Morgunblaðið - 23.10.1982, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 23.10.1982, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. OKTÓBER 1982 19 „3 konur á þing" var eitt af slagorðum sjálfsUeðismanna fyrir alþingiskosningarnar 1971. Ritnefnd og höfundar bókarinnar. Fjarverandi voru Katrín Fjeldsted og Ragnhildur Helgadóttir. í fjarveru forseta borgarstjórnar kom í hlut Ingibjargar Rafnar 1. varaforseta að stýra borgarstjórnarfundi 27. maí 1982. Hér tekur hún við fundarstjórn af fulltrúa fráfarandi meirihluta. hvort sem þau vilja eða ekki og hvort sem foreldrar vilja eða ekki. Eins og ég sagði áðan sætta flestir sig líklega við þessa lagalegu skyldu og sinna skólanáminu eftir bestu getu. En hve margir skyldu vera óhamingjusamir í skóla? Hve margir vildu heldur vera að gera eitthvað allt annað? Getur það verið að öllum passi sama kerfið, somu vinnubrögð? Erum við öll eins? Með sömu þarfir? Er óhjá- kvæmilegt að staðla verkefni þau sem börn og unglingar fást við í skólum landsins? Samræming á samræmingu ofan? Ólíklegt er að allir hafi áhuga á öllu á sama tíma, að öllum passi sömu vinnu- brögð, sami hraði á yfirferð. Fell- ur öllum að hafa mörg verkefni í takinu í senn? Helst ætti náms- leiði, sem margir foreldrar og flestir kennarar grannþekkja, að vera óþekkt fyrirbæri. Þar hefur hið fullkomna kerfi fullorðinna brugðist barninu ...“ SIGRÍÐUR ARNBJARNARDÓTTIR: Menntun: MarkmiÖ — leiðir „Sú auðlind, sem við eigum að leggja áherslu á að virkja, nú og í framtíðinni, er mannshugurinn, því að sú auðlind er óþrjótandi. Hver manneskja er einstök og hef- ur eitthvað fram að færa, sem en- gin önnur hefur. En fái hún ekki tækifæri til að ná sem mestum þroska fáum við aldrei að vita hvað í henni býr og hvers hún er megnug. Skynsamlegasta fjárfest- ingin hlýtur því að vera í mennt- un ... ... Að ætlast til þess að allir læri sama námsefnið með sama hraða og sama hætti er álíka fjar- stæðukennt og að krefjast þess að allir gangi í sömu stærð af fötum, meðalstærð! Skólinn er ekki ein- angrað fyrirbæri, heldur hlýtur skólastarfið alltaf, og á að mótast af þeim viðhorfum sem eru ríkj- andi í þjóðfélaginu á hverjum tíma ... Erum við ekki flest óvirkir áhorfendur að því sem gerist í kringum okkur? Felst þátttaka okkar í þjóðmálum oft ekki í því einu að greiða atkvæði á fjögurra ára fresti? Hvers vegna er ekki meiri almennur áhugi á málum, sem varða okkur öll eins og t.d. menntamálum og kosningalög- gjöf? Hvað veldur þessu sinnuleysi og ábyrgðarleysi. Getur verið að fólki finnist að það hafi ekkert til mál- anna að leggja? ... .. .Fátt setur frjórri hugsun meiri hömlur en kreddur, þ.e. eitthvað sem menn trúa á í blindni án þess að spyrja um sannleiks- gildi. Skólinn getur hjálpað okkur að skilja að fátt er í rauninni „eilífur sannleikur", heldur er allt breytingum undirorpið. Við þurf- um stöðugt að leita nýrra svara við gömlum spurningum og að spyrja nýrra spurninga, ef okkur á að miða áfram ...“ ÁRDÍS ÞÓRÐARDÓTTIR: MannauÖur — mannvirkjun „Nú þegar dregur úr hagvextin- um, þarf að fara að vinna öðruvísi, breyta áherslunum. Það er að mínu viti hættulegt að ráðast á menntakerfin og skera stórlega niður, þar sem slíkt gæti minnkað hagvöxtinn enn frekar. Þess vegna er nauðsynlegt að leita leiða til að bæta gæði framleiðslunnar án þess að auka tilkostnaðinn. Þetta er mikið vandaverk því gera má ráð fyrir að afraksturinn af auk- inni fjárfestingu í menntun sé háður lögmálinu um minnkandi afrakstur eins og önnur hagræn fyrirbæri. Því má skjóta hér inn að sé framlag menntunar til hag- vaxtar jafnveigamikið og það virð- ist vera, getur þetta lögmál um minnkandi afrakstur fjárfestingar í menntuninni skýrt að hluta þá stöðnun sem er í hagvextinum. Nú ber því fyrst og fremst að gera meiri kröfur til einstaklinganna og leitast við að leysa úr læðingi þá orku sem býr í huga og hönd þeirra... ... Ég hef tilhneigingu til að leggja áherslu á að nú verði staldrað við í útþenslu mennta- kerfanna og hugað að betri nýt- ingu þeirra. Við eigum að mínu viti að draga úr miðstýringu og veita hinum ýmsu framhaldsskól- um frelsi til að móta sína stefnu m.t.t. hvað kennt skuli, hvernig það skuli kennt og ennfremur að leyfa þeim að velja nemendur inní skólana eftir þeim viðmiðunum sem skólarnir vilja nota, í stað nú- verandi búsetuskilyrða. Þá er von til þess að koma myndi upp ákveð- in samkeppni milli skólanna sem almennt myndi auka gæði þjón- ustunnar og líka auka afköstin. Mjög miðstýrt kerfi hefur ýmsa alvarlega annmarka. Ég nefni hér þá tvo sem ég tel vera alverstu galla miðstýrðra kerfa. Einstakl- ingarnir koma óvirkir og daufir út úr miðstýrðu kerfi, þ.e. á þeim er yfirbragð staðlaðrar, sjálfvirkrar fjöldaframleiðslu. Hitt atriðið tekur til afleiðinganna af mistök- um, sem alltaf eiga sér stað. Ein mistök í miðstýrðu kerfi geta haft geigvænleg áhrif, en ein mistök í valddreifðu kerfi hafa oftast óveruleg áhrif.“ DÖGG FÁLSDÓTTIR: Leikmannsþankar um kjarasamninga „... Margir halda því fram að núverandi fyrirkomulag við gerð kjarasamninga sé komið í sjálf- heldu. Fjöldi samningsaðila sé alltof mikill og af því geti aldrei leitt raunhæfir kjarasamningar sem taki mið af greiðslugetu at- vinnuveganna. Sem lausn á þess- um vanda hefur verið bent á út- gönguleið í formi kerfisbreytingar sem færði gerð kjarasamninga inn á vettvang fyrirtækjanna sjálfra. Þar með opnuðust möguleikar á að láta afkomu fyrirtækja ráða við launaákvarðanir. Unnt yrði að taka aukið tillit til eðlis einstakra starfa og hæfni starfsmanna, jafnframt því sem beinni og aug- ljósari tengsl ættu að verða milli hagsmuna launþega og fyrirtækja um góða afkomu. Kauptaxtar gæfu skýrari mynd af launa- greiðslum fyrirtækja. Samnings- aðilar yrðu ábyrgari fyrir niður- stöðum kjarasamninga en nú tíðk- ast. Tíma starfsmanna heildar- samtaka aðila vinnumarkaðarins yrði varið á skynsamlegri hátt með nýju hlutverki þessara aðila. Heildarsamtökin yrðu nú leiðbein- ingaraðilar í stað ákvörðunar áður. Látið yrði af fundarsetum í „aðgerðar- og tilgangsleysi". Sjálfsagt mundi þetta fyrir- komulag henta misjafnlega vel eftir aðstæðum, en benda má á að slíkar kjarasamningaviðræður hafa tíðkast um nokkurra ára skeið hjá Álfélaginu í Straumsvík og Járnblendifélaginu á Grund- artanga og gefið góða raun ...“ Síðasta þátt bókarinnar tók Ragnhildur Helgadóttir saman, en það eru útdrættir úr tillögum og ræðum nokkurra Hvatarkvenna á þingi og í borgarstjórn. Sinfóníu- tónleikar Tónlist Jón Ásgeirsson Kfnisskrá: Svendsen Karnival í París Liszt Píanókonsert nr. 1 Sjostakovits Konsert fyrir píanó og strengi Schumann Sinfónía nr. 4 Stjórnandi: Jean-I’ierre Jaquillat Varðandi efnisskrá sinfóniu- hljómsveitarinnar í vetur væri ef til vill ómaksins vert að taka sam- an þau verk, sem í raun eru upp- fyllingardót. Verk eins og Karne- val í París, eftir Johan Svendsen, er hreinn óþarfi að leika, í raun og veru sóun á tíma og fjármunum. Bandaríski píanóleikarinn Eugene List lék píanókonserta eftir Liszt og Sjostakovits. List er feikna „tekniker", en einhvern veginn fór leikur hans í Liszt-konsertinum fyrir ofan garð og neðan. Aftur á móti var leikur hans mjög vel út- færður í konsert Sjostakovits. Eitt af mörgu skrítnu í þessu verki er einleikshlutverk fyrir trompett, sem Lárus Sveinsson skilaði mjög fallega. Síðasta verk tónleikanna var svo fjórða sinfónia Schumanns. Það má vera að ný uppröðun á hljómsveitinni valdi nokkru um hversu trompettar og básúnur voru sterkar, svo nærri því ekkert heyrðist í strengjum sveitarinnar. Að staðsetja þessi hljómsterku hljóðfæri svo að segja beint fram- an í andlitum hlustenda, er væg- ast sagt vafasöm ráðstöfun. Aðal- stefið í fyrsta þætti, sem gengur eins og rauður þráður í gegnum verkið og skiptist í úrvinnslu á milli lágradda og háradda hljóð- færa á mjög áhrifamikinn hátt, týndist svo til alveg því þessar sérkennilegu sviptingar köfnuðu í sterkum lúðrahljómi. I Rómöns- unni týndist t.d. „fiðlusólóið". Að staðsetja bæði „tré“-blásarana, trompettana og básúnurnar á hljómbesta stað sviðsins er vafa- söm ráðstöfun, þegar þess er gætt, að strengjasveitin er alltof fálið- uð, enda heyrðist svo að segja ekk- ert í strengjasveitinni þegar blás- ararnir léku með, jafnvel þar sem hlutverk þeirra var varla meira en til hljómfyllingar. Norðfjörður: Saltad í 10.000. tunnuna — Einmuna vedur- blíða í allt haust Nt skaupslað, 21. október. HÉR VAR saltað í dag í tíu þús- undustu síldartunnuna á þessu hausti hjá Síldarvinnslunni. Var starfsfólki boðiö upp á veitingar af þessu tilefni, en svona mikil síld hefur ekki verið söltuð hér síðan á síldarárunum miklu. Síldin heldur áfram að veiðast, ekki mikill afli að vísu, en síldin er stór og falleg. Þá hafa trillur aflað mjög vel að undanförnu, hér rétt fyrir utan. Hefur veðrið enda verið með slíkum eindæmum hér í haust að menn muna varla slíka blíðu. Suðvestan renniblíða og alauð jörð, sést ekki snjór upp á fjallstoppum. Þá standa blóm enn í görðum og langt er frá þvi að allt lauf sé fallið af trjám, enda hefur vind varla hreyft hér í alít haust. Vona menn nú bara að veturinn verði eins og haustið; miidur og snjóléttur. — Ásgeir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.