Morgunblaðið - 23.10.1982, Blaðsíða 4
4
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. OKTÓBER 1982
Peninga-
markadurinn
GENGISSKRÁNING
NR. 187 — 22. OKTÓBER
1982
Nýkr. Nýkr.
Eining Kl. 09.15
1 Bandaríkjadollari
1 Sterlingspund
1 Kanadadollari
1 Dönsk króna
1 Norak króna
1 Saansk króna
1 Finnskt mark
1 Franskur franki
1 Belg. franki
1 Svissn. franki
1 Hollenzkt gyllini
1 V-þýzkt mark
1 ítölsk líra
1 Austurr. sch.
1 Portug. escudo
1 Spánskur peseti
1 Japansktyen
1 írskt pund
SDR (Sérstök
dráttarréttindi)
21/10
Kaup Sala
15,540 15,584
26,399 26.474
12,663 12,699
1,7478 1,7527
2,1541 2,1602
2,1034 2,1094
2,8430 2,8511
2,1799 2,1861
0,3175 0,3184
7,1795 7,1998
5,6489 5,6648
6,1581 6,1755
0,01077 0,01080
0,8762 0,8787
0,1736 0,1741
0,1349 0,1352
0,05717 0,05734
20,932 20,992
16,6313 16,6784
r .
GENGISSKRANING
FERÐAMANNAGJALDEYRIS
22. OKT. 1982
— TOLLGENGI í OKT. —
Nýkr. Toll-
Eining Kl. 09.15 Sala gsngi
1 Bandaríkjadollari 17,142 14,596
1 Sterlingspund 29,121 26,607
1 Kanadadollari 13,969 12,656
1 Dönsk króna 1,9280 1,7475
1 Norsk króna 2,3762 2,1437
1 Sænsk króna 2,3203 2,1226
1 Finnskt mark 3,1362 2,8579
1 Franskur franki 2,4047 2,1920
1 Belg. franki 0,3502 0,3197
1 Svissn. franki 7,9198 7,2678
1 Hollenzkt gyllini 6,2313 5,6922
1 V-þýzkt mark 6,7931 6,2040
1 ítölsk líra 0,01188 0,01087
1 Austurr. sch. 0,9665 0,8829
1 Portug. escudo 0,1915 0,1747
1 Spánskur peseti 0,1487 0,1362
1 Japansktyen 0,06307 0,05815
1 írskt pund 23,091 21,117
SDR (Sórstök
dráttarréttindi) 16,7222
V y
Vextir: (ársvextir)
INNLÁNSVEXTIR.
1. Sparisjóösbækur.................34,0%
2. Sparisjóðsreikningar, 3 mán.’1. 37,0%
3. Sparisjóðsreikningar, 12. mán. 1)... 39,0%
4. Verðtryggðir 3 mán. reikningar.. 0,0%
5. Verðtryggöir 6 mán. reikningar. 1,0%
6. Avisana- og hlaupareikningar... 19,0%
7. Innlendir gjaldeyrisreikningar:
a. innstæöur i dollurum.......... 8,0%
b. innstæður í sterlingspundum. 7,0%
c. innstæður í v-þýzkum mörkum.... 5,0%
d. innstæöur í dönskum krónum.. 8,0%
1) Vextir færðir tvisvar á ári.
ÍJTLÁNSVEXTIR:
(Verðbótaþáttur í sviga)
1. Víxlar, forvextir...... (26,5%) 32,0%
2. Hlaupareikningar ...... (28,0%) 33,0%
3. Afurðalán ............. (25,5%) 29,0%
4. Skuldabréf .......... (33,5%) 40,0%
5. Vísitölubundin skuldabréf:
a. Lánstími minnst 1 ár 2,0%
b. Lánstími minnst 2% ár 2,5%
c. Lánstími minnst 5 ár 3,0%
6. Vanskilavextir á mán............ 4,0%
Lífeyrissjóðslán:
Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins:
Lánsupphæð er nú 150 þúsund ný-
krónur og er lániö visitölubundið meó
lánskjaravísitölu, en ársvextir eru 2%.
Lánstími er allt að 25 ár, en getur veriö
skemmri, óski lántakandi þess, og eins
ef eign sú, sem veð er í er lítilfjörleg, þá
getur sjóöurinn stytt lánstímann.
Lífeyrissjóður verzlunarmanna:
Lánsupphæö er nú eftir 3ja ára aöild aö
lífeyríssjóönum 72.000 nýkrónur, en
fyrir hvern ársfjóröung umfram 3 ár
bætast viö lánið 6.000 nýkrónur, unz
sjóösfélagi hefur náó 5 ára aöild aö
sjóönum. Á timabilinu frá 5 til 10 ára
sjóösaöild bætast viö höfuóstól leyfi-
legrar lánsupphæöar 3.000 nýkrónur á
hverjum ársfjóröungi, en eftir 10 ára
sjóösaöild er lánsupphæöin oröin
180.000 nýkrónur. Eftir 10 ára aöild
bætast viö 1.500 nýkrónur fyrir hvern
ársfjóröung sem líöur. Því er í raun ekk-
ert hámarkslán i sjóönum.
Höfuöstóll lánsins er tryggöur meö
byggingavisitölu, en lánsupphæöin ber
2% ársvexti. Lánstíminn er 10 til 32 ár
aó vali lántakanda.
Lánskjaravisitala fyrir október-
mánuó 1982 er 423 stig og er þá miöaö
viö 100 1. júní '79.
Byggíngavísitala fyrir októbermánuö
er 1331 stig og er þá miöaö viö 100 í
október 1975.
Handhafaskuldabréf í fasteigna-
viöskiptum. Algengustu ársvextir eru nú
18—20%.
Topol (i miðið) og David Niven (t.h.) i hlutverkum sínum í bresku
myndinni, Mislit hjörð, sem er á dagskrá kl. 21.45.
Sjónvarp kl. 21.45
Mislit
hjörð
— bresk bíómynd
Á dagskrá sjónvarps kl. 21.45 er
bresk biómynd, Mislit hjörð (Be-
fore Winter (’omes), frá árinu
1968. Leikstjóri er J. Lee Thomp-
son, en i aðalhlutverkum David
Niven, Topol, Ory Levy, Anna Kar-
ina og John Hurt.
Myndin gerist í Austurríki við
lok síðari heimsstyrjaldarinnar,
þar sem vegalausum flótta-
mönnum hefur verið safnað
saman. Þar ægir saman fólki af
ólíku þjóðerni, tungumálin eru
því mörg en málakunnátta af
skornum skammti. Satt best að
segja ráða bresku herforingjarn-
ir, sem eiga að stjórna búðunum,
ekki neitt við neitt. Og því er
frábær túlkur hvalreki á fjörur
þeirra og ekki spillir fyrir, að
hann er klækjarefur hinn mesti
sem vill að allir hafi það eins
gott og unnt er.
Kvikmyndahandbókin: Mis-
heppnuð. Finnið ykkur eitthvað
þarfara að gera.
bættir úr félags-
heimili kl. 21.10
Von á frægum
syni staðarins
í heimsókn
Á dagskrá sjónvarps kl. 21.10 er
annað lcikritið í flokknum „Þættir
úr félagsheimili“. Þetta leikrit
heitir „Opinber heimsókn" og er
eftir Jónas Guðmundsson.
Leikarar eru flestir þeir sömu
og voru í fyrsta leikritinu, nema
Sigvaldi sem er flúinn til hins
meðvitaða heims og Borgar
Garðarsson því ekki með, en við
bætist Steindór Hjörleifsson, og
þeir Gunnar Eyjólfsson og
Þorsteinn Hannesson fara með
stærri hlutverk en í fyrsta leik-
ritinu.
Hreppurinn hefur um langan
tíma átt óþekktan velgerðar-
mann, sem enginn veit eiginlega
hvar hefur alið manninn. Hann
hefur hins vegar gefið ýmsar
góðar gjafir til þorpsins, m.a. til
menningarmála. Líklega er hann
auðugur og sennilega erlendis,
en hvað sem því líður, þá er von
á honum í heimsókn og þá er
tjaldað því sem til er.
Hljóðvarp kl. 19.35
Er nóg að
hafa eina
útvarpsstöð?
í hljóðvarpi kl. 19.35 er dag-
skrárliður sem nefnist: Er nóg að
hafa eina útvarpsstöð? Ólafur
Hauksson flytur erindi.
— Þetta erindi er alls ekki
hugsað sem svar við erindi
Helga Péturssoonar, sagði Ólaf-
ur, þó að það sé með öðru ástæða
til þess, að ég fjalla um þetta
efni nú. Það sem ég ætla að velta
fyrir mér eins og yfirskrift er-
indisins gefur til kynna, er,
hvort Ríkisútvarpið nægi okkur
eitt sér. Niðurstaða mín er sú, að
svo sé ekki, og ástæðurnar aðal-
lega tvær: Hin fyrri er skortur á
samkeppni vegna einokunarað-
stöðu; hin síðari, að stöðin er
ríkisrekin, sem út af fyrir sig er
ákveðinn galli á útvarpsstöð. Ég
mun ræða kosti þess, að hér fái
fleiri að spreyta sig á útvarps-
rekstri og veita Ríkisútvarpinu
samkeppni, ojx svara að ein-
hverju leyti þeim áróðri og stað-
hæfingusem uppi hafa verið
núna undanfarið á móti frjálsum
útvarpsrekstri, þrátt fyrir álit
útvarpslaganefndar og úrslit í
skoðanakönnunum-, sem hvort
tveggja hallast að því, að þetta
eigi að gefa frjálst. Þá mun ég
einnig fjalla sérstaklega um álit
útvarpslaganefndar, sem nýlega
var kynnt. Ég get sagt það að
Ríkisútvarpið er ekki alvond
stofnun, fjarri því; það sést m.a.
á því, að þar er áhugi á að þessi
mál séu rædd til hlítar.
Ólafur Hauksson
útvarp Reykjavík
L4UG4RQ4GUR
23. október
Fyrsti vetrardagur
MORGUNNINN
7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Bæn.
Tónleikar. Þulur velur og kynn-
ir.
7.25 Leikfimi.
8.00 Fréttir. Dagskrá. Morgun-
orð: Bryndís Bragadóttir talar.
8.30 Forustugr. dagbl. (útdr.).
8.55 Leikfimi.
9.00 Fréttir. Tilkynningar. Tón-
leikar.
9.30 Óskalög sjúklinga. Kristín
Sveinbjörnsdóttir kynnir. (10.00
Fréttir. 10.10 Veðurfregnir.)
11.20 Kemur mér þetta við? —
Umferðarþáttur fyrir alla fjöl-
skylduna. Stjórnandi: Ragn-
heiður Davíðsdóttir. M.a. rætt
við Margréti Sæmundsdóttur
fulltrúa hjá Umferöarráði.
SÍOPEGIO
12.00 Dagskrá. Tónleikar. Til-
kynningar.
12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir.
Tilkynningar.
Helgarvaktin. Umsjónarmenn:
Arnþrúður Karlsdóttir og
Hróbjartur Jónatansson.
13.35 íþróttaþáttur. Umsjónar-
maður: Hermann Gunnarsson.
Helgarvaktin, frh.
15.10 I dægurlandi. Svavar Gests
rifjar upp tónlist áranna
1930—60.
16.30 f þróttir
llmsjónarmaður Bjarni Felix-
son.
18.30 Riddarinn sjónumhryggi
Spænskur teiknimyndaflokkur
um farandriddarann Don Qui-
jote.
Þýðandi Sonja Diego.
18.55 Enska knattspyrnan.
19.45 Fréttaágrip á táknmáli.
20.00 Fréttir og veður.
20.25 Auglýsingar og dagskrá.
20.45 Löður
Bandarískur gamanmynda-
flokkur.
Þýðandi Þrándur Thoroddsen.
21.10 Þættir úr félagsheimili
Opinber heimsókn eftir Jónas
Guómundsson.
Iæikstjóri Hrafn Gunnlaugsson.
Stjórnandi upptöku Andrés
Indriðason.
16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veð-
urfregnir.
16.20 í sjónmáli. Þáttur fyrir alla
fjölskylduna í umsjá Sigurðar
Einarssonar.
16.40 íslenskt mál. Jón Aðal-
Mcð hclstu hlutverk fara: Edda
Björgvinsdóttir, Flosi Ólafsson,
Gísli Kúnar Jónsson, Gunnar
Eyjólfsson, Lilja Guðrún Þor-
valdsdóttir, Steindór Hjörleifs-
son og Þorsteinn Hannesson.
Von er á frægum syni staðarins
í heimsókn. Sú skoðun er uppi
að þessi maður hafi auðgast
mjög í útlöndum, enda hefur
hann gefið ýmsar gjafir til
þorpsins. Hreppsnefndin ákveð-
ur því aö fagna honum veglega í
félagsheirailinu.
21.45 Mislit hjörð
(Before Winter Comes)
Bresk bíómynd frá 1968.
Leikstjóri J. Lee Thompson.
Aðaihlutverk: David Niven,
Topol, Ori Levy, Anna Karina,
John Hurt. Þýðandi Óskar
Ingimarsson.
23.30 Dagskrárlok.
•________________________/
steinn Jónsson flytur þáttinn.
17.00 Hljómspegill. Stefán Jóns-
son bóndi á Grænumýri í
Skagafiröi velur og kynnir sí-
gilda tónlist. (RÚVAK.)
18.00 Tónleikar. Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
KVÖLDIO________________________
19.00 Kvöldfréttir. Tilkynningar.
19.35 Er nóg að hafa eina út-
varpsstöð? Ólafur Hauksson
flytur erindi.
20.00 Harmonikuþáttur. Umsjón:
Högni Jónsson.
20.30 Þingmenn Austurlands
segja frá. Vilhjálmur Einarsson
ræðir við Sverri Hermannsson.
21.20 „Steinsnar“. Sigurberg
Bragi Bergsteinsson les eigin
Ijóð.
21.30 Hljómplöturabb Þorsteins
Hannessonar.
22.15 Veðurfregnir. Fréttir.
Dagskrá morgundagsins. Orð
kvöldsins.
22.35 „Skáldið á Þröm“ eftir
Gunnar M. Magnúss. Baldvin
llalldórsson leikari byrjar lest-
ur sinn.
23.00 Laugardagssyrpa. — Páll
Þorsteinsson og Þorgeir Ást-
valdsson.
00.50 Fréttir. Dagskrárlok.
LAUGARDAGUR
23. október