Morgunblaðið - 23.10.1982, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. OKTÓBER 1982
23
Kúbönsku skáldi
sleppt úr haldi
eftir 22 ár
París, 22. október. AP.
KÚBANSKA SKÁLDIÐ og andófs-
maðurinn Armando Valladares kom
Veður
Akureyri 3 skýjaö
Amsterdam 14 skýjað
Aþena 24 heiöskírt
Bracelona — vantar
Berlin 18 heiðskírt
Brussel 19 heiðskfrt
Chicago 11 heiöskírt
Dyflinní 11 heiðskirt
Feneyjar 16 þokumóða
Frankfurt 11 skýjað
Genf 11 skýjaö
Helsinki 7 skýjað
Hong Kong 24 heiðskírt
Jerúsalem 22 skýjaö
Jóhannesarborg 18 heiðskírt
Kaupmannahöfn 13 rigning
Kairó 27 rigning
Las Palmas 24 skýjað
Lissabon 20 heiðskírt
London 12 rigning
Los Angeles 26 heiðskírt
Madrid 20 heiðskfrt
Malaga 22 lótt
Majorka 20 skýjað
Mexíkóborg 22 heiðskírt
Miami 27 skýjað
Moskva 4 skýjað
Nýja Delhí 32 heiðskírt
New York 19 heiöskírt
Osló — vantar
París 20 skýjað
Perth 29 heiðskírt
Rio de Janeiro 36 skýjað
Reykjavík 3 skýjað
Rómaborg 24 heiðskirt
San Francisco 22 rigning
Stokkhólmur 11 heiðskfrt
Sydney 21 heiðskfrt
Tel Aviv 25 skýjaö
Tókýó 22 heiöskfrt
Vancouver 13 heiðskirt
Vínarborg 11 skýjað
Þórshöfn 8 skýjað
í dag til Parísar, laus úr fangelsi
eftir 22 ára vist innan múranna.
Valladares var hnepptur í fangelsi að
skipun stjórnar Fidel Castros, en
það var fyrir tilstilli Francois Mitt-
errands Frakklandsforseta, að hon-
um var sleppt lausum.
Kona Valladares og Regis
Debray, sem er ráðgjafi Mitterrand í
málefnum þriðja heimsins sem gerði
sér sérstaka ferð til Havana i sið-
ustu viku til að tryggja að Valladares
yrði látinn laus, tóku á móti honum
á Orly-flugvelli. Var hann strax
sendur í læknisrannsókn.
Valladares er 44 ára gamall og var
fangelsaður 1960, sakaður um aö
vinna að undirróðri. Hann orti Ijóða-
bálk, sem tokst að smygla úr fang-
elsinu. Bar hann nafnið „Úr hjóla-
stólnum**.
Vinir hans og ættingjar höfðu
skýrt svo frá, að hann hafi misst
mátt í fótunum fyrir átta árum vegna
harðneskulegrar meðferðar er hann
sætti i fangelsinu, en opinbera
fréttastofan á Kúbu, Prensa Latina,
sagði að hann hefði gengið óstuddur
upp í flugvélina á Havana-flugvelli.
Móöir Scharanskys:
„Enginn virð-
ist hafa áhuga
á málinu“
Moskvu, 21. októbor. AP.
MÓÐIR andófsmannsins Anatoly
Shcharanskys skýrði frá því i dag, að
tilraunir hennar til að fá upplýsingar
um liðan sonar hennar hjá sovésk-
um yfirvöldum hefðu engan árangur
borið.
Nú eru 26 dagar liðnir frá því
hann fór í hungurverkfall eftir að
honum hafði verið meinað að
skrifa bréf og taka á móti bréfum,
sem honum voru send.
„Ég veit að hann er enn í hung-
urverkfalli," sagði móðir hans, Ida
Milgrom, en sagðist að öðru leyti
ekki hafa fengið aukatekið orð upp
úr yfirvöldum. „Enginn virðist
hafa áhuga á málinu," sagði hún.
Hollensku náttúruverndarmennirnir skála fyrir frelsi selsins víðförla. í miðið má sjá Halldór Sigurðsson frá
Arnarflugi, en flugfélagið hafði veg og vanda af flutningi selsins hingað á norðurslóðir. Myndirnar tók Ragnar
Axelsson.
Hollenskur selur flutt-
ur á norðlægar slóðir
I GÆR kom hingað til lands frá
Hollandi, selur nokkur, sem þar
var talinn kominn á villigötur.
Náttúruverndarmenn hollenskir
gengust fyrir því að selurinn var
fluttur hingað til lands með góðri
aðstoð Arnarflugs. Eftir örstutta
viðdvöl í Keykjavík var flogið með
selinn norður til Akureyrar.
Er norður var komið ók flug-
vélin út á brautarenda Akureyr-
arflugvallar, og þar var selurinn
tekinn úr flugvélinni, þar sem
hann hafði látið fyrirberast í
trékassa. Var honum síðan
sleppt í Pollinn innst í Eyjafirði,
og virtist hann frelsinu feginn er
hann synti á braut. Að ósk heil-
brigðisyfirvalda var kassinn síð-
an brenndur, en mikið stíma-
brak hafði verið við að fá hinn
óvenjulega gest tollafgreiddan.
Páll A. Pálsson yfirdýralæknir
sagði þó í samtali við blaðamenn
Morgunblaðsins í gær, að ekki
væri talið að selir gætu borið
með sér smitnæma búfjársjúk-
dóma, svo sem hundaæði eða
gin- og klaufaveiki.
Er selurinn hafði endurheimt
frelsi sitt, ríkti mikill fögnuður Selurinn kominn úr kassanum og tekinn að kynna sér aðstæður norður
meðal hinna hollensku velgjörð- v'ú ysta haf. Hinir hollensku velgjörðarmenn hans sáu um að nóg væri til
armanna hans, af myndum til að sýna er heim væri komið.
Los Angcles, 22. október. AP.
LÖGFRÆÐINGAR bifreiðaframleiðandans John Z. de
Loreans unnu að því í gær að öngla sarnan 500.000 döllur-
um, sem sett var upp sem tryggingarfé fyrir því að honum
yrði sleppt. Eins og komið hefur fram, hefur de Lorean
verið sakaður um umfangsmikla kókaínsölu í því skyni að
bjarga bifreiðaframleiðslu sinni á Norður-frlandi frá
gjaldþroti. Einn liður í að safna fyrrgreindri tryggingar-
upphæð var að selja hús de Lorean, gífurlegt mannvirki i
San Diego, metið á 4 milljónir dollara. „Hvort okkur
tekst að ná endum saman er ekki gott að segja," var haft
eftir Bernard Minksy, einum af verjendum de Lorean.
Minksy sagði jafnframt, að Lorean myndi halda fram
sakleysi sinu í komandi réttarhöldum, en kókainmagnið
sem Lorean er sagður hafa haft undir höndum nemur 99,7
kilógrömmum.
James Walsh, aðstoðarmaður saksóknara, sagði við
fréttaskýrendur, að til væri myndsegulbandsupptaka
af Lorean þar sem hann handfjatlar nokkra sekki af
suður-amerísku kókaíni og muldrar í barm sinn:
„Þetta slær gulli við, þetta kemur sannarlega eins og
kallað." Upptakan var gerð á hótelherbergi Loreans
nokkrum klukkustundum áður en hann var handtek-
inn. Það þykir kaldhæðnislegt að eftirspurn eftir hin-
um glæsilegu sportbifreiðum Loreans hefur aukist
stórlega eftir að hann komst í heimsfréttirnar með
þessum hætti.
Fíkniefnalögreglumennirnir Richard T. Bretzinger og Ted
Hunter sýna fréttamönnum 20 kíló af kókaíni sem komist
var yfir í tengslum við handtöku De Loreans. Þetta var
hluti þessa magns sem De Lorean var sakaður um að hafa
haft undir höndum.
Símamynd AP.
Reyna að fá De
Lorean lausan
gegn tryggingu
Kosningar á Spáni:
Stórsigur jafnaðar-
manna framundan?
Madrid, 22. oklóber. AP.
KOSNINGAR eru nú framundan á
Spáni og tvö af stærstu dagblöðum
landsins birtu í gær niðurstöður úr
skoðan.akönnunum sem þau gengust
fyrir. Hjá báðum kom fram, að jafn-
aðarmannaflokkurinn myndi vinna
mikinn sigur. Eftir því sem kannan-
irnar benda til, gæti formaður
(lokksins, Felipe Gonzales, stofnað
fyrstu rikisstjórn Spánar sem væri
skipuð jafnaðarmönnum einvörð-
ungu.
„E1 Pais“, annað blaðanna,
greindi frá því að samkvæmt
könnun sinni myndi jafnaðar-
mannaflokkurinn fá milli
193—217 sæti á 350 sæta neðri-
deild Spánska þingsins. Hitt blað-
ið, „Diario 16“ var á sömu skoðun
eftir könnun sína, sem benti til
þess að umræddur flokkur myndi
vinna allt að 217 sæti.
Notaðir lyftarar
í mikiu úrvali
2. t. raf/m. snuningi
2.5 t raf
1.51 pakkhuslyftarar
2.51 dísil
3.21 dfsil
4.3 t dísil
5.01 dísil m/húsl
6.0 t dísil m/húsi
M
K. JÓNSSON & CO. HF.
Vitastíg 3
£ Sími 91-26455