Morgunblaðið - 23.10.1982, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. OKTÓBER 1982
35
Þorgerður Sigurðar-
dóttir — Minning
F»dd lS.júlí 1893
Dáin 12. október 1982
Látin er í Reykjavík í hárri elli,
89 ára, Þorgerður Sigurðardóttir.
Hún var fædd í Brúnavík í Borg-
arfirði eystra. Foreldrar hennar
voru Sigurður Steinsson og Guð-
ríður Jónsdóttir. Upp komust 10 af
börnum þeirra: Jóna fædd 1886,
Hallsteinn fæddur 1887, Sigurlaug
fædd 1892, Þorgerður fædd 1893,
Anna fædd 1895, Þorbjörg fædd
1896, Jóhann fæddur 1897, Árni
fæddur 1899, Sigfús fæddur 1901,
Runólfur fæddur 1905. Nú eru tvö
þessara systkina eftir á lífi, Þor-
björg og Árni.
Gerða, eins og hún var alltaf
kölluð af frændfólki sínu, ólst upp
í Borgarfirði í glöðum systkina-
hópi. Faðir þeirra var bæði bóndi
og sjómaður eins og títt gerðist í
litlum sjávarþorpum á þessum ár-
um. Öll börnin tóku þátt í vinnu
við heimilið, og hafði Gerða verið
liðtæk til allra verka, ekki síður
útivinnu, þvi hún var mjög þrek-
mikil og kát. Um tvítugsaldur
réðst hún í vist í Valhöll á Fá-
skrúðsfirði. Þar kynntist hún
mannsefni sínu, Stefáni P. Jak-
obssyni, miklum athafnamanni.
Hann var útgerðarmaður og kaup-
maður. Árið 1915 giftust þau.
Eignuðust þau 6 börn: Ólöf Ásta,
fædd 1916, gift Sveini Bjarnasyni
frá Fáskrúðsfirði, þau eru búsett í
Hafnarfirði. Jakob Baldur, fæddur
1920, verkstjóri í Áfengisverslun
ríkisins, kvæntur Margréti Stef-
ánsdóttur frá Akureyri, búsettur í
Kópavogi. Guðríður Laufey fædd
1922, gift Karli Sigurðssyni frá
Hjalteyri, þar sem þau búa. Sig-
urður Bragi fæddur 1925, fram-
kvæmdastjóri Hurðariðjunnar í
Kópavogi, búsettur þar. Ingi Birg-
ir fæddur 1928, útsölustjóri
Áfengisverslunar ríkisins við
Snorrabraut, kvæntur Erlu Júlí-
usdóttur frá Akureyri, búsettur í
Reykjavík. Halla fædd 1932, gift
Páli Þorvaldssyni úr Arnarfirði,
þau eru búsett í Reykjavik. Auk
barna sinna ólu þau upp systurson
Stefáns, Eggert Eggertsson, sem
er látinn. Á heimilinu voru einnig
Ólöf, móðir Stefáns, Guðríður,
móðir Gerðu, og Hallsteinn bróðir
hennar með dóttur sína, Guðríði,
f. 1925, en Hallsteinn vann við at-
vinnurekstur Stefáns. Auk þess
var vinnufólk. Búskap höfðu þau
talsverðan, kýr, kindur og hænsni,
því hvert heimili þurfti að vera
sjálfbjarga í mataröflun. Heyjað
var frá Sævarenda og Sjávarborg,
sem voru býli handan við fjörðinn
og var farið á bát á milli.
Heimilisfólkið var frá 16—20
manns, svo nærri má geta hvað
reyndi á húsmóðurina, en mynd-
arskapur, gestrisni og glaðværð
var hennar aðalsmerki og var hún
rómuð um Austurland, því öllum
sem bar að garði í Stefánshúsi,
frændfólki, vinum og viðskipta-
mönnum, var ávallt tekið sem
höfðingjum.
Foreldrar mínir, Anna systir
Gerðu, og Sigurbjörn bjuggu með
4 börn sín í nágrenni við Stefáns-
húsið, svo samgangur var mikill
milli heimilanna.
Ég var þar öllum stundum, því
Guðríður dóttir Hallsteins, sem
kalla mátti fósturdóttur Gerðu,
var jafnaldra mín og leikfélagi.
Minnist ég alltaf stóra búrsins
hennar Gerðu, sem var eins og
forðabúr. Aðrar eins kökur og
tertur og Gerða bakaði voru eftir-
sóttar af okkar börnunum, og var
hún óspör á þær veitingar.
Vorið 1936 fluttu foreldrar mín-
ir til Reykjavíkur, var það hvíta-
sunnudagur í maí og var þá verið
að ferma Laufeyju, og vorum við í
fermingarveislunni þar til Esjan
fór síðla dags, og skildi þá leiðir í
nokkur ár.
Á þessum árum fór að halla
undan fæti í atvinnurekstri í sjáv-
arþorpunum á Austfjörðum vegna
kreppunnar, og erfiðleikar urðu
miklir hjá Stefáni Jakobssyni sem
mörgum öðrum. Viðskiptunum við
„fransmenn" sem höfðu verið mest
á Fáskrúðsfirði, og verslun Stef-
áns byggðist mikið á var lokið, auk
mikilla sviptinga á mörkuðum og í
bankaviðskiptum, og endalok urðu
þau að Stefán neyddist til að
hætta öllum atvinnurekstri sín-
um.
Vorið 1938 flytur fjölskyldan til
Hjalteyrar. Frændi Stefáns, Pétur
Jónasson var verksmiðjustjóri
Keldúlfs hf. á Hjalteyri, og útveg-
aði hann Stefáni vinnu og hús-
næði. Þau settust þar að í litlu
húsi og mikil hljóta umskiptin að
hafa verið, því manni fannst Stef-
ánshúsið á Fáskrúðsfirði sem höll,
og breytingin mikil að hverfa frá
öllum umsvifum og félagslífi, sem
þau tóku mikinn þátt á Fáskrúðs-
firði.
En stærsta áfallið dundi yfir
þegar Stefán fórst af slysförum í
verksmiðjunni á Hjalteyri í júlí
1940. Ekki lét Gerða samt bugast,
fór að vinna í mötuneyti verk-
smiðjanna og 1942 tók hún að sér
rekstur hótelsins á Hjalteyri og
rak það til ársins 1958, er hún
flyst til Reykjavíkur og sest að hjá
Höllu, dóttur sinni, og var á heim-
ili hennar þar til sl. sumar, að hún
fór á Hrafnistu og andaðist þar 12.
október sl. Hvert sumar meðan
heilsan leyfði dvaldi hún nokkrar
vikur á Hjalteyri, hjá Laufeyju og
Karli.
Árið 1946 flyt ég til Akureyrar
og hefst þá annar kafli í samveru
okkar Gerðu. Ófáar ferðir voru
farnar til Hjalteyrar og notið
gestrisni hennar sem fyrr. Gunn-
ar, maðurinn minn, og börnin
okkar tóku sérstöku ástfóstri við
þessa elskulegu frænku sína.
Ljúfar eru mér minningar um
samveru með henni nokkra daga á
Borgarfirði eystra hjá Kristínu
Hallgrímsdóttur, frænku okkar,
þegar haldið var ættarmót Steins-
ættarinnar. Hún var með þeim
elstu sem mættu þar, þá 83 ára og
fór hún með okkur til Akureyrar
keyrandi og naut þess í ríkum
mæli að ferðast í sumarblíðunni.
Ekki fór hún varhluta af veik-
indum, þjáðist m.a. af sykursýki á
háu stigi í 35—30 ár. Gláka hafði
skemmt sjónina mjög illa. En
aldrei æðraðist Gerða, hún var
alltaf jafn kát og hress og hélt að
slíkt væri nú ekki til að fárast yf-
ir. Mikill styrkur var henni að
börnum sínum, sem öll elskuðu
hana og virtu. Barnabörnin eru 21
og fjöldi langömmubarna, auk
langalangömmubarna.
Jarðarför hennar verður gerð
frá Möðruvöllum í Hörgárdal í
dag 23. október. Verður hún lögð
til hinstu hvíldar við hlið eigin-
manns síns. Blessuð sé minning
hennar.
Guðrún Sigurbjörnsdóttir
Gömul kona er gengin. Tæpir
níu áratugir eru liðnir síðan hún
leit fyrst ljós þessa heims. Starf-
samri ævi er lokið.
Oft er þess minnst að sú kyn-
slóð, sem nú er kontin á efri ár, má
muna tímana tvenna. Lungann úr
starfsævi sinni var Þorgerður Sig-
urðardóttir, sem nú er í val fallin
og hér er minnst, húsfreyja á fjöl-
mennu og umsvifamiklu heimili á
Fáskrúðsfirði eystra. Eiginmaður
hennar, Stefán Pétur Jakobsson,
var skipstjóri og síðan útgerðar-
maður og kaupmaður þar. Á heim-
ili þeirra var ekki einungis fjöl-
skyldan, hjónin, börnin sex, tvö
fósturbörn, foreldrar Stefáns,
móðir Þorgerðar og systkini henn-
ar nokkur, heldur og fjöldi vinnu-
fólks, verslunarmenn og sjómenn
á útvegi húsbóndans. — Véltækn-
in hafði ekki haldið innreið sína í
híbýli manna. Fornar venjur mót-
uðu störfin. Og stóru heimili var
þörf duglegra hjúa. Það var því í
mörg horn að líta. „Mjög þarf nú
að mörgu að hyggja," segir í frægu
kvæði. Og það hefur húsfreyjan á
stóru kaupmannsheimilinu reynt
„daglangt og árlangt." Vakandi
umhyggja, glögg yfirsýn og skipu-
lagsgáfa gerðu henni kleift að
móta heimili og heimilisbrag sem
margir gamlir Austfirðingar
minnast með virðingu og hlýrri
þökk.
Þorgerður Sigurðardóttir var
fædd 18. júlí 1893 að Brúnavík í
Borgarfirði eystra. Foreldrar
hennar voru hjónin Guðríður
Jónsdóttir og Sigurður bóndi
Steinsson. Þau hjón bjuggu víðar í
Borgarfirði en í Brúnavík, á
Snotrunesi, Þrándarstöðum og
Bakka, en fluttust til Fáskrúðs-
fjarðar 1921. Guðríður var dóttir
Jóns Bjarnasonar, bónda að
Breiðuvík í Borgarfirði, en faðir
Sigurðar var Steinn bóndi Sig-
urðsson frá Borg í Njarðvík. Þor-
gerður ólst upp með foreldrum
sínum. Systkinin voru þrettán. Af
þeim eru nú einungis tvö á lífi,
Árni í Innri-Njarðvík, kvæntur
Árnheiði Magnúsdóttur frá
Garðbæ, og Þorbjörg sem nú
dvelst í Hrafnistu í Reykjavík.
Á jólum árið 1915 giftist Þor-
gerður Sigurðardóttir Stefáni
Pétri Jakobssyni sem fyrr var
nefndur. Stefán Pétur var fæddur
að Kolfreyjustað 7. maí 1880. For-
eldrar hans voru hjónin Ólöf Stef-
ánsdóttir prests Jónssonar að
Kolfreyjustað og Jakob Pétursson
bónda Jakobssonar á Oddsstöðum
á Melrakkasléttu. Ólöf og Jakob
bjuggu að Brimnesi við Fáskrúðs-
fjörð og þar ólst Stefán Pétur upp
við fjölbreytt störf til lands og
sjávar.
Stefán Pétur Jakobsson gerðist
ungur dugmikill skipstjóri og síð-
an útgerðarmaður og kaupmaður
á Fáskrúðsfirði. Heimilið varð
fljótt stórt og þar var viðurgern-
ingur í engu við nögl skorinn og
gestrisni slík að rómað var víða
um Austurland.
Börn þeirra hjóna urðu sex sem
fyrr segir og auk þess ólu þau að
nokkur eða öllu leyti upp tvö fóst-
urbörn. Öll eru þau á lífi nema
fóstursonurinn og bera uppeldi og
erfðum fagurt vitni. Börnin eru
þessi:
1. Ólöf Ásta, fædd 1916, hús-
freyja í Hafnarfirði, gift Sveini
Long Bjarnasyni, bifvélavirkja frá
Fáskrúðsfirði. Þau eiga þrjú börn.
2. Jakob Baldur, fæddur 1920,
verkstjóri, búsettur í Kópavogi,
kvæntur Margréti Stefánsdóttur
frá Akureyri. Þau eiga þrjá syni.
3. Laufey Guðríður, fædd 1922,
húsfreyja á Hjalteyri, gift Karli
Sigurðssyni vélvirkja, Hjalteyr-
ingi. Börn þeirra eru fjögur. 4.
Sigurður Bragi, fæddur 1925,
byggingameistari í Kópavogi,
kvæntur Sigurveigu Jónsdóttur úr
Reykjavík. Þau eiga fimm börn. 5.
Ingi Birgir, fæddur 1928, verslun-
arstjóri í Reykjavík, kvæntur Erlu
Júlíusdóttur frá Akureyri. Þau
eiga tvær dætur. 6. Halla, fædd
1932, húsfreyja í Reykjavík, gift
Páli Þorvaldssyni trésmið úr Arn-
arfirði. Börn þeirra eru fjögur.
Barnabarnabörn Þorgerðar Sig-
urðardóttur og Stefáns Péturs
Jakobssonar eru nú 32 og tveir eru
niðjar þeirra í fjórða lið.
Fósturbörnin tvö, sem áttu
bernsku- og æskudaga sína á
heimili þeirra eru: Eggert Egg-
ertsson, systursonur Stefáns Pét-
urs, gjaldkeri í Reykjavík. Hann
var tvíkvæntur. Fyrri kona hans
var Arnheiður Sveinsdóttir og
áttu þau þrjú börn. Síðari kona
Eggerts var Guðrún Guðmunds-
dóttir. Eggert er látinn. Guðríður
Hallsteinsdóttir, bróðurdóttir
Þorgerðar, húsfreyja í Reykjavík.
Hallsteinn, faðir hennar, var löng-
um til heimilis hjá systur sinni og
mági. Guðríður er gift Stefáni
Valdimarssyni stýrimanni og eiga
þau fimm börn.
Eins og fyrr segir var heimilið
fjölmennt. Húsfreyju hefur sjald-
an verið til setunnar boðið. Fyrir
kom að á þriðja tug manna matað-
ist samtímis við borð Þorgerðar.
Á kreppuárunum varð Stefán
kaupmaður að draga saman segl-
in. Þá var ekki búið að finna upp
það kerfi sem setur fyrirtæki á
ríkisframfæri ef illa gengur; —
enda raunar vafamál að Stefán
Pétur Jakobsson hefði haft geð í
sér til að gerast gustukamaður
Reykjavíkurvaldsins.
Þar kom að hjónin fluttust brott
frá Fáskrúðsfirði, þaðan sem þau
höfðu átt drýgstan þátt í að leggja
grunn að traustum atvinnurekstri.
Þau héldu norður til Hjalteyrar
1938 og þar lést Stefán Pétur af
slysförum tveim árum síðar.
Þorgerður stóð þá ein uppi með
barnahópinn sinn. Að vísu voru
elstu börnin komin á legg en
yngsta dóttirin var aðeins sjö ára.
— En Þorgerður leí ekki bugast.
Ekkert var henni fjær en leggja
árar í bát. Hún hóf að starfa utan
heimilis og vann hörðum höndum
fram yfir sjötugt. Árið 1942 tók
hún við stjórn hótelsins á Hjalt-
eyri, en þá var atvinnulíf þar enn í
blóma, og hélt þeim starfa hátt á
annan áratug. Þá fluttist hún til
Reykjavíkur og settist að hjá
Höllu, dóttur sinni. Þar átti hún
lengst af heimili siðan þangað til
hún fékk inni á Hrafnistu nú í vor.
Þar andaðist hún 12. þessa mánað-
ar.
Þorgerður stundaði vinnu utan
heimilis eftir að suður kom eins og
fyrr sagði. Hún var barn þeirrar
kynslóðar sem ekki var mulið und-
ir, kynslóðar sem starfaði og strit-
aði meðan verkljóst var.
Nú hefur hún kvatt. „Hvað hef-
ur sinn tíma,“ segir í helgri bók.
Fátt er eðlilegra en fólk gangi
fyrir ætterinsstapa þegar háum
aldri er náð. Þá er tími til að
þakka og kveðja. Og við eigum
henni margt að þakka. Æviferill
Þorgerðar Sigurðardóttur er slík-
ur að á hann ber hvergi skugga. I
engu brást hún því sem henni var
fyrir trúað. Aldrei vék hún sér
undan þeim skyldum sem henni
voru á herðar lagðar. Og þá reis
hún hæst er mest á reyndi. Slíka
konu er gott að eiga að formóður.
Hugheilar samúðarkveðjur
sendum við hjónin ástvinum
hennar öilum. Guð blessi þeim
minninguna um mikilhæfa konu.
Olafur Haukur Árnason
Páll í vaxandi mæli að flytja út
hesta. Jafnframt annaðist hann
kaup á hestum til útflutnings fyrir
Samband íslenskra samvinnufé-
laga um nokkurra ára skeið. í
þessu starfi kom berlega í ljós hve
hestglöggur hann var og hve auð-
velt hann átti með að umgangast
hesta við óhagstæðar aðstæður og
í erfiðri færð. Sannaðist enn og
aftur að hvert það verk sem Páll
tók að sér var vel af hendi leyst,
honum mátti treysta.
Þau hjónin Páll og Bíbí — eins
og hún er oftast kölluð — höfðu
bæði mjög gaman af hestum. Bæði
voru þau hestfær og sýndu oft
gæðinga sína á hestamannamót-
um. Var oft gaman að fara með
þeim í styttri eða lengri ferðir og
njóta fegurðarinnar sem fyrir
augu bar og þeirra dásemda sem
sá einn finnur sem vel er hestaður
og kann að beita hesti sínum, eins
og hæfileikar hans og reiðvegir
leyfa.
Oft var það svo, þá leið að ferða-
lokum, að Páll lagði á einn gæð-
inga sinna. Naut hann þess að
leika við spilandi fjör þeirra og
láta þá dansa á hágengu tölti eða
grípa til vekurðar og rjúka á und-
an í hlaðið. Nú þegar gamli, góði
vinur minn er kominn í áfanga-
stað, þá veit ég að vel taka þeir á
móti honum gömlu gæðingarnir
Jónas og Ófeigur, Borgfjörð,
Skagfjörð og Dala-Rauður. Hann
heldur þeim í þjálfun, því vinir
hans munu brátt heimsækja hann
og þeir vilja þá eflaust skreppa á
bak og ríða norður bakkana í
þeirri „nóttlausu voraldar veröld",
þar sem hann nú dvelur.
Ég mun oft hugsa til Páls vinar
míns. Ég sá í honum svo margt
sem ég mat mikils. Að leiðarlok-
um langar okkur Ingu til að færa
Páli bestu kveðjur og þakkir fyrir
einlæga og trausta vináttu.
Við flytjum Bíbí, Helgu og
Mónu svo og öðrum vandamönn-
um dýpstu samúðarkveðjur.
Iljalti Pálsson
Nú er hann Páll vinur minn á
Kröggólfsstöðum allur; fyrsti og
mesti, bílandi landpósturinn er
fallinn í valinn; maður, sem allir
landsmenn vissu deili á í nærfellt
hálfa öld. Páll sat ekki í embætt-
isstólum, stóð aldrei í kosninga-
baráttu, lék aldrei á leiksviði,
skrifaði aldrei bækur, lét opinbert
málavafstur afskiptalaust, bað
vini sína ekki að mæla með sér við
orðunefnd eða um annað opinbert
hrós og viðurkenningar. Hins veg-
ar komu nokkrir vinir hans sam-
an, er hann var sjötugur, mest-
megnis hestamenn, og færðu hon-
um málverk af honum í félagsskap
gæðinga hans eftir spænska
hestamanninn og listmálarann,
Baltazar, sem forsjónin fann suð-
ur á Spáni og sendi hingað á norð-
urslóðir til að eiga líf og unað með
því, sem í nyrðri hluta álfunnar
gefst fegurst, bezt og ríkulegast:
íslenzk náttúrufegurð, íslenzkur
gæðingur og íslenzk kona. I þess-
um einstæða „þrívíddarheimi"
fann Baltazar vinahóp sinn, og þar
í miðjusvæði var vinur allra ís-
lenzkra hestamanna, Páll Sigurðs-
son, fæddur á Hólum í Hjaltadal,
en seinna kenndur við „Norðurleið
Kristjáns Birnings" á Akureyri.
Þá gerðist Páll fyrsti „bílandi"
landpósturinn og ferjumaður
Norðlendinga suður á leiðum
margra gangandi og ríðandi land-
pósta fyrri kynslóðar, yfir þrennar
illfæruheiðar suður til Borgar-
fjarðar og seinna alla leið til höf-
uðstaðarins. Hér fylgir með mynd
af þessu málverki Baltazars, en
undir því situr Páll með konu
sinni, Sigurbjörgu Jóhannesdóttur
frá Merkigili og dætrunum Helgu
og Móníku.
Margt má um Pál á Krögg-
ólfsstöðum skrifa, og hef ég nokk-
uð sagt frá honum í bókum mín-
um. Hann setti svo sterkan svip á
hvern stað, þar sem hann bió, að
fæstir notuðu föðurnafn hans. Fá-
ir landsmenn vissu t.d. um Krögg-
ólfsstaði í Ölfusi fyrr en Páll fór
að búa þar. Um tíma gekk hann
undir nafninu „Páll i Forna-
hvammi" (í Norðurárdal í Mýra-
sýslu); síðan var hann landsþekkt-
ur sem „Páll í Varmahlíð" (í
Skagafirði), þar sem hann rak
hótel og sumarferðir með túrista
þvert yfir landið um Kjalveg.
Þetta segir sitt um þann persónu-
leika, sem Páll bar.
Við Páll höfum rækt vináttu í
áratugi. Hestarnir tengdu okkur
saman og áhugamál i sambandi
við hrossakynbætur og hestaverzl-
un. Sterkustu þættirnir í fari Páls
voru greiðvikni og hjálpsemi,
dugnaður og ábyggilegheit,
óvenjulegt minni og glöggsýni á
menn og hesta, jafnaðargeð og
hressilegt glaðlyndi. Með slíkum
manni er gott að vera.
Ég kveð nú vin minn, Pál á
Kröggólfsstöðum, með söknuði en
þakklæti fyrir vináttu hans og
tryggð, og ég bið Guð að blessa
fjölskyldu hans og vini.
Gunnar Bjarnason