Morgunblaðið - 23.10.1982, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 23.10.1982, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. OKTÓBER 1982 37 Minning: Anna Guðfinna Þórðardóttir Fædd 16. maí 1904 Dáin 11. september 1982 „Vertu trúr allt til dauðans, og ég mun gefa þér lífsins kórónu." Þessi orð frelsarans komu mér í hug, þegar ég frétti að Anna frænka væri dáin, en hún lést á Sjúkrahúsi Akraness 11. septem- ber síðastliðinn. Frænka mín gekk hljóðlát til verks og vann þau af trúmennsku og dyggð. Anna var fædd að Borgarholti í Miklaholtshreppi, dóttir hjónanna Sesselju Jónsdóttur og Þórðar Pálssonar, hún var fjórtánda barnið af sextán systkinum. Geta má nærri að oft hefur verið þröngt í búi hjá þeim Borgarholtshjónum með svo stóran barnahóp. 1929—1930 stundaði Anna nám við kvennaskólann á Blönduósi. Það var ekki auðsótt á þessum ár- um að fara til náms fyrir fátæka stúlku. Mikið þurfti á sig að leggja og hvern eyri varð að spara til þess að geta greitt skólagjaldið. Ávallt minntist frænka mín skól- ans með mikilli gleði og margt kenndi hún mér sem hún lærði þar. Oft talaði hún við mig um vinkonu sína sem hún eignaðist í skólanum, hún hét Laufey Ein- arsdóttir og var Önnu mjög kær, en Laufey er látin fyrir mörgum árum. 1937 giftist Anna eftirlifandi eiginmanni sínum, Eyjólfi Snæ- björnssyni frá Ólafsvík, og settust þau þar að. Þrjú börn eignuðust þau og eina fósturdóttur. Börn þeirra eru Eysteinn, f. 1939, en hann dó á fyrsta ári. Halla, f. 1941, Guðmunda, f. 1945, og Hanna, f. 1952. Fyrsta minning mín um Önnu frænku er, þegar ég lítil telpa kom til hennar í heimsókn. Þá gekk hún um gólf með litla veika dreng- inn sinn. Hún raulaði svo undur- blítt við hann og ég man ennþá hvað hún raulaði. Anna var mikil hannyrðakona og var þá sama hvort um útsaum var að ræða eða Minning: Fanney Unnur Kristjánsdóttir Fanney Unnur Kristjánsdóttir var fædd 18. febrúar 1927 að Hólslandi í Eyjahreppi, dóttir hjónanna Kristjáns Pálssonar bónda og Danfríðar Brynjólfsdótt- ur. Alls eignuðust þau hjón 17 börn. Á lífi eru Guðmundur, Svava, Kristján, Aðalheiður, Skarphéðinn, Þórður og Kristín Fjóla. Látin eru Brynjólfur, Guð- ríður, Páll, Kristjón, Egill, Ingólf- ur, Kristján, Kristín, Bragi og Fanney. Állt myndarfólk og nýtir borgarar. Kynni okkar Fanneyjar hófust um áramótin 1946—47, þá auglýsti ég eftir aðstoðarstúlku á auglýs- ingaskrifstofu Alþýðublaðsins. Það voru margar glæsilegar stúlk- ur sem sóttu um starfið og meðal umsækjenda var Fanney. Það var erfitt verk að velja úr hópnum, en ég sá aldrei eftir að ráða Fanney. Nú þegar Fanney er horfin frá okkur, hrannast minningarnar upp í huga minn frá góðum kynn- um mínum af henni sem vinnufé- laga og heimilisvini. Það var oft glatt á hjalla í sumarferðalögum starfsfólks Al- þýðublaðsins á þeim tíma. Mikið sungið og mikið hlegið, og þar var Fanney hrókur alls fagnaðar. Fanney var að eðlisfari kát og hláturmild og hló hátt og innilega að græskulausu gamni í vinahópi. Þó voru viðkvæmni og tilfinn- inganæmi sterkir þættir í fari Fanneyjar og komu fram í ást hennar á foreldrum sínum og systkinum og trygglyndi við vini sína. Oft minntist hún atvika frá æsku sinni úr foreldrahúsum eða spaugilegra uppátækja með systk- inum sínum, þegar við sátum sam- an og spjölluðum fram eftir síð- kvöldum í gamla daga, á heimili mínu við Laugaveginn. Fanney fór úr föðurhúsum til náms, fyrst að Reykjaskóla í Hrútafirði og síðan á Húsmæðra- skólann að Löngumýri. Til Reykjavíkur fluttist Fanney árið 1946, og leigði herbergi með Krist- ínu systur sinni og æskuvinkonu sinni, Auði Kristjánsdóttir, sem einnig fluttist hingað um það leyt- ið. Á aðfangadag jóla árið 1950 giftist Fanney eftirlifandi eigin- manni sínum, Valdimar Jakobs- syni frá Akureyri, syni hjónanna Filippíu Valdimarsdóttur (skipa- smiðs) og Jakobs Frímanns Krist- inssonar, skipstjóra og útgerð- armanns frá Hrísey. Fanney og Valdimar eignuðust tvo syni, sem nú eru báðir með eigið heimili. Eldri sonurinn, Kristján, fram- kvæmdastjóri, er giftur Örnu Jónsdóttur, fóstru. Yngri sonur- inn, Valdimar, brunavörður, er giftur Jónu Guðmundsdóttur, hjúkrunarfræðingi. Ég tel að Fanney hafi verið mik- il gæfumanneskja í lífinu, sem barn og unglingur og síðast en ekki síst að eignast góðan og vand- aðan eiginmann og elskulega syni. Ég flyt fjölskyldu Fanneyjar innilegustu samúðarkveðju mína. Við, sem þekktum Fanney, vitum hve missir þeirra er mikill, en minningin um góða eiginkonu, móður, tengdamóður og systur er ómetanleg eign. Blessuð sé minn- ing hennar. Kmilía Samúelsdóttir. fatasaum. Ein jól eru mér sér- staklega minnisstæð tengd henni. Mamma bað mig að koma með sér til Önnu og var það auðsótt. Anna fór með okkur inn í stofu og á stofuborðinu lá rauður vöffiu- saumaður kjóll með hvítum kraga. Hún sagðist vera að sauma þetta á telpu í þorpinu en hún mætti ekki vita um kjólinn og þess vegna ætl- aði hún að máta hann á mig. Á þessum árum hafði fólk ekki mikla peninga handa á milli, og mamma var búin að segja mér að trúlega yrði ég að nota kjólinn frá árinu áður. Svo ég átti ekki von á að fá nýjan kjól. 0, bara að ég ætti nú þennan fallega kjól, þá yrði ég nú fín á jólatrésskemmtuninni, en það var aðaltilhlökkunarefni okkar krakkanna. Á aðfangadag færði mamma mér kjólinn, Anna hafði saumað hann fyrir mömmu. Gleði minni get ég ekki lýst með orðum. Sem fyrr segir var Anna mikil handavinnukona og bar stofan hennar þess glöggt vitni, að þar bjó hannyrða- og listakona. Anna kenndi mér útsaum og oft var set- ið í eldhúsinu hennar, ég að sauma, hún að stússa við matseld. Jóladúkarnir hennar mömmu voru saumaðir í eldhúsinu, mamma mátti ekki vita um þetta því þetta voru jólagjafir. Ekki gekk flat- saumurinn alltaf sem skyldi og þurfti ég oft að rekja upp. En það var einhvern veginn allt í lagi, þegar Anna sagði að þetta mætti vera betra, hljómaði þetta svo góðlátlega, að mér fannst ekki annað koma til greina en gera þetta betur. Þrjár yngstu systurnar frá Borgarholti eru búsettar í Ólafs- vík og er móðir mín ein þeirra. Eftir að pabbi lést fyrir nokkrum árum komu þær alltaf til skiptis Anna og Laufey, en það er þriðja systirin og sátu hjá mömmu á kvöldin. Þetta var henni mikill styrkur því hún er sjúklingur. Veit ég að þær systur sakna Önnu mik- ið. Við samferðafólkið eigum henni mikið að þakka. Fjölskyldunni sendi ég mínar dýpstu samúðarkveðjur. Elsku Eyfi minn, þú hefur misst svo mikið, megi góður guð gefa þér styrk. Guð blessi minningu þess- arar góðu konu. Anna Þóra Baldursdóttir (iedhjálp: Að vera sinnar eigin streitu smiður Eitt algengasta vandamál og æði venjulegt, ef svo mætti til orða taka, er streita, sem á okkur leitar, án nokkurra ald- ursmarka. Flest okkar álítum við að við vitum hvað streita er, þó er það svo að fæst gerum við okkur raunverulega grein fyrir því hvernig hún virkar á líkama okkar, né því hvernig má ná yfir- höndinni yfir henni, búa við hana og reyndar láta hana vinna fyrir okkur. Hvað er þá streita? Streita er Hkamleg, andleg og efnafræðileg svörun hvers einstaklings við að- stæðum svo sem hræðslu, æs- ingi, undrun, hættu eða ertingu. Ástæðan fyrir streitu, streitu- valdur, eða tilefni — getur verið bæði vont og gott, t.d. fallandi stigi í áttina til þín einmitt sama dag og þú ert að fara að sækja stóra vinninginn í happadrætt- inu, of mikill hávaði í vinnunni, fæðing fyrsta og langþráða barnsins eða bara eitthvað allt annað. Sum einkenni streitu eru svo vandgreind að þú verður alls ekki var(vör) við þau, önnur eru auðgreind, eins og t.d. þegar þú snöggsvitnar í lófum, missir matarlyst, erfið öndun eða hár likamshiti. Gagnstætt þessu verðurðu t.d. alls ekki var(vör) við svörun líkamans við árás utanaðkomandi sýkla — það veldur þó streitu eftir sem áður. í sannleika sagt er ómögulegt að nokkur lifi lífi sínu án þess að verða fyrir streitu í einu formi eða öðru, og má reyndar segja að það væri óæskilegt, því streitan býr þig undir að takast á við ým- islegt sem þú þekkir lítt, eða ekki en virðist ógna þér. Sérhver tími í lífi þínu býr við sína ákveðnu streitu, æskan, ungl- ingsárin, fullorðinsárin og aukið álag þegar elli kerling sækir á. Streita skapast oft við margvís- legar aðrar aðstæður, á heimil- inu, í vinnunni og úti í náttúr- unni. Ef rétt er að farið, getur streitan verið okkur frekar til hins betra og þá hert til átaka við morgundaginn. Aftur á móti getur hún reynst okkur ofviða ef ekki er brugðist rétt við og þá valdið of háum blóðþrýstingi, andarteppu, astma, magasári, að ekki sé nú minnst á hættu á hjartaáfalli og veikingu ýmissa annarra þýðingarmikilla líffæra líkamans. Auðsætt er því mikil- vægi þess að bregðast rétt við og vera ófeiminn við að fram- kvæma hvaðeina sem leitt gæti til þess að minnka streitu. Ef þið þurfið að hlaupa í roki og rigningu dúðuð uppfyrir haus, synda 2x200 eða jafnvel 2x400 m, nú henda frá ykkur pillunum, eða hætta drykkju, reykingum o.s.frv. Fyrir alla muni gerið það, en þá í fullu samráði við þá aðila sem gerst vita og þið treystið best. — Þá gerast oft góðir hlutir. Lykillinn er sjálf- stjórn, ögun og virðing fyrir ykk- ur sjálfum sem einstaklingum Það bætir oft svo mjög ástandið að ykkur virðist veröldin önnur á eftir. I^ærið að þekkja ykkur sjálf betur, og hugsið meira um heilsu ykkar — í því felst mikill fjársjóö- ur. Marz Minningarorö: Guðjón Jónsson Fæddur 21. júní 1891 Dáinn 13. október 1982 I dag er gerð frá Víkurkirkju útför Guðjóns Jónssonar. Guðjón Jónsson fæddist 21. júní 1891 í Kerlingadal, Hvamms- hreppi, Vestur-Skaftafellssýslu. Foreldrar hans voru hjónin Jón Jónsson, fæddur 21. júní 1860 og dáinn 1905 úr holdsveiki á Laug- arnesspítala, og Ragnhildur Ei- ríksdóttir, fædd 8. nóvember 1863, dáin 8. mars 1952. Þau bjuggu í Kerlingadal. Systkini Guðjóns voru: Egillína, fædd 10. október 1886, dáin 7. mars 1934, hennar maður var Guðmundur Guð- mundsson, síðar skósmiður í Vík í Mýrdal; Snjófríður, fædd 3. sept- ember 1892, býr í Vík, gift Birni Björnssyni frá Svínadal, Eiríkur, fæddur 25. apríl 1897, dáinn á ár- inu 1981. Kona hans var Vilhelm- ína Böðvarsdóttir frá Bólstað. Egillína, systir Guðjóns, er gift var Guðmundi Guðmundssyni, var komin að Kerlingadal, er Jón veiktist og voru þau ekkjunni til aðstoðar. Þegar Guðjón hafði aldur og þroska til, þá réðst hann að Höfðabrekku til Björgvins Vig- fússonar sýslumanns, en þegar Björgvin flutti að Efra-Hvoli, Rangárvallasýslu, fór Guðjón í smátíma að Bólstað. Árið 1910 réðst Guðjón sem vinnumaður að Suður-Vík til afa míns Halidórs Jónssonar kaupmanns í Vík og var hann þar í heimili í 10 ár. Reynisfjall girðir Víkina að vestan og var þar oft mikill iundi. Guðjón var mikill fuglaveiðimað- ur og veiddi lunda og var veiðinn. Víkurhamrar eru austan við þorp- ið. Víkurklettur stendur stakur og Víkurbaðstofa undir honum. Veiddir voru þar bæði sumar- og vetrarfýll og fýlsegg tekin. Við allt þetta fékkst Guðjón. Keðja var upp Víkurklett og fór Guðjón al- ^inn upp þessa keðju, fet fyrir fet og veiddi vetrarfýl. Á þessu sést að töluverðan kjark og áræðni hefur þurft til. Einnig var Guðjón sigmaður, en þá voru 2—4 menn, sem sátu undir meðan sigmaður- inn seig í sambandi við fýlunga- tekjuna. Ég hafði gaman af að tala við Guðjón um veru hans á æsku- heimili mínu og minntist hann margs, m.a. að yndi hefði hann haft af skemmtun þeirri er var á laugardagskvöldum, er dansað var í eldhúsinu við harmoníkuspil. Guðjón var meðalmaður á hæð, grannholda, glaðsinna, hrekklaus maður er ekki mátti vamm sitt vita. Þegar Guðjón fór frá Suður-Vík gerðist hann lausamaður eins og svo var kallað. Vann við ýmsa vinnu svo sem uppskipun og út- skipun, en síðasta skipið er kom til Víkur var mótorbáturinn Hilmir frá Vestmannaeyjum, sem kom 25. október 1940, vegavinnu, slögtun- arvinnu. Fór á fjörutíu og tvær vertíðir í Vestmannaeyjum, eða var á togurum. Fimmtán sumur í símavinnu hjá Kjartani Sveins- syni, símaverkstjóra. Er tækifæri gáfust var leitað í björgin veiði- fanga og marga fýla- og lunda- kippuna kom Guðjón með heim að Suður-Vík, en þar var þá veitt að hluta, landeigandi og veiðimaður, hvernig skiptingin var man ég ekki, en eitt er víst, að Guðjón skilaði samviskusamlega sínum hlut. Þeir bræður Eiríkur og Guðjón bjuggu í Vík með móður sinni. En eftir að Eiríkur hóf búskap með konu sinni bjó Guðjón einn að heita má til dauðadags því hann var aðeins þrjá síðustu dagana á Sjúkrahúsinu á Selfossi. Um leið og ég votta þér, Snjó- fríður mín, samúð mína og bið þér og öðrum vandamönnum guðs blessunar, þá þakka ég hinum látna fyrir trúmennsku við mitt heimili. Blessuð sé minning hans. Ólöf Ólafsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.