Morgunblaðið - 23.10.1982, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 23.10.1982, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. OKTÓBER 1982 Toyota Tercel reynsluekið Tercelinn er með stórri skuthnró of r*r*ngarsrými er gotL Samþjappað mælahorð, einfalt og stílhreint. Toyota Tercel DX. Ljósmyndir Mbl. Krístján Einarsson. Lipur — Tiltölulega kraftmikill — Rúmgóður — Góðir aksturseiginleikar NÝR endurhannaður Toyota Tercel er aðaltromp Toyota-verksmiðj- anna í ár, en bíllinn var formlega kynntur á bílasýningunni í París fyrr í þessum mánuði. Á dögunum reynsluók ég nýja Tercelnum, sem er hannaður algerlega frá grunni og svipar því ekkert til forvera síns, og þegar á heildina er litið er ekki hægt að segja annað en sérfræðing- um Toyota hafi tekizt bærilega upp. Um er að ræða virkilega skemmti- legan bíl með góðum línum. Hann hefur nánast allt fram yfir forvera sinn, sem hefur verið framleiddur lítt breyttur um árabil. DYR — RÝMI Tercelinn er framleiddur tvennra og fernra dyra, auk þess sem hann er með stórri skuthurð, sem ágætt er að ganga um. Bíllinn sem ég reynsluók á dögunum var fernra dyra og kom það mér á óvart hversu gott var að ganga um framdyr bíls- ins, en það vill æði oft brenna við á minni bílum, að erfitt er að ganga um framdyr þeirra, þegar um fernra dyra bíla er að ræða. Sömu sögu er reyndar að segja af aftur- dyrum bílsins, tiltölulega þægilegt er að ganga um þær. Rými fyrir ökumann og farþega frammi í er ágætt, hvort heldur litið er á fóta- rými, eða hliðarrými, auk þess sem ekki þarf að kvarta undan lofthæð bílsins. Þá hefur armpúðum innan á hurðum verið vel fyrirkomið, en þeir eru felldir inn í innréttinguna. Pótarými aftur í er þokkalegt og reyndar ágætt ef framsætin eru ekki í öftustu stöðu. Þá er lofthæðin einnig ágæt fyrir meðalstóra menn. SÆTI — ÚTSÝNI Hönnun framsæta bílsins hefur tekizt alveg sérstaklega vel að mínu mati. Þau hafa verið stækkuð lítið eitt frá þeim eldri, auk þess sem bakstuðningur og hliðarstuðningur er allt annar og betri. Sérstaklega finnst mér hliðarstuðningur sæt- anna vera góður. Þótt ekið sé inn í skarpar beygjur er maður alveg skorðaður í sætinu, sem er mikill kostur. Þá eru sætin stífari en mað- ur hefur átt að venjast í mörgum japönskum bílum, sem fyrir minn smekk reiknast þeim til tekna. Þá er hallinn á setunni góður fyrir minn smekk, en auðvitað verður að hafa hinn venjulega fyrirvara á sætum, að líkamsbygging manna er misjöfn og því skoðanir manna á þeim jafn misjafnar. Á sætunum eru hefðbundnir stillimöguleikar, þ.e. hægt er að færa sætin fram og aftur á sleðum og síðan er hægt að breyta bakhallanum. Það fer því óneitanlega alveg ágætlega um öku- mann og farþega í Tercelnum, sem er eins og áður sagði rúmgóður með vel staðsetta armpúða. Um aftur- sætið er það að segja, að það er í hefðbundnum stíl, bekkur, sem þægilegt er fyrir tvo fullorðna að sitja í á langferðum. Þrír geta hins vegar hæglega komist þar fyrir í styttri skottúrum. Armpúðum hef- ur einnig verið komið skemmtilega fyrir inni á hurðunum. Útsýni úr bílnum er gott, hvort heldur er fyrir ökumann eða farþega. Póstar og höfuðpúðar skyggja fremur lítið á, auk þess sem gluggar eru fremur stórir. Ökumaðurinn situr ágætlega hátt í bílnum, þannig að hann hefur gott útsýni fram á við. Speglar virka ágætlega, innispegillinn er af hefðbundinni stærð, en hliðarspegl- arnir eru tiltölulega stórir og virka því sérstakiega vel. MÆLABORÐ —PEDALAR Hið nýja mælaborð í Tercelnum er tiltölulega einfalt og stílhreint og því hefur verið þjappað mjög vel saman, að miðstöðinni undanskil- inni, sem er á hefðbundnum stað fyrir miðjum bílnum. Með því að þjappa borðinu saman eins og raun ber vitni verða stjórntæki bílsins öll mjög innan seilingar fyrir öku- mann, sem er mikill kostur. í því efni hefur orðið veruleg breyting á frá fyrri árgerðum. I mælaborðinu er að sjálfsögðu að finna hraðamæli Toyota Tercel 4WD nýr aldrifs- bíll frá Toyota HINGAÐ til lands er væntanlegur nýr aldrifsbíll, Toyota Tercel 4 WD, sem Toyota-verksmiðjurnar hafa hafið framleiðslu á, að sögn Olafs Friðsteinssonar, sölustjóra Toyota-umboðsins. Ólafur sagði að samhliða endurhönnun Tercelsins hefði þessi fjórhjóladrifsbíll verið hannaður. Hann er tæplega 50 senti- metrum lengri en fólksbíllinn og er í „Stadion-útfærslu“. Bíllinn er 4.310 mm að lengd, 1.615 mm á breidd, 1.500 mm á hæð og hjólhaf hans er 2.430 mm. Þyngd hans er liðlega 1.000 kg. Hann verður knúinn 4 strokka, 1.452 rúmsentimetra, 83*DIN hestafla vél, þannig að kraftinn ætti ekki að skorta. Hann er framdrifinn, en síðan er skiptistöng til að setja hann í aldrif og lága drifið. Ölafur Friðsteinsson sagði aðspurður, að samkvæmt bráða- birgðaútreikningi myndi bíllinn kosta í námunda við 190.000 krónur, en fyrstu bílarnir eru væntanlegir hingað til lands í næsta mánuði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.