Morgunblaðið - 23.10.1982, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 23.10.1982, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. OKTÓBER 1982 t Faöir okkar og tengdafaöir, HALLGRÍMUR ODDSSON, varö bráökvaddur á Grand Kanarí 21. október sl. Lilja Hallgrímsdóttir, Árni Noröfjörð, Sigrún Hallgrímsdóttir Breazile, Gylfi Hallgrímsson, Ása Magnúsdóttir, Áslaug Hallgrímsdóttir, Reynir Svansson. t Unnusta mín, HELGA MARINÓSDÓTTIR frá Skáney, Reykholtsdal, Kaplaskjólsvegi 39, lést 21. október í Landspítalanum. Egíll Egilsson. t Maöurinn minn, faöir okkar, tengdafaöir og afi, GUDFINNUR JÓNSSON, Heióarvegi 5, Selfossi, andaöist í Borgarspítalanum, fimmtudaginn 21. október. Ingigeróur Guðlaugsdóttir, Kristín Guófinnsdóttir, Örn Guómundsson, Árni Guðfinnsson, Kristín Hjaltadóttir, Guörún Guöfinnsdóttir, Ari Páll Tómasson, og barnabörn. t Systir okkar, HREFNA EGGERTSDÓTTIR, Ásvallagötu 59, sem andaöist aöfaranótt 17. þ.m., veröur jarösungin frá Dómkirkj- unni, mánudaginn 25. október, kl. 13.30. Jarösett veröur í krikjugaröinum viö Suöurgötu. Kjartan Eggertsson, Friórika Eggertsdóttir, Guðrún Eggertsdóttir. t Maöurinn minn, faöir okkar og afi, ÞORSTEINN STEINSSON frá Vestmannaeyjum, Vesturbrún 16, lést í Landakoti, fimmtudaginn 21. október. Helena Halldórsdóttir, Unnsteinn Þorsteinsson, Rut Árnadóttir, Guðni Þorsteinsson, Júlíana Ragnarsdóttir, Trausti Þorsteinsson. Erla Þorkelsdóttir, Stefanía Sólveig Þorsteindóttír, Sverrir Baldvinsson, og barnabörn. Útför BJARNEYJAR JÖRGENSEN, Furugerói 1, veröur gerö frá Fossvogskirkju, mánudaginn 25. október, kl. 15.00. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Blindrafélagiö. Bent Jörgensen, Guörún K. Jörgensen, Per Jörgensen, Kristín Halldórsdóttir, Inga V. Jörgensen, og barnabörn. + Þökkum af alhug samúö og vinarhug viö andlát og útför móöur okkar, INGIBJARGAR SVEINSDÓTTUR fyrrum húsfreyju aö Holtsmúla. Svavar Ellertsson, Sveinn Ellertsson, Alda Ellertsdóttir, Hafdís Ellertsdóttir. Þökkum af alhug, vinum og vandamönnum sem sýndu okkur samúö og hjálp viö andlát og útför eiginmanns míns, fööur okkar, tengdaföður og afa, ÞORSTEINS KRISTBJÖRNS ÞORSTEINSSONAR frá Hellissandi, Langholtsvegi 56 R. Sérstakar þakkir til lækna, hjúkrunarliös og starfsfólks alls á hand- lækningadeild 3 á Landspítalanum, fyrir alla hjálp og frábæra umönnun og til þeirra sem önnuöust hann á Reykjalundi. Hafið öll hjartans þökk. Huldís Annelsdóttir, Þorsteinn R. Þorsteinsson, Ágústa Báróardóttir, Unnur Þorsteinsdóttir, John F. Zalewski, Annel B. Þorsteinsson, Guórún Siguröardóttir, Guðmundur Þorsteinsson, og barnabörn. Minning: Sigurlaug Jónasdóttir frá Uppsölum Fædd 8. júlí 1892 Dáin 13. október 1982 Sigurlaug Jónasdóttir var fædd á Vöílum í Skagafirði 8. júlí 1892 og var því á 91. aldursári er hún lést hinn 13. okt. sl. Löngum og annasömum starfsdegi er lokið. Eftirlifandi eiginmaður hennar er Bjarni Halldórsson bóndi á Uppsölum en þar hefur heimili þeirra staðið í nærfellt 60 ár. Þau eignuðust 8 börn en einn son misstu þau á unga aldri. Alla sína starfskrafta helgaði hún þjónustu við heimili sitt og ástvini, og sú þjónusta var veitt með hugarfari þeirrar konu, sem ávallt gerði meiri kröfur til sjálfrar sín en annarra. Og einskis hefi ég óskað börnunum mínum oftar en þess, að þau mættu hljóta að veganesti, þótt ekki væri nema lítinn hluta, æðruleysið og umburðarlyndið hennar Sigurlaugar ömmu sinnar. En að því kom að heilsu hennar hnignaði svo, að hún þurfti sjálf á hjálp að halda. Þá var það Bjarni eiginmaður hennar sem fyrst og fremst tók að sér þjónustuhlut- verkið, og leysti það þannig af hendi að aðdáunarvert var. En þetta átti ekki að vera nein ævisaga. Heldur örfá þakklætis- orð fyrir áratuga langa vináttu, sem þá reyndist sönnust er mest á reyndi. Megi sá friður, sem ávallt fylgdi nærveru Sigurlaugar Jónasdóttur nú umvefja hana á nýrri lífsbraut hennar. Guðrún Bergþórsdóttir „llvaA vannsiu droftins voröld (il þarfa þess verAuröu spuróur um sólarlag.** — E.B. Skáldið og spekingurinn Einar Benediktsson tekur hér spaklega undir þá skoðun trúaðra manna að enginn sé kvaddur til lífs í þessum heimi án tilgangs og að loknum ævidögum við sólarlag eigi hver og einn að svara því fyrir lífsins herra, hvernig til hafi tekist með ævistarfið. Ég hygg að segja megi um konu þá sem hér er minnst, að hún hafi með lífi sínu og starfi um langa ævi unnið drottins veröld eftir megni. Hún gerði ekki víðreist um dagana. Flutti sig af flatanum í Vallhólmi í brekkuna fremst í Blönduhlíð. Bjó þar í nær 60 ár og undi hag sínum vel. Heimilið er undirstaða þjóðfé- lagsins. Velferð þess og hamingja veltur meira á því en nokkurri annarri stofnun. Hamingjusnauð heimili eru fúnar stoðir en ham- ingjusöm sterkar. Þar ríkir friður og fórnfýsi, góðvilji og réttlæti. Sigurlaug á Uppsölum var hóg- vær kona en mikil móðir og hús- móðir. Hún var manni sínum mik- ils virði og ég veit að hann mat konu sína mest allra. Hún var öll- um góð, en þeim best er hún unni mest. Ég sem þessar línur rita kynnt- ist Sigurlaugu síðustu 25 ár ævi hennar. Hún dvaldi á mínu heimili nokkra vetur og gætti barna minna og dóttur sinnar. Hún gat vart iðjulaus verið og unni af heil- um hug hverju gagnlegu starfi og vann það vel. Sigurlaug var prýði- lega greind kona, bókhnýsin og fróð. Hún unni góðum og þjóðleg- um fróðleik. Hún var gjörsneydd því að sýnast. Mér fannst jafnvel að hún kysi helst að láta sem allra minnst á sér bera. Hún var hreinskilin og hógvær. Ríkir þætt- ir í fari hennar voru heilsteypt skapgerð, fórnfýsi og ósérhlífni. Hún gekk til starfa þögul en ákveðin. Og það mun trúlega hafa verið henni fjarlægt að hafa hátt um vandamál sín eða sinna. Hitt ímynda ég mér að henni hafi þótt ljúfara að létta áhyggjum af öðr- um og rétta hjálparhönd. Sigurlaug Jónasdóttir var fædd á Völlum i Vallhólmi 8. júli 1892. Foreldrar hennar voru Jónas Eg- ilsson bóndi þar og bústýra hans Anna Jónsdóttir. Á Völlum ólst Sigurlaug upp til fullorðinsaldurs ásamt bræðrum sínum, Haraldi, síðar bónda þar og hreppstjóra, Agli, bókbindara á Akureyri, er iést ungur, og Jóni, bónda á Syðri-Húsabakka. Árið 1921 gift- ist hún eftirlifandi manni sínum, Bjarna Halldórssyni Einarssyni frá Krossanesi og Helgu Sölva- dóttur frá Hvammkoti á Skaga. Á Völlum bjuggu ungu hjónin fyrstu árin. En 1925 festu þau kaup á jörðinni Uppsölum í Akrahreppi og bjuggu þar alla stund síðan. Sigurlaug og Bjarni eignuðust átta börn. Eitt þeirra lést í æsku. Hin eru talin í aldursröð: Halldór, búsettur í Hveragerði, var kvænt- ur Guðrúnu Bergþórsdóttur frá Fljótstungu; Kristín, húsmóðir á Sauðárkróki, maki Maron Pét- ursson skrifstofumaður; Jónas, + Móöir okkar, KRISTÍN G. SIGFÚSDÓTTIR, Álftamýri 16, andaöist í Landspítalanum aö morgni 22. þ.m. Útför tilkynnt síöar. Börnin. t Ástkær eiginmaöur minn, faöir okkar, sonur og bróöir, MARTEINN MARTEINSSON, Hverfisgötu 29, Siglufiröi, veröur jarösunginn frá Þjóökirkjunni í Hafnarfiröi, þriöjudaginn 26. október, kl. 13.30 e.h. Blóm eru vinsamlega afþökkuö, en þeir sem vilja minnast hins látna láti Kiwanisfélagiö Skjöld á Siglufiröi njóta þess. Guóbjörg Sigþórsdóttir og börn, Katrín Gísladóttir, Kristín Marteinsdóttir, Sigurgeir Marteinsson, Kristjana Gísladóttir, Stefén Jónsson, Gísli Guömundsson. rennismiður á Akureyri, maki Rakel Grímsdóttir sjúkraliði; Eg- ill, ráðunautur á Sauðárkróki, maki Alda Vilhjálmsdóttir frá Hvalnesi á Skaga; Gísli, skóla- stjóri á Akureyri, maki Elín Sig- urjónsdóttir kennari; Árni, bóndi á Uppsölum, maki Sólveig Árna- dóttir frá Skógarseli S-Þing.; og Helga, húsmóðir á Frostastöðum, maki Konráð Gíslason frá Eyhild- arholti. Sigurlaug á Uppsölum var mikil gæfukona. Hún var lengst af heilsugóð. Hún eignaðist mikinn bónda og félagsmálagarp, sem hún unni hugástum og hún átti barna- láni að fagna. Til hennar var litið af fjölskyldumeðlimum flesta daga þá fimmtán mánuði sem hún í ævilokin dvaldi í sjúkrahúsi. Og í faðmi dætranna kvaddi hún lífið, þakklát og ljúf. Ég þakka Sigurlaugu fyrir börn- in mín um leið og fjölskyldan öll sendir henni hinstu kveðju. Konráð Gíslason í dag er amma mín, Sigurlaug Jónasdóttir frá Uppsölum í Blönduhlíð, jarðsungin frá Silfra- staðakirkju. Hún lést á tíræðis- aldri eftir að hafa lifað síðustu ár- in við slæma heilsu. Margar minn- ingar sækja á hugann við fráfall þessarar ömmu minnar, sem ég var svo heppinn að kynnast mikið sem barn. Amman hefur gjarnan svo mikil áhrif á barnabörnin sín og veldur að börnin finna þar skil- yrðislausa ást og umhyggju. Amman á þess vegna oft stóran þátt í að móta samvisku barna- barnanna, því að mest mark er oftast takandi á umvöndunum ömmunnar. Hún er svo góð. Alla vega hef ég aldrei skammast mín meira en eftir að hafa fengið ákúr- ur hjá Sigurlaugu ömmu minni eftir prakkarastrik í sveitinni á Uppsölum. Amma var af bændafólki kom- in, frá Völium í Hólminum, þaðan sem mér hefur alltaf þótt einna fallegast í Skagafirðinum. Hún sagði mér að faðir sinn hefði stundað járnsmíðar samhliða búskapnum. Varð hann iðuiega að láta járnsmiðarnar ganga fyrir eigin búi, en bjó myndarlega engu að síður. Amma og afi, Bjarni Halldórs- son, hófu nýgift búskap á Uppsöl- um með tvær hendur tómar en nóg af fyrirhyggju, áræði og dugnaði. Jörðina þurfti að byggja upp og það gerðu þau jafnframt því að koma sjö börnum til manns. Er nú búið af miklum rausnarskap á Uppsölum, en Árni föðurbróðir tninn og kona hans, Sólveig Árnadóttir, tóku við búskapnum af ömmu og afa og hafa haldið verki þeirra áfram af sama atgervi. Oft er sagt að konan skapi sið- venjurnar, hugsunarháttinn og dyggðirnar í fjölskyldunni. Sá hugsunarháttur sem Sigurlaug amma vildi hafa á sínu heimili var einstaklingshyggjan og öfundar- leysið. Amma og afi byggðu upp Uppsali svona myndarlega vegna þess að þau treystu á sig sjálf og trúðu því að þau myndu uppskera launin af erfiði sínu. Þau öfunduð- ust heldur ekki yfir velgengni annarra, né hældust þau um yfir eigin verkum. Aldrei báru þau sig saman við nokkurn mann eða nokkurt heimili. Amma mín er þvl verðugur full- trúi þeirrar kynslóðar sem er að kveðja okkur. Það er kynslóðin sem tók við landinu í fátækt og skilaði því í auðsæld. Það er kyn- slóðin sem byggði upp fyrir fram- tíðina en batt henni ekki skulda- bagga. Þetta er fólkið sem unga fólkið í landinu vill taka sér meira og meira til fyrirmyndar. Vilhjálmur Egilsson Leiðrétting í minningargrein hér í blaOinu í gær um Guðlaugu Pálsdóttur eftir Pétur Sigurðsson stóð „þegar við urðum samstarfsmenn hjá Sjó- mannasamtökunum". Hér átti að standa hjá Sjómannadagssamtök- unum. Þrír bræður Guðlaugar eru á lífi: Ari, Skúli og Eiríkur. Þetta leiðréttist og biður blaðið afsökun- ar á mistökunum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.