Morgunblaðið - 23.10.1982, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 23.10.1982, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. OKTÓBER 1982 Úr tónlistarlífinu eftir MARGRÉTI HEINREKSDÓTTUR Vantar viðunandi konsert-orgel í Reykjavík Meðal þeirra, sem aö undan- fornu hafa brugðið sér til annarra landa til að kynna sýnishorn is- lenzkra tónsmíða eru þeir Halldór . Vilhelmsson söngvari og Gústaf Jó- hannesson organisti. t>eir fluttu þrjú tónverk eftir Gunnar Reyni Sveinsson á 13. norræna kirkjutón- listarmótinu i haust, en þaö var að þessu sinni haldið í Alaborg í Danmörku. Verkin, sem þeir fluttu eru Orgelfantasía um gamalt íslenzkt þjóðlag „Nú vil ég enn í nafni þínu ...“ (sama verk og heyra má í upphafi leikrits Guðmundar Steinssonar, Garðveizlu, í Þjóð- leikhúsinu); Kantata fyrir baryt- on og orgel, sem ber heitið „Syng nú mín sálarlúta" úr ljóði Steins Steinarrs, en texti sóttur í tvo Davíðssálma, nr. 137 og 117 — og þriðja verkið var Partita fyrir orgel um gamalt íslenzkt sálma- lag „Jesú mín morgunstjarna". Voru þessi verk framlag Islands til tónleikahalds á mótinu, sem hátt á annað hundrað manns sóttu, auk kirkjukóra, sem þar komu fram. Norrænu kirkjutónlistarmótin eru haldin fjórða hvert ár til skiptis á Norðurlöndum. Upphaf þeirra má rekja til 25 ára afmæl- ishátíðar sænska organista og kantórasambandsins, þar sem í hópi gesta voru tónlistarmenn frá nágrannalöndunum. Var þá ákveðið að reyna að auka sam- skipti Norðurlandaþjóðanna á sviði kirkjutónlistar og eftir mik- ið undirbúningsstarf var fyrsta Gunnar Reynir Sveinsson, tónskáld, Gústaf Jóhannesson, organisti og Hall- dór Vilhelmsson, söngvari. norræna mótið haldið í Stokk- hólmi árið 1933. Á íslandi hafa þessi mót verið haldin tvisvar, 1952 og 1970. Markmið þessa samstarfs er að fjalla um kirkjutónlist á fagleg- um grundvelli og allt, sem að henni lýtur, þar á meðal mennt- unarmál; ennfremur að kynna nýja kirkjutónlist sem gert er á tónleikum í sambandi við mótið og loks, að þjóðirnar kynnist meðferð og þróun hinna ýmsu þátta í guðsþjónustuhaldi hver hjá annarri. Stefnan að slíta milli safnaðar og kirkjukórs I rabbi við þá Halldór og Gúst- af um mótið kom meðal annars fram, að þátttaka almennings í kirkjusöng væri mun meiri á Norðurlöndum en hér, en reyndar væri þróunin einnig í þá átt hér á landi að skilja milli safnaðar- söngs — sem almennir kirkju- gestir onnuðust einradda, e.t.v. með forsöngvara — og hlutverks kirkjukóranna: „Til skamms tíma var það svo,“ sagði Gústaf, „að kirkjukórarnir tóku algerlega af almennan safn- aðarsöng — þeir sungu fjórradda og fólkið hætti að taka undir. Nú er stefnan sú, að safnaðarsöngur- nn verði einradda, en kirkjukór- nn flytji þá tónlist, sem söfnuð- num er ekki ætlað að taka þátt u Þeir félagarnir rómuðu mjög þá aðstöðu til kirkjutónlistar sem þeir höfðu kynnst í Álaborg, ekki sízt þau mörgu stóru og góðu orgel, sem þeir höfðu séð og heyrt. Halldór benti á að í Reykjavík væri ekki til eitt ein- asta nothæft konsert-orgel; bezta orgelið væri í Landakotskirkju en það væri í slæmu ástandi — orgelið í Dómkirkjunni sagði Gústaf, að væri að „verða búið“ og orgelið í kirkju Fíladelfíusafn- aðarins væri of lítið, þó gott væri. Þeim kom saman um, að í raun og veru gætu íslendingar varla tal- izt færir um að halda kirkjutón- Sköpunarferill Vorblóts Stravinskys í nýju ljósi MEÐAL fágætra muna, sem fyrirhugað er að selja á uppboði hjá Sotheby’s í London 11. nóv- ember nk. er handrit af Vorblóti Stravinskys sem er vafalaust mörgum enn í fersku minni frá Zukovsky-hljómleikunum í haust. Er handrit þetta metið á 250—300 þúsund sterlingspund og Sotheby’s-menn í litlum vafa um að það verð fáist. Þetta handrit er talið eitt- hvert merkasta tónlistarhand- rit, sem fram hefur komið í mörg ár. Þykir að því mikill fengur, þar sem það varpi nýju ljósi á hvernig Vorblót varð til — það er talsvert frábrugðið hinni endanlegu gerð, sem Stravinsky lét frá sér. Sömuleið- is er það sagt sýna, að verkið hafi verið lengur í smíðum en Stravinsky sjálfur sagði. Handritið er merkt Serge Lif- ar, sem er einn örfárra eftirlif- andi samstarfsmanna Diaghil- evs úr Ballets Russe í París. Diaghilev setti sem kunnugt er Vorblót á svið þar í borg árið 1913 og er talið að hann hafi upphaflega átt handritið, því að Lifar fór ekki að vinna með hon- um fyrr en eftir 1920. Tónlistarmaður einn lét svo um mælt, þegar hann sá þetta handrit, að það væri harla und- arlegt, að hugsa til þess, að Vor- blót hefði átt sér erfiða og stig- bundna fæðingu, svo einstakur er ferskleiki augnabliksins sem einkennir verkið, — en þetta minnir á hve gífurleg vinna og margar tilraunir liggja oft að baki listaverkum, sem virðast svo sjálfsögð og eðlileg, að þau hafi aldrei getað verið öðruvísi. í nýútgefnum bréfum Strav- inskys munu líka vera ýmsar upplýsingar um tilurð Vorblóts, svo og fleiri verka. Bréf þessi, sem eru nýkomin út (1. bindi þó aðeins) Kjá Faber í London, segja víst lítið um persónulegt líf Stravinskys, en þeim mun meira um starf hans. Útgáfu bréfanna hefur Robert Craft annast en hann hefur skrifað talsvert um Stravinsky og notið við það aðstoðar síðari konu hans, Veru, en hún lézt í síðasta mánuði í New York, 93 ára að aldri. Vera Bosset Stravinsky hefur verið athyglisverð kona eftir því sem lífi hennar er lýst. Hún var eins og Stravinsky fædd í St. Petersburg (Leningrad) en sex árum yngri en hann, fædd 1888. Móðir hennar var sænsk, faðir- inn franskur, efnaður iðnrek- andi. Æskuárin átti hún heima á sveitasetri fjölskyldunnar mestan part, þar sem henni var haldið að píanónámi og mála- námi. Síðan var hún send til framhaldsnáms í Moskvu og í háskóla í Berlín. Eftir að hafa séð Söru Bernhardt leika ákvað hún að gerast leikari, meira þó af vilja en hæfileikum. Hún fékk listarmót vegna þess, að þeir gætu ekki boðið fyrsta flokks orgelleikurum viðundandi hljóð- færi að leika á. Ekki bætir úr skák, að í mörgum kirkjubygg- ingum, eldri sem yngri, virðist lítil fyrirhyggja hafa verið varð- andi aðstöðu til tónlistarflutn- ings, þar sem hvorki er gert ráð fyrir rými fyrir stór orgel né fyrir kóra. Sú gróska, sem orðið hefur í tónlistarlífi kirkjunnar á undan- förnum árum hlýtur hinsvegar að kalla á bætta aðstöðu og mætti ef til vill leggja hér til, að stefnt verði að því að koma upp í Reykjavík viðunandi konsert- orgeli fyrir 1990, þegar röðin kemur að íslendingum að halda 15. norræna kirkjutónlistarmót- ið. Anne-Marie og James Chubet að spila saman. Pavarotti gerist kvikmyndastjarna UM ÞESSAR mundir eru að hefjast sýningar í Bandaríkjun- um á nýrri kvikmynd, Yes Giorgio, þar sem söngvarinn mikli, Luciano Pavarotti, fer með aðalhlutverk. Mynd þessi er sögð rómantísk kómedía og Pavarotti sagður skila sínu með ágætum, ekki aðeins söng — sem ekki þurfti um að efast — heldur og leik. Myndin fjallar svo sem vænta má, um óperusöngvara. Hann missir röddina rétt fyrir hljómleika í Boston og um- boðsmaður hans kallar til bezta háls-, nef- og eyrnasér- fræðinginn í borginni. Sá reynist vera kona, sem söngv- arinn vantreystir að sjálf- sögðu í fyrstu, — en þegar henni tekst að lækna hann ákveður hann að launa henni með því að bjóða henni með sér í hljómleikaferð til þess að hún fái að kynnast lífi óperu- söngvarans. Úr þessu verður svo auðvitað ást og tilheyrandi en áhorfendur eru ásamt lækninum leiddir í allan sannleika um hið „ljúfa líf“ dáðrar söngstjörnu og fá að skyggnast inn í heim óperunn- ar. Myndin er tekin í Banda- ríkjunum og Ítalíu. Atriði frá tónleikunum í Boston voru tekin beint á útikonsert þar sem saman voru komnir um 150 þúsund áheyrendur. Nokk- ur atriði voru tekin upp í Metropolitan-óperunni og er það í fyrsta sinn, sem leyft er að taka kvikmynd þar inni. Leikstjóri myndarinnar er Franklin Schaffner, sem hlaut Óskarsverðlaunin fyrir mynd- ina Patton á sínum tíma. •ötþfcaés* r 'líSikíjas f H'f-'ti Tip Ur handritinu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.