Morgunblaðið - 23.10.1982, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 23.10.1982, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. OKTÓBER 1982 5 Rætt við Geir H. Haarde, formann SUS: „Sjálfstæðisflokkur- inn á stórkostlegt tæki færi í kosningunum „VIÐ STÖNDUM nú á tímamótum í íslenskum stjórnmálum. Af hálfu Sambands ungra sjálfsUeóismanna hefur verið staðið þannig að félagslegu og málefnalegu starfi við þessar aðstæður, að efnt hefur verið til fjölmargra funda í öllum kjördxmum til að ræða stjórnmálaástandið, óvissuna í lands- stjórninni og hvernig við henni skuli brugðist. Jafnframt ræktum við tengslin við fjarlæga félaga, stuðlum að átaki í starfi þeirra og boðum það grundvall- aratriði sjálfstæðisstefnunnar, að einstaklingnum skuli veitt sem mest at- hafnafrelsi," sagði Geir H. Haarde, formaður Sambands ungra sjálfstæð- ismanna, þegar Morgunblaðið leitaði fregna hjá honum í tilefni af fundunum um efnið einstaklingsframtak eða ríkisforsjá, sem rækilega hafa verið aug- lýstir bér í blaðinu undanfarið. „Það er svo sannarlega nauð- synlegt að vekja sem flesta lands- menn til umhugsunar um það, hvort þeir vilji meiri ríkisafskipti, meiri skattheimtu og meiri íhlut- unarsemi ríkisvaldsins. Hvar- vetna má sjá þess merki aö ríkis- forsjármennirnir eru að færa sig upp á skaftið, nýjasta dæmið er aðför þeirra að sjálfseignarstofn- unum á sviði heilbrigðismála. Við þessari þróun er ekki unnt að snú- ast nema með því að efla frum- kvæði einstaklinganna og sam- taka þeirra og veita þeim frelsi til athafna. Ég tel, að Sjálfstæðis- flokkurinn hafi nú gullvægt tæki- færi til að sýna mönnum fram á að sá kostur sem hann býður með trú á einstaklinginn er lífvænlegri en íhlutunarárátta ríkisforsjár- mannanna," sagði Geir H. Haarde. „Það verða kosningar á fyrri- hluta næsta árs. Eftir að hafa sótt marga af þeim fundum sem við höfum þcgar haldið og heyrt frá félögum minum er ég þeirrar skoðunar, að Sjálfstæðisflokkur- inn eigi stórkostlegt tækifæri í næstu kosningum svo framarlega sem innanbúðarvandinn leysist með farsælum hætti. Kosninga- baráttan í vor, til dæmis hérna í Reykjavík, var háð af þeirri bjartsýni og þeim þrótti, sem er forsenda sigurs. Og störf hins nýja meirihluta í borgarstjórn Reykja- víkur eru sú fyrirmynd sem við eigum að hafa í landsmálunum." — Hafa fundirnir verið vel sótt- ir? „Fundarsókn hefur verið þokka- leg, þegar tekið er mið af almenn- um fundarhöldum, fundarmenn hafa verið frá 15 og upp í 5Ó, jafnt eldri sem yngri. Við höfum nú haldið 10 fundi og erum um það bil hálfnaðir. Umræður hafa ein- kennst af hreinskilni og baráttu- hug. Sjálfstæðismenn vilja leysa innanflokksvandann í friði og ein- beita sér að hinum raunverulegu vandamálum í þjóðfélaginu. Um land allt sjá menn til dæmis nauð- syn þess að losna við kommúnist- ann úr sæti iðnaðarráðherra og framsóknarmanninn úr stól sjáv- arútvegsráðherra. Fundirnir hafa verið með því sniði að stjórnarmenn úr SUS hafa flutt þar framsögu og auk þess heimamenn á hverjum stað. Sérstaklega er mér minnisstæður ánægjulegur fundur sem við Er- lendur Kristjánsson, annar vara- formaður SUS, áttum í Stykkis- hólmi með sjálfstæðismönnum þar en af hálfu heimamanna tal- aði Magnús Þrándur Þórðarson, framkvæmdastjóri. I heild hafa þessi kynni verið ákaflega gagnleg og fróðlegt að sjá hve blæbrigði í afstöðu eru raunverulega lítil eftir búsetu." — A þetta einnig við um afstöðu manna til kjördæmamálsins? „Já, sjálfstæðismenn eru sanngjarnir í þessu máli. A fund- unum hefur komið fram sú skoðun jafnt á Vestfjörðum sem í Reykja- neskjördæmi að óviðunandi sé það mikla ójafnvægi sem nú ríkir í vægi atkvæða eftir búsetu. Sann- girni og réttsýni sjálfstæð- ismanna í þessu máli þarf ekki að koma á óvart, flokkur þeirra er frjálslyndur og meginkjarninn í stefnu hans er að einstaklingar skuli búa við jafnan rétt. Þá skul- um við ekki gleyma því, að Sjálf- stæðisflokkurinn hefur ætíð haft frumkvæði að því að uppræta mis- rétti á þessu sviði. Þvi sögulega hlutverki má flokkurinn ekki bregðast.“ — Hvað er helst á döfinni hjá SUS fyrir utan þessa fundi? „Unnið er að þvi að undirbúa Stjórn StúdenUfélags Reykjavíkur. Neðri röð frá vinstri: Gestur Ólafsson, Fridrik Pálsson, Jón E. Ragnarsson, Stefán Fríðfinnsson og Jónas Elíasson. Efri röð frá vinstri: Árni Kolbeinsson, Pétur Guðmundsson, Ólafur Oddsson og Gestur Steinþórsson. Stúdentafélag Reykjavíkur: Beitir sér fyrir stuðn- ingi við Háskóla íslands AÐALFUNDUR Stúdentafélags Kevkjavikur var haldinn ad Hótel Esju föstudaginn 15. október 1982. Fundarstjóri var Ólafur Egilsson sendiherra. Fráfarandi formaður Jón E. Ragnarsson hrl. flutti skýrslu stjórnar, þar sem m.a. kom fram, að félagið gaf háskólanum höf- undarréttindi að styttu Asmundar Sveinssonar af Sæmundi á selnum hinn 1. desember sl. Félagið varð 110 ára á starfsárinu. Á fundinum var samþykkt eftir- farandi ályktun: Aðalfundur Stúdentafélags Reykjavíkur hinn 15. október 1982 ályktar, að félagið gangi til sam- vinnu við Háskóla Islands um stuðning við hverskonar málefni háskólans og stúdenta við skól- ann. Flestir háskólar í nálægum löndum hafa frjáls samtök sér til fulltingis, en ekki Háskóli íslands. Skiptir hér ekki máli, hvort menn hafa stundað nám við háskólann eða ekki. Því er hér verðugt verk- efni fyrir félagsskap stúdenta á Reykjavíkursvæðinu, en skorað er á stúdentafélög í öðrum sóknum að fylgja þessu eftirdæmi og ganga til slíkrar samvinnu. Að svo stöddu vill félagið ná þessu markmiði með því, að setja á stofn samstarfsnefnd við háskól- ann um þessi málefni og setja á stofn Háskólasjóð Stúdentafélags Reykjavíkur, sem verði stofnaður hinn 1. desember n.k. með skipu- lagsskrá. Markmið sjóðsins verði þau að styðja ýmis verkefni Há- skóla íslands. Þessi sjóður sé sjálfseignarstofnun, sem stjórnað sé af 2 stjórnarmönnum frá stúd- entafélaginu, 2 frá háskólaráði og einum oddamanni skipuðum af þessum fjórum. Aflað verði viður- kenningar skattfríðinda framlaga til sjóðsins. Stjórn félagsins til ráðuneytis skal félagið hafa 3ja manna háskólanefnd kjörna af að- alfundi. Eftirtaldir voru kjörnir í stjórn: Formaður: Ólafur Óddsson, cand. mag. Stjórn: Friðrik Pálsson, framkvæmdastjóri, Gestur Stein- þórsson, skattstjóri, Jónas Elías- son, prófessor, Stefán Friðfinns- son, viðskipta.fr. Varastjórn: Árni Kolbeinsson, deildarstjóri, Bjarni Gunnarsson, kennari, Kristinn Ragnarsson, arkitekt, Stefán Pálsson, hrl., Tryggvi Agnarsson, lögfræðingur. Endurskoðendur: Haraldur Árnason, Sigurður Bald- ursson hrl. Til vara: Einar Árna- son, lögfræðingur, Kristinn Bald- ursson. Háskólanefnd: Jón E. Ragnarsson, hrl. Júlíus Sólnes, prófessor, Gestur Ólafsson, arki- tekt. Frá fundi SUS í Kópavogi. Á myndinni eru, frá vinstri: Þorsteinn Halldórs- son, formaður Týs í Kópavogi, Geir H. Haarde, formaður SUS, og Erlendur Kristjánsson, annar varaformaður SUS. ráðstefnu um atvinnumál ungs fólks. Verið er að semja yfir- gripsmikla stefnumótandi skýrslu um umsvif og skattheimtu ríkis- ins. í báðum tilvikum nýtur SUS stuðnings mjög færra manna inn- an raða samtakanna, sem gjör- kunnugir eru þessum viðfangsefn- um. Ráðstefna um stjórnarskrár- málið er í bígerð og við munum láta einokun ríkisins á útvarps- og sjónvarpsrekstri til okkar taka auk margs fleira. Að sjálfsögðu mun SUS taka virkan þátt í undir- búningi þeirra kosninga, sem nú eru í nánd, bæði varðandi prófkjör og kosningabaráttuna sjálfa," sagði Geir H. Haarde, formaður Sambands ungra sjálfstæð- ismanna, að lokum. VATTERAÐIR LEÐURJAKKAR OG KÁPUR PENTIK frá Finnlandi greiösluskilmálar PELSINN Kirkjuhvoli - sími 20160

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.