Morgunblaðið - 23.10.1982, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. OKTÓBER 1982
3
Yfirlitssýning á verk-
um Jóns Þorleifssonar
í Listasafni íslands
Yfirlitssýning á verkum myndiist-
armannsins Jóns Þorleifssonar
opnar í Listasafni Islands, sunnu-
daginn 24. október, klukkan 15.00,
og mun hún standa til 21. nóvem-
ber. Alls eru það 107 myndir sem
verða til sýnis á yfirlitssýningunni,
flest olíumálverk, en einnig verða
til sýnis steinprent og myndir mál-
aðar í vatnslitum.
Jón Þorleifsson fæddist á Hól-
um í Hornafirði 26. desember
1891 og lést í Reykjavík 14. júlí
1961. Hann hóf myndlistarnám
1918 við Teknisk Selskabs Skole í
Kaupmannahöfn hjá Carl Meyer
og var þar við nám í þrjú ár, en
þá fór hann til Parísar og nam
þar við Académie de la Croquis
veturinn 1921—’22. Hann dvald-
ist í Danmörku að námi loknu,
nema hvað hann var veturinn
1927 í París, en fluttist heim
1929 og bjó það sem eftir var í
Reykjavík, þar sem hann reisti
sér vinnustofuna Blátún.
Hann gerðist listgagnrýnandi
Morgunblaðsins 1931 og skrifaði
undir nafninu Orri. Hann var
Frá blaðamannafundinum sem haldinn var i tilefni af opnun sýningarinnar. Talið frá vinstri: Jarl Jónsson,
sonur listamannsins, Úrsúla Pálsdóttir, seinni kona hans, og dr. Selma Jónsdóttir, forstöðumaður Listasafns
íslands, við eitt af málverkunum, sem eru á sýningunni. Ljósmynd Mbl. Krístján Einarsson.
Sjálfsmynd 1928.
einn af stofnendum Félags ís-
lenskra myndlistarmanna og
Bandalags íslenskra listamanna
og aðalhvatamaður að byggingu
Listamannaskálans og forstjóri
hans um árabil. Honum var falið
að sjá um uppsetningu íslensku
deildarinnar á heimssýningunni
í New York 1939 og var sæmdur
sænsku Vasaorðunni og riddara-
krossi Fálkaorðunnar.
í sýningarskrá segir dr. Selma
Jónsdóttir forstöðumaður Lista-
safns íslands meðal annars svo:
„En með þjóðinni og í listasögu
okkar mun Jón fyrst og fremst
lifa í málverkum sínum. íslensku
landslagi og íslenskri náttúru
unni hann mjög og nær list hans
hvað hæst á því sviði. Hann sá
landið og liti þess í allri sinni
dýrð, oft með nokkurri angur-
værð. Hann málaði það með létt-
um litum og blíðum og viðkvæm-
um tón ... Þó má ekki gleyma
verkum hans litsterkum og fast-
byggðum, úr þorpum og bæjum
— með íbúunum ýmist í hvíld
eða við störf. Það er reisn yfir
fólkinu, birta og ró ...
Það er mikils virði að hafa
kynnst Jóni Þorleifssyni og unn-
ið með honum. Hann var með
afbrigðum ósérhlífinn og ham-
hleypa til verka, skemmtilegur
félagi með mikla kímnigáfu. Jón
var höfðingi bæði í lund og á
velli og gestrisinn svo af bar.“
Sýningin verður opin daglega
frá 13.30—22.00, fyrst um sinn.
Reykjavíkurborg:
Veröa byggöar
söluíbúöir
fyrir aldraða?
„ÞAÐ hefur komið fram sú hug-
mynd í röðum okkar sjálfstæð-
ismanna, að í næstu áföngum bygg-
inga fyrir aldraða verði boðið upp á
söluíbúðir, líkt og gert er á Seltjarn-
arnesi," sagði Davíð Oddsson borg-
arstjóri í samtali við Mbl.
Davíð sagði að ef af þessu yrði, -
þá myndi Reykjavíkurborg hafa
forgöngu um að ákveðin þjónusta
yrði í fjölbýlishúsum þessum og
íbúðirnar gætu aldraðir keypt og
yrðu því ekki leigjendur hjá borg-
inni. Sagði Davíð að Páll Gíslason,
sem er formaður byggingarnefnd-
ar íbúða í þágu aldraðra, væri
mjög opinn fyrir því að íbúðir
fyrir aldraða yrðu hannaðar með
þessum hætti, enda yrði reynt að
finna heppilegar lóðir fyrir þessa
starfsemi í gamla bænum. Sagðist
Davíð vonast til að þetta mál
kæmist á rekspöl fljótlega.
Barðaströnd:
Skelvinnsla
að byrja
Innrimula, baröaslrond, 13. október.
SLÁTRUN á I’atreksfirði er að
mestu lokið. Slátrað var um sjö þús-
und fjár; vænleiki var góður. Þyngsti
dilkurinn mun hafa verið frá
Brjánslækjarbúinu og vegið 29 kíló.
Skelvinnsla er að byrja hjá
Flóka hf. á Brjánslæk. Grunnskóli
Barðastrandar hófst í september
og er 31 barn í skólanum. Skóla-
stjóri er Ragnhildur Einarsdóttir,
Krossholti.
SJÞ
Þú svalar lestrarþörf dagsins
ásíöum Moggans!