Morgunblaðið - 23.10.1982, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. OKTÓBER 1982
47
Fimm nýliðar í spænska
landsliðinu gegn íslandi
— leiknum veröur sjónvarpað beint á Spáni
Frá llelgu Jónsdóttur, frótUmanni Morjfun-
hlaðsins í Burgos, Spáni.
HINN NÝI þjálfari Spánar í
knattspyrnu, Miguel Munoz, gaf í
gær upp nöfn þeirra leikmanna er
mæta munu lalendingum í leik
þjóðanna í Evrópukeppni lands-
liöa næstkomandi miðvikudag.
Leikurinn verður háður í Malaga á
Costa del Sol og veröur honum
sjónvarpað beint um Spán.
Fimm nýliðar eru í spænska
landsliðinu en þetta er fyrsti leikur
liðsins síðan á HM-keppninni í
sumar. Nýju leikmennirnir eru Pe-
draza, Martin, Bonet, Senor og Al-
varez og aðrir leikmenn eru Qui-
que, Marcos, Victor, Gordillo,
Camacho, Gallego, Arconada,
Satrustegui, Juan Jose, Santillana
og Buyo.
Munoz er mjög bjartsýnn á góð-
an árangur sinna manna og segir
að íslendingar verði ekki erfiðir
andstæðingar þótt vitaskuld eigi
að virða þá. Aðrir mótherjar viröist
ekki sterkir á pappírnum og
Spánverjar geri sér miklar vonir
um að komast áfram í lokaumferö
keppninnar. Dómari leiksins verö-
ur Portúgalinn Mario Silva Luis.
Sama dag veröur unglinga-
landsleikur þjóöanna i Badajoz, en
það er bær 7 km frá landamærum
Portúgal. Leikmenn unglinga-
landsliösins spænska munu koma
saman í Madrid á mánudag áöur
en þeir halda til Badajoz, en þessir
leikmenn eru í liöinu: Zubizarreta
(Atletico), Fernando (Malaga), Javi
(Valladolid), Madrinan (Rayo),
Marques (Espanol), Fransisco og
Serna (Sevilla), Zubillaga og Baqu-
ero (Real Sociedad), Caöizares (Al-
aves), Zurdi (Sporting), Chendo
(Castilla), Marina (Atletico Madrid),
Roberto (Valencia), Amarilla (Zar-
agoza) og Saavedra (Las Palmas).
Sanngjarnt jafntefli í
leik Fram og Víkings
SANNGJÖRN úrslit uröu í leik
Frammara og Víkinga í t.deild
handknattleiksins í Laugardals-
höll í gærkvöldi. Leiknum lauk
með jafntefli, 21—21, en ( hálfleik
höfðu Frammarar eins marks for-
ystu, 12—11. Mjótt var á munum
frá upphafi til enda, og spennan
jafnan mikil. Léku bæöi liöin
hraöan og skemmtilegan hand-
knattleik, sem gladdi augaö, en
markvarzlan var í lamasessi,
eínkum hjá Víkingum.
Víkingar fóru vel af staö og virt-
ust meira sannfærandi framan af,
komust í 3—1. En Frammarar
börðust vel og tókst aö jafna,
3—3. Síðan er ýmist jafnt á
markatöflunni, eöa liöin skiptast á
forystu, en frumkvæðiö var hjá
Fram síðari hluta fyrri hálfleiks.
Og eftir aö Víkingar jafna í fyrstu
sóknarlotu taka Frammarar góöan
sprett og ná þriggja marka forystu,
Fram—Víkingur
21—21
15—12 þegar fjórar mínútur voru
af seinni háifleik. Frammarar halda
síöan tveggja marka forystu, en
upp úr miöjum hálfleiknum skora
Víkingar fjögur mörk í röö á
skömmum tíma og komast í
20—18. Var þaö einkum framtak
Ólafs Jónssonar, sem fleytti Vík-
ingum yfir þennan kafla.
Nú var baráttan í algleymingi og
átta mínútur til leiksloka. Framm-
arar voru ekki á því aö gefa sig
gagnvart Islandsmeisturunum, og
opnaöist allt upp á gátt er Egill
Jóhannesson skoraöi tvö
skemmtileg mörk á næstu tveimur
mínútum. Síöustu fimm mínúturnar
Strákarnir töpuðu
í Belfast
ÍSLENDINGAR léku í gærkvöldi
unglingalandsleik ( körfubolta
gegn írum ( Belfast, og sigruðu
írsku strákarnir í leiknum með 76
stigum gegn 64.
Aö sögn Kolbeins Kristinssonar
í Belfast í gærkvöldi var liö irlands
mjög gott, en íslenska liöiö haföi
ekki átt mjög góöan dag. Leik-
menn heföu veriö þreyttir eftir
langt feröalag. Liöiö var sjö klst. á
leiðinni til Belfast, lestin var stööv-
Haustmót JSÍ
HAUSTMÓT Júdósambands ís-
lands verður haldiö ( dag (
íþróttasal Hvassaleitisskóla og
hefst kl. 14.00. Keppt verður (
þyngdarflokkum, bæði í karla- og
kvennaflokki.
Þetta er fyrata júdómót vetrar-
ins en nú stendur einmitt yfir
námskeiö i júdó með styrk frá
Ólympiusamhjálpinni (sjá annars
staðar á síöunni). Veröur keppnin
tekin upp á myndsegulband, og á
eftir munu hinir frönsku þjálfarar
á námskeiöinu skýra og skil-
greina keppnina fyrir keppendum
og gefa þeim ábendingar.
uö þar sem sprengjuleit þurfti aö
gera á brautarteinunum og hélt liö-
iö því áfram í áætlunarbíl.
Aö sögn Kolbeins var fyrirliöi
liösins, Páll Kolbeinsson, bestur ís-
lensku strákanna, en liöiö var ann-
ars nokkuð jafnt og skoruöu allir
sem komu inn á. Páll, Lárus Thor-
lacius og Matthías Einarsson skor-
uöu 10 stig hver og Björn Steph-
ensen var meö 9 stig.
Þetta var fyrsti leikurinn af
þremur í feröinni en annar leikur-
inn veröur í dag.
— SH.
voru aöeins skoruö tvö mörk og
darraöardans var í höllinni mikill.
Víkingar fengu gott tækifæri til aö
innsigla sigur þegar mínúta lifði, en
Siguröur Gunnarsson skaut þá
fram hjá úr víti. Frammarar fengu
vítaskot þegar leiktíminn var aö
renna út, en Ellert Vigfússon varöi
frá Agli og bjargaöi ööru stiginu
fyrir Víking.
Mörk Fram: Egill Jóhanness 10
(4 v.), Gunnar Gunnars og Her-
mann Björnsson fjögur hvor, Sig-
uröur Svavars, Dagur Jónasson og
Erlendur Davíös eitt hver.
Mörk Víkings: Siguröur Gunnars
6 (4 v.), Ólafur Jónsson 5, Þor-
bergur Aöalsteins 4 (1 v.), Magnús
Guömunds og Steinar Birgis tvö
hvor, og Óskar Þorsteins og Hilm-
ar Sigurgísla eitt hvor. — ágás.
Stjörnuleikmenn:
FRAM:
Egill Jóhannesson ★★★
Gunnar Gunnarsson ★★
Hermann Björnsson ★
Sigurður Svavarsson ★
Erlendur Davíðsson ★
VÍKINGUR:
Þorbergur Aöalsteinsson ★★
Ólafur Jónsson ★★
Sigurður Gunnarsson ★
Magnús Guömundsson ★
Steinar Birgisson ★
Lárus meiddur í
hné og leikur ekki
— Heimir Karlsson valinn í hans staö
LÁRUS tilkynnti okkur seint í
gærkvöldi aö hann treysti sér
ekki til að leika landsleikinn gegn
Spáni vegna meiðsla sem hann
hlaut í hné er Watershei mætti
B-93 ( Kaupmannahöfn í vikunni.
Það er mjög slæmt að missa Lár-
us út úr liðinu, og er þetta enn
eitt áfallið fyrir okkur. Ég hef i
samráði við landsliðsnefnd valið
Heimi Karlsson Víking i hans
stað, sagði Jóhannes Atlason
landsliösþjálfari í knattspyrnu (
gær.
Nú eru alls sex leikmenn sem
ekki geta leikið á Spáni vegna
meiðsla eða annarra ástæðna og
er skarö fyrir skildi vegna fjar-
veru þeirra.
— ÞR.
Víkingur vann Þór A
Vikingsstúlkurnar mörðu eins
marks sigur á Þór frá Akureyri (
miklum baráttuleik i 1. deild
kvenna i handknattleiknum í
Laugardaishöllinni ( gærkvöldi.
Lauk leiknum 13—12 fyrir Víking,
og í hálfleik höfðu Víkingsstúlk-
urnar einnig eitt mark yfir, 6—5.
Auðveldur Haukasigur
Haukarnir hafnfírsku unnu örugg-
an sigur á Aftureldingu í 2. deild
handknattleiksins i Mosfellssveit
í gærkvöldi, skoruðu 23 mörk
gegn 15, en í hálfleik var staöan
11—8 fyrir Hauka.
Haukarnir höföu jafnan frumkvæö-
ið í leiknum og í fyrri hálfleik mun-
aöi jafnan tveimur til þremur mörk-
um. En um miöjan seinni hálfleik
náöu Haukarnir sex marka forystu
og stungu Mosfellinga af. Samtím-
is gáfust leikmenn Aftureldingar
upp í baráttunni, eygðu ekki lengur
sigurvon.
Fyrir Hauka skoruöu Þórir Gísla
og Höröur Sigmars fimm mörk
hvor(Höröur tvö úr vítum), Ingimar
Haralds fjögur, Guömundur Har-
alds og Sigurjón Sigurös þrjú hvor
og Jón Hauksson þrjú, þar af eitt
úr víti.
Fyrir Aftureldingu skoraöl
Steindór Tómasson sex, þar af
þrjú úr vítum, Lárus Halldórs fjög-
ur, Björn Bjarna þrjú, þar af tvö úr
vítum, Hjörtur Þorgils tvö og Slgur-
jón Eiríks eitt. lB/-ágás.
Talsverö harka var i leiknum og
var norölensku stúlkunum fimm
sinnum vísaö af leikvelli og undir
lokin var Guörún Kristjánsdóttir
útilokuö frá leiknum.
En meöan Guörúnar naut viö
var hún drjúg liði sínu, skoraöi sjö
mörk, þar af eitt víti. Valdís Hall-
grímsdóttir skoraöi tvö mörk, einn-
ig Hanna Rúna Jóhannsdóttir, og
Inga Huld Pálsdóttir skoraöi eitt.
Eiríka Ásgrímsdóttir var at-
kvæöamest hjá Víkingi meö fimm
mörk, þar af eitt úr viti, íris Þrá-
insdóttir skoraöi þrjú, eitt víti,
Valdís Birgisdóttir og Svava Bald-
vinsdóttir tvö hvor (annað mark
Svövu úr víti) og Sigurrós Björns-
dóttir eitt.
ágás.
Handknattlelkur
• Hólmbert Friðjónsson
KR-ingar endur-
réöu Hólmbert
í GÆR var gengið frá endurráön-
ingu Hólmberts Friðjónssonar
sem þjálfara 1. deildarliös KR í
knattspyrnu næsta sumar. Verð-
ur þetta annað keppnistímabilið
sem Hólmbert veröur með liöið,
en þaö var i 3. sæti deildarinnar
undir hans stjórn í sumar.
— SH.