Morgunblaðið - 23.10.1982, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. OKTÓBER 1982
9
figíta&ö nÆ
Umsjónarmaður Gísli Jónsson________168. þáttur
Spurður hef ég verið um
mannsnafnið Össur, stundum
ritað Özur, svo sem menn hafa
bæði skrifað Gissur og Gizur.
Uppruni þessa nafns er ekki
með öllu ljós, en það var altítt
í germönskum málum að
fornu. Össur Sveinsson erki-
biskup í Lundi vígði Jón Ög-
mundsson Hólabiskup 1106.
Einna tækilegust þykir mér
sú upprunaskýring sem Jan de
Vries setur fyrsta fram í bók
sinni, það er að tengja fyrri-
hlutann við það sem nú er ás í
merkingunni goð, en síðari
hlutann við orðin friður og fríð-
ur. Þau orð eru mjög algengir
samsetningarliðir manna-
nafna, sbr. Friðrik, Hallfreður,
Sigfríður, Sigríður. Jan de
Vries gerir þá ráð fyrir að Öss-
ur(r) sé til orðið úr frumnor-
rænu myndinni AnsufriðaR, og
hefur hann þá til samanburðar
úr fornensku nöfnin Osfrið og
Osferd, en úr fornri þýsku
Ansifrid.
Hinn mikli mannanafna-
fræðingur, Svíinn Assar Janz-
én, skýrir nafn sitt á annán
hátt og svo, að mér þykir ekki
eins trúlegt.
Þess er að vænta, að Össur
hafi góða merkingu, því að
nafnið er tiltölulega algengt í
Landnámabók. Síðan hefur
það orðið fátíðara, enda trú-
legt að snemma hafi fyrnst yf-
ir merkingu þess. íslendingar
vilja vita hvað mannanöfn
merkja og sætta sig ekki við
ýmiss konar fáránlegar nafn-
giftir sem sjá má meðal ann-
arra þjóða, svo sem þegar Sví-
ar og Finnar skíra Svinhuvud,
eða Þjóðverjar Waldteufel
(skógardjöfull).
í öllu mannanafnaflóði
Sturlungu eru Össurar aðeins
þrír, þar af einn erlendur, áð-
urnefndur erkibiskup í Lundi.
Hyggjum þá að fyrsta alls-
herjarmanntali á ísiandi 1703.
Þar eru aðeins fjórir með
þessu nafni, þrír þeirra á Vest-
urlandi. Þar virðist nafnið síð-
an helst hafa haldist. Árið
1910 hétu 8 Islendingar Össur-
arnafni, og aftur hlutu 8 svein-
ar þetta nafn á tímabilinu
1921—1950, og eru þeir helst
fyrir vestan.
Beyging orðsins finnst mér
að sé Össur, um Össur, frá Öss-
uri, til Össurar. Ekki fæ ég séð
að neitt sé það í nafni þessu
sem fráfælast þurfi, ef menn
vilja skíra sonu sína svo.
Eins og nærri má geta, er
mál okkar sífellt að breytast,
hvort sem okkur líkar betur
eða verr. Margar breytingarn-
ar þykja býsna skrýtnar fyrst í
stað. Eg tek til dæmis eftir því,
ekki síst ef menn eru að flýta
sér í skrifi eða skrafi, að svo-
kallað nafnháttarmerki, að, og
þá líklega sama orð í öðrum
samböndum, hneigist nokkuð
til þess að breytast í á. Dæmi:
Eg var alveg í þann veginn á
gefast upp, í staðinn fyrir að
gefast upp. Kannski er þetta
stundarfyrirbæri sem hverfur
jafnharðan, því að auðvitað er
hamlað gegn þessu. Kannski
breytist orðið að hægt og síg-
andi í á, að minnsta kosti í
vissum samböndum. Sjálfsagt
eru minni líkur þessarar
breytingar, ef orðið stendur
aftast í setningu, með fullri
áherslu. Dæmi: Báturinn er
kominn að. Nú vildi ég gjarna
vita hvort þeir væru ekki fleiri
en ég sem séð eða heyrt hefðu
þess dæmi, að nafnháttar-
merkið að hefði orðið að á í
ræðu eða riti einhvers manns.
Ekkert er nýtt undir sólinni.
Samskonar breyting varð í
eldfornu norrænu máli og það
býsna oft. Hún heitir uppbót-
arlenging í þeim fræðum sem
ég lærði í skóla. Eðli breyt-
ingarinnar er það, að sérhljóð
lengist eða verður tvíhljóð við
það að samhljóð á eftir því
fellur brott. Sérhljóðið fær
sem sagt lenginguna sem upp-
bót fyrir að missa félagsskap
samhljóðsins. Dæmi af þessu
tagi eru ekki mjög vandfundin,
ef langt er seilst aftur í tím-
ann. Sögnin að slá er eftir
sömu hljóðskiptaröð og fara og
taka. Hún „ætti“ því að vera
með a-hljóði, enda var það svo.
Einhvern tíma var hún slahan.
H-hijóðið, sem var heldur en
ekki fallvalt í frumnorrænu,
hvarf, en til uppbótar lengdist
a-ið og varð síðar að tvíhljóði
því sem við skrifum á. Þetta er
öldungis það sama og þegar að
breytist nú í á. Annað gott
dæmi um gamla uppbótarleng-
ingu er ást. Þessi kennd hefur
áður heitið anst, enda náskyld
orðum eins og unna, una og
andi. Ennfremur er náskylt
þessu orðið ás(s), og erum við
nú næstum komin í hring, höf-
um nálgast mjög svo orðið
Össur, ef upprunaskýring hin
fyrsta í bók Jan de Vries er
rétt.
Annað nýlegt fyrirbæri
langar mig til að nefna. Mið-
mynd endar sem kunnugt er í
nútímamáli á -st, áður -sk. Nú
verð ég þess var, að t-hljóðið í
þessari endingu er í „fall-
hættu". Það heyri ég bæði og
sé, og reyndar mun oftar en
breytinguna að verður á. Þetta
fyrirbæri nútímamáls notaði
hinn hugmyndaríki limru-
smiður Jóhann S. Hannesson,
þegar hann lagði fyrir sig þá
þraut að ríma á móti fjölmörg-
um erlendum höfuðborgaheit-
um. Þeirra á meðal var Cara-
cas. En Jóhann leysti þrautina
svo:
Þad er ýmislegt að í Caracas,
en af ollu er þetta samt lakas,
að þeir sem tala þar bes,
sleppa t eftir s,
en það tjáir ei um slíkt að sakas.
Mætti ég svo í lokin skjóta
að annarri limru sem hinn
mikli vísnasjór Stefán Þor-
láksson kenndi mér um dag-
inn:
Að hreykja sér hátt, það er siður,
sem hérna sést stundum, því miður.
Það er glæsilegt oft,
er menn gnæfa við loft.
Hitt er slæmt, ef þeir ná ekki niður.
Doktor í upp-
eldisfræðum
ÓLAFUR Proppé varði doktorsverkefni sitt í uppeldisfræði við University of
lllinois í Bandaríkjum Norður-Ameríku þann 23. september sl. Olafur hefur
einkum rannsakað forsendur og áhrif ólíkra rannsókna- og matsaðferða
tengdum skóla- og uppeldisstarfi.
Doktorsritgerðin, sem er um 420
biaðsíður, er skrifuð á ensku og
nefnist: A Dialectical Perspective
on Evaluation as Evolution: A Critic-
al View of Assessment in Icelandic
Hchools. í ritgerðinni er bent á
ýmsar neikvæðar afleiðingar
hefðbundinna mats- og rann-
sóknaraðferða. Þessi neikvæðu
áhrif bitna bæði á þeim sem meta
(t.d. kennurum, sérfræðingum og
stjórnendum) og hinum sem
metnir eru (t.d. nemendum og
kennurum).
Sett er fram kenning um gagn-
virkt mat (dialectical evaluation)
og sýnt fram á að slíkt mat hafi
ekki eins neikvæð áhrif og geti
fremur en hefðbundið mat í skól-
um leitt til aukinnar sjálfsvitund-
ar og þroska þeirra sem hlut eiga
að máli. I því sambandi er fjallað
um mikilvægi ábyrgrar afstöðu
þeirra sem meta, en í því felst m.a.
markviss skoðun á því hvaða áhrif
viðhorf þeirra hafa á matið og að
gerð sé grein fyrir slíkri skoðun
þegar niðurstöður eru settar fram.
þannig er lögð áhersla á að mat
eigi ekki aðeins að hafa gildi fyrir
þann sem metinn er (t.d. nemand-
ann) heldur sé ekki síður mikil-
vægt að sá sem metur hverju sinni
læri og þroskist af viðfangsefninu,
þ.e. að matið verði gagnvirkt. Því
má segja að sjálfsgagnrýni sé
bæði ein af meginaðferðum sem
beitt er í gagnvirku mati og það
sem vonast er til að slíkt mat leiði
til.
í ritgerðinni er námsmat í ís-
lenskum skólum skoðað í menn-
ingarlegu og sögulegu ljósi og bent
á hvernig ýmsar aðgerðir sem á
ólíkum tímum var ætlað að stuðla
að auknu jafnrétti til náms hafa
oft snúst upp í andstæðu sína (t.d.
Olafur Proppé
„Landsprófið" og „Grunnskóla-
prófið").
Dr. Ólafur Proppé hóf kennslu-
störf árið 1964 að loknu kennara-
námi. Frá 1975 hefur hann starfað
við skólarannsóknadeild mennta-
málaráðuneytisins. Um árabil hef-
ur dr. Ólafur verið stundakennari
við Kennaraháskóla íslands og
Háskóla íslands.
Einbýlishús í Vesturbænum
Vorum aö fá í einkasölu, vandaö, járnklætt, timb-
urhús meö steyptum kjallara. Húsiö er aö gr.fl. um
90—100 fm og selst í einu lagi eöa skipt þannig.
Hæö og ris meö kvistum, meö sér inng., bílskúrs-
rétti, ásamt stórum garði. Kjallari meö sér inng.
Öll eignin veöbandalaus. Bein sala.
Byggingarlóð í Vesturbænum
Lóöarstærö ca. 568 fm.
Óskum eftir 100 fm hæð
á Flyðrugrandasvæðinu
Opiö alla daga til kl. 10 e.h.
FASTEIGNAÚRVALIÐ
SÍMI83000 SilfurteigM
Sölustjóri: Auóunn Hermannsson. Kristján Eiríksson hæstaréttarlögmaöur
Opið í dag frá 13 — 16
Hraunbær
Ca. 70 tm 3ja herb. íbúö á 1. hæð með sér inngangi. LauS strax.
Utb 680 þús.
Breiðholt
110 fm falleg 4ra herb. ibúð viö Vesturberg. Verð 1150 þús.
Hafnarfjörður — norðurbær
137 fm 5—6 herb. endaíbúö á 1. hæð viö Laufvang. Utb 1050 þús.
Bein sala.
Sér hæð við Lynghaga
110 fm 4ra herb. á 1. hæð í þribýlishúsi með bílskúr . Útb 1200 —
1250 þús. Laus strax.
Seltjarnares — raðhús
á 2. hæðum við Sævargaröa með bílskúr. Mikiö útsýni. Útb 1650 —
1700 þús. Laus strax.
Garöabær — einbýli
á 2 hæðum 153 fm að grunnfleti með tvöföldum innbyggðum
bílskúr við Dalsbyggö. Húsið er á byggingarstigi. íbúöarhæft á
neðri hæð. Mjög hentugt fyrir 2 ibúöir. Mikiö útsýni. Bein sala.
16767 Einar Sigurðsson hrl.,
Laugavegi66.
Heimasími 77182.
SIMAR 21150-21370
S0LUSTJ LARUS Þ VALDIMARS
L0GM J0H Þ0RÐARS0N HDL
Til sölu og sýnis auk annara eigna.
Gott parhús í vesturbænum í Kópavogi
á tveimur hæðum 170 fm. 4 góð svefnherb. á efri hæð. Rúmgóðar
sólsvalir. Baö á efri hæð. Gesta wc á neöri hæö. Stór bílskúr. Ræktuö
lóö. Þetta er vel byggð og vel meö farin eign.
4ra herb. íbúðir viö:
Holtsgötu á 4. hæð um 100 fm. Góð, nokkuð endurnýjuð. 3 rúmgóð
svefnherb. Innbyggöir skápar. Sér hitaveita. Svalir. Geymsluris fylgir.
Verö aöeins kr. 1,2 millj.
Álfheimar 4. hæð um 118 fm. Mjög rúmgóð. Fatabúr, tvöfalt gler. Stórar
suðursvalir. Góð sameign. Útsýni.
3ja herb. íbúðir við:
Bergþórugötu 1. hæö um 75 fm endurnýjuð í reisulegu steinhúsi. Dan-
fosskerfi, teppi. í kjallara eru þvottahús og geymslur. Gott verö.
Vesturberg 5. hæð í háhýsi um 75 fm. Vel skipulögð. Haröviður, teppi,
danfosskerfi. Mikið útsýni. Laus strax.
2ja herb. íbúðir við:
Hrafnhóla 8. hæð 50 (m. Mjög góö. Ný eldhúsinnrétting. Fullgerö
sameign. Laus ftjótlega. Bein sala. Frábært útsýni.
Ljósheima 3. hæö um 60 fm i lyttuhúsi. Góð innrétting. Eftirsóttur
staöur. Svalir. Laus strax.
Lítiö einbýlishús á Seltjarnarnesi
rétt fyrir vestan borgarmörkin. Húsiö er steinhús, ein hæð um 80 fm
með 3ja herb. íbúö. Risiö má hækka. Bein sala. Laus fljótlega.
Einstaklingsíbúöir í háhýsum í Breiðholti:
Viö Hrafnhóla á efstu hæó. Góður bilskúr tylgir. Laus strax.
Viö Asparfell á 5. hæö. Svalir. Góð fullgerö sameign. Laus um áramót.
Á Hjöllunum í Kópavogi eða í nágrenni
óskast góö 3ja herb. íbúö fyrir fjársterkan kaupanda.
Þurfum að útvega m.a.:
3ja—4ra herb. ibúð i Fossvogi, Espigeröi eöa nágrenni.
Einbýliahús i Stekkjahverfi í neðra-Breiðholti.
Einbýlishús eöa raöhús í Fossvogi viö Sæviðarsund eða i smáíbúöar-
hverfi.
Sérhæð i Heimum, Vogum eöa Hlíðum.
Tvíbýlishús i borginni, má vera í smíöum.
Fjársterkir kaupendur ýmisskonar eignaskipti möguleg.
Opið í dag laugardag
kl. 1—5. Lokað á morg-
un sunnudag.
ALMENNA
FASTEIGHASALAH
LAUGAVEG118 SÍMAR 21150-21370