Morgunblaðið - 23.10.1982, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 23.10.1982, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLADIÐ, LAUGARDAqUR 23. OKTÓBER 1982 gangskðr Umsjón: Ásdís J. Rafnar Anna Ásgeirsdóttir Erna Hauksdóttir Fijáls hugsun- frelsi þjóðar HVOT45 \RA ufin;i'IÍMi(í>ala FRJALS HUGSUN — FRELSIÞJÓÐAR Hvöt 45 ára afmælisútgáfa Hvöt, félag sjálfstæðiskvenna í Reykjavík, var stofnað 19. febrúar 1937 og eru á þessu ári liðin 45 ár frá stofnun þess. Til að marka þennan áfanga í starfi félagsins gefur það út afmælisrit á morgun, 24. október, sem ber nafnið Frjáls hugsun — frelsi þjórtar. I fyrsta þætti bókarinnar er grein eftir Olöfu Benediktsdóttur menntaskólakennara um stofnun Hvatar og fyrstu árin í starfi fé- lagsins. Þar er saga félagsins í venjulegri merkingu ekki skráð, — heldur skýrt frá tildrögum að stofnun, stofnendum og starfi í byrjun. Þá eru þrjú viðtöl við frumherja birt, sem unnin eru af Elínu Pálmadóttur blaðamanni. Þeir eru Ásta Guðjónsdóttir, Grímheiður Pálsdóttir og Jórunn ísleifsdóttir. Þá er grein eftir formann Hvatar, Bessí Jóhanns- dóttur cand. mag., um Hvöt í nútíð og framtíð. í öðrum þætti bókar- innar eru fimm greinar eftir jafn marga höfunda um efnið „Mennt- un og vinnumarkaður" og er þar opnuð umræða um þennan viða- mikla málaflokk og mikilvægi hans áréttað. Höfundarnir eru Áslaug Friðriksdóttir skólastjóri, Katrín Fjeldsted læknir, Sigríður Arnbjarnardóttir, kennari, Árdís Þórðardóttir hagfræðingur og Dögg Pálsdóttir lögfræðingur. I þriðja þætti bókarinnar eru birtar tillögur og frumvörp sem sjálf- stæðiskonur hafa flutt á Alþingi og í borgarstjórn um málefni er snerta þema annars þáttar og gefa sýn á málsmeðferð og vinnubrögð á mismunandi tímum. Það efni tók Ragnhildur Helgadóttir vara- þingmaður saman. I bókinni er fjöldi mynda úr sögu og starfi Hvatar og skrár yfir stjórnir frá stofnun félagsins. Söfnun mynda önnuðust Auður Auðuns fyrrv. ráðherra og Ragnhildur Pálsdóttir kennari. Anna Arnbjarnardóttir fulltrúi vann skrárnar. Afmælis- ávörp eru frá Geir Hallgrímssyni formanni Sjálfstæðisflokksins og Margréti S. Einarsdóttur for- manni Landssambands sjálfstæð- iskvenna og heillakveðjur frá vel- unnurum Hvatar. Ritnefnd bókarinnar skipuðu Björg Einarsdottir, formaður, Anna Arnbjarnardóttir, Ásdís J. Rafnar, Ólöf Benediktsdóttir og Ragnhildur Helgadóttir. Þriðja bókin á skömmum tíma 24. október 1980 er fimm ár voru liðin frá kvennafrídeginum 1975, gaf Hvöt, ásamt Landssambandi sjálfstæðiskvenna, út bókina „Fjölskyldan í frjálsu samfélagi" og 1981 bókina „Auðarbók Auð- uns“. Fjölskyldan í frjálsu samfé- lagi ergreinasafn um málefni fjöl- skyldunnar, en á síðustu árum hefur meira en oft áður verið rætt um svokallaða fjölskyldupólitík og er bókin eina heilstæða verkið, sem út hefur komið um þau mál hér á landi. Sem dæmi um mála- flokka, sem þar koma við sögu, má nefna skattamál, húsnæðismál, dagvistarmál, umhverfi fjölskyld- unnar, fjölskylduna og kristna trú, fræðslumál, jafna foreldra- ábyrgð og jöfn réttindi karla og kvenna á vinnumarkaðnum og al- mennt á öllur.i sviðum þjóðlífsins. Auðarbók Auðuns var skrifuð tii heiðu.s brautryðjandanum Auði Auðuns í tilefni af sjötugs afmæli hennar 18. febrúar 1981. Bókin er greinasafn um ýmis mál- efni tengd sérþekkingu höfunda. Frjáls hugsun — frelsi þjóðar er því þriðja bókin sem Hvöt gefur út á sl. tveimur árum. „Að stuðla að aukinni þátttöku kvenna í stjórnmálum ...“ Félag sjálfstæðiskvenna í Reykjavík er eitt af fjölmennustu stjórnmálafélögunum hér á landi. Félagsmenn eru nú hátt í tvö þús- und. Tilgangur með stofnun Hvat- ar var sá að fylkja konum um mál- efni Sjálfstæðisflokksins og virkja konur til starfa á vettvangi þjóð- mála. í dag er megináherslan í starfi félagsins sú, að á vettvangi þjóðmála og í stjórnmálastarfi sé hlutur kvenna ekki minni en full þátttaka eins og segir í formála bókarinnar Frjáls hugsun — frelsi þjóðar, sem ritaður er af Björgu Einarsdóttur formanni ritnefnd- arinnar. í félagslögum segir um mark- mið Hvatar að það sé m.a. að „stuðla að aukinni þátttöku kvenna í stjórnmálum, sérstakl- ega sem fulltrúar á Alþingi og í borgarstjórn". I grein sinni Hvöt í nútíð og framtíð fjallar Bessí Jóhannsdóttir formaður Hvatar um þetta markmið og stöðu kvenna innan Sjálfstæðisflokksins í dag. Hún segir m.a. að mikið hafi verið reynt af hálfu Hvatar til að fá fleiri konur til að taka þátt í prófkosningum Sjálfstæðisflokks- ins til borgarstjórnar og Alþingis en þunglega hafi miðað í þá átt að þeim fjölgi verulega á framboðs- listum flokksins í aðalsætum. í því efni hafi að vísu meira áunnist í borgarstjórnarkosningum en al- þingiskosningum. „Það er undar- legt að í þingflokki lang stærsta stjórnmálaflokks þjóðarinnar er aðeins ein kona, Salóme Þorkels- dóttir. í næstu kosningum þarf verulega að breyta þessu hlutfalli. Það stoðar Sjálfstæðismenn ekki lengur að vísa til fornra afreka. Fortíðin getur orðið hvatning til úrbóta en það má ekki staðna og lifa í henni." Bessí gerir úttekt á stöðu kvenna innan Sjálfstæðis- flokksins í dag og vekur athygli á því hvernig hún er í trúnaðarstöð- um flokksins. „Konur eru helm- ingur allra kjósenda og á tímum aukinnar þátttöku kvenna í at- vinnulífinu gera þær auknar kröf- ur til þess að þær fái að segja sitt á vettvangi stjórnmálanna." I lok greinarinnar segir hún: „Við leggjum áherslu á að hver ein- staklingur geti valið sér vettvang, sem honum hæfir án tillits til kynferðis. Það var m.a. með þetta í huga sem við völdum okkur að kjörorði á bókamerki félagsins: „Einstaklingsfrelsi er jafnrétti í reynd“.“ Þær staðreyndir, sem formaður Hvatar varpar Ijósi á í grein sinni, eru Sjálfstæðisflokknum ekki til mikils sóma hvað fjölda kvenna varðar í nefndum flokksins og ráð- um. Þó að það hlutfall endurspegli í raun hlutfall kvenna í opinberum ráðum og nefndum almennt í okkar þjóðfélagi, þá verður að gera þá kröfu til sjálfstæð- ismanna að Sjálfstæðisflokkurinn svari kröfum nútímans og stuðli að jafnri stöðu kynjanna í reynd í trúnaðarstöðum hans. Staða kvenna innan annarra stjórn- málaflokka réttlætir ekki Sjálf- stæðisflokkinn — hann á að þessu leyti sem í öðru efni að vera í fararbroddi. í borgarstjórnarkosningunum sl. vor urðu þrjár konur aðal- fulltrúar í borgarstjórn fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Þeim áfanga munu Hvatarkonur fylgja eftir í komandi kosningum til Alþingis. Starf Hvatar fram að Alþingis- kosningum mun markast af bar- áttu fyrir konum í prófkjör í Reykjavík, — fyrir konum í örugg þingsæti í Reykjavík. Vinstri kon- ur báru fram kvennalista í Reykjavík sl. vor. Hvöt vill auka hlut sjálfstæðiskvenna á Alþingi eins og í borgarstjórn Reykjavík- ur. Hér á eftir fara kaflar úr grein- um í afmælisriti Hvatar Frjáls hugsun — frelsi þjóðar og er það von umsjónarmanna þessa þáttar að þeir verði lesendum hvatning til að kynna sér efni bókarinnar og hugmyndir sjáifstæðiskvenna. ÓLÖF BENEDIKTSDÓTTIR: Fyrstu ár Hvatar „Upp úr 1930 kom kreppan mikla til íslands sem hafði í för með sér mikið atvinnuleysi... Sjálfstæðismönnum í Reykjavík þótti hlutur sinn mjög fyrir borð borinn og hófu mikla sókn til að stemma stigu við framgangi vinstri fiokkanna og hrinda af sér oki framsóknarmanna sem þá eins og nú, virtust hafa það að höfuð- markmiði að hindra og tefja fram- farir í Reykjavík, eins og ótal dæmi sanna fyrr og síðar ... Þátt- ur í þessari sókn voru miklar skipulagsbreytingar á starfsemi Sjálfstæðisflokksins, sem m.a. leiddu af sér stóraukið félagsstarf sjálfstæðismanna í Reykjavík. Reykvískar sjálfstæðiskonur fóru nú að hugsa sér til hreyfings. Þær höfðu að vísu tekið drjúgan þátt í starfsemi Varðar og Heimdallar, en nú fóru að heyrast raddir um, að þær gætu látið meira til sín taka á opinberum vettvangi. — Nokkrar framtakssamar konur tóku sig saman og ákváðu að vinna að undirbúningi kvenfélags sem fylgja skyldi Sjálfstæðisflokknum að málum og stuðla að og styrkja eflingu hans í hvívetna. Undirbún- ingsstofnfundur var haldinn 15. febrúar 1937, kl. 8.30 í Oddfellow- húsinu í Reykjavík. Á þriðja hundrað konur sóttu fundinn ...“ BESSÍ JÓHANNSDÓTTIR FORMAÐUR HVATAR: Hvöt í nútíð og framtíð „Þegar metin er staða kvenna innan ákveðinna félaga eða sam- taka er það oft gert með því að kanna fjölda þeirra í hlutfalli við karla. Mun ég taka nokkur dæmi. sem segja hvert um sig ákveðna sögu um stöðu kvenna í áhrifa- stöðum í Sjálfstæðisflokknum. Alls konur % Miðstjórn 29 5 17 Framkvæmdastj. 5 1 20 Alþingismenn 22 1 5 Framkvæmdastj. 2 1 50 Formaður 1 0 0 Varaformaður 1 0 0 Af ofangreindu má draga þá ályktun að hlutur kvenna í áhrifa- stöðum sé ekki ýkja mikill. Hinu er sérstaklega vert að verkja at- hygli á, að annar af framkvæmda- stjórum Sjálfstæðisflokksins er Inga Jóna Þórðardóttir viðskipta- fræðingur og formaður útbreiðslu- nefndar er Jónína Michaelsdóttir framkvæmdastjóri hjá Viðskipti og verslun. Myndin dekkist óneit- anlega þegar fjöldi kvenna í mið- stjórn er skoðaður. Það er og und- arlegt að í þingflokki lang stærsta stjórnmálaflokks þjóðarinnar sé aðeins ein kona. 1 næstu kosning- um þarf verulega að breyta þessu hlutfalli. Það stoðar sjálfstæðis- menn ekki lengur að vísa til forn- ra afreka. Fortíðin getur orðið hvatning til úrbóta en það má ekki staðna og lifa í henni...“ ÁSLAUG FRIÐRIKSDÓTTIR: Skóli slítur barns- skónum í Breiðholti „En skólinn, hvað gerir hann? Hann á að fræða, miðla þekkingu, gera nemendur færari að takast á við hin ýmsu verkefni og lifa í hinu síbreytilega þjóðfélagi. Hann á að vinna að uppeldismálum í samvinnu við foreldra, en ekki að taka börnin alfarið að sér, enda ekki í stakk búinn til þess og verð- ur vonandi aldrei. Ég álít að skól- inn eigi ekki að vera geymsla, en í auknum mæli er litið á skólann sem slíka stofnun. Foreldrar eiga að sjálfsögðu að geta treyst því að börnin þeirra séu í skólanum á skólatíma en á því vill verða mis- brestur, þegar kennari veikist og enginn annar er tiltækur. Á næst- unni verður jafnvel enn erfiðara að tryggja nemendum kennslu vegna þess að samkvæmt nýgerð- um kjarasamningum eiga kennar- ar rétt á nokkurra daga leyfi vegna veikinda barna sinna, og mér er ekki kunnugt um, að því verði mætt af hálfu yfirvalda skólamála með því að fastráða forfallakennara... í þessum línum hef ég lýst í stórum dráttum byggingarsögu skóla í nýju hverfi og bent á, hvernig nemendur verða oft fyrir barðinu á því, þegar skólinn er ekki fær um að vaxa og mótast með sama hraða og skólahverfið. Sú spurning hlýtur að vakna, hvort þessi saga hljóti að vera ör- lög allra nemenda í nýjum hverf- um. Vonandi verður breyting á, þegar okkur lærist, að það er nem- andinn, einstaklingurinn sjálfur, sem á að vera í fyrirrúmi.. “ KATRÍN FJELDSTED: Einstaklingurinn og skólakerfið, — nokkrar hugleiðingar „Með lögbundinni skólaskyldu eru börn skyld að ganga í skóla

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.