Morgunblaðið - 23.10.1982, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 23.10.1982, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. OKTÓBER 1982 ajSyono. ná! Segéu góba. manninum þair>Q_ hva2> m'ikla peninga. þú wiLi fa Lánouöo." I>að er alltaf eitthvað að þess- ari lyftu, þegar ég fer í henni niður, hún stoppar aldrei fvrr en í kjallaranum! Með morgunkaffinu |>ctta er þó regndans í lagi, þykir mér? HÖGNI HREKKVÍSI Ungbarnaeftirlit: Nú á að taka þjónustu barna- lækna af Fossvogsbörnum Guðrún skrifar: „Kæri Velvakandi. Mig langar að biðja þig að birta eftirfarandi undir nafninu „Guð- rún“, sem er dulnefni: Ég skrifa til þess að vekja at- hygli forsvarsmanna yngstu íbúa Fossvogshverfis á misrétti, sem þeir eru beittir, því að óvíst er að — og sjá Garðveislu Hilmar Jónsson skrifar: „Velvakandi. Auðvitað ætti ég að þegja, eins og Pólverjar og Afganir og yfir höfuð allir þeir, sem fengið hafa að kenna á „framfaraöflum" kommúnista. Ég og nokkrir aðrir íslenskir rithöfundar hafa bent á flóð marxískra kennslubóka í ís- lenskum skólum og misnotkun marxista á sjóðum rithöfunda. Árni Bergmann, Þjóðviljaritstjóri, Thor Vilhjálmsson og Guðbergur segja að við séum bara vanmeta gemlingar og fimmta flokks rit- höfundar: Vinstri sinnar séu þeir einu sem geti og eigi að skrifa á íslandi. Nú skora ég á almenning að fara í Þjóðleikhúsið og sjá Garð- veislu. Vonandi sjá menn þar í hvaða ógöngur ágætur rithöfund- ur eins og Guðmundur Steinsson ratar, þegar hann skrifar eingöngu eftir vinstri sinnaðri forskrift. allir geri sér grein fyrir hvernig er í pottinn búið um ungbarnaeftirlit í hverfinu. Ég er Fossvogsbúi og eignaðist barn fyrir skömmu. Elskulegur hjúkrunarfræðingur kom til okkar frá heilsugæslustöðinni í Borg- arspítalanum og gekk allt ljóm- andi vel þangað til kom að því að í Garðveislu vottar hvergi fyrir gagnrýni á hugmyndafræði marx- ista, hins vegar er Kristi og kirkj- unni kennt um spillingu Vestur- landa. Er það vinstri sinnuð friðarstefna að þegja um ógnarstjórn, bara ef hún er rauð? Og maður hlýtur ennfremur að spyrja: Hvers vegna var leikritið tekið til sýningar eins ófullburða og það er? Öllum, sem hafa séð æfingarnar, hlýtur að hafa verið ljóst að leikpersónurn- ar skorti Iíf og grundvallarhugsun í verkinu er öll í molum.“ fara skyldi með barnið í læknis- skoðun. Hjúkrunarfræðingurinn kvaðst þá ætla að gefa okkur tíma í heilsugæslustöðinni. Ég þakkaði fyrir og datt ekki annað í hug en þangað kæmu barnalæknar frá Heilsuverndarstöð Reykjavíkur eins og í aðrar heilsugæslustöðvar í borginni og á Seltjarnarnesi. Sem betur fer spurði ég til vonar og vara. Svarið var: „Nei. Það eru heimilislæknar í stöðinni, sem skoða börnin.“ Nú fóru að renna á mig tvær grímur. Ég er þeirrar skoðunar, að ungbarnaeftirlit krefjist sérmenntunar í barna- lækningum og stöðugrar reynslu á því sviði. Þannig fá börnin okkar bestu umönnun, sem völ er á. Börn í Reykjavík hafa notið þjónustu barnalækna Heilsuverndarstöðv- arinnar um langt skeið, en nú á að taka hana af Fossvogsbörnum. Er það óskiljanlegt skref afturábak á tímum þegar allt miðast við að bæta þjónustu við íbúa landsins. Enginn má skilja þetta sem hnjóð um heilsugæslulækna í Fossvogin- um sem eru eflaust ágætir í sinni sérgrein, en þeir eru ekki sér- menntaðir í ungbarnaeftirliti og ungbörn í hverfinu því skör lægra sett en jafnaldrar þeirra í öðrum hverfum. Foreldrum í Fossvogi eru ekki allar bjargir bannaðar. Þeir eiga kost á að njóta ungbarnaeftirlits í heilsuverndarstöðinni við Baróns- stíg, þeir verða að hafa bein í nef- inu til þess að fara fram á það. í framhaldi af ofansögðu langar mig til að benda því fólki, sem varð þess vart einn góðan veður- dag, að það var búið að missa sinn gamla góða heimilislækni og kom- ið á skrá í heilsugæslustöðinni, að það getur fengið lækninn sinn aft- ur með skriflegu leyfi hans. Til- hneiging „kerfisins" til þess að skerða frelsi einstaklingsins með því að taka af honum réttinn til að velja sér heirnilislækni hefur sem betur fer ekki ennþá gengið lengra." GÆTUM TUNGUNNAR Sagt var: Hann ræddi um tvær stefnur öndverðar hvor annarri. Rétt væri:... um tvær stefnur hvora öndverða annarri. Betra væri þó: Hann ræddi um tvær stefnur, sem eru hvor annarri öndverðar. Úr Garðveislu. Skora á almenning að fara í Þjóðleikhúsið

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.