Morgunblaðið - 23.10.1982, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. OKTÓBER 1982
25
Bæjarútgerð Hafnarfjarðar:
Segir upp 30 manns og
Júní settur á sölulista
— 14,8 milljóna halli fyrstu 6 mánuði ársins
„VEGNA erfidleika í rekstri hefur stjórn útgerðarráðs Bæjarútgerðar Hafn-
arfjarðar gripið til þeirra neyðarúrræða, að fram að áramótum verði eitt skip,
eða sem samsvari því, haft á veiðum fyrir erlenda markaði. Vegna mikillar
birgðasöfnunar og vegna óhagkvæmrar vinnslu karfa á Bandaríkjamarkað
hefur verið ákveðið að draga seglin saman í fiskiðjuverinu og segja þar upp
25 til 30 manns. l>að er hins vegar Ijóst að þetta er ekki nóg og taka þarf á
öðrum þáttum. l>á er Ijóst, að eitt skipanna virðist koma miklu verr út en hin,
það er Júní og samþykkt var í útgerðarráði að reyna að selja skipið, en reyna
jafnframt að fá annað skip, hagkvæmara í rekstri, til að tryggja áframhald-
andi hráefni, sagði Sigurður l>órðarson, formaður útgerðarráðs Bl'H, er
Morgnunblaðið innti hann eftir rekstrarstöðu fyrirtækisins.
„Niðurstaða úttektar á rekstri leikum og það er fyrst og fremst
BÚH, sem gerð var á miðju ári
sýndi að rekstrarafkoma fyrir-
tækisins fyrstu 6 mánuði ársins
var neikvæð um 14,7 milljónir
króna. Á sama tíma í fyrra var
rekstrafkoma Bæjarútgerðarinn-
ar neikvæð um 71.000 krónur. Af
þessum rúmu 14 milljónum var
halli útgerðarinnar 10,8 milljónir
króna. Síðan þessi úttekt ver gerð
hefur hagur útgerðarinnar batnað
heldur. Skipin veiddu ágætlega í
júlí, águst og september og vinnsl-
an var í ágætu jafnvægi. Hins veg-
ar eru næstu mánuðir þeir, sem
taldir eru erfiðastir í þessum
rekstri og þar kemur annað til
viðbótar, sem veldur okkur erfið-
birgðasöfnum, sem á sér stað hjá
fyrirtækinu í öllum framleiðslu-
greinum. I frystingunni er það
fyrst og fremst vegna þess að ekki
er hægt að selja karfann til Sovét-
ríkjanna og eru um 2/3 hlutar
birgða í frystingunni bundnir í því
og losna ekki fyrr en um áramót.
Þá þekkja allir skreiðarmálin og
einnig eigum við tölvert magn af
saltfiski, sem ekki hefur enn verið
seldur. Fjárhagsafkoman hjá
okkur er auðvitað í beinu fram-
haldi af þessu og þær ráðstafanir,
sem hafa verið gerðar fyrir út-
gerðina hafa ekki skilað nógu til
að leysa þau vandamál, sem við er
að stríða." sagði Sigurður.
JC-dagurinn í Grindavík:
Fundur um skólamál
(■rindavík, 22. október.
JC-GRINDAVÍK gengst fyrir borg-
arafundi um skólamál á morgun,
laugardag, en þá er hinn formlegi
JC-dagur á íslandi. Dagurinn ber yf-
irskriftina „Almenn tengsli“.
Tilgangur fundarins er að koma
á framfæri upplýsingum og vekja
umræður um stöðu grunnskólans í
Grindavík, sérstaklega hvað varð-
ar húsnæðið og aðstöðu. Einnig að
skapa samstöðu bæjarbúa um sinn
skóla.
Dagskrá fundarins, sem hefst
kl. 14.00, er að formaður dagskrár-
nefndar JC setur fundinn, en síðan
flytur fræðslustjóri Reykjanes-
umdæmis, Helgi Jónasson fram-
söguerindi. Þá taka skólastjóri og
formaður skólanefndar til máls.
Einnig verða frjálsar umræður. Á
sama tíma verða kvikmyndir
sýndar fyrir börn í leikfimisal
skólans og húsnæði skólans verður
opið almenningi til sýnis. Þá verða
og sýndar teikningar og líkan að
fyrirhugaðri nýrri skólabyggingu.
Guðfinnur
Akureyri:
Öryggi ofar öðru“
Akureyri, 22. október.
JC-AKUREYRI gengst fyrir úti-
samkomu á morgun, laugardag, á
svæðinu vestan við slökkvistöðina
við Geislagötu og stendur hún frá kl.
13.30 til 18.00. Þar verður ýmislegt
gert til gagns og gamans, m.a. mun
Félag slökkviliðsmanna á Akureyri
efna þar til sýningar og sýnikennslu
í meðferð eldvarnartækja.
Auk þess sem þarna verður seld
áskrift að jólakortum, sem jóla-
sveinninn mun bera til barna á
jólunum í eigin persónu verða
seldir læsanlegir lyfjakassar,
reykskynjarar, slökkvitæki og
reiðhjólalásar. Megintilgangurinn
er að stuðla að bættu öryggi á
þessum þremur sviðum, eldvörn-
um, lyfjageymslu og meðferð og
geymslu reiðhjóla.
Almennar tryggingar hf. hafa
kostað útgáfu bæklings sem hefur
verið borinn í hús á Akureyri. Þar
er m.a. gerð grein fyrir þeim teg-
undum trygginga sem fyrirtækið
býður til sölu, en einnig ritar
Baldur Jónsson læknir um slysa-
Vinstri menn hlutu
51,9% atkvæða
B-LISTI vinstri manna hlaut 356 at-
kvæði eða 51,9% við kosningar um
nefnd til að annast 1. des. hátíðahöld
við Háskóla íslands, en kosið var á
fimmtudagskvöld. A-listi Vöku, félags
lýðræðissinnaðra stúdenta, hlaut 315
atkvæði, 45,9%.
Hátíðadagskráin verður því helg-
uð efni því er vinstri menn buðu
fram, „Vísindi og kreppa", en Vöku-
menn höfðu boðið fram efnið „Fjöl-
miðlun og frelsi".
hættu af rangri geymslu lyfja,
Ófeigur Baldursson lögreglu-
fulltrúi um þjófnaðarvarnir reið-
hjóla og umferðarreglur hjólreiða-
manna og eins er vakin athygli á
nauðsyn reykskynjara og annarra
raunhæfra eldvarna.
Ekki er að efa að með þessu
framtaki vekja JC-félagar athygli
almennings á nauðsyn þess að
gæta fyrrgreindra öryggisatriða
og vinna með því þarft verk. For-
seti JC Akureyri er Hallgrímur
Gíslason. Sv.P.
Pár Stenbáck utanríkisráðherra Finna og Mauno Koivisto forseti að setja upp sendiráðsskjöldinn í húsnæði
finnska sendiráðsins í Húsi verzlunarinnar í gær. í.jósm. ói.K.Ma«n.
Síðasti dagur heimsóknar Finnlandsforseta:
Húsnæði finnska sendi-
ráðsins tekið í notkun
FINNSKU forsetahjónin skoðuðu í
gærmorgun orkuverið að Svarts-
engi ásamt forseta íslands, Vigdísi
Finnbogadóttur og fylgdarliði, en
vegna óhagstæðra veðurskilyrða
varð að hætta við fyrirhugaða
skoðunarferð til Vestmannaeyja.
Þessi breyting varð til þess að
Koivisto forseta gafst timi til að
vera viðstaddur athöfn í tilefni
þess að húsnæði finnska sendi-
ráðsins í Húsi verzlunarinnar var
tekið í notkun, en þótt húsnæðið
sé ófullgert, hafði verið ákveðið að
taka það formlega í notkun meðan
á forsetaheimsókninni stæði.
Hjálpuðust þeir Koivisto forseti og
Stenbáck utanríkisráðherra að
með að festa upp veggskjöld með
merki sendiráðsins. Enn hafa ekki
verið fest kaup á bústað fyrir
finnska sendiherrann.
Hádegisverður í boði Reykja-
víkurborgar var snæddur að
Kjarvalsstöðum þar sem Davíð
Oddsson borgarstjóri og Albert
Guðmundsson forseti borgar-
stjórnar buðu gestina velkomna
en síðan var sezt að borðum og
snæddir blandaðir sjávarréttir,
innbakaðar nautalundir og
ávextir í eftirrétt.
Um þrjúleytið var komið á
Þingvöll og gengið niður Al-
mannagjá og á Lögberg þar sem
séra Heimir Steinsson rakti sögu
staðarins. Kaldur norðanstreng-
ur lá upp Almannagjá og varð
mörgum Finnanum að orði að
ekki hefði þá grunað fyrr að svo
napurt væri á Islandi, sízt eftir
þær hlýju móttökur sem þeir
hefðu fengið hvarvetna. Frú
Tellervo Koivisto sagði að ekki
dygði annað en að hlaupa sér til
hita og tók þar með til fótanna
í Almannagjá, frá vinstri: Koivisto forseti, Gunnar Thoroddsen forsætis-
ráðherra, frú Tellervo Koivisto, Vigdís Finnbogadóttir forseti, Sissel
Stenbáck, frú Vala Asgeirsdóttir og Pár Stenbáck utanríkisráðherra
Finna. Ljósm. ÓI.K.Maan.
og fóru margir að dæmi hennar.
Af Lögbergi var gengið niður á
sléttuna og þaðan haldið í ráð-
herrabústaðinn þar sem frú Vala
Ásgeirsdóttir og Gunnar Thor-
oddsen forsætisráðherra voru
komin á undan, en þar þáðu
gestirnir hressingu áður en
haldið var í bæinn.
Síðar um daginn tóku finnsku
forsetahjónin á móti Finnum,
búsettum hér á landi, í Norræna
húsinu, en kl. 20 hófst kvöldverð-
ur Finnlandsforseta að Hótel
Borg. Þar var á borðum finnskur
matur og hafði sérstakur kokkur
komið með hann frá Helsinki.
Réttir voru fjórir, vatnakrabba-
súpa, smjörkollur með villtum
sveppum, orri og vanilluís með
berjum sem vaxa villt í finnsku
skógunum.
Héðan fer einkaþota Koivisto
forseta og fylgdarliðs hans kl.
tíu árdegis og lýkur þar með
þriggja daga opinberri heimsókn
hins finnska þjóðhöfðingja í boði
forseta Islands. Þess má geta að
þetta er önnur opinbera heim-
sóknin sem Mauno Koivisto fer í
síðan hann tók við forsetaemb-
ætti í janúar sl. Skömmu eftir
embættistökuna fór hann í
„vinnuheimsókn“, sem kallað er,
til Sovétríkjanna, en slíkar
heimsóknir eru hefðbundnar. í
vor fór hann í opinbera heim-
sókn til Svíþjóðar.
Umræða utan dagskrár í borgarstjórn:
Lóðaframboð minnkaði um helm-
ing í tíð vinstri meirihlutans
— segir Davíð Oddsson borgarstjóri
DAVÍÐ Oddsson borgarstjóri svaraði á borgarstjórnarfundi sl. fimmtu-
dagskvöld gagnrýni sem Sigurjón Pétursson borgarfulltrúi Alþýðubanda-
lagsins bar fram utan dagskrár, en gagnrýnin beindist að sjónvarpsþætti með
borgarstjóra á dögunum. Sagði Davíð að uppákoma Sigurjóns þá á fundinum
væri óþörf og sagði hann að þær tölur um lóðaúthlutun í borginni sem fram
komu í sjónvarpsþættinum, væru þær sem til umræðu hefðu verið í kosn-
ingabaráttunni.
Benti Davíð á að lóðaframboð í
Reykjavík hefði minnkað um
helming á síðasta kjörtímabili,
miðað við árin 1970—1978. Þá
sagði Davíð að það væri ekki rétt
að teija með í úthlutun lóðir sem
hefðu verið gerðar byggingarhæf-
ar á ákveðnu tímabili, en úthlutað
á öðru.
Markús Örn Antonsson borgar-
fulltrúi Sjálfstæðisflokksins sagði
í ræðu sinni varðandi þetta mál,
að tölur borgarstjóra um lóðaút-
hlutanir væru ábyggilegar og
byggðar á upplýsingum embætt-
ismanna borgarinnar. Hins vegar
sagði hann að hann teldi ekki
meginmálið hvort 50 lóðum fleira
eða færra hefði verið úthlutað á
síðasta kjörtímabili, heldur hitt
að mikill samdráttur í úthlutun-
um hefði orðið í tíð vinstri stjórn-
ar í Reykjavík. Hins vegar stefndu
sjálfstæðismenn að því að stór-
auka framboð lóða, en talið væri
að um 700 lóðir á ári myndu full-
nægja eftirspurn. Markús sagði að
það sem skipti máli væri það að nú
yrðu straumhvörf í lóðamálum í
Reykjavík með tilkomu meirihluta
Sjálfstæðisflokksins.
Magnús L. Sveinsson borgar-
fulltrúi Sjálfstæðisflokksins sagði
að ekki væri að undra að vinstri
menn væru óánægðir með
frammistöðu borgarstjóra í sjón-
varpsþættinum, þar sem al-
mannarómur segði að borgarstjóri
hefði staðið sig vel. Síðan vefengdi
Magnús sannleiksgildi talna Sig-
urjóns Péturssonar og sagði að
misræmi væri á milli ára í Árbók
Reykjavíkur, hvað varðaði tölu
úthlutaðra byggingarlóða.
Sigurjón Pétursson sagði að
borgarstjóri hefði farið með rangt
mál í þættinum, hvað tölu úthlut-
aðra lóða varðaði og nefndi hann
tölur í því sambandi. Kvaðst hann
hafa fengið þær hjá embættis-
mönnum borgarinnar.