Morgunblaðið - 23.10.1982, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. OKTÓBER 1982 21
Bílar
Sighvatur Blöndahl
með ferðamæli í, auk þess sem sér-
stakir mælar eru fyrir benzín og
kælikerfi. Aðvörunarljós eru síðan
fyrir olíuþrýsting og hleðslu bílsins.
Að ósekju mættu þar koma mælar í
stað. Þá er í borðinu kvarzklukka.
Stjórnrofum fyrir afturrúðuupp-
hitara, afturrúðuþurrku og þoku-
ljós að aftan er sérstaklega
skemmtilega fyrirkomið í útjaðri
borðsins, þannig að gott er að ná til
þeirra. Staðsetning þeirra minnir
óneitanlega svolítið á Citroen, en
þeir eru þekktir fyrir skemmtilega
hönnuð mælaborð. Aðalljósarofinn
er í stefnuljósarofanum á vinstri
væng stýrisins og er hann mjög
meðfærilegur. Þurrkurofinn er síð-
an á hægri væng stýrisins, en
þurrkurnar eru tveggja hraða, auk
„letingja" og virka ágætlega. Stýr-
iáhjólið sjálft er tiltölulega einfalt,
en það er vel staðsett fyrir minn
smekk. Stýrið virkar reyndar ágæt-
lega og beygju
radíus bílsins er óaðfinnanlegur.
Stjórntæki miðstöðvarinnar eru
fyrir miðjum bílnum eins og áður
sagði. Þau eru af einfaldari gerð-
inni, en miðstöðin er fjögurra
hraða. Hún virkar þokkalega,
mætti kannski vera ögn kraftmeiri
á köldum morgnum. Pedalar bílsins
eru venjulega staðsettir og ekkert
að því að finna. Bremsur virkar vel,
en fyrir minn smekk slítur kúpling-
in heldur ofarlega. Ástigið á benz-
íngjöfina er ágætt.
SKIPTING — VÉL
Bíllinn, sem ég reynsluók var
fimm gíra, en ennfremur er boðið
upp á 3ja gíra sjálfskiptingu í bíl-
inn. Skiptistönginni er ágætlega
fyrirkomið og gott er að skipta bíln-
um. Tiltölulega stutt er milli gíra
og kassinn „þéttur", þ.e. engan los-
arabrag er á honum að finna. Terc-
elinn virkar ágætlega í gírunum,
enda knúinn 4 strokka, 1.295 rúm-
sentimetra, 65 DIN hestafla vél,
sem virkar mjög vel í bíl, sem er
aðeins 865 kg að þyngd. Skemmti-
legastur fannst mér bíllinn í 2. og 3.
gír-
AKSTURSEIGINLEIKAR
Aksturseiginleikar Tercelsins eru
góðir, hvort heldur ekið er á mal-
biki, eða úti á malarvegum. Fjöðr-
unin er hæfilega stíf, þannig að
hann leggst lítið niður í hornin í
beygjum. Fjöðrunin virkar reyndar
óvenjulega vel á mölinni af svo lítl-
um bíl að vera, auk þess sem bíllinn
er framdrifinn, sem mér finnst
kostur. Það eina, sem kannski má
finna að bílnum úti á vegum, er
hæð, hans. Hann mætti vera eilítið
hærri, en hins vegar kemur það
honum auðvitað til tekna í hrað-
akstri á majbiki, hversu niður-
byggður hann er.
NIÐURSTAÐA
Niðurstaðan eftir að hafa ekið
Tercelnum við ólíkustu aðstæður í
nokkra daga, er sú, að mjög vel hafi
tii tekizt í hönnun hans. Um er að
ræða mjög lipran, kraftmikinn og
tiltölulega rúmgóðan bíl með góða
aksturseiginleika.
TOYOTA
Gerð: Toyota Tercet DX
Framleiðandi: Toyota Motor Co.
Framleiðsluland: Japan
Innflytjandi: Toyota-umboöið
h».
Verð: 155.000-
Afgreiðslufrestur: Til á lager
Þyngd: 865 kg
Lengd: 3.880 mm
Breidd: 1.615 mm
Hæð: 1.385 mm
Hjólhaf: 2.430 mm
Hæð í lægsta punkt: 165 mm
Burðargeta: 475 kg
Vél: 4 strokka, 1.295 rúmsenti-
metra, 65 DIN-hestafla
Benzíntankur: 45 lítra
Fjöðrun: Sjálfstæð á hverju hjóli
Bremsur: Diskar að framan og
tunnur aö aftan
Skipting: 5 gíra
Drif: Framdrifinn
Hjólbarðar: 145SR13
Benzíneyösla: 7,5—8,0 lítrar í
blönduðum akstri
Edda Jónsdóttir og nokkur verka hennar á sýningu í Asmundarsal. Myndina tók Emilía Björg Björnsdóttir nú í vikunni.
„Maður lærir ekki að
búa til listaverk ..
U
Edda Jónsdóttir
í Langbrók og
Ásmundarsal
Edda Jónsdóttir myndlistarmað-
ur er þessa dagana með tvær sýn-
ingar í Reykjavík; aðra í Ásmund-
arsal, þar sem hún sýnir tuttugu
teikningar sem hún nefnir Ljóð um
land; hina í Gallery Langbrók, þar
scm hún sýnir það er hún nefnir
„polaroid skúlptúra". Mikiil kraft-
ur er greinilega i Eddu þessi miss-
erin, því í sumar sýndi hún í litlum
bæ í Frakklandi, Le Chambon, við
góða aðsókn og jákvæð skrif í
stærsta blaðinu í Lyon. Þá hefur
hún tekið þátt í allmörgum stórum
grafik-„biennölum“ á undanförn-
um árum og gert katalóga um verk
sín og kort af nokkrum verkanna.
Blaðamaður hitti Eddu að máli í
vikunni í Ásmundarsal, og talið
barst fyrst að því hvers vegna hún
sýndi þar.
Hlýjar taugar
til hússins
„Ef undan er skilið nám í
teikningu í gagnfræðaskóla hjá
Jóhanni Briem," sagði Edda, „þá
er Ásmundarsalur sá staður þar
sem ég fyrst nam eitthvað um
myndlist. Þá hafði Myndlist-
arskólinn í Reykjavík aðsetur
hér, og Hringur Jóhannesson var
kennari minn. Ég var viðloðandi
þetta á kvöldin í nokkur ár, í
teikningu og skúlptúr, en þá tók
ég áskorun tveggja kunningja
minna, þeirra Bjargar Þor-
steinsdóttur og Gylfa Gíslason-
ar, um að drífa mig í dagskóla
Myndlista- og handíðaskóla ís-
lands, en þau stunduðu bæði
módelteikningu í Ásmundarsal
um leið og ég. Síðan þá hef ég
alltaf haft mjög hlýjar taugar til
þessa húss, og mér finnst salur-
inn hér mjög fallegur.
Eini gallinn við að sýna hér er
sá að Ásmundarsalur hefur aldr-
ei fengið sömu aðsókn og sumir
aðrir sýningarsalir. Trúlega er
það vegna þess að hér fá flestir
að sýna, það er ekki valið úr sýn-
endum og þar af leiðandi er ekki
öruggur gæðastimpill á þeim
sem hér halda sýningar! — Það
getur svo bæði verið kostur og
galli.“
— En hvenær laukstu námi í
Myndlista- og handíðaskólan-
um?
„Ég lauk myndlistarkennara-
Ein mynda Eddu, Ljóð um land, á sýningunni í Ásmundarsal.
prófi þaðan árið 1974 að mig
minnir, og fór síðan í grafikdeild
sama skóla, og eftir það í graf-
íkdeild Ríkisakademíunnar í
Amsterdam, þar sem ég tel mig
hafa verið heppna með kennara
sem hefur reýnst mér mjög vel
síðan."
Hægt að læra að skoða
og læra tækni
— Og lærðirðu að skapa lista-
verk í þessum skólum?
„Maður lærir ekki að búa til
listaverk, það er af og frá. En
það er hægt að læra að skoða og
það er hægt að læra tækni og
listasögu, annað ekki. Hitt er svo
annað hvort maður lærir af líf-
inu eða lærir alls ekki — og svo
fæðast einstaka menn með þessa
náðargáfu og þurfa ekkert að
læra.
En hvort verk manns eru ein-
hvers virði, leiðir tíminn einn í
ljós, en spurningin er auðvitað
hvort verk eigi að verða eilíf eða
hvort þau eigi bara að vera til í
samtímanum og eldast og eyði-
leggjast eins og Dieter Roth
heldur fram, líkt og maðurinn
sjálfur lifir, eldist og deyr. Samt
yrðu þau hlekkur í áframhald-
andi tilraun mannsins til list-
sköpunar.
Ég vinn að myndgerð alla
daga, eða flesta, og ætti þar af
leiðandi að kalla mig myndgerð-
armann, en ekki myndlistar-
mann, fyrr en ég fengi sönnun
þess að eitthvað af því sem ég er
að gera standist tímans tönn, en
það lifa víst fæstir. Svo eins og
kennari kallar sig kennara án
tillits til þess hvort honum tekst
nokkurn tíma að kenna nokkrum
manni nokkuð, þá kalla ég mig
myndlistarmann, án tillits til
þess hvort það sem ég er að gera,
fái staðist timans tönn.“
Ólíkar sýningar
— Þú ert með tvær sýningar í
gangi í einu, en þær eru þó ekki
sérlega líkar hvor annarri?
„Já, það er rétt, að sýningarn-
ar eru um margt ólíkar, þótt
fljótt á litið virðist það fyrst og
fremst efnisnotkun, sem er ólík.
í Langbrók í Lækjargötu sýni ég
það sem ég kalla „poiaroid
skúlptúra“, en eru reyndar
myndir bak við gler þar sem ég
púsla saman polaroid-myndum í
eina heild. Sú sýning saman-
stendur meðal annars af nokkr-
um sjálfsmyndum. Ég tek mynd-
ir af ýmsum líkamspörtum, og
raða þeim síðan saman uns úr
verður mynd. Til þess að svo geti
orðið, þá þarf ég að taka mörg-
um sinnum fleiri myndir en ég
svo nota, þannig að ég nota pol-
aroid-myndirnar eins og ég væri
að teikna eða mála, ég nota þær
í staðinn fyrir lit eða blýant.
Stólaskúlptúrinn á sýningunni
má lesa eins og myndasögu um
fólk, sumir snúa bökum saman,
aðrir gera eitthvað annað eða
hvorttveggja. Síðan getur hver
og einn lesið úr þessum myndum
það sem honum sýnist."
— Og sýningin hér í Ásmund-
arsal?
„Hér er ég aftur á móti með
tuttugu teikningar, sem ég kalla
Ljóð um land. í þessum teikning-
um tek ég viðkvæma sjónræna
hluta úr landslagi og afmarka þá
svo með einhvers konar ramma.
Náttúra okkar virðist sterkleg.
en ekki er víst að hún þoli alla
meðferð, eða ósmekklega um-
gengni. Það getur endað með að
við eigum aðeins myndir af landi
sem einu sinni var, eða ekki einu
sinni það. Eins er það auðvitað
með manninn, þó hann virðist
stundum geta þolað óendanlega
illa meðferð án þess að l^ta bug-
ast, en þetta er nú útúrdúr. Að
fara að útskýra eða fjalla nánar
um þessar myndir mínar vil ég
ekki, það geta aðrir gert!“
Reyni að fylgjast
mikið með
— Þú ert líklega fyrst og
fremst kunn fyrir grafíklist
þína. Eru þessar sýningar vitni
um að þú sért að hverfa frá
henni?
„Nei. Ég hef alltaf viljað vinna
dálítinn tíma að því sama, heilt
ár eða hluta úr ári, og þannig er
það nú. Sýningin í Frakklandi og
svo þessar sýningar núna hafa
gert það að verkum að ég hef
ekki fengist við grafík í heilt ár,
en nú um leið og þessu lýkur hér,
þá býst ég við að snúa mér að
grafíkinni aftur. En það er að
mörgu leyti óþrifaleg vinna, og
mér hefur alltaf fundist betra að
eiga við hana á veturna en sumr-
— En hvernig heldurðu þér
við í listinni, ferðu mikið utan?
„Já, ég fer töluvert á sýningar
erlendis, til helstu borga Evrópu
og til New York þegar tækifæri
gefast. Ég fór til dæmis í haust
bæði á Feneyja-biennalinn, þar
sem íslendingar áttu tvo ágæta
fulltrúa, þá Jón Gunnar Árnason
og Kristján Guðmundsson, þá sá
ég Dokumenta 7 í Kassel í
Þýskalandi, og Evrópugrafík-
biennalinn í Baden Baden, þar
sem ég var þátttakandi ásamt
Þórði Hall og Björgu Þorsteins-
dóttur. Þá get ég nefnt að ég fór
til Egyptalands snemma á þessu
ári, þar sem ég sá alveg stór-
kostlega menningararfleifð,
veggmyndir, mörg þúsund ára
gamlar sem héldu næstum sín-
um upprunalegu litum. Þá tók ég
þátt í grafík-biennalnum í Brad-
ford á Englandi fyrr á þessu ári,
og fleira gæti ég nefnt. Ég tel
það afar mikils virði að komast
út og fylgjast með, og ég reyni að
gera það eftir föngum, að skoða
og sjá hvað er að gerast á hverj-
um tíma,“ sagði Edda að lokum.
Sýningum hennar lýkur nú um
helgina.
- AH