Morgunblaðið - 23.10.1982, Blaðsíða 31
31
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. OKTÓBER 1982
Gagnkvæm
tillitssemi
er allra
hagur
Fyrir hverja
Rétt stillt ökuljós
Endurskin
V etrarhjólbarðar
til hvers?
Sjóndaprir og aðrir sjá þá bíla ólíkt betur og fyrr, sem ökuljós loga á.
Nú eiga allir að vera með endurskinsmerki.
Nú þegar aksturs- og birtu-
skilyrði versna með degi hverj-
um, er spurningunum er felast í
fyrirsögn þessarar blaðagreinar
beint til, þín lesandi góður. Til-
efnið er einfaldlega það að stór
hópur fólks — já alltof stór —
virðist hreinlega ekki átta sig á
mikilvægi þess að búa sig um-
ferðarlega undir vetrarkomu.
Öllum finnst okkur sjálfsagt að
tína til skjólgóðan fatnað þá er
haustar að. Sumarskórnir fá
hvíld inni í skáp, og stutterma
skyrtan sem var svo þægileg á
Þingvöllum í sumar bíður nú
r.ýrra verkefna á næsta sumri,
kannski í Atlavík eða Ásbyrgi.
En nú þegar skammdegið færist
yfir gilda allt önnur lögmál, og
þótt fyrirhggja þurfi ávallt að
fylgja í hverri ferð, eykst þörf
hennar að mun þegar náttúru-
öflin leggjast á eitt til þess að
bregða fæti fyrir vegfarendur.
Manninum er ekki eiginlegt að
fara um í myrkri. Sé hann sjón-
skertur er hann enn verr til þess
fallinn. Þessu mætum við m.a.
með notkun lýsingar. Götuljós
Úr AC m m 16 C
^•/1 1 I Y\ ]1
Frá Umferðarráði
og ljósker ökutækja eru framlag
nútímans í því skyni að betrum-
bæta mannsaugað til þátttöku í
umferð. Ekki veitir nú af þegar
flest virðist byggjast á því að
komast á sem skemmstum tíma
milli áfangastaða. Ástæða er til
að leggja sérstaka áherslu á
notkun ökuljósanna í Ijósaskiptun-
um, bæði kvölds og morgna.
Margir vita þetta, en þeim sem
það eigi gera, skal bent á að sjón
barna er alls ekki á borð við full-
orðna. Sama máli gegnir um al-
draða, sjón þeirra hefur oft á
tíðum dofnað verulega frá því
þeir voru upp á sitt besta. Þó
ekki sé nema vegna þessara
vegfarenda, að viðbættum sjón-
skertum vegna sjúkdóma, ætti
hver ökumaður að leggja metnað
sinn í að nota ávallt ökuljósin,
sérstaklega ef ekki er fullbjart
úti vegna veðurs eða dagstíma.
En nú er það svo að þessu vilja
ökumenn gleyma í erli dagsins.
Því viljum við gjarnan koma því
á í umferðinni, að sjáum við t.d.
ljóslausan bíl koma á móti okkur
við slæm birtuskilyrði gefum við
honum merki um ljósleysið með
því að blikka eigin ljósum. Með
þessu móti má eflaust koma í
veg fyrir slys, og það fleiri en
eitt. Áður en horfið er frá ljós-
unum má minna á að um næstu
mánaðamót eiga allir að hafa
mætt með bifreiðar sínar til
Ijósaskoðunar 1982.
Um þörf endurskins hefur oft
verið rætt og ritað. Sá tími er nú
kominn að jafnt ungir sem aldn-
ir þurfa að sjá svo um að þeir
sjáist í umferðinni, þótt ekki sé
bjart úti. Það er margreynt að
dökkklæddur vegfarandi án glit-
merkis sést ekki fyrr en bíll með
lág ljós er í aðeins 20 til 30 metra
fjarlægð frá honum. Beri hann
hins vegar endurskinsmerki
kemur ökumaðurinn auga á
hann úr 120 til 130 metra fjar-
lægð. Þessi fjarlægðarmismunur
gerir oft gæfumuninn og getur
hæglega skilið milli lífs og
dauða. Því segjum við Allir með
endurskinsmerki, þ.m.t. bílstjór-
ar, því sannarlega þurfa þeir oft
að fara á tveimur jafnfljótum,
þó ekki sé nema milli bílastæðis
og vinnustaðar svo dæmi sé tek-
ið. Því miður er enginn eindagi
varðandi glitmerkin eins og um
Ijósaskoðunina 31. október. Sú
dagsetning er hins vegar heppi-
leg til viðmiðunar hér að lútandi.
Kndurskinsvæðum alla fjöl-
skylduna fyrir 31. október.
Þann 15. október var heimilt
að setja neglda hjólbarða undir
bíla. Jafnvel þótt þeir einir sér
séu ekki allra meina bót, felst
tvímælalaust i þeim aukið ör-
yggi í umferð. Einkum á það við
um þá sem óvanir eru akstri í
hálku, og satt að segja verða það
allir á sinn hátt að afloknum
sumartíma. Við þurfum að að-
laga okkur aðstæðum að þessu
leyti eins og í öðru. Hér skal þó
sérstaklega varað við oftrú á
naglahjólbörðum, það er aðgæsl-
an sem skiptir höfuðmáli. En
allavega er nú sá tími kominn að
rétt er að vera við öllu búinn í
þessum efnum, og eðlilegt að búa
bílinn og þar með farangurs^
geymsluna undir vetrarkomu. I
sambandi við þessi mál er full
ástæða til þess að vara ökumenn
á Reykjanesbraut og víðar við
þeim breyttu aðstæðum sem
fræsun á yfirborði vegarins hef-
ur haft í för með sér. Enn er ekki
fullreynt hvaða áhrif þetta hefur
þegar yfirborð vegarins frýs, en
við fyrstu frost haustsins hefur
þegar komið í ljós að þarna er
brýn ástæða til varkárni. Sér-
staklega þegar haft er í huga að
margir héldu fram hinu gagn-
stæða, að hrjúft yfirborðið yrði
til bóta í hálkutíð. Nei — þarna
kemur hraður akstur ei til
greina, eða er það?
Frá
Umferðarráði
í dag er fyrsti vetrardagur.
Um leið og vegfarendum
er óskað góðrar vegferðar
á vetri, má minna á að nú
eiga hálkublettir engum
að koma á óvart.
Þarna er ný hætta á ferð. Vatn frýs
í fönim, sem myndast eftir fræs-
ara, og þar myndast glerhálka.
Upphlaupið á þingi Iðn-
nemasambands Islands
eftir Pálmar
Halldórsson
Eins og flestum mun kunnugt
hafa staðið yfir í fjölmiðlum
landsins, einkum þó Morgunblað-
inu og DV, allmikil blaðaskrif um
þing Iðnnemasambands íslands
sem haldið var um síðustu helgi.
Ég sem fráfarandi formaður INSÍ
hefði gjarnan kosið að fá fleiri
tækifæri til að skýra mín sjón-
armið og sjónarmið fráfarandi
stjórnar, en af einhverjum ástæð-
um hefur það tækifæri ekki gefist.
Á hinn bóginn hefur „hin nýja
stjórn" og þá einkum og sér í lagi
„formaður" hennar, Haraldur
Kristjánsson, fengið mikla pressu
og ekki annað að sjá en að eitt
Reykjavíkurblaðanna kæri sig
ekki um neitt annað en mjög ein-
hliða frásögn frá þinginu og eftir-
málum þess.
Ljóst er af málflutningi Harald-
ar og félaga að gjörtöpuð staða og
málefnalegt þrot hefur komið
þeim til að gefa stóryrtar yfirlýs-
ingar í fjölmiðla.
Ér nokkuð spennandi að fylgj-
ast með dag frá degi hvort Har-
aldur titlar sig formann INSÍ eður
ei. Spyrja mætti nokkurra spurn-
inga í þessu framhaldi, t.d. hvern-
ig Haraldur Kristjánsson getur
verið aðaltalsmaður hinnar „nýju"
stjórnar þar sem hann sagði af sér
formennsku í ræðustól á þingi,
skömmu eftir kjör.
Það að draga afsögn sína til
baka eftir að þingi hefur verið frest-
að er hreinn skrípaleikur og að
gera slíkt í fjölmiðlum er móðgun
við kjörna fulltrúa á þingi. Þegar
Haraldur í Morgunblaðinu þann
19. okt. sl. lýsir því yfir að hann
dragi afsögn sína tiil baka, virðist
hann telja að rétti staðurinn til
þess sé Morgunblaðið. Rétt er því
að upplýsa Harald og svo alla þá
sem velkjast í vafa um hvert
áframhald verður á þessu máli, að
framhaldsþing INSI, sem æðsta
vald sambandsins, mun taka
ákvörðun um það mál þegar þar að
kemur, svo og önnur ágreinings-
mál sem upp hafa risið. Spurning-
in er aðeins sú hvort þeir félagar
eru reiðubúnir til þess að ganga
undir og hlíta þeim úrskurði. Ef
svo er ættu þeir að taka höndum
saman við fráfarandi stjórn og sjá
til þess að framhaldsþing INSÍ
geti sem fyrst hafist og lokið
störfum með hag iðnnemahreyf-
ingarinnar að leiðarljósi.
Ef hins vegar allt siglir í strand
munu samtök iðnnema lamast um
ófyrirsjáanlega framtíð.
Er hægt að hugsa sér að það sé
tilgangur nokkurs núverandi eða
fyrrverandi iðnnema að búa sam-
tökunum slík örlög?
LITGREINING MEÐ
CROSFIELD
5 40
LASEfí
LYKILLINN AÐ VANDADRI
LITPRENTUN
MYNDAMÓT HF.
Wupil*
nuupmannanom
FÆST
í BLAÐASÖLUNNI
ÁJÁRNBRAUTAR-
STÖÐINNI