Morgunblaðið - 16.12.1984, Qupperneq 52

Morgunblaðið - 16.12.1984, Qupperneq 52
52 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. DESEMBER 1984 S°bff 0Jkurnar ^^&éfenda islensk'afb KaupÞ^£i unninm a' —-=== 1. «ftrLnU^|0- k Ji; eftlf ^n ^nsh.ortd 2 Bro4'r 'T1' .d|lt þoé sn)Odr > , TólOI""1 JÚLÍOS ÆSKAN Laugavegi56 Sími17336 Lesefni í stórum skömmtum! Gull og demantar Kjartan Ásmundsson gullsmiður, Aða/strœti 7, sími 11290. Vanfærar konur forðist tölyuskenna Samtök opinberra starfsmanna í Bretlandi hafa tekið vanfœrum konum vara fyrir því að starfa við tölvuskerma þar sem óttazt er að fóstrin kunni að bíða tjón af, að því er The Observer skýrir frá nýlega. essi aðvörun er birt í framhaldi af könnun sem tók til 703 kvenna er störfuðu við tölvu- skerma í atvinnu- málaráðuneytinu í Runcorn í Cheshire á árunum 1974 til 1982. í ljós kom að 36% vanfærra starfskvenna sem höfðu að staðaldri setið við tölvuskerma í þrjá mánuði áður en getnaður átti sér stað og þrjá mánuði eftir að getnaður varð, ýmist létu fóstri, ólu andvana börn eða vansköpuð. Niðurstöður könn- unarinnar voru síðan bornar saman við úrtak þar sem konur höfðu ekki unnið við tölvuskerma og þar urðu einungis 16% fyrir skakkaföllum af sama tagi. Heilbrigðisþjónusta opinberra starfsmanna gekkst fyrir könnun þessari eftir að konur sem unnu við tölvur í Runcorn lýstu því yfir að meðal þeirra væru fósturlát óeðli- lega tíð. Þær töldu að ástæðuna mætti hugsanlega rekja til geislun- ar frá tölvuskermum, loftræstingu eða leiðslum í gólfi. Niðurstöðum þessarar rannsókn- ar hefur verið tekið með mikilli var- úð. Aðstandendur hennar viður- kenna að upplýsingar þær sem lagð- ar voru til grundvallar hafi ekki ver- ið eins greinargóðar og æskilegt hefði verið. Þeir benda á að fóstur- lát hjá konum sem vinna við tölvu- skerma séu ekki óeðlilega tíð heldur séu tölur sambærilegar við það sem almennt gerist. Það sem athygli veki sé hins vegar það að í hópi þeirra kvenna sem könnunin tók til virðast færri konur verða barnshafandi en eðilegt megi teljast. Þrátt fyrir þetta og aðrar efa- semdir í sambandi við tölur álíta samtök opinberra starfsmanna að munurinn á hópunum tveimur sé svo mikill að ástæða sé til að krefj- ast þess að vanfærar konur í þjón- ustu hins opinbera séu ekki látnar starfa við töluvskerma unz ýtarlegri rannsóknir hafi farið fram. Tölvu- og fjarskiptastofnunin hef- ur vísað þessari kröfu á bug en kveðst um leið hafa samúð með málstað opinberra starfsmanna. Ein ástæðan er sú að oft er ekki um að ræða önnur störf fyrir þær konur sem eiga í hlut. Starfsmannasam- tökin ætla að halda áfram að berj- ast fyrir því að konurnar fái kröfu sinni fullnægt þannig að þær iái önnur verk að vinna. Lengi hafa menn haft áhyggjur af því að tölvuskermar kunni að hafa óæskileg áhrif á barnshafandi kon- ur. Engar sannanir hafa þó verið fyrir þvi að þessar áhyggjur eigi við rök að styðjast. Nýlega vakti það mikinn ugg er fjórar konur er unnu við tölvusetningu við dagblaðið Tor- onto Star ólu börn sem öll voru van- sköpuð. Nákvæmar rannsóknir á skerm- unum hafa aldrei leitt í ljós að geisl- un frá þeim væri fyrir ofan hættu- mörk. Hugsanleg skýring er talin vera sú að meiri tölfræðileg hætta sé á því að börn fæðist vansköpuð þar sem þeim konum sem vinna við tölvuskerma hefur fjölgað gífurlega. Dr. Adrian Semmence, heilbrigð- isráðunautur hins opinbera í Bret- landi, hefur skrifað samtökum starfsmanna bréf þar sem segir m.a.: „Til að meta þá hættu sem raun- verulega kann að vera fyrir hendi er nauðsynlegt að fram fari vfðtæk rannsókn til að gera sér grein fyrir því hvaða áhrif tölvuskermarnir hafa og hvaða áhrif má rekja til annarra orsaka, sem vitað er til að máli skipti hjá barnshafandi kon- um, s.s. þjóðfélagsstaða og fyrri fósturlát, auk annarra þátta sem auk tölvuskerma kunna að koma til greina í þessu sambandi, svo sem geislun frá sjónvarpstækjum utan vinnutíma."
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.