til
áður og koma sölu á í löndum, þar
sem hún hefði legið niðri um hríð.
Meginástæðan fyrir þessari miklu
söluaukningu væri annars vegar
árangur af aukinni markaðsstarf-
semi og hins vegar mjög mikið
undirbúningsstarf í umbúðaþróun,
sem beinzt hefði að því að aðlaga
nýjar umbúðir auknum og flókn-
um kröfum hinna ýmsu mark-
aðssvæða.
Þá sagði Heimir, að mesta sölu-
aukningin hefði orðið í niðursoð-
inni rækju, þorsklifur, kavíar og
reyktum síldarflökum, kippers.
Langstærsta markaðssvæðið væri
í löndum innan EBE, Sovétríkjun-
um, Bandaríkjunum og Kanada,
en í báðum þeim löndum hefði
orðið mikil söluaukning. Þá hefði
á þessu ári tekizt að selja til nýrra
viðskiptalanda, þar sem viðskipti
hefðu ýmist legið niðri eða væru
ný af nálinni. Mætti þar nefna
Austurríki, Italíu, Ungverjaland,
Persaflóasvæðið og Taiwan.
Langstærsti útflytjandi innan
Sölustofnunarinnar á árinu væri
Niðursuðuverksmiðja K. Jónsson-
ar og Co. hf. á Akureyri og aðrir
helztu útflytjendur væru Norður-
stjarnan hf., Arctic hf. Siglósíld,
Ora hf. og Lifrarsamlag Vest-
mannaeyja. Þá hefðu tvær nýjar
verksmiðjur bætzt í hópinn á ár-
inu, Niðursuðuverksmiðjan hf. á
Isafirði og Arason og Co. í Sand-
gerði.
„Pílagrímaflugið tókst eins
og best verður á kosið“
Davíð Oddson borgarstjóri og kona hans, Ástríður Thorarensen, fylgja finnsku forsetahjónunum og forseta
íslands til hádegisverðar í boði Reykjavíkurborgar að Kjarvalsstöðum. — Sjá miðsíðu. Ljósm ói.k, Ma*n.
Ördeyða hjá bátunum
sunnanlands og vestan
„ÞETTA hefur verið algjör ördeyða hjá okkur í fiskiveiðunum ad undan-
fórnu. Káturinn, sem við erum með, Sigurborg AK, hefur reynt fyrir sér víða
um landið á netum og nánast ckkcrt fengið síðan um miðjan september.
Þetta hefur annars venjulega verið línutími hjá okkur, en það fæst heldur
ekkert á hana núna svo við reyndum netin. Þetta hcfur verið algjör dauði hér
á Faxaflóanum svo það er bara að binda bátana við bryggju,“ sagði Guðjón
Þórðarson hjá Fiskverkun Þórðar Guðjónssonar á Akranesi í samtali við
Morgunblaðið.
Guðjón sagði ennfremur, að
sömu sögu væri að segja af öðrum
Akranessbátum, nema Skipa-
skaga, sem hefði fiskað ágætlega í
trollið á grunnslóð. Þá væri veru-
legt vandamál hjá flestum fisk-
verkendum, að ekki hefði verið
hægt að selja skreiðina, hún seld-
ist bara í fjölmiðlum. Svo væru
Norðmenn að greiða niður skreið-
ina hjá sér til að keppa við okkur á
því tímabili, sem verið væri að
hrósa norrænni samvinnu. Það
lægu allir með mikið af skreið og
afurðalánin væru að sliga menn,
þegar ekki væri hægt að selja
skreiðina og fá fé í reksturinn. Þá
væri tekið af þeim í gengismuna-
sjóð, sem færi síðan til niður-
greiðslu olíu og í beinan stuðning
til togaranna. Það væri ekki nokk-
ur lausn að færa fé frá þeim aðil-
um, sem stæðu höllum fæti til
annarra, sem væru í sömu stöðu.
Frá ísfélaginu í Vestmannaeyj:
um er svipaða sögu að segja. í
Vestmannaeyjum eru nánast eng-
ir að veiðum, nema togararnir og
er afli þeirra að mestu karfi. Þeir
fáu bátar, sem eru að, stunda
flestir siglingar og eru á veiðum
fyrir austan og norðan land. Þar
bíða menn bara eftir síldinni til að
hleypa lífi í atvinnuna, sem þó er
þokkaleg vegna afla togaranna.
Enn er mjög lítið af síld komið til
Eyja.
PÍLAGRÍMAFLUGI Flugleiða fyrir Alsírbúa er nú lokið, en að sögn
Sveins Sæmundssonar, forstöðumanns kynningardeildar Flugleiða, tókst
það eins og bezt verður á kosið.
„Síðustu starfsmennirnir komu
heim í gærkvöldi, en í þessu flugi
hafa verið fluttir liðlega 70 þús-
und pílagrímar og það er mál
manna, að aldrei fyrr hafi svo vel
til tekizt.
Alls störfuðu 594 starfsmenn
við þetta verkefni, en notaðar voru
fjórar DC-8-þotur og ein Boeing
747, Jumbóþota," sagði Sveinn
Sæmundsson ennfremur.
Rísa 12—14 hæða
hús við Skúlagötu?
„ÞAÐ kemur fyllilega til álita að byggja þrjú til fimm 12—14 hæða
hús við Skúlagötu," sagði Davíð Oddsson borgarstjóri á fundi borg-
arstjórnar á fimmtudagskvöld.
I tilefni þessara orða var hann
spurður um þetta mál og sagði
Davíð að menn hefðu verið að
hugleiða hvort ekki mætti lag-
færa götumyndina við Skúla-
götu, sem væri í niðurníðslu.
Byggja mætti myndarleg hús á
nokkrum lóðum við götuna, en
Davíð sagði að flestar þeirra
lóða sem til greina kæmu væru
ekki í eigu borgarinnar og því
þyrfti að ræða við eigendur lóð-
anna um þessi atriði.