Morgunblaðið - 16.12.1984, Side 21

Morgunblaðið - 16.12.1984, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. DESEMBER 1984 21 Þeir bræður Guðjón og Jónas hafa með aðstoð góðra manna gert upp gamla íbúðarhúsið í eyjunni, en það er um 200 ára gamalt og var upprunalega á söltunarstöðinni á Reykjanesi. Guðjón og Jónas Helgasynir, bændur (Æðey. Reiphólsfjöll, í austri og norðri er Snæfjallaströndin. Á vesturströnd eyjunnar er klettur nokkur sem Gulanef heit- ir. Þar lét Ari Magnússon sýslu- maður í ögri fleygja Spánverjum fram af er þeir höfðu verið vegnir 1615, en um Spánverjavígin er m.a. fjallað í Árbók FÍ 1949. Guð- rún Lárusdóttir sem flutti úr eyj- unni fyrir rúmu ári og býr nú á Akureyri var spurð hvort íbúar eyjarinnar hefðu orðið varir við einhvern draugagang af þessum sökum, hvort afturgengnir Spán- verjar væru nokkuð á ferli í eyj- unni. „Ég hef aldrei heyrt talað um það. Enda áttu þeir ekkert sökótt við íbúana í Æðey. Ég hef aldrei orðið vör við neitt óvenjulegt eða yfirnáttúrulegt í eyjunni, það er þó sagt að hér skammt frá bænum sé jörðuð kona sem ekki fékk að fara í vígða mold. Við höfum haft þann sið að leggja blóm á leiðið hennar, og ef eitthvað hefur átt að hrófla við því hefur lágvaxin kona komið fram í draumum og beðið um að fá að vera í friði. Leiðið hefur verið látið í friði og hún komið aftur fram í draumi og þakkað fyrir sig.“ Þeir Jónas og Guðjón eru með um 270 kindur, kýr fyrir heimilið, og nokkrar gyltur með grislingum. Þá eru þeir með um 40 gæsir, taka gæsaregg og láta þau í hreiður æð- arfuglsins til útungunar. Stundum hefur gæsahópurinn verið í kring- um eitt hundrað. Gæsirnar kjaga um á bæjarhlaðinu, er við komum þangað aftur, við bregðum okkur fyrst inn í gamla bæinn sem þeir bræður hafa gert upp nú nýverið en viðgerðinni er ekki enn lokið. Gamla húsið er gert upp í upp- runalegri mynd, þannig að hús- verndunarmenn gætu verið stoltir af. Húsið er um 200 ára gamalt en það var upprunalega á söltunar- stöðinni í Reykjanesi, en var flutt til Æðeyjar og þjónaði sem íbúð- arhús i langan aldur. íbúðarhúsið sem þeir bræður búa í ásamt kon- um sínum, þeim Katrínu Alexí- usdóttur sem gift er Jónasi og Guðrúnu systur hennar, eiginkonu Guðjóns, er eitthvað yngra eða um 120 ára. Á bæjarhlaðinu er barna- vagn með ungbarni, yngsta ibúan- um í Æðey, barn þeirra Jónasar og Katrinar sem fæddist i sumar. Þau Jónas eiga tvö börn og Guðjón og Guðrún eitt. Það er skemmtilegt að koma hingað dagstund, sérstaklega þeg- ar veðurguðirnir eru i jafn góðu skapi og þennan fallega haustdag. En hvernig ætli það sé að búa hér allt árið um kring? Þeir bræður eru ánægðir, finnst þeir ekkert einangraðir, enda kemur Djúpbát- urinn hingað tvisvar i viku allt ár- ið um kring. Samgöngur eru mun betri en áður var; þegar Guðrún Lárusdóttir móðir þeirra var að alast upp i eyjunni kom póstbátur- inn í mesta lagi einu sinni á hálfs- mánaðarfresti, og auðvitað enginn simi, sjónvarp eða útvarp sem fæstir geta. án verið í dag. Vatn er nú leitt úr landi, en áður var aðal- lega notast við brunnvatn. „Það var löng leið að sækja vatnið,“ segir Guðrún Lárusdóttir, „þetta var mýrarvatn sem sigtaðist i brunn, járnrikt og gult á lit og það var alveg vonlaust að þvo úr því, því þvotturinn varð allur gulur. Þvi var alltaf þvegið úr rigningar- vatni, og siðustu árin sem ég bjó i eyjunni var eingöngu notast við rigningarvatn. Brunnvatnið var þó besta vatn sem ég hef smakkað, ég byrjaði alltaf á því að fá mér könnu af drykkjarvatni um leið og ég kom til eyjarinnar." Bændur í Æðey voru fyrrum út- gerðarbændur, Guðrún segir að tveir bátar hafi verið gerðir út, og fiskurinn slægður og saltaður i eýjunni, og þurrkaður endur fyrir löngu eins og gamla þurrkhúsið ber vitni um. Jónas og Guðjón eru með bát, og hafa fengið eitthvað á handfæri en segja sjóinn i kring nú nær aldauðan. Mylluhóll er rétt norðan við bæ- inn og undir honum Akurbrekka. Þar má enn sjá rústir af korn- myllu, sem Guðrún segir hafa ver- ið i notkun er hún var barn. „Ég held að myllan hafi siðast verið notuð 1922.“ Mesti annatíminn nú sem fyrr er yfir sumarið en rólegra yfir vetrartímann, bræðurnir eru með vænan bókakost i hillum hjá sér sem gefur fyrirheit um margar góðar stundir. Áður en við höldum aftur til baka með bátnum hans Tryggva til Bolungarvikur, köst- um við kveðju á þá bræður og fjöl- skyldur þeirra, og kveðjum um leið þessa ævintýraeyju. Vesturströndin er klettótt og lítt vogskorin og ekki er laust við að þeirrar tilfínningar gæti að í rákóttum steinunum megi lesa einhverja sérkennilega sögu. Æðeyjarklettur heitir suðvesturhorn eyjarinnar og þar er þessi viti sjófarend- um til leiðbeiningar. í Kaupmannahöfn F/EST í BLAÐASÖLUNNI ÁJÁRNBRAUTA- STÖOINNI, KASTRUPFLUGVELLI OGÁRÁÐHÚSTORGI . Sálarfóður Jólavörur Fjölbreytt úrval af jólakortum og jólapappír. Hjó okkur fóat ódýrar og góóar jólagjafir. Tónlist Fjölbreytt úrval af innlendum og er- lendum hljómplötum og snældum Gospel tónlist af öllum geröum fyrir eldri sem yngri. Tónlist viö jákvsöa og uppörvandi texta. Bækur Islenskar og erlendar bœkur í úrvali. Bibliur og handbækur. einnig viljum við vekja athygli á ódýrum og góö- um barnabókum. Hjá okkur fást bækur viö flestra hæfi. Myndbönd Við leigjum út VHS-myndbönd, kvikmyndir, barnaefni, fræöslu- þætti, tónlistarþætti og margt ann- aö áhugavert. Gjafavara Margs konar nælur og hálsmen meö trúarlegum táknum (krossar, fiskar o.fl.j. Veggskildir, plaköt, myndir í barnaherbergl, kerti og ilmkerti, krossar, mannakorn og margt fteira. Veriö velkomin, hjá okkur eru næg bilastæöi. Opiö á almennum verslunartima. reglulega af ölmm fjöldanum!

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.