Morgunblaðið - 16.12.1984, Síða 34

Morgunblaðið - 16.12.1984, Síða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. DESEMBER 1984 Hugarvíl Önnu Friðriks- dóttur á sex hundruð síðum Bókmenntir Jóhanna Kristjónsdóttir Guðrún frá Lundi: Dalalíf III. bindi. Útg. Almcnna bókafélagið 1984. Og heldur nú áfram að segja frá fjölskyldunni á Nautaflötum. Þar er mest áberandi sú móðursjúka rausnarkona Anna Friðriksdóttir og sá drykkfelldi en hugþekki eig- inmaður hennar, Jón hreppstjóri, sonurinn Jakob sem af öðrum ber, sú illkvittna fósturdóttir Dísa Páls og fleiri. Þetta síðasta bindi er um 580 blaðsíður að lengd. Og losaralega og efnisminna þrátt fyrir mikið af orðum en fyrri bindin. Lungann úr bókinni er verið að lýsa hugarvíli Önnu Friðriksdóttur sem er ekki aldeilis lítið. Hún hafði á síðustu tvö hundruð blaðsíðum annars bindis komist að ótryggð manns síns og Línu vinnukonu. Það verð- ur henni til ólýsanlegrar mæðu og lesanda ekki síður. Hún ákveður að flýja af hólmi og fara til Amer- íku. En raunir hennar leysast ekki að heldur, verður hún svo kvalin af sjóveiki að hún verður að gefa það upp á bátinn og snýr heim eftir svona þrjú hundruð blaðsíð- ur. Mikið er langlundargeð Jóns með þessari eiginkonu sinni. En þar með fellur ekki allt í Ijúfa löð, nema rétt á milli og þarf lítið út af að bera, syo að Anna Friðriksdótt- ir reyni ekki að grípa til örþrifa- ráða. Við sögu koma flestir þeir hinir sömu og í öðru bindi. En nokkrir bætast þó við. Náungaumtalið og kaffidrykkjan er sem fyrr fyrir- ferðarmikill hluti. Og manni gæti verið spurn: Er Guðrún að lýsa þessari rómuðu sveitamenningu okkar hér á árum áður? Var þá ekki hærra á henni risið en svo að allir nöguðu skóinn niður af öðr- um. Og er þó höfundur ekki alltaf sjálfum sér samkvæmur í þessu efni. Það er til dæmis ekki hægt annað en að skella upp úr á bls. 235 þegar nánast ekkert annað hefur gerst en sjúkleika Önnu hef- ur verið lýst, svo og hvernig hún er rægð og rökkuð niður hvort sem er á heimili sínu eða annars staðar Guðrún frá Lundi þegar Borghildur vinnukona segir heldur hvöss við þá illgjörnu Dísu: „Svo vil ég ekki heyra neitt nöldur eða ómerkilegt tal um gesti, sem koma hingað á heimilið. Það hefur aldrei verið siður hér." Eins og í fyrri bókunum og öðr- um bókum Guðrúnar frá Lundi lætur fólk sér ekki nægja að tala eða breyta orðunum út úr sér, það hnusar og frussar og hneggjar og Gefðu baminu jólagjöf sem tryggír öiyggi þess KLIPPAN TUFFY öryggispúðinn er lagaður að líkama barnsins. Púðinn hentar öllum börnum að 35 kg líkamsþyngd. Þessi einfaldi og vel hannaði hlutur tryggir að bílbelti komi baminu að fullu gagni. \7lH2l5Z? Ri SUÐURLANDSBRAUT 16 - SÍMI 35200 ^ » ' ÚTSÖLUSTAÐIR: VELTIR og OLÍS rausar og masar. Mikið leiðigjarnt það. Undir lokin er allt að falla í ljúfa löð. Anna Friðriksdóttir sú mikla sæmdarkona, hefur náð sér af hugsýkinni. Jakob hefur náð í þessa indælis eiginkonu hana EI- ínu frá Ásólfsstöðum og einhverra hluta vegna hefur Nautaflatar- álögunum verið létt af þeim, þau eiga sem sé þrjú sprelllifandi börn. Lína sem hrasaði með hreppstjóranum í öðru bindi, en giftist Dodda, verður ekkja en gamli aðdáandinn, sá væni Þórð- ur, hefur tekið hana að sér og byggt handa henni nýtt hús og er henni betri en enginn, sá sóma- maður. Fósturdóttirin Dísa er gift í annarri sveit og veldur ekki frek- ari bölvunum í bili. Eiginlega er allt í þessu fina. Og var nú mál til komið að ósköpunum linnti. Mannskæð gassprenging Islamatud. Pakistan. 14. desember. AP. ALLS LÉTU 16 manns lífið og 14 slösuðust, er gasleiðsla sprakk I íbúðarhverfi í suðurhluta Pakistan í dag, fimm hinna slösuðu voru taldir í lífshættu. Þetta er versta slys af þessu tagi sem orðið hefur í Pakist- an. Talsmaður stjórnarinnar í Pak- istan sagði að trúlega hefði slysið orðið vegna vanrækslu í kjölfarið á fyrsta kuldakasti vetrarins, en með því hefði gasnotkunin aukist til mikilla muna i höfuðborginni og annars staðar í norður- og miðhlutum landsins. llvernig breytast bílar milli ára? \jí Skoda 130L, nýi meðlimurinn í Skoda-fjölskyldunni. Ný gerð bætist í Skoda-fjölskylduna Af bifreiðum þeim sem Jöfur hf. selur verða þær breyt- ingar helstar milli ára, að ný gerð af Skoda bætist við af 1985 árgerð, Skoda 130 L. Þá verður Dodge Daytona fáanlegur með forþjöppu við Chrysler LeBaron GTS. Skoda 130 L verður með stærri vél en aðrir fjölskyldu- meðlimir, eða 1300 rúmsenti- metra. Er hún fimm gíra og 62ja hestafla, en þar er um að ræða fjögurra hestafla aukn- ingu miðað við aðra Skoda. Fimmta hraðastigið er yfirgír. Jafnframt er sú nýjung að í bílnum er tannstangarstýri, einnig ný kúpling svo og ný gerð af afturöxlum. Eru tveir hjöru- liðir á hvorum öxli er halda af- stöðu hjóla við götu láréttri. Þá hefur bilið milli hjóla verið auk- ið til að auka aksturseiginleika. Skoda 130 L er sagður spar- neytnari en aðrir bílar úr fjöl- skyldunni, uppgefin benzín- vél af 1985 árgerð og einnig notkun er 5,7 lítrar á 100 km. Er nýr blöndungur í Skoda 130 L miðað við fyrri bíla. Þá hefur verið dregið úr aksturshávaða í farþegarými. Skoda Rapid breytist í útliti milli ára. Framendi bílsins lítur nú eins út og á öðrum Skódum, sem breyttust með 1984 árgerð- inni. Jafnframt hafa verið sett stefnuljós við hlið aðalljósanna. Eins og að framan segir verð- ur Dodge Daytona fáanlegur með forþjöppu með 1985 árgerð- inni, en auk þess hafa verið gerðar útlitsbreytingar á bif- reiðinni. Án forþjöppu fram- leiðir vélin 99 hestöfl en 146 með forþjöppu. Árgerð 1985 af Dodge Daytona Turbo.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.