Morgunblaðið - 23.10.1982, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 23.10.1982, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. OKTÓBER 1982 ______: ____ —. * > & « 1-1 ^ r 1_: _ AF ERLENDUM VETTVANGI eftir BJÖRN BJARNASON FVRIR áratug fullnægðu olíuframleiðsluríkin i OPEC um 70% al eftirspurn ríkja utan yfirráðasvæðis kommún- ista eftir oliu. I'á réðu OPEC-ríkin einnig yfir meira en þremur fjórðu hlutum þess olíumagns sem talið var vinnsluhæft í löndum utan yfirráðasvæðis kommúnista. Skömmu eftir átök ísraelsmanna og Araba 1973 ákváðu OPEC-ríkin að fara sínar eigin leiðir í verðákvörðunum á olíu, og þá var verðið hækkaö um 70%. Á árunum 1973 og 1974 þrefaldaðist verð á olíu. Eftir byltinguna í íran meira en tvöfölduðu OPEC-ríkin olíuverðið 1979—80. Síðustu misseri hefur verðið lækkað og spáð er frekari lækkun á meðan iðnríkin eru að brjótast upp úr efnahagslægðinni. En síðan er gert ráð fyrir nýrri verðhækkun á olíu samkvæmt síðustu spá Alþjóðaorkustofn- unarinnar (IEA) í París. Island er ekki aðili að Al- þjóðaorkustofnuninni en frumvarp um slíka aðild lá á borði Tómasar Árnasonar, viðskiptaráðherra, þegar hann tók við embætti 8. febrúar 1980. Ráðherrann lagði þetta frum- varp þó ekki fyrir Alþingi fyrr en á síðustu dögum þess vorið 1982 en það hefur nú verið endurflutt í upphafi nýbyrjaðs þings. Á fundi Alþjóðaorku- stofnunarinnar í París 24. maí ákváðu fulltrúar 21 aðildarlands að halda áfram að framfylgja umsaminni orkusparnaðar- stefnu. Var þessi ákvörðun tekin þótt fyrir lægi, að eins og sakir standa er meira framboð á olíu en eftirspurn. Hinn 11. október birti Al- þjóðaorkustofnunin skýrslu þar sem leitast er við að spá verð; þróun á olíu til aldamóta. „I skýrslunni kemur fram að búast má við því að með hægfara hag- vexti í iðnríkjunum muni að- stæður á olíumarkaðnum þróast á þann veg, að þær grafi undan þessum vexti," sagði Ulf Lantzke, forstjóri stofnunarinn- ar, þegar hann kynnti þessa spá. Samkvæmt henni er gert ráð fyrir nýrri hækkun á olíuverði eftir 1985 svo framarlega sem olíuneysluríkjunum takist ekki Verðsveiflur á olíu og minnkandi framleiðsla Sovétríkjanna að draga úr neyslu sinni með orkusparnaði eða nýtingu ann- arra orkugjafa. Raunverð á olíu mun lækka í ár og næsta ár. Jafnvægi helst milli framboðs og eftirspurnar á olíu fram til 1985, en síðan má búast við umframeftirspurn á síðari hluta þessa áratugar ef hagvöxtur á Vesturlöndum verð- ur árlega 2,7 til 3,2% og ekki er staðið gegn meiri olíunotkun. 1990 verður ástandið orðið þann- ig að það vantar 4 milljónir tunna á dag til að anna eftir- spurn. Þá hækkar olíuverðið og hefur í för með sér nýja efna- hagslægð. Jafnvægi myndast svo aftur milli framboðs og eftir- spurnar segir í skýrslunni. Síðan verður ekki unnt að sinna eftir- spurn og árið 2000 vantar 9 til 21 milljón tunna á dag til að endar nái saman. í skýrslu Alþjóðaorkustofnun- arinnar er ráð fyrir því gert að hagvöxtur verði meiri á Vestur- löndum en hann hefur verið síð- an 1979. Þá er einnig byggt á þeirri forsendu, að OPEC-ríkin muni framleiða 23 til 29 milljón- ir tunna á dag það sem eftir er þessa áratugar. Olíuneysla auk- ist í OPEC-ríkjunum sjálfum og þróunarlöndunum en olíufram- leiðsla dragist saman í Norður- Ameríku og Norðursjó eftir 1985 og Sovétríkin verði ekki lengur olíuútflutningsiand heldur flytji þau og fylgiríki þeirra inn olíu, sem nemi 2 milljónum tunna á dag 1990. Eins og málum er nú háttað eru Sovétríkin mesta olíufram- leiðsluland veraldar, en fram- leiðsluaukningin þar hefur verið að dragast saman síðan um miðjan síðasta áratug. 1980 framleiddu Sovétmenn 603 millj- ónir tonna af olíu og 609 milljón- ir tonna 1981, hvorugt árið náðu þeir því marki sem þeir höfðu sett sér. Sovétmenn stefna að því að framleiða 630 milljónir tonna árið 1985, en sérfræðingar á Vesturlöndum telja ólíklegt að það takist, þvert á móti reikna þeir með samdrætti í Sovétríkj- unum og spá því að þá verði árs- framleiðslan ekki meiri en 580 milljónir tonna. Vandræði Sovétmanna við olíuvinnslu muni síðan vaxa á síðari hluta þessa áratugar og framleiðslu- magnið enn minnka og verða á bilinu 525 til 555 milljón tonn á ári. Sovésk stjórnvöld hvetja til olíusparnaðar heima fyrir. Hlut- deild olíu sem orkugjafa nam tæpum 40% í Sovétríkjunum 1980 en var 37% 1976. Talið er líklegt að hlutfallið verði um 38% 1985. Nú flytja Sovétmenn um helming þess olíumagns, sem þeir selja til útlanda, til Aust- ur-Evrópuríkja og kaupa þau olíuna á hálfvirði miðað við heimsmarkaðsverð, engu að síð- ur ríkir þar efnahagskreppa. 1980 fengu Austur-Evrópuríkin 80% af olíu sinni frá Sovétríkj- unum. Þessi ríki flytja inn um 85% af þeirri olíu sem þau nota — þetta hlutfall mun hækka þegar olíuframleiðsla Rúmena minnkar og neysla þeirra sjálfra eykst. Önnur Áustur-Evrópuríki en Rúmenía framleiða sáralítið af olíu. Þrjár helstu olíuvörurnar á Is- landi eru gasolía, svartolía (brennsluolía) og bensín. Á ár- inu 1981 var notkunin á þessum vörum samkvæmt reglum Al- þjóðaorkustofnunarinnar sem hér segir: gasolía 221 þúsund tonn, svartolía 169 þúsund tonn óg bensín 92 þúsund tonn eða samtals 482 þúsund tonn. í við- ræðum íslendinga um aðild að Alþjóðaorkustofnuninni hefur verið miðað við fimm ára aðlög- unartíma og í greinargerð með frumvarpi því, sem liggur fyrir Alþingi um aðild að stofnuninni, er því spáð að 1987 eftir þennan fimm ára tíma verði olíunotkun hér: svartolía 185 þúsund tonn, gasolía 175 þúsund tonn og bens- ín 110 þúsund tonn eða samtals 470 þúsund tonn sem er um 3% minna en á árinu 1981. í greinargerðinni með laga- frumvarpinu er mjög vægum orðum (væntanlega til að styggja ekki Sovétmenn) vikið að spánum um að Sovétmenn hætti að geta flutt út olíu innan örfárra ára. Megnið af okkar olíuvörum kemur þó frá Sovét- ríkjunum og sýnist svo sannar- lega ástæða til að taka olíumál okkar íslendinga nýjum tökum ef svo fer fram sem horfir á al- þjóðamarkaði. Hugleiðingar á sjúkrahúsi eftir Huldu Á. Stefánsdóttur Síðastliðinn vetur varö ég fyrir þeirri reynsiu að veikjast og fara á sjúkrahús, þar sem ég var skorin upp við krabbameini í hægra brjósti. Þessi veikindi komu mér mjög á óvart, en allt gekk vonum framar, frábærir læknar veittu mér ómetan- lega hjálp, sem ber að þakka. Það fer ekki hjá því að mörgu skýtur upp í hugann þegar legið er á sjúkrahúsi, og kvalirnar verða ekki allsráðandi. Það er oft lær- dómsríkt að vera með veiku fólki, kynnast viðbrögðum þess gagn- vart lífinu og margvíslegum veik- indum. Við vorum sex á stofu, hver hafði sína sögu að segja. Hvarvetna voru útréttar hendur lækna og starfsliðs til að bæta úr bölinu. Mér varð hugsað til bernsku minnar og æskuára, þegar ég heyrði fólkið segja frá skæðum farsóttum, sem fóru um landið, hve fólkið var ráðþrota, því hvergi var hjálpar að leita. Mikill er nú munurinn. Þegar ég var barn óttaðist ég ekkert meira en barnaveikina svokölluðu. Eflaust hefur það sta- fað af því, að faðir minn hafði snemma sagt okkur söguna af því þegar barnaveikin kom á bernsku- heimili hans, Heiði í Gönguskörð- um. Börnin á Heiði voru sex og tóku öll veikina, mun faðir minn þá hafa verið 6—7 ára, tvö systk- ini eldri, en þrjú yngri. Minnisstæðust var honum ein nóttin; þá var kalt í baðstofunni, gluggarnir loðnir af hélu og stórhríðin buldi á þekjunni. Hann lá í miðbaðstofunni og systir hans, ári yngri, lá fyrir ofan hann í rúm- inu, bæði voru fárveik. Fyrir nokkrum dögum léku þau sér að gullunum sínum á baðstofu- gólfinu. Nú var háð hörð barátta milli lífs og dauða. Þegar leið á nóttina fannst drengnum systir sín vera að kólna. Hann breiddi betur ofan á hana og hjúfraði sig að henni, til þess að henni hlýnaði, honum þótti svo undur vænt um hana, þau höfðu verið svo samrýnd, hann mátti ekki hugsa til þess að missa hana. Móðir barnanna var inni í suður- húsi og gætti þar þriggja barna, tvö voru orðin stálpuð, en á litlu kornabarni hélt hún í faðmi sér og reyndi af öllum mætti að sefa grát þess. — Undir morguninn andað- ist það í faðmi móður sinnar. Þeg- ar betur var að gáð var litla stúlk- an í baðstofunni einnig látin, og lítið barn hafði verið borið út í skemmu kvöldið áður, liðið lík. Móðursystir barnanna, Sigríð- ur, hafði þessa nótt í örvæntingu sinni vaðið með fingur niður í kverkar litla drengsins og rifið skóf úr hálsi hans, þegar and- þrengslin voru slík, að honum fannst hann vera að kafna. Tókst henni með því móti að bjarga hon- um frá köfnun. Þarna höfðu þá þrjú börn dáið á bænum á tæpum sólarhring; þrjú lifðu. Nærri má geta, hvernig fólk- inu á Heiði hefur liðið þennan minnisstæða morgun. En þegar Guðrún húsfreyja hafði orð á því, örþreytt og harmi lostin, hve tómlegt væri orðið á bænum, svar- aði Stefán maður hennar: — Þakkaðu Guði fyrir Guðrún mín að eiga þrjú börn eftir, sumir missa aleiguna. — Og svo var ekki talað meira um það. Litli drengur- inn i miðbaðstofunni grúfði sig niður í koddann og grét sárt, hann óskaði þess jafnvel að hafa fengið að vera systur sinni samferða. Um þessar mundir stóð fólkið ráðþrota þegar alvarleg veikindi bar að höndum. Víðast hvar engir læknar og engin lyf. Harmleikur- inn á Heiði var ekkert einsdæmi. Á æskuárum mínum hitti ég ís- lenska konu í Kaupmannahöfn; hafði hún farið til Hafnar um svipað leyti og barnaveikin tók börnin á Heiði. Kona þessi hét Emilía Antonsdóttir og var frá Arnarnesi við Eyjafjörð; tvær systur hennar urðu henni sam- ferða út fyrir pollinn og einn bróð- ir. Systurnar giftust allar dönsk- um mönnum og þau systkinin komu aldrei aftur til íslands. Em- ilía eignaðist 19 börn, 18 dóu, flest úr barnaveiki, eftir því sem hún sagði mér. Barnaveikin kom víðar við en í Skörðum á íslandi. Eina barnið sem lifði hét Anna, var hún nýlega gift þegar ég hitti þær mæðgur. En þekkingin óx, sem betur fór. Eftir því sem tímar liðu komu lyf til sögunnar, sem unnu bug á þess- um voðasjúkdómi, svo segja má, að ekki stafi lengur hætta af barnaveikinni. Heilsugæslu ung- barna hefur nú fleygt svo fram, að talið er að Islendingar séu nú einna best á vegi staddir í þeim efnum. Fyrr á öldum og allt fram á þessa öld voru fleiri sjúkdómar sem herjuðu á þjóðina og urðu landlægir. Er mér þá efst í huga holdsveikin, jjessi hræðilegi sjúk- dómur, sem Islendingar urðu fyrir barðinu á. Mér er enn í fersku minni, þegar ég sem unglingur kom í holdsveikraspítalann að Hauganesi og sá sjúklingana, hversu ógnvekjandi holdsveikin var. Nú eru fundin lyf við holds- veiki, svo naumast þarf að óttast hana lengur. Svo voru það berklarnir, svo fleira sé nefnt. Þeir heltóku árlega fleiri fjölskyldur. Fólkið hrundi niður, einkum ungt fólk. Þjóðin var ráðþrota gagnvart þeim. Mér er í barnsminni, þegar þrjár ungar systur, fallegar og vel gefnar stúlkur á besta aldri, voru bornar til grafar með stuttu millibili á Möðruvöllum í Hörgárdal. Á þeim árum voru húsakynni víða léleg á landi voru, kuldi og myrkur var í bæjunum, þekkingarskortur, fá- tækt og allsleysi þjakaði fólkið víðast hvar. Berklarnir voru mjög smitandi, og þegar fólkið veiktist, veigraði það sér við að leita læknis fyrr en i fulla hnefana. Það átti oft ekki eyri til að greiða lækn- ishjálp. Þá voru ekki tryggingarn- ar, hver varð að borga fyrir sig. En þjóðin var svo lánsöm að eiga duglega og vitra menn í lækna- stétt, sem fylgdust vel með nýj- ungum á sviði læknavísindanna, tekist var á við berklana. Heilsu- hælið á Vífilsstöðum var reist 1910 og byggt var heilsuhæli að Kristnesi í Eyjafirði 1927. Síðast en ekki síst komu svo hin alkunnu berklalög, sem sennilega áttu drýgstan þáttinn í sigrinum. Nú stendur fólki ekki lengur ógn af berklunum. Þá er vert að geta þess að kláði, geitur, fló og lús vaða ekki lengur uppi og eru þjóð- arböl. Fló og lús teljast víst ekki til sjúkdóma, en geta verið smit- berar og valdið sjúkdómum. Læknar kunna nú ráð við þessum ófögnuði ef hann skýtur upp koll- inum, og er það gleðiefni. Nú er það krabbinn, sem glímt er við, mun hann vera ein helsta dánarorsök hérlendis og sennilega er svo víðar, ef um er skyggnst. Hjarta- og æðasjúkdómar hafa færst hér mjög í aukana á síðari árum. Liggja oft sömu orsakir til þessara sjúkdóma, að mér er sagt. Öllum er kunnugt um, að krabb- inn er erfiður sjúkdómur, mikið vonleysi og þjáningar fylgja hon- um. Fram að þessu hefur það þýtt allt að því sama og dauðadómur, þegar kveðið var upp úr um það að menn hefðu krabba. í tugi ára hafa læknar og vísindamenn leit- að orsaka þessa geigvænlega sjúkdóms, og ráða til að lækna hann. Hefur verið starfrækt hér í Reykjavík leitarstöð á vegum Krabbameinsfélagsins. Hefur hún

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.